Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Ásta Lúðvíks-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. apríl 1930. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Lovísa Guð- rún Þórðardóttir verslunarmaður, f. 27. október 1901, d. 3. ágúst 1993 og Lúðvík Jónsson bakarameistari, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Systir Ástu er Sesselja Þóra, fædd 25. nóvember 1932. Ásta kvæntist 22. júní 1952 Geir Gunnarssyni fyrrum alþing- ismanni og aðstoðarrík- issáttasemjara f. 12. apríl 1930, dáinn 5. apríl 2008. Börn þeirra eru: 1. Gunnar Geirsson, við- skiptafræðingur og fisktæknir, fæddur 15. 1.1953, kvæntur Guð- finnu Kristjánsdóttur, kennara, f. 12.5.1958. Börn þeirra eru Est- her Ösp fædd 1984 og Snorri Þór fæddur 1989. Sonur Gunnars af Ástu eru Júlía Björk Lárusdóttir f. 2011 og Guðbrandur Gísli Sig- urbergsson f. 2012. Ásta ólst upp í Vestmannaeyjum fram á ung- lingsár en fór þá til náms við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði og lauk síðan stúdents- prófi frá MR árið 1951. Hún starfaði sem kennari við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og Lækjarskóla um árabil. Er hún var komin á fimmtugsaldur hóf hún dönsku- nám við HÍ og lauk þaðan BA prófi árið 1977. Hún kenndi síðan dönsku og fleiri námsgreinar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í nær samfellt tvo áratugi eða allt fram til ársins 2000. Ásta og Geir kynntust ung að árum í Flens- borgarskóla og stunduðu síðan saman nám við MR og áttu giftu- ríka samfylgd í ríflega sex ára- tugi. Þau reistu sér myndarlegt heimili að Þúfubarði 2 í Hafn- arfirði og áttu þar heima alla tíð, eða í liðlega 50 ár. Síðustu þrjú ár átti Ásta við veikindi að stríða og dvaldi í góðri umönnun að Sólvangi í Hafnarfirði þar sem hún andaðist þann 29. júlí sl. Útför Ástu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag 9. ágúst 2012 kl. 13. fyrra hjónabandi er Geir fæddur 1974. 2. Lúðvík, alþm. f. 21.4 1959, kvæntur Hönnu Björk Lár- usdóttur, hús- móður, f. 2.11. 1959. Synir þeirra eru Lárus f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaugur Bjarki f. 1996. 3. Hörður, tölv- unarfræðingur f. 19.5. 1962, sam- býliskona hans er Jóhanna S. Ás- geirsdóttir f. 2.7. 1962. Börn þeirra eru Kolbrún Silja, f. 1984, Lovísa Þórunn f. 1992 og Bene- dikt Árni f. 1995. 4. Ásdís, þroskaþjálfi, f. 1.10. 1965, gift Jóni Páli Vignissyni, vörustjóra hugbúnaðar, f. 21.8. 1963. Börn þeirra eru Vignir f. 1988 og Ásta f. 1990. 5. Þórdís, húsmóðir, f. 1.10.1965 gift Guðbrandi Sig- urbergssyni, viðskiptafræðingi f. 7.6. 1951. Börn þeirra eru; Sig- urberg f. 1988, Geir f. 1991 og Þráinn f. 1994. Barnabarnabörn Nú er lífshlaupi elsku ömmu Ástu lokið. Amma Ásta var fyrst og fremst glaðvær og full af lífi. Hún hafði ávallt eitthvað fyrir stafni. Fyrir síðustu árin var hún nánast óstöðv- andi. Hún hafði yndi af hannyrðum eins og bútasaumi, enda eigum við barnabörnin öll okkar eigin „ömmuteppi“. Ef maður fann ömmu ekki við saumavélina mátti yfirleitt finna hana í garðinum að huga að blómunum sínum eða niðri á golfvelli að spila nokkrar holur. Okkur eru þó einna helst minnis- stæðar sunnudagsgöngurnar sem öll fjölskyldan var dregin með í, þetta þótti okkur nú óþarfa púl