Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Efnt verður á sunnudag til helgi- göngu á Gufuskálum sem lýkur með messu í Ingjaldshólskirkju. Helgistundir með keltnesku trú- arívafi verða haldnar á Gufuskál- um, við Írskrabrunn og við stein- hleðslur í flæðarmálinu. Lagt verður af stað frá Ingjalds- hólskirkju kl. 12 á hádegi og ekið í rútu að fiskbyrgjum við Gufuskála. Þaðan verður gengið með kelt- neskan sólkross að einu byrgjanna og þar haldin stutt helgistund. Frá byrgjunum verður ekið að Írskrabrunni og gengið að brunn- inum með krossinn og haldin þar helgistund. Síðan verður ekið aftur að Ingjaldshólskirkju, þar sem messa hefst kl. 14. Eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi í safnaðarheimili kirkj- unnar. Helgiganga Við fiskbyrgi á Gufuskálum. Helgiganga á Gufu- skálum á sunnudag Vísindavaka Rannís verður haldin í Há- skólabíói í dag frá klukkan 17 til 22. Katrín Jak- obsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra setur Vís- indavökuna kl. 17 og afhendir við- urkenningu Rannís fyrir vísinda- miðlun. Að setningu lokinni verður sýningarsvæðið opnað. Á Vísindavökunni mun fræðafólk frá háskólum, stofnunum og fyr- irtækjum kynna viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vís- indafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Í ár verður lögð áhersla á lifandi vísindi og uppákomur á sviði og eru börn og ungmenni sér- staklega boðin velkomin á Vís- indavöku. Um 70 sýnendur verða á svæðinu til að kynna rannsóknir og viðfangs- efni sín, þar á meðal háskólarnir í landinu og rannsóknastofnanir auk fjölmargra fyrirtækja. Upplýsingar um dagskrána er að finna á vefnum www.visindavaka.is. Vísindavaka Rannís í Háskólabíói í dag Börn skemmta sér á Vísindavöku. STUTT Reykjavíkurborg hefur gert kaup- tilboð upp á 445 milljónir króna í Umferðarmiðstöðina og lóð sem henni fylgir. Seljendur eru Mynni ehf. og Landsbanki Íslands. Stað- festingu kauptilboðsins var frestað í borgarráði í gær að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgin hyggst nýta Umferð- armiðstöðina sem miðstöð almenn- ingssamgangna. Hugmyndin er að breyta leiðakerfi Strætó bs. þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við hlutverki skiptistöðvarinnar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigu- samningur við Kynnisferðir. Þá á að bjóða fleirum aðstöðu t.d. fyrir far- miðasölu, upplýsingaþjónustu, bíla- leigur, leigubíla og hjólaleigu o.fl. Borgin gerir ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svonefndum U-reit sem afmarkast af nýju Hringbraut í suðri, gömlu Hringbraut í norðri, í austri af götu í framhaldi af Naut- hólsvegi og í vestri af lóð bensín- stöðvar. Hugmyndin er að þar rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði að kominn væri á bindandi samningur af hálfu bank- ans með fyrirvara um samþykki borgaryfirvalda. Hann sagði að þarna yrði miðstöð fólksflutninga á landi, bæði fyrir rútur og stræt- isvagna. „Það væri spennandi að geta flutt miðstöð Strætó fyrir upp- haf næstu vetraráætlunar í ágúst á næsta ári,“ sagði Dagur. Einnig þyrfti að skoða vel þá möguleika sem opnuðust með þessu sléttlendi við Vatnsmýrina, Kvosina og nýjan Landspítala þar sem meira en 50 þúsund manns ynnu og næmu daglega. „Hvernig við getum tengt saman strætó og hjólreiðar og gert borgina skemmtilegri og aðgengi- legri,“ sagði Dagur. Kynnisferðir sendu síðdegis í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. að fulltrúar fyrirtæk- isins hafi að undanförnu átt í við- ræðum við borgina um hugmyndir að breyttum rekstri BSÍ. Viðræð- urnar hafi engri niðurstöðu skilað enn og því engar ákvarðanir verið teknar. Kynnisferðir muni hins veg- ar halda viðræðunum við borgaryf- irvöld áfram. gudni@mbl.is Rútur, strætó og hjól  Reykjavíkurborg hefur gert tilboð í Umferðarmiðstöðina  Þar á að verða miðstöð almenningssamgangna á landi Umferðarmiðstöðin Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og landsvæði í grennd við hana. