Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er auðvelt að nálgast þig. Rugl- ingurinn kemur líklega til af misskilningi í samskiptum og er, þegar upp er staðið, engum að kenna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að leggja þig alla/n fram í samskiptum við samstarfsfólk þitt í dag. Hugsjónir þínar eru vaktar og þú hefur það sem til þarf svo að þú getir náð takmarki þínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver spenna ríkir í samskiptum þínum við vini þína. Notaðu kvöldið til að spjalla við góðan félaga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur gott tækifæri til þess að skoða samskipti þín við aðra. Ekki er hægt að verða við öllum kröfum sem lagðar eru á herðar þér. Pældu í þessu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í samskiptum þínum við vini og kunningja í dag. Gerðu hvaðeina sem þú getur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er í lagi að treysta sínum nán- ustu fyrir sínum framtíðardraumum. Róm- antík og daður geta lífgað upp á daginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að nota daginn til að velta fyr- ir þér sambandi þínu við eigur þínar. Vand- aðu mál þitt svo sem flestir megi skilja, hvað fyrir þér vakir í umdeildum málum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki vera ósveigjanlegur í skoð- unum þínum eða vanafastur í vinnunni. Vertu á varðbergi gagnvart laumuspili af ein- hverju tagi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fylgdu hugboði þínu og þér tekst hugsanlega að koma þér í þá stöðu að fá tilboð sem þú getur svarað játandi. En það besta er enn ókomið, trúðu því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður ekki undan því vikist að ganga í málin þótt þau séu þér óljúf. Og ef þú lendir í að koma flóknu máli á hreint, muntu verða dáður fyrir vandvirknina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Njóttu vináttunnar og þiggðu heimboð sem þér kunna að berast. Gefðu þér því tíma frá brauðstritinu til að þjálfa hug þinn og beina þér áfram á þroskabraut- inni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hvers konar ný og framandi reynsla gleður þig í dag. En, ef þínir nánustu eru í jafn smámunasömu skapi og þú ert núna, er kannski best að tómleikinn verði allsráðandi. Davíð Hjálmar Haraldsson kastarfram stökum, sem ef til vill mætti kalla hverskeytlur, nokkurs konar afkvæmi ferskeytlu og limru. Þær snúast um litskrúðugar persón- ur og gera sér dælt við fáránleikann: Metúsalem magister meyjar fær í háttinn jafnvel þegar borga ber billjón fyrir dráttinn. Pantaleon prófessor púttar oft á hvolfi; fullyrðir að frábært skor fáist þá í golfi. Björgólína bakkalár brækur keypti síðar til að vaða allar ár austanfjalls og víðar. Konstantínus kandídat kenndi sund að Fossum eftir því sem annað gat átta hundruð tossum. Aðalbrandur inspektor átti fræga hryssu sem í haust var föst í for felld með hundabyssu. Elenmundur arkitekt ætlaði að róa sæfari er síðast lekt sást á Húnaflóa. Gunnar Marel Hinriksson yrkir öfugmælavísu: Eitt mig langar ekki neitt, og orka síst að gera þótt öllum sé það lýðum leitt: þá læt ég skáldskap vera. Hjálmar Freysteinsson hefur um nokkurt skeið getað helgað skáld- skapargyðjunni alla sína krafta, ljóðaunnendum til mikils happs. Hann veltir fyrir sér þessu hlutskipti sínu í lífinu: Loksins getur líf mitt fyllt léttúð ein. Hálfum rassi hef ég tyllt á helgan stein. Ágúst Marinósson sendir honum kveðju í léttum dúr: Hjálmar sest á helgan stein hálft á fremsta þrepið. Hefur löngum læknað mein og líka fáa drepið. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af öfugmælavísu og afkvæmi ferskeytlu og limru G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÞAÐ ER EKKERT SVO ERFITT AÐ VEIÐA. BARA SVEIFLA STÖNG- INNI OG KASTA... OG ÖSKRA SVO ÞAR TIL HJÁLP BERST. LARS LAGERBÄCK ÆTTI AÐ SJÁ TIL MÍN! SONUR SÆLL, ÉG ÆTLA AÐ SEGJA ÞÉR HVERNIG ÞÚ VERÐUR VINSÆLL HJÁ KVENFÓLKI ... EKKI BORÐA SPAGETTÍ MEÐ HÖNDUNUM, EKKI ROPA Á ALMANNAFÆRI OG SKIPTU UM FÖT Á SEX MÁNAÐA FRESTI, SAMA HVORT ÞÚ ÞARFT ÞESS EÐA EKKI! (ANDVARP) ÉG VILDI AÐ PABBI MINN HEFÐI GEFIÐ MÉR SVONA RÁÐ! NEIBB, ÞAÐ SÉST EKKERT Á ÞESSARI MYND HELDUR. Ný þýsk skoðanakönnun sýnir aðrúmlega helmingur þýskra öku- manna er þess fullviss að hann myndi ekki ná ökuprófinu yrði það lagt fyrir hann á ný. 59% ökumanna á aldr- inum 18 til 29 ára telja að þau myndu ekki ná prófinu aftur án undirbún- ings. Þá kvaðst um helmingur að- spurðra ekki líta um öxl þegar þeir skiptu um akrein eða legðu af stað út í umferðina. Svipað hlutfall kvaðst ekki virða hraðatakmörk. x x x Þá kvaðst fjöldi bílstjóra hvorkivirða stöðvunarskyldu né nota stefnuljós þegar farið væri í stæði eða úr. Það kæmi Víkverja ekki á óvart ef yfirfæra mætti þessar tölur á íslenska ökumenn. Víkverji gætir þess ávallt að líta um öxl þegar hann skiptir um akrein og veit sem er að hliðar- og baksýnisspeglar segja ekki alla söguna. Sérstaklega geta vél- hjólaknapar og hjólreiðamenn farið framhjá bílstjórum. Það er einnig ástæðan fyrir mikilvægi stefnuljóss- ins. Ef stefnuljós er gefið einni til tveimur sekúndum áður en beygt er eða skipt um akrein getur maður á mótorhjóli passað sig. x x x Þá gat aðeins þriðjungur þátttak-enda í þýsku könnuninni sagt hvað bíll á 50 km hraða þyrfti langa vegalengd til að bremsa þar til hann hefði algerlega numið staðar. Svarið er 25 metrar. x x x Víkverji er viss um að mun fleiri ís-lenskir ökumenn hefðu flaskað á þessari spurningu. Þegar hann tók bílpróf fyrir nokkrum áratugum fest- ist hins vegar í gloppóttu minni hans setning, sem var eitthvað á þá leið að hann skyldi hafa það langt í næsta bíl að hann gæti stöðvað á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem auð væri og hindrunarlaus framundan. x x x Lesandinn gæti tekið eftir því aðVíkverji hefur í pistli þessum ekkert sagt um hvort hann teldi að hann gæti náð bílprófinu á ný án undirbúnings. Það er með vilja gert. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Tilboð á toppasettum 78 hluta toppasett ¼ og ½ Toppar frá 10MM til 32MM. Framlengingar og bitajárn. Tilboðsverð Kr. 22.900.- 43 hluta toppasett ¼ með bitasetti. Toppar frá 4MM upp í 13MM Tilboðsverð kr. 8.900.- 54 hluta toppasett ½ með föstum lyklum. Ríkulega búið og gott að hafa í bílnum. Tilboðsverð kr. 27.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.