Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsókn- um um styrki vegna starfsemi á árinu 2013. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjón- ustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Á vefsíðunni www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undir- gangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2013. h u n a n g ·s Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Icelandair mun hefja áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða á næsta ári. Um er að ræða borgirnar Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zürich í Sviss. Að sögn Icelandair er unnið að frágangi heildaráætlunar flugfélagsins fyrir árið 2013 og verður hún kynnt á næstunni. Nýta möguleika í leiðakerfi Flogið verður til St.Pétursborgar frá 1. júní, tvisvar í viku til 17. sept- ember. „Við erum að opna okkur og íslenskri ferðaþjónustu nýja leið inn á Rússlandsmarkað, sem er afar stór og vaxandi ferðamannamarkaður og um leið að bjóða Íslendingum nýjan og spennandi áfangastað í beinu flugi,“ segir Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri í tilkynningu frá Icelandair. Þar kemur fram að nú sé í fyrsta skipti verið að bjóða upp á beint áætlunarflug milli Íslands og Rúss- lands. Með flugi til St. Pétursborgar nýti Icelandair einnig þá möguleika sem felast í leiðakerfi félagsins og tengiflugi milli Rússlands og Banda- ríkjanna, farþegar geti auðveldlega náð beinu áframhaldandi morgun- flugi Icelandair til New York og Boston með aðeins um einnar klukkustundar tengitíma í Leifsstöð. Rússneskum ferðamönnum hefur fjölgað bæði hér á landi sem og í öðr- um Evrópulöndum á undanförnum árum og í tilkynningu Icelandair segir að það skapi grundvöll fyrir beint flug. „Við höfum séð fjölgun rússneskra ferðamanna á Íslandi og bindum töluverðar vonir við þeir nýti sér flugið. Við þykjumst líka vissir um það að Íslendingar muni sýna þess- ari borg áhuga enda er hún einkar heillandi og skemmtileg,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flug til Anchorage hefst 15. maí og flogið verður til 15. september. Í tilkynningu segir að töluverður straumur farþega sé á milli Evrópu og Alaska bæði vegna öflugs at- vinnulífs og ferðaþjónustu. Með því að millilenda á Íslandi í stað Banda- ríkjanna geti farþegar stytt ferða- tíma sinn um þrjár klukkustundir eða meira. Flogið verður til Zürich tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. Segir Icelandair að þetta flug muni styrkja félagið á ferðamannamark- aðinum í Mið-Evrópu og jafnframt auka valkosti í fluginu milli Norður- Ameríku og Evrópu. heimirs@mbl.is Áætlunarflug til Rússlands  Sjá ný tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu með komu rússneskra ferðamanna  Hefja flug til St. Pétursborgar, Anchorage og Zürich næsta sumar Morgunblaðið/Eggert Samgöngur Forsvarsmenn Icelandair sjá ýmsa möguleika fyrir íslenska ferðaþjónustu með því að hefja áætlunarflug til St. Pétursborgar. STUTT Bærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ hefur verið opinn á sunnudögum í sumar. Á morgun verður opið frá kl. 13-17 og er það síðasta sunnudagsopnunin í sumar. Krókur er lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var end- urbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul hús- gögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til árs- ins 1985. Afkomendur þeirra gáfu Garðabæ húsin í Króki með því skilyrði að bærinn yrði endur- byggður. Undanfarin ár hefur verið opið að sumri til í Króki fyrir almenning og skólahópar jafnt sem aðrir hópar hafa heim- sótt bæinn yfir vetrartímann. Í Króki er einnig herbergi sem hefur verið nýtt sem vinnu- aðstaða fyrir