en lítum nú aftur á með bros á vör. Haukarnir áttu svo hug hennar allan þegar kom að heimi íþrótta, en hún og afi Geir voru dyggir stuðningsmenn og víluðu ekki fyrir sér að ferðast landa á milli til að berja handknattleiksliðið augum, hvort sem var í Danmörku eða Portúgal. Amma deildi því hlutverki með afa að þjappa fjölskyldunni saman og drífa okkur áfram og virkja. Við getum öll með góðri samvisku sagt að við eigum samheldni og nánd systkinabarnanna ömmu og afa að þakka. Nú er komið að því að þau sam- einist á ný, eflaust finna þau sér illa hirta moldarhóla til að umbreyta í grænar grundir og spila golf sam- an út í eilífðina. Elsku amma Ásta. Þú kenndir okkur á lífið, þú kenndir okkur virðingu fyrir náttúrunni og píndir okkur áfram til að ganga um, skoða hana og kynnast henni. Fyrir það verður aldrei nógsam- lega þakkað. Hvíl í friði. Lárus Lúðvíksson, Kolbrún Silja Harðardóttir, Vignir Jónsson, Sigurberg Guð- brandsson, Brynjar Hans Lúðvíksson, Ásta Jónsdóttir, Geir Guðbrandsson, Lovísa Þórunn Harðardóttir, Þráinn Guðbrandsson, Benedikt Árni Harðarson og Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson. Í dag kveðjum við Ástu Lúð- víksdóttur. Með henni er gengin dugleg, kraftmikil og góð kona. Mín kynni af Ástu hófust er ég var barnung, þegar hún og Geir bjuggu í húsi foreldra minna við Hringbraut í Hafnarfirði. Þá var elsta barn þeirra, Gunnar, ungur og urðum við miklar samlokur þó að ég væri nokkuð eldri. Strax þarna þóttist ég vera að passa Gunnar en í raun var Ásta að bæta við sig barni. Ég vildi helst alltaf vera uppi hjá þeim, enda voru þau mér alla tíð mjög góð. Ég hélt síð- an áfram að fylgja þeim eins og skugginn þegar þau fluttu niður á Suðurgötu og eins þegar hús þeirra var byggt uppi á Holti. Þá var Lúðvík fæddur og ég gerðist barnapía hans í tvö sumur og síðar kvöldbarnapía um tíma eftir að Hörður og tvíburarnir Ásdís og Þórdís fæddust. Mig langar að segja frá því að í tvígang fannst mér Ásta hafa af- gerandi áhrif á líf mitt. Í fyrra skiptið þegar hún fór til mömmu og sagðist ætla að fara með mig til sér- fræðings í tannréttingum sem hún vissi að var að koma frá námi í Am- eríku. Ég var sem sagt með ofboðs- lega skakkar tennur (tennur úti á túni, eins og krakkarnir sögðu). Allt í einu var ég komin með „járn- brautarteina“, ein af þeim fyrstu á landinu og þótti þetta mikið furðu- verk. Hitt skiptið var þegar ég var orðin eldri og kom sem oftar til Ástu með áhyggjur mínar. Í þetta skiptið var ég búin að ákveða að mig langaði að læra hjúkrun en margir drógu úr mér og sögðu að ég væri of mikið fiðrildi og tæki sjálfa mig ekki nógu alvarlega. Ásta var ekki á sama máli. Sagði að sjúklingar vildu gjarnan hafa glað- legt og hresst fólk í kringum sig og þar með passaði þetta mjög vel fyr- ir þig. Ég trúði henni sem endra- nær. Hjúkrun varð mitt ævistarf. Það er svo ótalmargt sem leitar á hugann t.d. veiðiferðir, göngu- ferðir, aðstoð við stærðfræði og dönsku o.fl. Ásta var talsvert yngri en foreldrar mínir og fannst mér margt skrítið hjá henni. Til dæmis sagði ég mömmu að hún skammt- aði púðursykurinn út á súrmjólkina og setti svo eitthvað rusl úr ofn- inum ofan á (heimagert musli). Njólajafning vildi ég alls ekki smakka. Þá sagði hún það eins