Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 22

Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 22
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í slenskir ökumenn þurfa að endurnýja ökuskírteinið sitt á 15 ára fresti, tekjulágir geta fengið 25% afslátt af sektum og ef bíllinn drepur á sér á akbraut skulu ökumenn ávallt setja upp aðvörunarþríhyrning á göt- una. Vilji bíleigendur fá sér rosalega flott einkanúmer mun það framvegis kosta 50.000 krónur en ekki 25.000 krónur (enginn afsláttur er veittur af lummulegum einkanúmerum). Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi til nýrra umferð- arlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Um er að ræða heildarendur- skoðun á umferðarlögunum og því er frumvarpið mikill bálkur; 120 laga- greinar sem komast fyrir á 47 blað- síðum. Með skýringum og at- hugasemdum teygir frumvarpið sig upp í 130 blaðsíður. Lendir á þeim sem eru 13 ára Um margt er sátt, um annað verður deilt en líklega munu fáir láta frumvarpið fara meira í taugarnar á sér en þeir sem nú bíða óþreyjufullir eftir að fá bílprófið. Með frumvarp- inu á nefnilega að hækka bílprófsald- urinn úr 17 árum í 18 ár. Áfallið er þó mildað töluvert með því að lágmarksaldurinn er hækkaður í áföngum; á árinu 2013 verður áfram hægt að fá ökuréttindi 17 ára, á árinu 2014 verður lág- marksaldur 17 ára og þriggja mán- aða, 17 ára og sex mánaða á árinu 2015 og 17 ára og níu mánaða á árinu 2016. Það verður því ekki fyrr en árið 2017 sem krafan um 18 ára lág- marksaldur tekur gildi. Þeir sem „lenda í þessu“ fyrst eru því 12 eða 13 ára núna og hafa því dágóðan tíma til að reyna að sætta sig við breyting- arnar. Breytingarnar skipta þá mestu sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almennings- samgöngum en verða að reiða sig á einkabílinn til að komast til skóla eða vinnu. Fyrir hækkun lágmarksaldurs- ins eru þó góðar og gildar ástæður, eins og tíundað er í frumvarpinu. Bent er á að umferðarslys eru al- gengasta dánarorsök fólks á aldr- inum 15-24 ára innan OECD-ríkja en rúmlega 35% þeirra sem láta lífið á þessu aldursbili farast í umferð- arslysum. Í Evrópu sé lágmarks- aldur almennt 18 ár, að und- anskildum Bretlandi, Írlandi og Ungverjalandi. Árið 2007, þegar end- urskoðun umferðarlaganna hófst, hafi 17 ára ökumenn lent í 576 um- ferðarslysum sem sé 60% fleiri slys en 18 ára ökumenn lentu í. Einnig hafi rannsóknir sýnt fram á að 17 ára ökumenn lendi í alvarlegustu um- ferðarslysunum, þ.e. banaslysum og slysum sem leiða til líkamlegra meiðsla. Með því að hækka lágmarksald- urinn er gert ráð fyrir að umferðar- óhöppum fækki um 7%. Og ekki bara meðal 17 ára nýliða í umferðinni, heldur einnig hjá þeim sem lenda í árekstri við þá. Endurnýjun kostar 5.900 kr. Íslendingar hafa vanist því að ökuskírteini (fullnaðarskírteini) þeirra gildi til 70 ára aldurs. Það mun breytast með frumvarpinu og verður gildistími ökuskírteinis 15 ár. Þetta er gert til samræmis við Evróputil- skipun sem Íslandi sem ríki innan EES er gert að taka upp. Gildistími upp á 15 ár gildir fyrir öll ökurétt- indi, hvort sem um er að ræða ný eða endurútgefin skírteini, t.d. ef öku- skírteini hefur glatast. Árið 2033 eiga þessar reglur að gilda um öll skír- teini, líka þau sem þegar hafa verið gefin út. Gamalt Nú kostar 5.900 krónur að endurnýja ökuskírteini, heldur lægri fjárhæð en þær 7.900 krónur sem það kostar að endurnýja vegabréf. Hærri bílprófsaldur til að fækka slysum Breytingar » Leyfilegt áfengismagn í blóði lækkar úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. » Áfram má tala í farsíma undir stýri, með handfrjálsum búnaði. Ökumenn mega ekki senda sms eða nota farsíma á annan hátt. » Hámarkssekt vegna um- ferðarlagabrots verður hækk- uð úr 300.000 kr. í 500.000 