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Botni kreppunnar á Íslandi var náð á árinu 2010 og síðan hefur vöxtur átt sér stað á ný og kjör almenn- ings batnað. Þetta er á meðal nið- urstaðna síðari skýrslu Þjóðmála- stofnunar Háskóla Íslands fyrir velferðarráðuneytið um áhrif fjár- málahrunsins á lífskjör þjóðarinnar en hún var unnin af Stefáni Ólafs- syni prófessor, Arnaldi Sölva Kristjánssyni hagfræðingi og Kol- beini Stefánssyni félagsfræðingi og kynnt á blaðamannafundi í ráðu- neytinu í gær. Fyrri skýrsla stofn- unarinnar kom út síðastliðið vor. Vandinn varð til fyrir hrun Fram kemur í síðari skýrslunni að rúmlega 91% af því sem skuldir heimilanna fóru mest í 2009 hafi þegar verið orðið til á árinu 2007 og 99% í lok árs 2008. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst gengisfell- ingar sem áttu sér stað áður en bankarnir hrundu að sögn Stefáns. Þá hafi alvarlegur greiðsluvandi heimilanna minnkað um nær fjórð- ung frá því að hann náði hámarki 2009 sem áður segir vegna úrræða stjórnvalda og verulegrar hækk- unar vaxtabóta sem hafi verið beint til þeirra sem höfðu lægri tekjur. Samkvæmt skýrslunni var um áramótin 2011-2012 búið að af- skrifa hátt í 15% af heildarskuldum heimilanna og hátt í 5% til viðbótar hafi verið komið í afskriftarferli. Sagði Stefán þetta í samræmi við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fram kom í máli Stefáns á fund- inum að þótt tekist hefði almennt að halda vel aftur af atvinnuleysi í kreppunni hefði störfum engu að síður fjölgað of hægt eftir hrunið. Það væri þó algengur vandi í skuldsettum ríkjum eftir fjármála- kreppur og ástæðan ekki síst sú að fyrirtæki væru mjög skuldsett við slíkar aðstæður og héldu því að sér höndum varðandi ráðningar starfs- manna og fjárfestingar. Tekjur ellilífeyrisþega lækkað of mikið Varðandi það sem betur hefði mátt fara að öðru leyti sagði Stefán að barnabætur hefði þurft að hækka til þess að styðja við barna- fjölskyldur og þá ekki síst þær sem hefðu keypt sér fasteignir síðustu árin fyrir hrun á háu verði. Þá hefði skerðing grunnlífeyris al- mannatryggingakerfisins bitnað illa á ellilífeyrisþegum með milli- og hærri tekjur. Þeir tekjuhæstu hefðu verið vel varðir en tekjur annarra hefðu hins vegar lækkað of mikið. Botni krepp- unnar náð á árinu 2010  91% skulda heimilanna til staðar 2009 Morgunblaðið/Styrmir Kári Velferð Stefán Ólafsson prófessor flytur erindi á fundinum í gær. Umferðarmiðstöðin var tekin í notkun 21. nóvember 1965. Bifreiðastöð Íslands, sem annaðist afgreiðslu fyrir flesta sérleyfishafa, flutti þá í ný- byggt en ófullgert húsið. Lokið var við bygginguna um veturinn. Félag sérleyfishafa fékk lóðina í Vatnsmýri við Hringbraut og Gunnar Hansson arkitekt teiknaði húsið. Framkvæmdir hófust í apríl 1960. Um- ferðarmiðstöðin kostaði um 19 milljónir á sínum tíma. Kostaði 19 milljónir UMFERÐARMIÐSTÖÐIN Í ALDAMÓTAMÝRI Hverafold 1-3 | Smáralind | Grettisgata | Turninn, Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is SÆKJUM OG SENDUM PERSÓNULEGAN FATNAÐ STARFS- MANNATIL FYRIRTÆKJAOG SKILAFTUR EFTIR HREINSUN Komum til ykkar tvisvar í viku, sækjum óhreinan þvott og skilum hreinum. Hreinsum, þvoum og pressum allt eftir því hvað við á og hverjar óskirnar eru. Skilum honum síðan til baka á næsta komudegi okkar á skrifstofuna. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA SVANHVÍTAR SJÁUMUMALLAN ÞVOTTFYRIR FYRIRTÆKIÐ, KOMUMTVISVAR SINNUM ÍVIKU, SÆKJUMOGSKILUM Efnalaug - Þvottahús Leigjum borðdúka Hvort heldur sem er fyrir veisluna, brúðkaup, ferm- ingar eða til veitingahúsa. Leigjum gólfmottur Skipt út vikulega eða oftar eftir þörfum. Loftmynd/Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.