gott því ég myndi deyja ef ég borðaði hann. Þetta var of mikil ögrun og niður fór jafningurinn. Eitt sinn er þau Geir höfðu skroppið til Dan- merkur kom ég heim til mömmu og sagði að nú væri fokið í flest skjól. Þau hefðu verið að borða kolmygl- aðan ost. Gráðaost sá ég sem sagt þarna í fyrsta sinn. Já, mér þótti hún undarleg stundum, hún Ásta mín. Ég mun ætíð minnast þeirra hjóna með hlýhug og virðingu. Börnum, tengdabörnum og öllum afkomendum Ástu og Geirs sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Anna Birna Ragnarsdóttir. Andlátsfregn skólasystur og minningar streyma fram. Skóla- dagar löngu liðnir en minnisstæðir. Kynni okkar Ástu hófust í 4. bekk MR og áttum við góðan vinskap alla tíð. Það var þjóðhátíðardagur 17. júní 1951 og prúðbúnir nýstúdent- ar fagna skólalokum. Með hvítu kollana í nýjum svörtum drögtum, sem var venja. Við nutum okkar sannarlega og veðurguðirnir juku á hátíðarstemninguna með yndis- legu sólskini í heila viku. Skóla var lokið með löngum og nokkuð erf- iðum próflestri en líka gleðistund- um á skólaárunum, selsferðum og ekki síst 5. bekkjar ferð norður til að skoða Tjörneslögin undir for- ystu Jóhannesar Áskelssonar kennara. Hreint ógleymanleg ferð okkur öllum, ekki síst þeim sem ekki voru vön löngum ferðum. Ballið á Akureyri og margar ánægjustundir gleymast seint. Samheldni árgangs ’51 úr MR hef- ur verið mikil og einnig höfum við bekkjarsysturnar ræktað sam- bandið alla tíð. Eftir stúdentspróf stofnuðum við Ásta, Ebba, Ella, Anna Þóra, Auður, Hulda og Þórunn sauma- klúbb og áttum góðar stundir sam- an. Ásta varð fyrst okkar til að stofna heimili með skólabróður okkar, Geir Gunnarssyni, og hef ég varla þekkt samhentari hjón. Þau áttu langt og gifturíkt hjónaband og eignuðust fimm mannvænleg börn. Ég minnist heimsókna til Ástu á fyrstu búskaparárum þeirra Geirs á Hringbraut, risíbúð öll undir súð, en einstaklega hlýleg. Seinna reistu þau sér veglegt ein- býlishús í Hafnarfirði. Þegar börn- in stækkuðu fór Ásta í Háskóla Ís- lands og eftir námslok þar gerðist hún dönskukennari við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ. Eitt síðasta skiptið sem ég hitti Ástu var hún farin að sinna bútasaum sem lék í höndum hennar eins og flest ann- að. Eftir lát Geirs missti Ásta fljót- lega heilsuna en börnin hafa sinnt henni af alúð. Að lokum vil ég þakka vináttu og sendi börnum Ástu, þeim Gunnari, Herði, Lúð- vík, Ásdísi og Þórdísi, innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Magnúsdóttir. Ásta Lúðvíksdóttir, fyrrverandi dönskukennari við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, er látin. Af því til- efni vil ég minnast hennar með þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Ásta var í hópi fyrstu kennaranna sem flestir höfðu starfað áður við Fjölbrautir Garðaskóla og án þessa frum- kvöðlastarfs fyrstu kennaranna hefði skólinn ekki blómstrað eins og raun ber vitni. Ásta kenndi dönsku og sýndi í starfi sínu mikla fagmennsku og umfram allt væntumþykju við nemendur. Hún var úrræðagóð, lagði ætíð gott til málanna og tók nýjum starfsmönnum með brosi á vör og taldi ekki eftir sér að leið- beina þeim. Ásta var glæsileg kona svo eftir var tekið og þegar hún lauk störfum áttuðu menn sig fyrst á að hún var komin í hóp eldri borgara. Fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ þakka ég Ástu Lúðvíks- dóttur fyrir samstarfið og sendi að- standendum samúðarkveðjur. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari. Ásta Lúðvíksdóttir ✝ Guðþór Sig-urðsson fædd- ist í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð 9. október 1928. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 31. júlí 2012. Guðþór var son- ur hjónanna í Fögruhlíð þeirra Sigurðar Guðjóns- sonar, f. 19.10. 1900, d. 1.6. 1971, og Soffíu Þórðardóttur, f. 4.5. 1906, d. 8.1. 1977. Hann var næstelstur fjögurra systkina, þeirra Sigurjóns, f. 26.4. 1927, Sigbjörns, f. 20.10. 1931, og Steinunnar Ingibjargar, f. 18.1. 1946. Þann 7. júlí 1963 giftist Guð- þór Jakobínu Kristjánsdóttur frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, f. 8. maí 1929, d. 2. október 2010. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Sigríðar Bjarnadóttur sem bjuggu á Hnitbjörgum. Guðþór og Jak- obína hófu búskap á Hnit- Örn, f. 11. janúar 1993. c) Rakel Sif, f. 2. desember 1997. 2) Stúlka, f. 21. maí 1961, d. 22. maí 1961. 3) Sigurður Viðar Guðþórsson, f. 16. september 1963, maki Berglind Sveins- dóttir, f. 1. desember 1966. Börn þeirra eru: a) Margrét Freyja, f. 10. apríl 1985, maki Eðvarð Jón Sveinsson, f. 7. febrúar 1984. Synir þeirra eru Ísak Daði, f. 18. mars 2010 og Jakob Henrý, f. 26. apríl 2012. b) Sigmar Daði, f. 7. desember 1987, maki Þórey Birna Jónsdóttir, f. 10. desem- ber 1983. Sonur þeirra er Ágúst Bragi, f. 20. nóvember 2008. 4) Sigríður Soffía Guðþórsdóttir, f. 16. apríl 1968, maki Arnar Sig- björnsson, f. 16. mars 1972. Dætur þeirra eru a) Bergrún Huld, f. 8. nóvember 1999, og b) Katrín Rós, f. 26. apríl 2002. 5) Smári Hlíðberg Guðþórsson, f. 9. janúar 1971, maki Þórunn Brynja Gísladóttir, f. 5. sept- ember 1974. Börn þeirra eru a) Jakobína Ísold, f. 26. júní 1999, b) Guðþór Hrafn, f. 2. mars 2001, og c) Ellen Gréta, f. 29. júní 2006. Útför Guðþórs fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 9. ágúst 2012 og hefst athöfnin kl. 14. björgum árið 1954 en brugðu búi árið 1987 og fluttu í Eg- ilsstaði. Árið 1988 fluttu þau að Laga- rási 2 og bjuggu þar uns Jakobína lést og Guðþór fluttist inn á sjúkra- húsið á Egils- stöðum þar sem hann dvaldi sein- ustu árin. Samhliða búskap starfaði Guðþór lengi við sláturhúsið á Fossvöllum og einnig sláturhús KHB á Egils- stöðum og sláturhús Versl- unarfélags Austurlands í Fella- bæ. Eftir að flust var í Egilsstaði starfaði hann lengst af við kjöt- vinnslu Kaupfélags Héraðsbúa. Börn Guðþórs og Jakobínu: 1) Kristján Aðalsteinn Guð- þórsson, f. 4. júní 1957, maki Sóley Garðarsdóttir, f. 28. sept. 1961. Börn þeirra eru a) Valdís Vaka, f. 4. maí 1984, maki Davíð Logi Hlynsson, f. 6. apríl 1982. Dóttir þeirra er Bryndís Hekla, f. 1. ágúst 2010. b) Kristófer Elsku pabbi þá er komið að kveðjustund. Margt rennur í gegnum hugann á svona stundu. En þakklæti fyrir að hafa haft auga með okkur i gegnum árin er fremst í hugum okkar. