Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  184. tölublað  100. árgangur  NLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALL –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG ÁTTA SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐ FYLGIR Í DAG VIÐSKIPTABLAÐ ÁHERSLA LÖGÐ Á FJÖLBREYTNI HINSEGIN DAGAR 38ÓL OG PEPSÍ-DEILDIN Sprotar sem geta vaxið hratt erlendis  Nýtt öflugt hestamannafélag verður til í vetur með sameiningu Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ. Fram- kvæmdastjórn hins nýja félags hefur þegar tek- ið við öllum verklegum fram- kvæmdum við félagssvæði félag- anna á Kjóavöllum sem er á bæjarmörkum Garðabæjar og Kópavogs. Byggðir verða tveir keppnisvellir og stefnt að alútboði fyrir stærstu reiðhöll landsins í haust. »17 Hestamenn í eina sæng á Kjóavöllum Byggingarfélag Gunnars og Gylfa hefur blásið til nýrr- ar sóknar á byggingarmarkaði. Fyrirtækið er að ljúka við 52 íbúðir í Lundi í Kópavogi og að hefjast handa við að reisa 60 íbúðir sem verða í þremur fjölbýlishúsum á sama stað. Stefnt er að því að reisa 400 íbúðir á svæð- inu og fyrirtækið vinnur einnig að því að reisa 40 íbúð- ir í Garðabæ. Fyrirtækið er með um 100 fasta starfsmenn auk margra undirverktaka. Eigendur fyrirtækisins juku hlutafé þess um 100 milljónir kr. fyrir ári. »Viðskipti Gunnar og Gylfi í sókn Lundur í Kópavogi. Skúli Hansen skulih@mbl.is Einungis um 30% prósent af þeim tekjum sem hið opinbera hafði af bifreiðum og umferð í fyrra runnu til vegamála. Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, voru tekjur hins opinbera af bifreiðum og umferð tæpir 50 milljarðar á síðasta ári en einungis tæpir 15 milljarðar hafi hins vegar samkvæmt fjárlögum þess árs ver- ið áætlaðir til vegamála. „Þar af voru nýframkvæmdir áætlaðar um það bil sex milljarðar, viðhald 4,1 milljarður, þjónusta 4,4 milljarðar, restin var rekstur,“ segir Runólfur aðspurður í hvað 15 milljarðarnir fóru. Að sögn Runólfs er mjög sér- stakt að sú upphæð sem rennur til vegamála á ári hverju skuli ekki einu sinni ná þeirri upphæð sem ríkið hefur í tekjur af virðisauka- skatti af eldsneyti. „Það sýnir okk- ur að það er alltof lítið tillegg sem rennur til framkvæmda og við- halds,“ segir Runólfur og bætir við: „Enda líður vegakerfið mjög fyrir það. Það er nokkuð sem allir þeir sem um vegi landsins fara verða varir við.“ Þá bendir Runólfur á að ákveð- inn vítahringur geti myndast þeg- ar viðhaldi vega er ábótavant en lítið viðhald á vegum geti leitt til aukins viðhalds á bifreiðum. „Slæmir vegir koma illa út gagn- vart ökutækjum og það fylgir því aukið viðhald ef vegir eru slæmir,“ segir Runólfur. MBifreiðaskattar »4 15 milljarðar til vegamála af 50 milljörðum  Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir hve litlar skatttekjur fara til vegamála Framlög til vegamála » Framkvæmdastjóri FÍB segir aðeins um 30% af tekjum rík- issjóðs af bifreiðum og umferð renna til vegamála. » Einungis tveir skattar; olíu- gjald og bensíngjald, eru eyrnamerktir vegamálum. » Ef viðhaldi á vegum er ábótavant getur það leitt til þess að viðhald á bifreiðum aukist. Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrði íslenska landsliðinu í handknattleik í síðasta sinn í gær, í bili að minnsta kosti, þegar það tapaði fyrir Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum. Guðmundur lék á sínum tíma 230 landsleiki og hann stýrði liðinu í 193 leikjum, fyrst frá 2001-2004 og síðan frá 2008 þar til í gær. Að auki var hann aðstoðarþjálfari landsliðsins í 21 leik á árunum 2006-2007 og kveður því eftir samtals 444 landsleiki. Ólafur Stefánsson lék líklega sinn síðasta landsleik en er þó ekki tilbúinn til að kveða upp úr með það að svo stöddu. » Íþróttir Morgunblaðið/Golli Guðmundur kveður landsliðið eftir 444 leiki Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í hinu fádæma góðviðri í sumar hafa alls 42 dagar rofið 20 stiga múrinn en margir þeirra aðeins rétt rofið hann. Upp á síðkastið hefur hitinn held- ur tekið við sér og í gær mældist hæsti hiti sumarsins á Egilsstaða- flugvelli, 25,1 stig. Á Hallormsstað komst hitinn í 24,4 stig. Hinn 8. júlí í sumar mældi sjálfvirki mælirinn á Stjórnarsandi við Klaustur 24,8 stig og kvikasilfursmælirinn á Kirkjubæjar- klaustri sýndi sama dag rétt rúmlega 24 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi hefur hitinn nú komist í 20 stig í 13 daga í röð, eða frá 27. júlí. Vant- ar bara tvo daga upp á að met verði jafnað, en það er 15 dagar í röð árin 1990 og 2008. Miðað við veðurspána næstu daga er mjög líklegt að met- ið verði jafnað eða jafnvel slegið. Á bloggi Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings kemur fram að hár hiti í lægri hluta veðra- hvolfsins ætti að öðrum skilyrðum uppfylltum að leiða til á milli 20 og 23 stiga hita almennt um austan- vert landið í dag og hámarkshiti dagsins á landinu verði 25 til 28 stig. Líklegir staðir með hæsta hita dagsins eru m.a. Ásbyrgi, Skjald- þingsstaðir í Vopnafirði, Hallorms- staður, Seyðisfjörður eða Nes- kaupstaður segir Einar. Hiti yfir 20 stig 13 daga í röð  Metið er 15 dagar í röð  Góðar líkur á að það falli FINNUR.IS Ísleifur færði okkur frönsku perluna Intouchables  „Mér er meinað að fá skýrsluna þótt mennta- málaráðuneytið hafi vísað í hana á vefsíðu sinni á föstudeginum fyrir verslunar- mannahelgi og þótt fjölmiðlar séu meira og minna komnir með hana,“ segir Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, í kjölfar þeirrar ákvörð- unar stjórnarformanns Austur- hafnar í gærkvöldi að afgreiða ekki strax beiðni hans um að fá skýrslu KPMG um rekstur Hörpu. Fékk hann það svar að beiðnin yrði tekin fyrir á stjórnarfundi 17. ágúst. Skýrslan var tilbúin í lok maí og óskaði Kjartan eftir því í júlí við Austurhöfn að fá skýrsluna. „Það er skrítið að meðferðin á al- mannafé í þessu fyrirtæki skuli ekki vera betri en þetta þegar menn koma svona fram við kjörna fulltrúa sem eiga að gæta almannafjár,“ seg- ir Kjartan sem kveðst „furðu lostinn yfir þessari ósvífnu framkomu“. »6 Enn neitað um skýrslu um Hörpu Kjartan Magnússon  Vaðlaheiðargöng hf. hafa enn ekki lokið samningi við fjár- málaráðuneytið um ríkisábyrgð vegna ganganna og býst Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, stjórnarformað- ur félagsins, við að því verði lokið um miðjan mánuðinn. Fyrr verði ekki skrifað undir samninga við verktaka. Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra segir beðið eftir yfirförn- um samningi frá Vaðlaheiðar- göngum sem verði síðan borinn undir ríkisábyrgðarsjóð. Oddný kveðst eiga von á að félagið skili fljótlega tryggingum fyrir því að eigið fé þess standist eins og lög gera ráð fyrir. »4 Fjármögnun ganga er enn ekki tryggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.