Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT Þarf að klippa? Garðlist klippir tré og slær garða Sími: 554 1989 www.gardlist.is Bílaumferðin um verslunarmanna- helgina í ár var um 10% meiri yfir Hellisheiði en í fyrra að því er kem- ur fram á vef Vegagerðarinnar. Umferðin um Hvalfjarðargöngin þessa helgi dróst hinsvegar saman um 2,6%. Aukningin um Hellisheiði í heila viku, fyrir og um helgina, nam 11,5%. Segir Vegagerðin að fleiri virðist því hafa verið fyrr á ferðinni fyrir verslunarmannahelgi en áður og farið af stað á miðvikudegi eða fimmtudegi. Stofnunin bendir jafnframt á að hafa verði í huga að ungmenna- landsmót UMFÍ var haldið á Sel- fossi um helgina en mótið var á Eg- ilsstöðum árið 2011. Áberandi mikill samdráttur var í umferðinni um Hvalfjarðargöng á laugardegi eða sem nemur 12,6% frá því árið 2011. Bílar á Hellisheiði. Meiri umferð yfir Hellisheiði Lögreglumenn á höfuðborgar- svæðinu fundu nýlega sporð- dreka „á ónefnd- um stað“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan tók dýrið í sína vörslu og flutti það síðan á dýraspítala þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstaf- anir. Lögreglan segir að sporðdrekar séu sjaldséðir hér á landi en lík- legt þyki að þessi hafi borist hing- að með erlendum ferðamönnum. Sporðdreki fannst á höfuð- borgarsvæðinu Sporðdrekinn. Vottar Jehóva á Íslandi halda sitt árlega landsmót í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 10. til 12. ágúst. Dagskráin hefst klukkan 9.20 alla þrjá dagana og lýkur um kl. 17. Öllum er frjáls aðgangur hve- nær sem er á meðan dagskráin varir. Rúmlega tvö hundruð danskir gestir munu sækja mótið. Vottar Jehóva halda landsmót STUTT Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra mun á laugardag af- hjúpa nýjan minnisvarða um Hrafna-Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mót- um Siglufjarðarvegar og Flóka- dalsvegar vestari. Fram kemur í tilkynningu að hópur áhugamanna um uppbygg- ingu í Fljótum standi að gerð minnisvarðans. Helstu styrktar- aðilar séu Alþingi, Menningar- sjóður Norðurlands vestra, Menningar- og styrktarsjóður Norvikur og Kaupfélag Skag- firðinga. Að auki hafi margir einstaklingar og fyrirtæki styrkt verkefnið með vinnuframlagi og annarri greiðasemi. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Guðbrands- son. Athöfnin hefst kl. 14.30 og eru allir velkomnir. Minnisvarði um Hrafna-Flóka afhjúpaður Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Fiskidagurinn mikli er árleg fjöl- skylduhátíð sem haldin er í Dalvík- urbyggð fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi. Fiskverk- endur og annað framtaksfólk í byggðarlaginu bjóða þá lands- mönnum öllum upp á dýrindis fisk- rétti, frá morgni til kvölds. Yfirlýst markmið Fiskidagsins er að fólk komi saman, hafi gaman og síðast en ekki síst borði fisk. Aðsókn hefur verið geysigóð frá upphafi og fjölgar í gestahópnum frá ári til árs. „Það er rosalega góð stemning í fólkinu núna. Menn detta í ákveðinn gír og þegar fiskidagur nálgast dett- ur fólk í svipaðan ham og á jólunum. Fólk er byrjað að mæta og það eru allir á fullu,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, í gær. Fjölskylduvæn hátíð Þétt dagskrá verður í boði fyrir þá sem ætla á hátíðina, en að sögn Júl- íusar verður nóg að gera í Dalvík næstkomandi helgi. „Við leggjum mikla áherslu á að hafa hátíðina fjöl- skylduvæna og við hvetjum alla til þess að mæta. Af öllum dag- skrárliðunum held ég svo að þrír stærstu liðirnir séu setning hátíðarinnar á föstu- deginum, vináttukeðjan og svo fiskisúpukvöldið,“ segir Júlíus, en 30.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og búast heimamenn við svipuðum fjölda í ár. Styttist í Fiskidaginn mikla  Aðsókn hefur verið mjög góð frá upphafi  Fiskverkendur og framtaksfólk bjóða upp á fiskrétti frá morgni til kvölds  30.000 manns sóttu hátíðina í fyrra Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson Fiskidagurinn Undirbúningur stendur sem hæst á Dalvík fyrir Fiskidaginn mikla um helgina. Myndin er frá súpuveislunni á síðasta ári. Í fyrsta skiptið á Fiskideg- inum mikla verður boðið upp á sólskoðun. Dalvíkingurinn Ottó Elíasson hefur umsjón með dagskrárliðnum. Góð veðurspá er fyrir komandi helgi. Sólskoðunin hefst klukkan tólf og verður fram eftir degi eins og aðstæður leyfa. Nokkrir mismunandi sjón- aukar verða í boði fyrir áhugasama. Með sumum þeirra má sjá deyft ljós sólar- innar og sólbletti, en það eru helstu yfirborðseinkenni sólarinnar. Á öðrum má sjá útgeislun frá vetni í efri lögum lofthjúps sólar, ásamt sóblett- um og sól- strokum. Bjóða upp á sólskoðun FISKIDAGURINN MIKLI Júlíus Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.