listamenn. Opið í Króki Á morgun, sunnudag, verður haldið upp á fimm ára afmæli Alcoa Fjarðaáls við álverið á Reyðarfirði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir unga sem aldna. Boðið verður upp á skoðunarferðir um álverið milli klukkan 12 og 18. Klukkan 14 hefur Lúðrasveit Norðfjarðar upp raust sína. Að því loknu syngur Bergþór Pálsson nokkur lög með karlakórnum Glað frá Eskifirði. Á útisviði leikur Álbandið, rokk- hljómsveit álversins, Slökkvilið Fjarðabyggðar kemur og sýnir tækjaflotann á meðan yngsta kyn- slóðin leikur sér í hoppkastala og gæðir sér á ís og sykurfrauð. Grín- arar og töframenn verða á staðnum og frá Þjóðleikhúsinu koma Lilli klifurmús og Mikki refur. Einnig kemur hljómsveitin Coney Island og leikur lög af nýjum geisladiski. Í matsal álversins verður boðið upp á veitingar. Þar mun hin gam- algróna hljómsveit HildirHans leika ljúfa tóna auk þess sem sýndir verða listmunir úr áli eftir íslenska hönnuði. Á sunnudagskvöld verða haldnir tónleikar í Tónlistar- miðstöð Austurlands í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Inga T. Lár- ussonar. Tónleikarnir eru í boði Al- coa og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/ÞÖK Haldið upp á fimm ára afmæli Fjarðaáls Íbúasamtök Grafarholts, Knattspyrnu- félagið Fram, Þjónustumiðstöð Grafar- holts og Ársel bjóða til fyrstu hverfis- hátíðarinnar í Grafarholti í dag, laugardaginn 25. ágúst. Hátíðin hefur fengið heitið „Í Holtinu heima“ og kjör- orð hennar eru samvera og samkennd. Í tilefni hennar eru íbúar hvattir til að sýna náunganum hlýju, bjóða gestum og gangandi í heimsókn eða taka sig saman og halda götugrill að kveldi dags, seg- ir í tilkynningu. Dagskrá hefst kl. 11 með útimarkaði við Ingunnarskóla. Klukkan 13 mætir meistaraflokkur Fram í kvennaknattspyrnu BÍ/Bolungar- vík á Framvellinum í Úlfarsárdal. Eftir leikinn eða kl. 15 heldur Fram fótbolta- mót milli gatna í hverfinu á vellinum í Úlfarsárdal. Blásið hefur verið til ljósmyndakeppni í tilefni hátíðarinnar. Íbúar eru hvatt- ir til að setja inn ljósmyndir sem vísa með einum eða öðrum hætti til orðsins „heima“ á facebooksíðu Íbúasamtaka Grafarholts, Ég er íbúi í Grafarholti. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndina og verða úrslit kynnt við varð- eld í Leirdal kl. 21. Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmtir þar. Fyrsta hverfishátíðin í Grafarholti Vegna vinnu á Lambhagavegi milli Mímisbrunns og hringtorgs við Reynisvatnsveg verður veginum lokað fyrir umferð og beint um hjá- leiðir um Vesturlandsveg. Lokað verður á mánudagsmorgun, 27. ágúst, og er áætlað að verkið taki fimm daga. Endurgera þarf efra burðarlag götunnar á 130 metra löngum kafla, endurleggja malbik og kant- steina. Verkið verður unnið af Fag- verki og makbikunarstöðinni Höfða. Beðist er velvirðingar á töfum sem af framkvæmdum stafa og veg- farendur eru jafnframt beðnir að sýna aðgát á hjáleiðum, segir í til- kynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabundin lokun Hin árlega uppskeruhátíð Grasa- garðsins í Laugardal verður haldin í dag, laugardaginn 25. ágúst kl. 13- 15. Garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins munu kynna ræktun, nýtingu og geymslu mat- og kryddjurta. Einnig mun Einar Logi Einarsson grasalæknir fræða gesti um lækningajurtir og áhrif þeirra en í nytjajurtagarði Grasa- garðsins eru, auk grænmetis og kryddjurta, ræktaðar lækninga- plöntur. Gestum verður boðið að bragða á nýuppteknu grænmeti úr garð- inum, grænmetissúpu og grasatei úr lækningajurtum. Allir eru velkomnir í Grasagarð- inn í dag, segir í tilkynningu. Uppskeruhátíð í Laugardalnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.