Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Rússneski BASE-stökkvarinn Andrej Nefedov stekkur af þaki 420 metra
hás turns í Kuala Lumpur í Malasíu á alþjóðlegri hátíð BASE-stökkvara í
gær. Um 95 atvinnumenn í BASE-stökki frá átján löndum tóku þátt í
stökkhátíðinni. BASE-stökkvarar kasta sér fram af háum byggingum,
brúm, klettum og fleiri stöðum og nota fallhlífar til að minnka hraðann.
AFP
Stökk af 420 m háum turni
Ofurhugar á hátíð í Kuala Lumpur
Rajoy sagði í viðtali við Wall
Street Journal fyrr í vikunni að
stjórnin myndi örugglega sækja um
aðstoð björgunarsjóðsins og Seðla-
banka Evrópu ef lántökukostnaður
Spánar lækkaði ekki.
Stjórnin hyggst meðal annars
hækka skatta um 15 milljarða á
næsta ári og skerða framlögin til
sjálfstjórnarhéraðanna um sjö millj-
arða. Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu á að hækka lífeyrisgreiðslur á
næsta ári en skerða atvinnuleysis-
bætur og aðra félagslega aðstoð.
Nokkrir hagfræðingar höfðu sagt að
stjórnin þyrfti að skerða lífeyris-
greiðslurnar en Rajoy lofaði fyrir
síðustu kosningar að gera það ekki.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ríkisstjórn Spánar kom saman í
gær til að samþykkja frumvarp til
fjárlaga næsta árs þar sem gert er
ráð fyrir sparnaði, skattahækkunum
og kerfisumbótum til að minnka
fjárlagahallann um samtals 39 millj-
arða evra.
Gert er ráð fyrir því að niður-
stöður álagsprófa á spænska banka
verði birtar í dag og margir telja að
þær geti orðið til þess að Spánn,
fjórða stærsta hagkerfi evrusvæð-
isins, óski eftir aðstoð varanlegs
björgunarsjóðs evrusamstarfsins,
ESM. Þegar hefur verið ákveðið að
veita spænsku bönkunum aðstoð að
andvirði 20 milljarða evra en næst-
stærsti banki Spánar, BBVA, áætl-
aði í vikunni sem leið að bankarnir
þyrftu 60 milljarða evra til viðbótar.
Hægristjórn Marianos Rajoys,
forsætisráðherra Spánar, hefur þeg-
ar óskað eftir láni að andvirði 100
milljarða evra úr björgunarsjóðnum
til að endurfjármagna stærstu
banka landsins.
Hyggst hækka skatta og spara
Margir hagfræðingar telja að með
sparnaðaraðgerðunum og kerfis-
umbótunum sé stjórnin að búa sig
undir að sækja um aðstoð björg-
unarsjóðsins til að minnka lántöku-
kostnað spænska ríkisins. „Stjórnin
vonar að með fjárlagafrumvarpinu
geri hún nóg til að uppfylla skilyrði
fyrir aðstoð ESM og Seðlabanka
Evrópu ef þörf krefur,“ hefur frétta-
veitan AFP eftir Holger Schmied-
ing, sérfræðingi þýska bankans
Berenberg. „Stjórn Rajoys er enn
tilbúin að gera það sem þarf til að
rétta efnahag landsins við en svo
virðist sem hún vilja kynna allt það,
sem Spánverjar þurfa að gera, sem
ákvörðun þeirra sjálfra, ekki sem
skilyrði sem aðrir neyða þá til að
samþykkja.“
Telja Spán færast nær
því að óska eftir aðstoð
Niðurstöður álagsprófa á banka gætu leitt til beiðni
um aðstoð björgunarsjóðsins og Seðlabanka Evrópu
Nýjar hagtölur þykja auka líkur á því að Spánn þurfi að óska eftir aðstoð
Erfiðleikar framundan á Spáni
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
10
-1,7
-6,3
-4,7
-3,6 -3,3
-2,6 -2,1
-1,2
0,9
1,6 1,7 1,7 24,9
89,6
24,7 24,3 23,3
22,1
20,5
94,3 96,6 97,3 97 96,3
2012 2013
2012 2013
2014 2015 2016 2017
2014 2015 2016 2017
2012 2013 2014 2015 2016 2017
2012 2013 2014 2015 2016 2017
Hagvöxtur*
Opinberar skuldir*
Atvinnuleysi
Fjárlagahalli*
Í % af vinnuafliÁætlaður á næstu árum
* Hundraðshluti landsframleiðslu
Duga aðgerðirnar?
