Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Listasafn í Noregi hefur viðurkennt að mynd eftir hollenska listamann- inn Rembrandt hafi týnst í pósti. Myndin er metin á um eina milljón króna, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Listasafnið ákvað að senda hana með póstinum til að spara sendingarkostnað og trygg- ingu. Soli Brug Gallery í Greåker í Noregi, sem er um 80 km suður af Ósló, keypti verkið af breskum listaverkasala. Listaverkið er frá árinu 1658. Ole Derje, stjórnandi hjá galleríinu, sagði í samtali við BBC, að það væri dýrt að tryggja svona verk og senda það með hrað- þjónustu. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá póstinum um að nálgast verkið á næsta pósthúsi. Þegar hann hugðist ná í verkið fannst það ekki og hefur ekki fund- ist síðan. Derje segir að pósturinn hafi boðist til að greiða um 100 þúsund krónur í bætur. Hilde Ebeltoft- Skaugrud, talsmaður norska pósts- ins, segir leitt að svona skyldi hafa farið, en pósturinn hafi mælt með því við viðskiptavini sína að nota annars konar þjónustu þegar verið væri að flytja dýra hluti milli landa. Soli Brug Gallery á listaverk eft- ir nokkra af þekktustu listamönn- um í heimi, m.a. Rembrandt, Goya, Munch og Dali. Hollenski listmálarinn og svart- listarmaðurinn Rembrandt Har- menszoon van Rijn var uppi á ár- unum 1606-69 og er álitinn einn af höfuðsnillingum listasögunnar. Hann bjó lengst af í Amsterdam á blómaskeiði hollenska lýðveldisins. Rembrandt-verk týndist í pósti  Sent í pósti í sparnaðarskyni Týnt Verkið heitir Lieven Willemsz Van Coppenol, Writing-Master. Ungir gestir á listahátíð í borginni Kassel í Þýskalandi halda á myndum af kínverska listamanninum og and- ófsmanninum Ai Weiwei fyrir framan vofustyttu eftir taílenska listamanninn Apichatpong Weerasethakul. Ungmennin vildu vekja athygli á baráttu Ai við kín- versk yfirvöld sem hafa dæmt hann til að greiða jafn- virði 290 milljóna kr. í sekt fyrir meint skattsvik. Ai Weiwei segir dóminn af pólitískum rótum runninn. AFP Gerningur til stuðnings Ai Weiwei Berlín. AFP. | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við gríska for- sætisráðherrann Antonis Samaras í Berlín í gær og lagði áherslu á að Þjóðverjar vildu að Grikkland yrði áfram á evrusvæðinu. „Ég vil segja mjög skýrt að ég vil að Grikkland verði hluti af evru- svæðinu áfram. Þetta er haft að leiðarljósi í öllum viðræðum okkar,“ sagði Merkel á blaðamannafundi með Samaras. „Ég er sannfærð um að nýja gríska ríkisstjórnin, undir forystu Samaras forsætisráðherra, gerir allt til að leysa vandamálin sem Grikkland stendur frammi fyrir. Við vitum að þetta krefst mikilla fórna og við Þjóðverjar höfum alltaf sagt að við munum styðja Grikki í þessu.“ Samaras lofaði að Grikkir myndu standa við loforð sín við lánardrottn- ana og sagði að gríska stjórnin væri ekki að biðja um meiri peninga til að afstýra greiðsluþroti gríska ríkisins. „Ég er viss um að áætlun okkar fer að bera árangur bráðlega. Við mun- um ná markmiðum okkar.“ Samaras sagði ekkert um hvort hann hefði óskað eftir því að skil- málum neyðarlána yrði breytt þann- ig að Grikkland fengi lengri frest til að til að fullnægja skilyrðunum. AFP Krísufundur Merkel og Antonis Samaras takast í hendur í Berlín. Grikkir haldi evrunni  Merkel lofar Antonis Samaras stuðningi og segir að þýska ríkisstjórnin vilji að Grikkland verði áfram á evrusvæðinu LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.