Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara                            ! "   # $ % &  ' (       " " '            ) ! "  * +  ! '  ' + $  ! "  +   $            -$     .       " - &'" "  /  - 0&  '  % $ & "   "     $ ,1 $2 3" "  $   4"" 0  $    " " $ ! "  0"     "   5! ' 4  - "    &   6  ,1* ! "   "  72 $ !   ! "  !'#   6     , ' $ 888'  #   $  % ' 9   * 4  !   * -$ , ! "    !     Elsku afi. Á þessum erfiðu tímamótum í mínu lífi, þar sem ég þarf að horfa á eftir mínum besta vini og félaga kemur fyrst og fremst upp í huga mér þakklæti fyrir öll þau ár og þær stundir sem ég hef átt með þér, elsku afi. Fyrir lítinn dreng vaxa úr grasi með afa eins og þig sér við hlið er eitt það dýrmætasta veganesti sem ég á. Ég var ekki ýkja gamall þegar ég var búinn að finna mér vin og bandamann, sem ég gat skriðið í fangið á og fengið að heyra Dengsa-sögur, farið í sund með. Fengið að tylla mér í aftursætið hjá ykkur ömmu og farið í ferðalög með ykkur, með bros á vör og uppfullur af tilhlökk- un vegna þess eins að ég var að fara með afa mínum. Það er erfitt fyrir mig að telja upp og velja ein- hverja minningu sem við áttum saman vinirnir, þær eru svo ótal margar og allar jafn góðar. Að koma nú í heimsókn til ykk- ar ömmu og sjá þig ekki, sjá bros- ið þitt taka á móti mér verður erf- itt fyrir mig að venjast, en það verður alltaf í hjarta mér. Það er afar erfitt að kveðja jafn góðan og náinn vin eins og þú varst, afa sem maður gat alltaf komið til og leitað ráða við lífsgát- unni, alltaf fór maður frá þér með gleði og von í brjósti. Þinn vinskapur og velvild í minn garð í gegnum lífið verð ég ávallt þakklátur fyrir og um ókomna tíð á ég eftir að minnast þín með hlýhug í hjarta elsku afi. Þinn afastrákur, Árni. Elsku besti afi minn. Nú er komið að kveðjustund og eftir sitja margar góðar og skemmtilegar minningar. Ég man þegar ég byrjaði í skátunum ung að aldri. Þá hlakk- aði nú heldur betur í afa, enda var hann sjálfur sannur skáti. Hann kom með mér að kaupa fyrsta skátabúninginn og alltaf var hann mættur fyrstur á svæðið með myndavélina á lofti þegar ég var Hjörtur Hjartarson ✝ Hjörtur Hjart-arson fæddist 8. desember 1930 í Reykjavík og ólst upp á Ísafirði. Hann lést á Land- spítalanum v/ Hringbraut 26. júlí sl. Útför hans fór fram frá Kópavogs- kirkju 7. ágúst 2012. að fara í skrúðgöng- ur, skátamessur eða hvað það var sem tengdist skátastarf- inu hjá mér. Það var svo gaman hvað afi hafði mikinn áhuga á öllu því sem maður tók sér fyrir hendur, bæði í leik og starfi. Ekki fannst mér það leiðinlegt þegar ég var komin á ferm- ingaraldurinn og afi Hjörtur átti að ferma mig og öll bekkjarsystk- in mín. Ég var svo stolt og glöð að eiga þig sem afa. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og var það umtalað hvað ég ætti skemmtilegan og frá- bæran afa. Þegar ég var að klára grunnskólann þá skrifaði einn bekkjarbróðir minn í árbókina: „Unnur þú ert alveg ágæt, en afi þinn toppar allt!“ Já afi minn, þú toppaðir sko allt! Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að ferðast mikið með afa og ömmu í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis. Ferðin til Mal- lorca í júní síðastliðnum verður mér alltaf dýrmæt og var það mikill heiður að fá að vera með þér í seinustu ferðinni þinni. Þrátt fyrir veikindi varstu svo duglegur og viljakrafturinn í þér var ólýs- andi. Elsku afi minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég kveð þig með miklu þakk- læti og minning þín mun svo sann- arlega lifa. Unnur Sveinsdóttir Föðurbróðir minn, Hjörtur Hjartarson, lést nýverið eftir langvinn veikindi. Hjörtur kynnt- ist Unni sinni snemma og saman gengu þau í gegnum lífið í rúm 60 ár. Samrýndari hjón