Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Hrafnhildur er heimild-armynd þar sem farið ermeð transkonunniHrafnhildi, sem hét áð- ur Halldór Hrafn, í gegnum kyn- leiðréttingarferli. Myndin var fimm ár í vinnslu og í henni er Hrafnhildi fylgt eftir, fyglst með undirbúningi fyrir aðgerðina og lífinu eftir hana. Myndin kemur skemmtilega á óvart og svarar mörgum spurn- ingum áhorfenda um transfólk. Í myndinni byrjum við á að kynnast Hrafnhildi þegar hún hefur tekið það skref að verða kona fyrir aug- um allra. Áður hafði hún afneitað þessum hugsunum og reynt að bæla niður allar tilfinningar. Hún flúði til útlanda til að geta klæðst stelpuföt- um og verið hún sjálf. Loks telur hún að sér standi aðeins tveir kostir til boða; fara í aðgerð eða svipta sig lífi. Hún fer í aðgerðina 35 ára göm- ul. Í myndinni er talað við aðstand- endur Hrafnhildar og vekur einn þeirra sérstaka athygli. Það er Rósmarí Hjartardóttir, frænka Hrafnhildar, sem var aðeins 12 ára þegar viðtalið var tekið við hana. Rósmarí talar um hvernig þetta birtist henni á virkilega einlægan og skemmtilegan hátt. Hún segir frá því hvernig hún tók þessu í fyrstu og hvaða hugsanir fóru um hugann. Síðan segir hún frá upplifun sinni þegar hún hafði áttað sig á þessu og þakkar Hrafnhildi fyrir að hafa kennt sér svo margt og að hún sé nú fordómalaus gagnvart fólki sem er að einhverju leyti öðruvísi. Í myndinni er einnig talað við hálf- systur Hrafnhildar sem segir áhorf- endum frá ósætti föðurfjölskyld- unnar við Hrafnhildi. Faðir hennar, sem lést í miðju ferlinu, hafi ekki sætt sig við þetta og föðurbræður hennar kalla hana enn Halldór Hrafn. Þessi tvö viðtöl gera mynd- ina mjög sterka og áhugaverða. Hrafnhildur svarar spurningum sem brenna á vörum áhorfenda, spurningum sem oft eru taldar óþægilegar, og hleypir myndavél- inni í náin samtöl milli sín og vin- kvenna sinna. Þar fá áhorfendur svör við spurningum um kynlíf transfólks og aðgerðina sjálfa sem er einn helsti styrkleiki kvikmynd- arinnar. Heimildarmyndin Hrafn- hildur mun opna augu fólks fyrir transfólki. Fordómar byggjast oft- ast á þekkingarleysi og því mik- ilvægt að fólk geti náð sér í þekk- ingu á jafnskilvirkan hátt og í heimildarmynd þessari. Blaðamaður fékk gæsahúð nokkrum sinnum meðan á sýningu stóð, þá sér- staklega þegar Hrafnhildur fékk gleðifréttir í kynleiðréttingarferl- inu. Ragnhildur Steinunn gerir vel í frumraun sinni sem heimildar- myndagerðarmaður og það er aðdá- unarvert af Hrafnhildi að leyfa áhorfendum að skyggnast svo náið inn í líf sitt. Vinkonur Ragnhildur og Hrafnhildur unnu náið saman við gerð heimild- armyndarinnar. Myndin er fræðandi og skemmtileg, að mati rýnis. Opnar augu áhorfenda Bíó Paradís Hrafnhildur bbbbn Heimildarmynd eftir Ragnhildi Stein- unni Jónsdóttur. Ísland 2012. 60 mín. ÁSLAUG ARNA SIG- URBJÖRNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Miðasala á uppfærslu Íslensku óp- erunnar á Il Trovatore eftir Verdi hefst í dag kl. 12 í Hörpu. Óperan er haustverkefni Íslensku óp- erunnar í Hörpu og verður hún frumsýnd laugardaginn 20. októ- ber. Sex sýningar verða haldnar á Il Trovatore, auk frumsýningar dagana 26. og 27. október og 4., 10. og 17. nóvember. Takmarkaður fjöldi miða verður seldur enda sýn- ingar fáar á verkinu. Í aðalhlutverkum í uppfærslunni verða Jóhann Friðgeir Valdimars- son, Auður Gunnarsdóttir, Alina Dubik, Elsa Waage, Tómas Tóm- asson, Anooshah Golesorkhi og Viðar Gunnarsson. Leikstjóri verksins er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri Carol I. Craw- ford. Il Trovatore er eitt vinsælasta verk Verdis en óperan hefur verið aðeins verið sett upp einu sinni í Ís- lensk u óperunni en það var árið 1986. Öflug Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Auður Gunnarsdóttir syngja í Il Trovatore. Miðasala á Il Trovatore hefst í Hörpu í dag Í dag kl. 17 verð- ur opnuð sýning á verkum Brynj- ars Sigurð- arsonar í Spark Design Spce, Klapparstíg 33. Brynjar hlaut MA-gráðu í vöru- hönnun við hönnunarskólann ECAL í Sviss í fyrra og BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Húsgögn með óskilgreint hlutverk voru loka- verkefni Brynjars við LHÍ og hann bætir nú við þau og sýnir prik með óskilgreint hlutverk. „Prik eru óneitanlega hluti af barnæsku okk- ar og leikjamenningu. Þau hafa sterka tengingu við verkfæri og vopn og síðast en ekki síst hefur maðurinn notað prik sem framleng- ingu og stuðning við líkamann frá örófi alda,“ segir í tilkynningu. Prik í Spark Design Space Eitt prika Brynjars Sigurðarsonar. TOTAL RECALL Sýnd kl. 8 - 10:20 KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20 ÍSÖLD4HEIMSHÁLFUHOPP3D Sýnd kl. 4 - 6 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar KOLSVÖRT SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE EXORCIST OG THE FRENCH CONNECTION 42.000 MANNS! VINSÆLASTA MYND SUMARSINS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSL TEXTI ÍSL TAL 12 16 12 L HHH HHHH VJV - SVARTHÖFÐI Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is VEISLUBAKKI Tilvalinn fyrir fundi og samkomur Verð 7.500 kr með brauði TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 42.000 MANNS! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS TOTAL RECALL KL. 8 - 10.15 12 KILLER JOE KL. 8 - 10 16 ÍSÖLD 3D KL. 5.50 L INTOUCHABLES KL. 5.50 12 TOTALL RECALL KL. 5.20 - 8 - 9 - 10.35 12 TOTALL RECALL LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL. 3.45 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.45 - 5.50 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 TOTAL RECALL KL. 6 - 9 12 KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS - H.S.S., MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.