Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Fjóla Þor-steinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 30. apríl 1912. Hún andaðist á Hrafn- istu 31. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Jónsson, f.1880, d. 1965, útvegsbóndi og formaður og El- ínborg Gísladóttir, f. 1883, d. 1974, húsmóðir í Lauf- ási. Systkini Fjólu voru Þórhild- ur, f. 1903, d. 2003, Unnur, f. 1904, d. 1947, Gísli, f. 1906, d. 1987, Ásta, f. 1908, d. 1935, Jón, f. 1910, d. 1923, Ebba, f. 1916, d. 1927, Anna, f. 1919, d. 2010, Bera, f. 1921, Jón, f. 1923, d. 2007, Dagný, f. 1926, Ebba, f. 1927, d. 1987 og Ástþór, f. 1936, andi eiginmaður er Pétur Njörð- ur Ólason, f. 20.1. 1942, garð- yrkjubóndi. Dætur: Bryndís og Halla Hrund. Sambýlismaður hennar er Gunnar Már Hauks- son, f. 2.8. 1937. 3. Ásta Kristín Björnsson, f. 1.5. 1952, kennari. Eiginmaður hennar er Sverrir Guðmundsson, f. 1.10. 1950, MBA viðskiptafræðingur. Börn: Katrín, Fjóla Dögg og Haraldur Björn. Langömmubörnin eru orðin 22 og eitt langalang- ömmubarn. Fjóla ólst upp í Laufási, Vest- mannaeyjum, en flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla tíð. Hún var lengst af heimavinnandi húsmóðir og vann síðari ár í fyrirtæki þeirra hjóna. Frá árinu 2006 hefur hún dvalið á Hrafnistu, nú síðast á hjúkrunardeild. Fjóla hélt upp á 100 ára afmæli sitt 30. apríl 2012. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju í dag, fimmtu- daginn 9. ágúst 2012 og hefst at- höfnin kl. 13. uppeldisbróðir og sonur Unnar. Eiginmaður Fjólu var Harald St. Björnsson, f. 1910, d. 1983, vél- stjóri og fram- kvæmdastjóri. Þau giftust 29.10. 1932. Heimili þeirra var alla tíð í Reykjavík, lengst af á Karfa- vogi 23. Þau eignuðust þrjú börn: 1. Gísli Baldvin Björnsson, f. 23.6. 1938, teiknari og kennari. Eig- inkona hans er Lena Margrét Rist, f. 12.12. 1939, kennari og námsráðgjafi. Dætur: Anna Fjóla, Hadda Björk, Elfa Lilja og Edda Sólveig. 2. Martha Clara Björnsson, f. 17.8. 1941, garðyrkjufræðingur. Fyrrver- Ég kveð elskulegu Fjólu ömmu mína með söknuði og þakklæti í huga. Amma var alltaf til staðar og hjá henni var eins- konar félags- og upplýsingamið- stöð, þar var alltaf gestagangur og það var næsta öruggt að mað- ur hitti einhverja skemmtilega frænku hjá ömmu. Ef enginn kom í heimsókn akkúrat á meðan maður var hjá henni þá fékk maður að minnsta kosti að heyra allar nýjustu fréttirnar af fólkinu okkar. Amma hafði svo gaman af fólki. Hún var alltaf með sögur á takteinunum og fylgdist vel með. Hún vissi alltaf hvað var að ger- ast hjá fjölskyldunni og gömlum vinum. Ég held jafnvel að for- vitnin hjá henni um hvað myndi gerast næst hjá fólkinu sínu hafi orðið til þess að við fengum að njóta þess að hafa hana svona lengi hjá okkur og mikið skil ég hana vel. Þegar ég fór að læra á píanó áttum við ekkert píanó heima þannig að ég fékk aukalykil að Karfavoginum og fékk að æfa mig þar. Amma spilaði oft á pí- anóið sitt og það kom stundum fyrir að við spiluðum fyrir hvor aðra, hún upp úr nótnabókum Oddgeirs og Sigfúsar og ég upp úr kennslubókunum mínum. Minnisstæðasta lagið, lagið sem fær mig alltaf til að hugsa til ömmu, og lagið sem sönglar stöð- ugt í huga mér þessa dagana er lag og texti Oddgeirs og Ása í bæ „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“. Alltaf var hægt að treysta á veitingar eftir æfingarnar, því enginn mátti fara svangur frá ömmu. Það var alveg óhugsandi. Þetta voru alltaf ljúfar stundir í Karfavoginum og ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt allan þennan tíma með ömmu. Vertu sæl amma mín. Fjóla Dögg Sverrisdóttir Elsku Fjólaamma hefur nú kvatt okkur. Hún skilur eftir sig góðar og hlýjar minningar hjá okkur fjölskyldunni í Snekkju- vogi. Nábýlið var nokkuð mikið þar sem við bjuggum í næstu götu og var það ósjaldan sem hlaupið var í gegnum garðinn hennar Þórnýjar í Hraunborg til að komast í kexið og fá faðmlagið hjá ömmu. Birkir, sem er okkar yngstur átti það til að stinga af sem lítill peyi og var það þá langamma sem hringdi og lét vita að hann væri kominn til hennar. Við eldri bræðurnir áttum öruggt skjól að loknum skóla ef á þurfti að halda og alltaf lumaði Fjóla- amma á kexi