krónur. » Lágmarksaldur til að mega stjórna dráttarvél er hækkaður úr 15 árum í 16 ár. Ákvæði um að þegar öku- tæki mætast skuli sá ökumað- ur víkja sem best kemur því við er breytt þannig að sá sem kemur fyrr að hindrun skuli njóta forgangs. » Heimilt verður að láta eig- anda eða umráðamann öku- tækis bera hlutlæga refsi- ábyrgð, þ.e. án þess að sýnt sé fram á sekt viðkomandi. Þetta á t.d. við um brot sem nást á hraðamyndavél. Morgunblaðið/Jim Smart 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhanna Sig-urðardóttirforsætisráð- herra glímdi við spurningar sem hún átti engin svör við í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana út í stöðu atvinnu- mála og þá staðreynd að hag- tölur sýni að þvert á það sem komið hafi fram í stefnuræðu forsætisráðherra hafi störfum ekki fjölgað hér á landi. Bjarni benti á viðbrögð aðila vinnumarkaðarins, bæði Sam- taka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Íslands, sem tali um dapurlegar niðurstöður vinnu- markaðsrannsóknar og að störfum væri ekki að fjölga. Þá hafi Samiðn ályktað um þessi mál og harmað vanefndir ríkis- stjórnarinnar varðandi fjár- festingar, en fjárfestingar séu grundvöllur þess að hér fari af stað hagvöxtur og að ný störf verði til. Svör forsætisráðherra fólust í því að aðilar vinnumarkaðar- ins byggðu málflutning sinn á slæmum niðurstöðum könn- unar Hagstofunnar frá því í ágúst, en að það gefi ekki rétta mynd af stöðunni vegna skekkjumarka. Betra sé að líta til talna júlímánaðar. Þeir sem á hlýddu hefðu getað ætlað að skekkjumörk væru mun minni í júlí en ágúst og að ágúst skæri sig úr í þessu efni. Svo er þó alls ekki eins og sjá má í gögnum Hagstofunnar og svör forsætisráð- herra því aðeins hefðbundinn spuni og tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Það verður að teljast alvar- legt að ráðherrar verði ítrekað uppvísir að því að veita Alþingi rangar og villandi upplýsingar og mætti að ósekju verða eitt af því sem hafin yrði rannsókn á við fyrsta tækifæri ef pláss fyndist fyrir eina rannsóknar- nefnd enn. En ástæða þess að ráðherrar veita ítrekað rangar upplýs- ingar er ekki síður alvarleg fyr- ir almenning í landinu því að hún er sú að þeir hafa slæman málstað að verja. Þeir átta sig á að staðreyndir mála hljóma illa og upplýsingar um þær myndu afhjúpa hve hægt hefur miðað á flestum sviðum, ekki síst í efna- hags- og atvinnumálum. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er staðan til dæmis sú að atvinnumálin hafa setið á hakanum og vikið fyrir margvíslegum dýrum og tíma- frekum gæluverkefnum. Al- menningur sýpur seyðið af þessu, en í stað þess að viður- kenna mistökin forherðast ráðamenn og fara með þá rullu sem betur hljómar. Nú er það ágústtöl- um Hagstofunnar en ekki getuleysi ríkis- stjórnarinnar sem er um að kenna} Ágústtölurnar Forseti Alþingis,Ásta Ragn- heiður Jóhannes- dóttir, hefur sent Ríkisendurskoðun bréf þar sem farið er fram á að stofn- unin skili fullbúinni skýrslu um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi á árinu 2001, innleiðingu þess og rekstur síð- an þá. Orðrétt segir í bréfinu: „Ég vísa til samtals okkar í gær, miðvikudaginn 26. sept., um skil Ríkisendurskoðunar á skýrslu sem Alþingi óskaði eftir með bréfi 6. apríl 2004. Skýrsl- unni var ætlað að vera „úttekt á því hvernig staðið var að undir- búningi og framkvæmd við að koma á nýju hugbúnaðarkerfi (ORACLE) hjá ríkinu, bæði fjárhagslega og faglega“. Ég tel að dráttur á gerð skýrslunnar sé mjög aðfinnslu- verður. Slíkt má aldrei end- urtaka sig. Lagaheimild til þess að óska skýrslna Ríkisendur- skoðunar er einn mikilvægasti þátturinn í eftirlitshlutverki Al- þingis. Með bréfi þessu fer ég fram á það við Ríkisendurskoðun að hún ljúki skýrslugerðinni hið allra fyrsta og eigi síðar en fyrir lok októbermánaðar. Skýrslan verði þá þegar send Alþingi eins og lög kveða á um.