var vart hægt að finna. Heimilið var glað- vært og hafði yfir sér það sem kalla mætti æðruleysi, það var ekkert verið að æsa sig yfir smá- atriðunum. Það var alltaf gaman að koma í Víðihvamminn. Fyrst sem barn og síðar sem ungur maður að feta sig áfram í lífinu. Þá var gott að setjast niður með Hirti og tala um lífið og tilveruna. Þær stundir þykir mér vænst um. Hann var fróður, fordómalaus og opinn fyrir nýjungum. Það þarf líka ákveðinn kjark, þor og vilja að söðla um á miðri lífsleiðinni og leggja í langskólanám en það gerði Hjörtur með þessu sama æðruleysi sem einkenndi heimilið. Þetta var bara einhvern veginn ekkert mál fyrir hann. Hjörtur kom víða við á lífsleiðinni, byrjaði sem blýsetjari og endaði sem prestur. Það bera honum allir vel söguna sama hvar borið er niður. Hann var annálað snyrtimenni og vildi hafa bílana sína bónaða. Enda sneri allur bekkurinn sér að virðulega, óaðfinnanlega klædda manninum, þegar hann gekk inn í fyrstu kennslustundina í guð- fræði. Þau héldu að hann væri prófessorinn. Megi Guð styrkja Unni og alla fjölskylduna. Vertu sæll kæri vin- ur. Guðmundur H. Finnbjarnarson Séra Hjörtur Hjartarsson prestur er fallinn frá. Mikill miss- ir er að þessum ljúfa manni sem bar með sér traust og heilindi hvert sem hann fór. Hjörtur var fríður, tignarlegur og ljúfur í framkomu. Ég held að ég hafi hitt Hjört fyrst á Kópavogsvelli þegar hann var þar að vinna að útgáfu Framsýnar, blaðs okkar fram- sóknarmanna í Kópavogi. Hann tók myndir og viðtal við eldri dótt- ur mína sem þá var að keppa fyrir frjálsíþróttadeild Breiðabliks. Þá kom í ljóst að Hjörtur og pabbi höfðu átt viðskipti þegar hann starfaði sem aðalféhirðir hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og pabbi sem hótelstjóri heima á Laugum. Þeir áttu einnig íþróttirnar sem sameiginlegt áhugamál. Hjörtur hafði mikinn áhuga á íþróttum og hafði sjálfur verið efnilegur íþróttamaður, eins og sjá mátti á öllu atgervi hans. Þegar ég hóf að skrifa pistla í Framsýn um íþrótt- ir, uppeldi, fyrirmyndir, hrós og hvatningu varð hann hrifinn. Þetta voru greinilega atriði sem honum fannst skipta máli í lífinu og eiga erindi til fólks, ekki síður en önnur harðskeyttari bæjarmál. Sigurður, sóknarprestur í Kópavogskirkju, hefur sagt um Hjört að hann hafi mætt fólki þar sem það var statt hverju sinni og hvatt það til dáða. Vel að orði komist og orð að sönnu. Hjörtur var næmur á fólk og lét sig það skipta. Fyrir mig, unga framsóknarkonu, var auðvelt að leita til Hjartar og Unnar um hvaðeina sem á þurfti að halda og var gott að koma á heimili þeirra hjóna. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Hirti, þessum góða manni, fá að vera honum samtíða og læra af honum. Þakka ber einnig fyrir mikilvæg störf í þágu okkar framsóknarmanna í Kópavogi. Elsku Unnur og fjölskylda, minning um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Una María Óskarsdóttir, for- maður íþróttaráðs og vara- bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Kópavogi. Á hugann leita ótal minningar um afa nú þegar hann er fallinn frá. Minningar um af- skaplega ljúfan afa, sem þrátt fyrir háan aldur var alltaf jafn keikur með stafinn sinn á rölti um bæjarhlaðið með kisu fast á hæla sér. Að alast upp með afa og ömmu í næsta húsi eru forréttindi og leið vart sá dagur að ekki væri skottast yfir í hús. Þar átti afi sinn stað í eldhúskróknum þar sem hann sat með bollann sinn, Þórarinn Sigurjónsson ✝ Þórarinn Sig-urjónsson fæddist 26. júlí 1923. Hann lést föstudaginn 20. júlí 2012. Útför Þór- arins fór fram frá Selfosskirkju 28. júlí 2012. spjallaði við gesti og gangandi um veðrið og önnur hugðarefni eða lagði fyrir þá þrautir. Umræðan gat farið út um víð- an völl