og einhverju góð- gæti í langa skápnum við gluggann. Þá var setið í borðstof- unni og amma sýndi okkur gaml- ar myndir og úrklippur frá ferða- lögum víðs vegar um heiminn en þó sérstaklega frá Vestmanna- eyjum. Hún hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og fannst gaman að hafa áhugasama hlust- endur. Amma kom líka við hjá okkur á meðan hún hafði heilsu til en síðustu ár hefur hún dvalið á Hrafnistu og þar var einnig passað að eiga góðgæti fyrir lyst- uga drengi. Amma var mikil áhugakona um sveppatínslu og sultugerð og eitthvað hefur nú mamma okkar lært af henni því eins og hjá ömmu eru hillur í geymslunni fullar af sultukrukk- um. Það var merkilegt að fagna 100 ára afmæli langömmu en þeim áfanga náði hún 30. apríl síðastliðinn. Heil öld er langur tími og við vitum að amma var orðin þreytt og tilbúin að kveðja. Við minnumst hennar með hlý- hug og þakklæti. Elsku Fjólaamma, takk fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þínir drengir, Sigurður Ingi, Valgeir Daði og Birkir Atli Einarssynir. Kveðja frá systrum Elsku Fjólaamma hefur kvatt okkur hundrað ára að aldri. Það eru margar ljúfar minningar sem renna í gegnum huga okkar þeg- ar við hugsum um Fjóluömmu. Minningarnar tengjast Karfa- voginum en þar sátu oft jafnvel fjórar kynslóðir í borðstofunni þar sem nýjustu fréttir af ætt- ingjum voru sagðar. Hún var stolt af uppruna sínum, Laufási í Vestmannaeyjum. Það var óskrifuð regla að láta ömmu fylgjast með og var hún því sann- kölluð ættmóðir. Fjólaamma hafði yndi af garð- rækt. Hún ræktaði rósir, runna fulla af rifsi og jarðarber sem eitt og eitt fóru í litla munna. Í minn- ingunni átti hún stærstu dalíur í heimi og meira segja voru kart- öflur úr beðinu hennar þær fal- legustu sem við munum eftir. Stóra kæligeymslan í kjallar- anum var eitt ævintýri en þar mátti sækja pólódrykk eða heimagerðan sveskjuís. Eru þetta ekki bestu minningar sem hægt er að eiga um ömmu, spjall, hlýja, fallegt heimili, gróður og góðgæti? Síðustu árin bjó hún á Hrafn- istu við gott atlæti og vonandi hefur hún nú hitt Hallaafa eftir nær þrjátíu ára aðskilnað. Anna Fjóla, Hadda Björk, Elfa Lilja og Edda Sólveig Gísladætur. Minningar mínar um Fjólu Þorsteinsdóttur ömmu mína eru bæði góðar og ljúfar. Hún var góð kona, falleg og alltaf vel til- höfð. Allt í kringum hana var snyrtilegt. Garðurinn og gróður- húsið var hennar líf og yndi. Ósjaldan sást hún þar með hrífu eða skóflu í hendi að gróðursetja eða snyrta til í garðinum. Gróð- urhúsið var alltaf til mikillar fyr- irmyndar. Þar kenndi ýmissa grasa, vínber og framandlegar jurtir meðal annars frá Argent- ínu og Chile. Rósir voru í miklu uppáhaldi hjá henni og oft feng- um við að njóta þeirra innan húss sem utan. Þegar ég var lítil vorum við vanar að fara í sveppatínslu í lok sumars og var alltaf mikil til- hlökkun fyrir þeirri ferð. Einnig minnist ég stunda þegar við sát- um saman við stofuborðið hennar ömmu, spiluðum rommí og borð- uðum ís. Seinna átti ég eftir að kynnast ömmu Fjólu enn betur. Eftir námsdvöl í Noregi flutti ég heim með fjölskyldu mína og þá í sama hús og amma Fjóla. Um tíma vorum við fjórar kynslóðir sem bjuggum saman í húsinu. Það voru forréttindi fyrir eldri börnin mín að alast upp í fjölskyldu- mynstri sem nú er nánast óþekkt. Amma fylgdist vel með stórfjölskyldunni, vissi hvar allir voru, um afmæli, veikindi og góð- ar stundir. Seinustu árin dvaldi amma á Hrafnistu. Þar var vel um hana annast og henni leið vel. Hún missti smám saman minni enda 100 ár hár aldur. Í dag búum við á Karfavog- inum í gamla húsinu ömmu og afa. Á kveðjustund hugsum við til þeirra með hlýju og þakklæti. Andi þeirra lifir í húsinu. Halla Hrund Pétursdóttir og Ásbjörn Sigurðarson. Elsku amma Fjóla, nú skilja okkar leiðir. Ég gerði við þig samning fyrir nokkrum árum, þegar þú varst hress, bara 90 og eitthvað ára. Ég bað þig um að senda til mín Maríuerlu á glugga- sylluna mína heima, þegar þú værir tilbúin að fara yfir og skilja við líkamann þinn sem var orðinn svo lúinn. Þú náðir samt sem áð- ur 100 árum og rúmlega það. Hugsa sér, hvað þú varðst gömul. Maríuerlan kom til mín á föstudegi og þú varst farin fjór- um dögum síðar. Maríuerlan