Morgunblaðið - 09.08.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.08.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast Þjónustum allar gerðir ferðavagna Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau. Gott verð, góð þjónusta! Umboðsaðilar fyrir Truma & Alde hitakerfi á Mover undir hjólhýsi 249.900 kr. Tilboð Tilboð áTruma E-2400 Gasmiðstöð 159.900 kr. Tilboð Mikið úrval vara- og aukahluta! Markísur á frábæru verði Ísskápur: Gas/12 Volt/ 220V – Mikið úrval Sólarsellur á góðu verði – Fáið tilboð með ásetningu Andstæðingar Kínverska alþýðulýðveldisins á Taívan efndu til mótmæla í gær í höfuðstaðnum, Taipei. Stjórnvöld á eynni hyggjast undirrita í vikunni mik- ilvægan samning um fjárfestingar en viðskipti land- anna tveggja hafa aukist mikið síðustu árin þótt þau viðurkenni ekki hvort annað. Margir Taívanar óttast að aukin samskipti verði að lokum til þess að eyjan glati sjálfstæði sínu. AFP Vilja halda í sjálfstæði frá Kína Wade Michael Page, maðurinn sem skaut sex manns til bana í musteri síka í Wisconsin sl. sunnudag, skaut sig líklega sjálfur en féll ekki fyrir skotum lögreglumanna, að sögn al- ríkislögreglunnar, FBI, í gær. Ein- farinn Page átti við mikinn áfeng- isvanda að stríða sem batt enda á feril hans í hernum. Hann var hrifinn af hvítum ras- isma, talaði um „heilagt stríð gegn öðrum kynþáttum,“ að sögn félaga í hernum, Chris Robbillard. En hann hefði ekki virst líklegur til að fremja voðaverk. Árið 2000 flutt- ist Page frá heimaríki sínu, Colorado, til N- Karólínu og var eina eign hans þá mótorhjól, húsið hafði hann misst. Hann var tónlistarmaður og lék með rokksveitum hvítra ofstækismanna, oft með hakakrossmerki í bakgrunn- inum. Grannar hans kvörtuðu undan tónlistarhávaða, einn sagði Page hafa verið „skuggalegan“. Einnig klifaði hann gjarnan á tölunni 88 sem vísar til kveðju nasista, Heil Hitler. Bókstafurinn H er númer 8 í stafrófinu. Hatursáróður er stund- aður af hundruðum pönk- og þunga- rokkssveita öfgamanna jafnt í Vest- urheimi sem Evrópu. Hagnaður er oft notaður til að kosta vörn nýnas- ista fyrir rétti. kjon@mbl.is Page skaut sig sjálfur  Fjöldamorðinginn og rasistinn lék með rokksveitum nýnasista áður en hann myrti síkana í Wisconsin Wade Michael Page Kannanir í Bandaríkjunum benda til þess að þorri kjósenda hafi þegar ákveðið hvorn frambjóðenda stóru flokkanna, demókratann Barack Obama forseta eða repúblikanann Mitt Romney, það ætli að kjósa. En eins og oft áður segjast margir sjá ákveðna galla við þann sem þeir hyggist kjósa. Þar eru sóknarfærin. Obama hefur að jafnaði ívið meira fylgi í könnunum á landsvísu, í nýrri könnun Reuters/ipsos sem birt var í gær er munurinn þó meiri, Obama með 49% gegn 42% Romneys. Efnahagurinn er aðalmálið. Nær 40% aðspurðra í Colorado, Wiscons- in og Virginíu, þrem mikilvægum ríkjum þar sem úrslit eru álitin óviss, segja efnahag þjóðarinnar á niður- leið. Obama sigraði John McCain í öllum þrem 2008. En nú sýna kann- anir að Romney er með forskot í Colorado og stuðningur við Obama í hinum tveim er minni en 2008. Obama birtir nú harkalegar áróð- ursauglýsingar þar sem fram kemur maður, Joe Soptic, er missti eigin- konu sína úr krabbameini eftir að fyrirtækið sem hann starfaði hjá var lagt niður eftir yfirtöku Bain, fjár- málafyrirtækis er Romney stýrði. „Ég held að Mitt Romney hafi ekki nokkurn tíma grænan grun um það hvað hann hefur gert fólki,“ segir Soptic. Og óbeint að Romney hafi átt sök á dauða konunnar. kjon@mbl.is Fáir enn þá óákveðnir  Obama með 49% en Romney 42% Romney fésæll » Obama safnaði mun meira fé en McCain tókst 2008. Romney hefur gengið betur og skákaði hann Obama í júlí. » Forsetinn er öflugri meðal kvenna og óbundinna kjós- enda. En yfirburðirnir eru minni en fyrir fjórum árum. Barack Obama Mitt Romney

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.