» Spánarstjórn hyggst minnka
fjárlagahallann um 62 millj-
arða evra í ár, 39 milljarða á
næsta ári og 50 milljarða árið
2014. Margir hagfræðingar eru
efins um að þetta dugi til að
leysa efnahagsvandann.
» Stjórnin áætlar að fjár-
lagahallinn í ár verði 6,3% af
landsframleiðslu en margir
hagfræðingar spá því að hann
verði a.m.k. 7%.
Þýsk kona hefur játað að hafa drep-
ið fimm barna sinna þegar þau voru
nýfædd. Konan, sem er 28 ára göm-
ul, hefur verið ákærð fyrir mann-
dráp og er ákæran í fimm liðum.
Lík tveggja barna fundust í
pappírsendurvinnslu og á bílastæði
í mars 2006 og mars 2007. Konan
gaf sig fram við lögreglu síðar og
við yfirheyrslur játaði hún að hafa
myrt börnin fimm. Líkum þriggja
hafði hún komið fyrir í kjallara
hússins sem hún býr í. Lögregla
hafði ekki vitneskju um lát
barnanna þriggja fyrr en konan ját-
aði að hafa drepið þau á sama tíma
og hún játaði á sig að hafa drepið
börnin tvö sem höfðu fundist fyrir
nokkrum árum.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá lög-
reglunni er eng-
inn grunaður um
að hafa aðstoðað
konuna við dráp-
in. Enginn hafi
vitað af þungun
hennar né heldur
af fæðingu
barnanna. Kon-
an, sem er gift, á tvö börn með
eiginmanni sínum, átta og tíu ára
gömul. Fram kom í máli saksókn-
ara á blaðamannafundi í gær að
eiginmaðurinn hefði ekki viljað
eignast fleiri börn.
ÞÝSKALAND
Játaði að hafa myrt fimm barna sinna
Eitt barnanna
jarðsett.
Hjón sem hjálpast að við húsverkin
eru líklegri til að skilja en hjón sem
haga heimilishaldinu þannig að
konan annist húsverkin að mestu,
ef marka má niðurstöður rann-
sóknar sem birtar voru í Noregi í
gær. Rannsóknin leiddi í ljós að
hjónaskilnaðir eru um 50% algeng-
ari meðal hjóna sem hjálpast að við
húsverkin og skipta þeim jafnt á
milli sín. „Því meira sem eigin-
maðurinn gerir á heimilinu því
meiri líkur eru á hjónaskilnaði,“
hefur fréttaveitan AFP eftir Thom-
as Hansen, meðhöfundi skýrslu um
rannsóknina.
Hansen sagði að rannsóknar-
mennirnir hefðu ekki fundið neinar
vísbendingar um að þátttaka eigin-
manna í húsverkunum væri orsök
hjónaskilnaða. Skýringin væri m.a.
sú að „nútímaleg“ hjón hjálpuðust
ekki aðeins að við húsverkin heldur
væru þau einnig síður líkleg til að
líta svo á að hjónabandið væri heil-
agt. „Í þessum nútímalegu hjóna-
böndum eru konurnar líka yfirleitt
með meiri menntun og í vel laun-
uðum störfum, þannig að þær eru
ekki eins háðar mökum sínum fjár-
hagslega. Þær spjara sig betur ef
þær skilja,“ sagði Hansen.
NOREGUR
Hjón sem hjálpast að líklegri til að skilja