var svo fögur, kom alveg að eldhús- glugganum, settist þar, snéri sér í hringi og hugaði að vængjunum sínum, alveg róleg, þó að ég stæði einungis metra frá henni innan við gluggann og væri að vaska upp. Hún var yndisleg, eins og þú varst mér og minni fjölskyldu. Takk fyrir amma mín að hafa verið okkur samferða í svona mörg ár og leyft okkur að kynn- ast þeirri ró, tímaleysi og kær- leika sem þú barst með þér. Mik- ið finnst mér gott að hann Halli afi skuli nú hafa fengið þig til sín í hugarheimana, þar sem hugur- inn ræður för en ekki þessi erfiði jarðneski líkami okkar, sem gef- ur okkur takmarkaða möguleika á að láta drauma okkar rætast. Við eigum eftir að hittast öðru hverju í hugarheimum, en hvíldu nú í friði elsku amma mín. Bryndís Péturs. Elsku langamma Fjóla, þín verður sárt saknað. Takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú gafst okkur. Við munum eftir þegar við heimsóttum þig á Karfavoginn. Þar var ávallt til LU-kex og annað góðgæti. Við fengum að glamra bæði á orgelið og píanóið. Það var ævintýri að koma í fína gróðurhúsið með öll- um vínberjunum. Stundum feng- um við að dvelja í lengri tíma hjá þér. Þá minnumst við þín við morgunverðarborðið með Morg- unblaðið í höndum að borða greip. Þegar komið var að kveðju- stund áður en við fórum norður gafstu okkur alltaf filmubox fullt af klinki. Þá varð maður sko rík- ur. Það er svo gott að hugsa til baka og um allar góðu minning- arnar, þá hlýnar manni um hjart- að. Hanna Björk, Helena Sól og Jónas Hrafn. Fjóla Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR áður til heimilis í Nökkvavogi 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks fyrir natni og alúð við umönnun hennar síðustu æviárin. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 08:00 að morgni útfarardags. Páll K. Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen, Sigurður D. Gunnarsson, Anna S. Gunnarsdóttir, Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA LÚÐVÍKSDÓTTIR, fyrrverandi kennari, Þúfubarði 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Gunnar Geirsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Lúðvík Geirsson, Hanna Björk Lárusdóttir, Hörður Geirsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir, Ásdís Geirsdóttir, Jón Páll Vignisson, Þórdís Geirsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG HELGADÓTTIR frá Gvendarstöðum, bjó að Grettisgötu 36b en síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, er látin. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Ásgeir Harðarson, Elísabet Magnúsdóttir, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Eyþór Már Bjarnason, Rúnar Ingi Ásgeirsson, Eva Björk Ásgeirsdóttir, Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Þorri Ásgeirsson, Ragnar Smári Ásgeirsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, AUÐBJÖRG DÍANA ÁRNADÓTTIR, Heiðarlundi 18, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarfræðinga Karitas og krabbameinsdeild 11E, Landspítala. Jón Hermannsson, Árni Jónsson, Sólveig Pálsdóttir, Hermann Þór Jónsson, Harald Schmitt, Díana, Ólafur Páll og Íris. ✝ Eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR INGIMUNDARSON, Brekkubraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 5. ágúst. Árnína H. Sigmundsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Snorri S. Skúlason, Sigmundur Einarsson, Margrét Kjartansdóttir, Inga Einarsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson, Valborg Einarsdóttir, Stefán Sæmundsson, Valdemar Einarsson, Sif Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MARTIN LEONARD GRABOWSKI læknir, lést í Svíþjóð, á Helsingborgs Lasarett, sunnudaginn 22. júlí. Útförin verður auglýst síðar Fyrir hönd ættingja og vina, Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Eydís Anna Martinsdóttir, Hafdís María Martinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, JÓNA VESTMANN, Grandavegi 11, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 10. ágúst klukkan 13.00. Emil Emilsson, Ellen Vestmann Emilsdóttir, Adam Vestmann, Gústav Aron Gústavsson, Margrét Vala Steinarsdóttir, Eva Sól Adamsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.