en ávallt var borin virðing fyrir viðmælendum og viðfangsefni og var stutt í stríðnina og kímnina. Þó afi væri form- lega hættur bústörfum sjálfur þá tók hann virkan þátt í bústörfum sona sinna og var snemma á fót- um til að fylgjast með. Hann miðlaði óspart af þekkingu sinni til okkar hinna sem yngri og óreyndari vorum og fann hverj- um verk við hæfi. Þannig lærðum við meðal annars hvernig raka ætti í sátur með hrífu og troðfylla hjólbörurnar af heyi án þess að hryndi af þeim, að mála bárujárn án þess að taumar lækju, að ganga ávallt frá verkfærunum aftur á sinn stað eftir notkun, að binda hnúta, að leysa hnúta, að umgangast náttúru, menn og dýr af virðingu, að koma til græðling- um og þannig dafnaði skógurinn allt í kring um hann. Afi var með mikla bíladellu og hafði gaman af að keyra, kunni nöfn á öllu sem fyrir augu bar. Hann leyfði okkur stundum að taka í stýrið löngu áður en æf- ingaakstur varð löglegt hugtak og er minnisstæð ferð í Chevrolet Malibu yfir Hellisheiðina. Á síð- ari árum þurftu þó amerísku kaggarnir að víkja fyrir sparneytnari bílum og var gamli Ópel nýttur þar til hann hékk saman á baggaböndum, sem eins og allir vita eru bóndans besta björg. Afi vildi nýta landsins gögn og gæði og annan eins kartöfluunn- anda var erfitt að finna. Auk þess var hann mikill aðdáandi íslenska smjörsins og þóttu honum strop- uð egg og feitur fýll úr Mýrdaln- um hið mesta hnossgæti. Rúsínur voru þó það allra besta, hvort sem þær voru út á grautinn, hjúpaðar súkkulaði, í afmælis- kringlunni góðu eða jólakökunni hennar ömmu. Yfir sumartímann átti laxveið- in hug hans allan. Það var ekki sama hvernig að verki var staðið, hann hafði sinn hátt á; þannig þurfti að gera netin upp á ákveð- inn hátt, leggja þau rétt og aldrei mátti slaka á öryggiskröfunum. Afi var ákaflega handlaginn og alltaf að dytta að og laga. Ekki er til sá kústur sem ekki hefur feng- ið að minnsta kosti eitt nýtt skaft eða stígvéli sem ekki hefur verið bætt. Hann var flinkur teiknari og hafði fallega rithönd en ósjald- an prýddu blágresi eða stúfa úr hlíðum Péturseyjar skrautskrift- ina hans. Við minnumst afa með hlýju í hjarta. Allt undir það síðasta, þegar minnið var farið að gefa sig, skein í gegn sá góði og glettni maður sem hann hafði að geyma og sem okkur verður ávallt hugs- að til þegar planta á tré eða raka í sátu. Það er alltaf blíða í Mýrdaln- um og rignir aldrei, eða hvernig er það afi, eru ský á Höttu? Ólöf, Dóra og Svanhildur. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku Magga mín að hafa ver- ið þess aðnjótandi að kynnast þér og eiga þig sem góða vinkonu eru forréttindi. Ekkert nema gleði og jákvæðni í kringum þig . Ég þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stundirnar með þér. Margs er að minnast og Margrét Ólafsdóttir ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi hinn 29. júlí síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, miðvikudag- inn 8. ágúst 2012. margs er að sakna. Skemmtilegu ár- in sem við unnum saman á Morgun- blaðinu og utan þess, góðar og skemmtilegar minn- ingar sem gleymast ekki. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Óli, Ragnar, Hlín og fjölskyldur mínar: Innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Birna Dagbjartsdóttir. Leiðir okkar Möggu lágu fyrst saman á sameiginlegum vinnu- stað okkar á Morgunblaðinu fyrir meira en kvartöld. Við tengd- umst fljótlega nánum böndum í gegnum vinnuna en síðar meir varð ég fyrir því happi að eignast hana sem vinkonu. Og það var sannarlega happ því hún var sannkallaður gleðigjafi minn, þessi óendanlega skemmtilega kona. Magga var óvenju orðheppin og svo flink í frásögnum að oft urðu ýmis orðatiltæki til vegna