Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Kolbrún Kristleifsdóttir kennari - Ég finn mig alltaf svo velkomna hérna! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Sudden Weather Change: ljóðræn heimildarmynd verður sýnd í kvöld kl. 22 í Bíó Paradís. Í myndinni er fjallað um ár í lífi hljómsveitarinnar Sudden Weather Change, allt frá því hún hlaut verðlaun sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaun- unum árið 2010. Höfundur mynd- arinnar er einn meðlima hljómsveit- arinnar, Loji Höskuldsson og er þetta hans fyrsta heimildarmynd. Myndin var frumsýnd á heimild- armyndahátíðinni Skjaldborg í maí sl., verður aðeins sýnd í kvöld í Bíó Paradís og er frítt inn. Loji lýsir myndinni sem portretti af liðsmönnum hljómsveitarinnar frekar en tónlistarsköpun hennar. „Hún fjallar um okkur sem persón- ur, okkar umhverfi og hvernig það hefur áhrif á okkur sem hefur auðvit- að áhrif á tónlistina. Ég eignaðist s.s. litla myndavél sem ég var alltaf með á mér þannig að ég tók bara alltaf upp allt saman þannig að ég náði fullt af augnablikum sem maður myndi ann- ars ekki ná,“ segir Loji um myndina. Titill myndarinnar hafi upphaflega átt að vera Ljóðræn heimildarmynd en nafni hljómsveitarinnar hafi síðar verið bætt við. Loji segir myndina ekki dæmigerða heimildarmynd, áhorfendur verði að geta nokkuð í eyðurnar. „Ég fjalla t.d. um Granda- svæðið, út af því að við erum með æf- ingarhúsnæði þar og þá fékk ég manneskju sem er sérfræðingur í hafnarsvæðum í Evrópu til að skrifa pistil sem er lesinn upp í myndinni. Það er ekki beinlínis sagt að það hafi áhrif á okkur heldur kemur allt í einu pistill,“ nefnir Loji sem dæmi um hin ljóðrænu efnistök í heimild- armyndinni. helgisnaer@mbl.is Portrett af hljómsveit Veðrabrigði Sudden Weather Change, frá vinstri Loji Höskuldsson, Oddur Guðmundsson, Bergur Thomas Anderson og Dagur Sævarsson.  Heimildarmynd um Sudden Weather Change Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is Á þriðjudaginn hófust Hinsegin dag- ar í Reykjavík með pompi og prakt. Hátíðardagskráin í ár er að vanda vegleg og nær hápunkti á laugar- daginn þegar Gleðigangan fer fram. „Í ár var lögð áhersla á fjölbreyti- leika og hinar ýmsu greinar menn- ingar okkar og þó að Gleðigangan sé auðvitað hápunkturinn þá er vikan til þess að styrkja stoðir okkar menn- ingar,“ segir Eva María Þórarins- dóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Sigga Beinteins er dívan „Fyrsti dagurinn setti tóninn fyrir hátíðina en hann hófst með opnun sýningar á teikningum Kristínar Ómarsdóttur. Seinni partinn bauð Hinsegin kórinn svo á tónleika og kvöldinu lauk með frumsýningu kvik- myndarinnar Hrafnhildur eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur,“ segir Eva María, ánægð með þétt- pakkaða dagskrána. „Sigga Beinteins er dívan okkar í ár enda átti hún stórafmæli um dag- inn,“ segir Eva María en í ár ríkir einnig mikil spenna fyrir komu hljómsveitarinnar Betty sem kemur til með að troða upp bæði á opn- unarhátíð Hinsegin daga sem og á Arnarhóli að lokinni Gleðigöngu. „Hljómsveitin Betty er líklega þekktust fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum L-Word,“ segir Eva María og vísar þá til vinsælla þátta sem sýndir voru hér á landi fyr- ir nokkrum árum. „Þær eru miklir töffarar og frekar „röff“ píur svo þetta verða æðislegir tónleikar.“ Stærsta Gleðigangan Eins og áður sagði ná Hinsegin dagar hámarki í Gleðigöngunni sem farin verður á laugardaginn og segir Eva María gönguna í ár vera þá fjöl- mennustu til þessa. „Um 40 vagnar eru skráðir til leiks í ár, þeim fjölgar með hverju árinu,“ segir hún og bæt- ir við að fjölbreytnin muni sem fyrr ráða ríkjum í göngunni. „Þetta eru allt frá því að vera krúttlegir mömmuhópar upp í Pál Óskar.“ Lag Hinsegin daga þetta árið ber heitið Rönd í regnboga og er flutt af söngdúettinum Viggó og Víólettu. Eva María er hæstánægð með lagið og segir það smellpassa við hátíðina. „Í laginu er mjög mikil söngleikja- dramatík sem allir ættu að fíla,“ seg- ir Eva María og bætir við að aðrir fastir liðir verði einnig á sínum stað, Áhersla lögð á fjölbreytileika  Hinsegin dagar í Reykjavík standa nú yfir og ná hápunkti á laugardaginn Fjölbreytt Vagn- ar Gleðigöng- unnar eru hver öðrum flottari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.