Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 17
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýtt félag hefur tekið við öllum verklegum framkvæmdum við fé- lagssvæði hestamannafélaganna Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ. Félagið vinnur að land- mótun á Kjóavöllum þar sem byggðir verða keppnisvellir með tilheyrandi aðstöðu og stærsta reið- höll landsins. Gustur og Andvari munu sameinast. Stofnfundur nýs hestamanna- félags verður haldinn í haust þar sem gengið verður frá lögum fyrir félagið, nafn valið og stjórn kjörin. Kópavogsbær og Garðabær settu þau skilyrði fyrir stuðningi við upp- byggingu aðstöðunnar að félögin myndu sameinast. Það gerist vænt- anlega að afloknum fundum félag- anna tveggja næsta vetur. Kjóavellir eru á milli hesthúsa- hverfanna Heimsenda í Kópavogi og Andvara í Garðabæ. Bæjar- mörkin liggja þar um og var sam- þykkt sameiginlegt skipulag fyrir svæðið fyrir nokkrum árum. Eftir því er unnið, segir Þorvaldur Sig- urðsson, varaformaður fram- kvæmdastjórnar nýja félagsins. Stefnt að alútboði í vor Verulegar framkvæmdir eru á Kjóavöllum. Þar er verið fergja púða undir nýju reiðhöllina. Húsið á að fara í alútboð í haust. Fjár- hagsáætlun fyrir tilbúna reiðhöll af þessari stærð hljóðar upp á tæpar 400 milljónir. Samið hefur verið við sveitarfélögin um framlög til fram- kvæmdarinnar. Reiðhöllin verður 32 metra breið, stærsta reiðhöll landsins. Þorvaldur vonast til að höllin verði risin fyrir lok næsta árs. Í skipulaginu er gert ráð fyrir annarri höll, enn stærri. Verið er að móta skeifu á svæð- inu og verða tveir löglegir keppn- isvellir ofan í henni, með áhorf- endasvæðum og annarri aðstöðu fyrir hestamenn og gesti. Áhorf- endasvæði verða fyrir 20 þúsund manns, að sögn Þorvaldar. „Það veit enginn,“ segir hann þegar hann er spurður hvort markmiðið sé að gera nýtt landsmótssvæði og bendir á að skoðanir séu afar skipt- ar um það hvar halda skuli lands- mót. „En hægt verður að halda landsmót þegar allt verður tilbúið,“ bætir Þorvaldur við. Búið er að reisa tamningagerði og stefnt að uppsetningu eins hringgerðis í haust. Sveitarfélögin tvö ákváðu að standa sameiginlega að gerð deili- skipulags fyrir Kjóavelli og stuðla að áframahaldandi uppbyggingu þess með það að markmiði að gera hesthúsa- og keppnissvæði í fremstu röð. Lóðum hefur verið úthlutað Kópavogsmegin og hesthús í bygg- ingu en ekki hefur verið úthlutað lóðum á Andvarasvæðinu. Nýtt keppnissvæði byggt upp  Nýtt félag hefur tekið við uppbyggingunni á Kjóavöllum  Gustur og Andvari munu sameinast  Tveir löglegir keppnisvellir og stærsta reiðhöll landsins  Brekkur fyrir 20 þúsund áhorfendur Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppbygging Framkvæmdir standa yfir á Kjóavöllum, sameiginlegu svæði hestamanna í Garðabæ og Kópavogi. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Springfield 3ja sæta áður kr. 231.900 nú kr. 162.300 / 2ja sæta kr. 188.700 nú kr. 132.000 Vintage púðar áður kr. 8.900 nú kr. 4.450 Narfe sófi áður kr. 235.700 nú kr. 188.560 50% afsláttur 30% afsláttur springfield sófar 20% afsláttur ÚTSALA T A K M A R K A Ð M A G N A F H V E R R I V Ö R U Uppbygging á Kjóavöllum, á mörkum Garðabæjar og Kópa- vogs, byggist á samkomulagi bæjarfélaganna frá 2006. Þá þegar var gengið út frá því að hestamannafélögin samein- uðust. Annar grundvöllur upp- byggingar á Kjóavöllum var sala Glaðheimasvæðisins, sem var aðalfélagssvæði Gusts, til uppbyggingar íbúða, og þurfti því að útbúa nýtt svæði fyrir hestamenn. Búast má við að 1.100 til 1.300 félagsmenn verði í hinu nýja sameinaða hestamanna- félagi og um 2.500 hestar á hesthúsasvæðinu. „Við gerum okkur vonir um að þetta verði stórt og öflugt félag með góðum útreiðaleið- um og sem bestri aðstöðu fyr- ir félagsmenn. Það verður nýrrar stjórnar að móta starf- ið,“ segir Þorvaldur Sigurðs- son. Hann bendir á að Kjóa- vellir séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vel tengdir útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Stórt og öflugt félag NÝTT HESTAMANNAFÉLAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.