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða eða hjálpa. Komst manni oft á óvart, t.d. þegar þú hélst á nafna þínum undir skírn, stoltur varstu með nafnann í fanginu, við héldum að drengurinn myndi grenja allan tíman en þú varst sallarólegur og sagðir: „Verið róleg, hann grenj- ar þá bara“. Það var alltaf glens í kringum þig sama hvað þú varst að gera. Þú hafðir gaman af börn- um og gast sagt þeim ótrúlegustu sögur og þegar þau trúðu þér ekki sagðirðu: „Spurðu ömmu þína þetta er alveg satt“. Elsku pabbi, þú skilur eftir ótal minningar sem við eigum eft- ir að hlýja okkur á og hlæja að. Takk fyrir allt. Til þín. Það er sláttur og hann stígur út úr traktornum í hátt grasið, hann heyrir það tala við goluna í ferskum tón sumarsins. Horfir á bjargið í skugga sólroðans. Heyrir róminn af beljanda Jöklu æða niður sandana. Hann heyrir náttúruna syngja fyrir sig með undirleik lóunar. Hann snýr sér í átt að bæ og þar finnur hann ríkidæmi sitt. Úti undir húsvegg stendur hans kona síðustu sólargeislar kvöldsins lýsa upp fegurð hennar og bros. Hann heyrir óminn af barnaleik í fjarska þar sem að náttúran er þeirra leikvöllur sem kennir þeim mörg lífsins handtök. Hann röltir áfram ásamt sínum dyggu ferfættu vinum sem skilja allar hans hreyfingar og vita því alltaf hvert ferðinni er heitið. Hnitbjörgin gerðu hann að bónda og hann bjó jörðina og gerði Hnitbjörgin að sínu hjarta og sál. Hann var mikill í skapi og þrekvaxinn. Styrka hendi sem þraut aldrei kraft, hraustur og ákveðinn. Hann var hvass sem vetrarhríð þó hlýr eins og sunnanvindurinn. Glettinn, glaðlyndur og gat hlegið hátt. Góðar og glettnar sögur hann alltaf átti og víst var, hlátur ómaði þá. Margt hann kenndi, margt hann útskýrði sem aðrir ekki skildu. Hann margt hafði þurft að takast á við og það aðeins bætti á reynslu og styrk axla hans. Margar góðar minningar hann skildi eftir í hjörtum okkar og fyrir það erum við þakklát. Takk fyrir samveruna, gleðina, sög- urnar, kýturnar og ástina elsku pabbi, tengdapabbi og afi, sjáumst síðar! Smári, Brynja, Ísold, Guðþór og Ellen. Elsku Tóti afi, þá ertu farinn til hennar Jakobínu ömmu. Ef að líkum lætur þá tekur hún vel á móti þér. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín á sjúkrahúsið til að spjalla og fá Bismark-mola og ekki var síðra að koma í pönnsur og búðing á Lagarásinn til ykkar ömmu með- an þið bjugguð þar. Þú hafðir svo gaman af því að glettast og sproka við okkur krakkana og gast hlegið svo innilega. Og þótt þú værir fastur á þínu varstu allt- af hlýr og heimilið ykkar ömmu svo hlýtt og gott. Laufa- brauðsgerðin á Lagarásnum var fastur punktur í tilverunni og það var yndislegt að fá þig í heimsókn og snæða með þér kvöldverð tvö síðustu gamlárskvöldin sem þú lifðir. Oft fórum við með ykkur ömmu á rúntinn og höfðum með okkur kaffi og kökur. Oftar en ekki enduðu rúntarnir úti í Hlíð, þar sem hugur þinn dvaldi alla tíð. Við eigum eftir að sakna ykkar ömmu og vitum að þið fylgist með okkur. Takk fyrir allt. Bergrún Huld og Katrín Rós. Guðþór Sigurðsson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR GUNNARSSON verkfræðingur, Hraunbraut 12, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 7. ágúst. Ágústa Guðmundsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Guðni Einarsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Einar Atli Guðnason, Ólafur Breki Guðnason og Kristján Darri Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.