“ Það verður ekki annað sagt en að þetta bréf sé í fullu sam- ræmi við málið sjálft, bæði skrítið og óþægilegt. Forseti þingsins sleppir að geta þess að þingið virðist ekki hafa saknað hinnar mikilvægu skýrslu þau átta ár sem liðin eru síðan hún var pöntuð. Með leyfi að spyrja, eru margar svona skýrslur úti- standandi? Hver bað um þessa skýrslu? Var það núverandi for- sætisráðherra sem bað um skýrsluna um leið og hún hafði í hótunum við þáverandi fjár- málaráðherra um að draga hann fyrir Landsdóm? Gleymdi hún svo þessu glæpamáli eins og þingið allt og starfsmenn þess? Hvað hefur upp á sig að fá núna skýrslu sem enginn hefur haft áhuga á í átta ár? Ætti ekki forysta þingsins að líta í eigin barm áður en hún belgir sig út við aðra? Er þetta hluti af áætl- un um að auka virðingu þings- ins? Ruglingsleg umfjöll- un Kastljóss dugði til. Alþingi hrökk af hjörunum} Skrípaleikur settur í umbúðir Á huggulegum veitingastað, sem býður gestum meðal annars upp á dýrindislambasteik beint frá býli og nýveiddan humar úr ná- grenninu, samanstendur barna- matseðillinn af tvennu: kjúklinganöggum og samloku með skinku og osti. Allt of oft er börnum ekki boðið upp á al- mennilegan mat heldur sérútbúinn matseðil sem byggist því miður gjarnan á mikið unn- inni og næringarsnauðri vöru. Eflaust eru þessir réttir settir á matseðilinn í góðri trú, þeirri að þetta sé það „sem börnin vilja“. Bragðlaukarnir okkar eru þeirri náttúru gæddir að þá er hægt að þjálfa. Ef við til að mynda látum ofan í okkur kynstrin öll af sætu kexi er líklegra að okkur langi í sætan drykk með en grænmetissafa eða vatn. Að sama skapi kallar gulrótaát frekar á vatnsdrykkju en kók- þamb. Kannski eru þetta ekki hávísindalegar skýringar en flestir hafa líklega upplifað eitthvað í þessa veruna. Hvers vegna ættu börn að vera öðruvísi? Barn sem venst því frá tanntökualdri að fá dísætt, transfitubaðað hveitikex í góminn í hvert skipti sem í því heyrist hlýtur að vera líklegra til að þróa með sér löngun í slíka fæðu en barn sem fær að kynnast grænmeti og ávöxtum frá fyrstu tíð. Fyrir nokkru spratt upp umræða um skólamötuneyti og var bent á meðal annars að hlutfall unninnar kjötvöru væri þar allt of hátt. Ennfremur var bent á að þrátt fyrir takmarkað næringarinnihald væru enn á boð- stólum fyrirbæri eins og kakósúpa og slíkt kynnt fyrir börnum sem matur – jafnvel heil máltíð. Einhvern veginn er það gjarnan þannig að þegar normið er jafnöfgakennt og nútíma- mataræði eins og það sem birtist í skólamötu- neytum og á barnamatseðlum er vitnisburður um, þá hljóma þeir sem snúast gegn norminu eins og öfgafólk. Boðberar bættrar matar- menningar sem stöðugt reyna að opna augu annarra fyrir því að unnin kjötvara, sykrað kex, naggar og pakkasúpur sé ekki matur og hæfi ekki börnum (og reyndar ekki full- orðnum heldur) verða þannig eins og hróp- endur í eyðimörk. Líklega er þetta þó eitthvað að breytast og kannski þokumst við í rétta átt. En það gerist ekki nógu hratt. Börn eiga betra skilið en að vera sífellt fóðruð á næringarsnauðri magafylli. Við sem ölum þau upp eigum að sjá til þess að þau fái næringu og venjist á mat – alvöru mat. Allt byrjar þetta auðvitað heima og við foreldrarnir verðum að axla ábyrgð. En mötuneyti skóla og leikskóla eru ábyrg fyrir næringu barna stóran hluta dagsins og þurfa því að taka þátt í mataruppeldi með foreldrunum. Þótt veitingastaðir hafi í raun engar formlegar skyldur í þessum efnum þá hlýtur að vera sjálfsögð krafa að staðir sem setja fram barnamatseðla bjóði börnum mat – al- vöru mat – líkt og hinum fullorðnu. eyrun@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir Pistill Alvöru mat fyrir börnin, takk STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.