þessa. Þá bjó hún yfir þessum líka risahlátri sem naut sín hvað hæst og mest þegar við höfðum verið eitthvað að púkast. Síðast man ég hana hlæja svona rosa- lega fyrir réttu ári þegar ég kom til hennar í heimsókn og hún settist upp í bílinn minn og bakk- aði fyrir mig út úr „óbakkanlegu stæði“ og braut við það bíllyk- ilinn. Eða þegar ég bauðst til þess að nudda á henni bakið, en enginn var nuddbekkurinn svo við notuðumst við eldhúsborðið mitt. Meðan ég skaust eftir nud- dolíu til að bera á bakið á henni heyrðust miklir skruðningar, brak og brestir úr eldhúsinu og undan spýtnabrakinu bárust óg- urlegar hláturrokur. Veigalítið borðið hafði gefið sig og við velt- um okkur báðar á gólfinu gjör- samlega ófærar um að standa upp af hlátri. Minningar sem þessar ryðjast nú fram en líka hinar á alvarlegu nótunum þar sem við reyndum að ráða í lífsgátu hvor annarrar og gefa ráð eftir bestu getu. Fjölskylda Möggu var henni allt og talaði hún um þau öll af miklu stolti og gleði. Vinirnir voru henni einnig mjög mikils virði og hallaði hún aldrei orði á neinn, en bar þeim öllum vel sög- una. Fyrir fáeinum árum fylgdum við Magga kærum vinnufélaga til grafar. „Heldurðu að okkar verði ekki líka sorgleg, Ragn- heiður?“ spurði Magga. „Jú, örugglega“ svaraði ég „Sérstak- lega þín, þú átt svo marga vini – enda 10 árum eldri“. Við litum hvor á aðra og gott ef við felldum ekki tár við tilhugsunina. Og nú geri ég meira en að fella tár, ég hágræt þig Magga Óla. Ég þakka fyrir að hafa fengið hlutdeild í lífi þessarar yndislega konu og með miklum söknuði kveð ég Margréti Ólafsdóttur og óska henni blessunar á nýjum vegum. Megi góður Guð styrkja fjöl- skyldu hennar og vini sem sakna hennar nú sárt. Ragnheiður Anna Georgsdóttir. ✝ Ragnar Michel-sen fæddist 2. júlí 1943 og lést 25. júlí 2012, sonur hjónanna Sigríðar Ragnarsdóttur Mic- helsen f. 13. sept- ember 1924 lést 30. ágúst 1988 og Paul W.Michelsen blómaskreytinga- manns og versl- unarmanns frá Sauðárkróki f. 17. júlí 1917, d. 26. maí 1995. Ragnar nam blómaskreyt- ingar hjá föður sínum og fór síð- ar til Danmerkur, þar sem hann nam um árabil allt viðvíkjandi blómaskreytingum en sérlega lagði hann fyrir sig út- fararskreytingar, sem þóttu bera af í smekkvísi. Eftir lát Pauls rak Ragnar Blómaverslunina í Hólagarði í rúm- lega 20 ár við góð- an orðstír. Ragnar sinnti auk þess alls kyns mann- úðarstörfum sem voru vel met- in. Ragnar var ókvæntur og barnlaus. Jarðarför Ragnars var gerð 2. ágúst 2012. Nú þegar vinur okkar Ragnar Michelsen blómaskreytingamað- ur, hefur kvatt eftir stutta en erf- iða veikindabaráttu, svo ótíma- bært, viljum við samstarfsaðilar í Hólagarði, minnast hans og þakka samleiðina og samstarfið. Þar hafa lengst af verið persónu- leg og sterk tengsl milli rekstr- araðila, sem um litla góða fjöl- skyldu væri að ræða. Margt höfum við gert saman til að styrkja enn frekar böndin, þar var Ragnars hlutur skemmtileg- ur og stór. Ragnar þekkti alla unga og aldna og vissi um persónulega hagi flestra, enda var hans aðal- starf oft tengt viðkvæmustu stundum þeirra. Þar naut hann sín, enda hans sérgrein að veita aðstoð með fallegum orðum og látbragði. Sömuleiðis veitti hann gleði til allra og ófáar eru rós- irnar sem hann sendi konurnar með heim, sem voru að versla við hann, alls óvænt. Líklega eru allir í Breiðholtinu og trúlega víðar, sem eiga góðar minningar um hann og hans góð- mennsku. Eftir sölu hans á Blómaversl- un Michelsen, kom hann daglega við í verslunarkjarnanum til að halda við tengslum við alla gömlu vinina. Við þökkum góðar og gef- andi stundir. F.h. samstarfsfélaga í Hóla- garði, Bryndís og Bragi. Ragnar Michelsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.