Morgunblaðið - 28.09.2012, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Berjalyng Það er fallegt um að litast við Öxarárfoss og fjölbreyttir litir náttúrunnar njóta sín í haustsólinni.
Ómar
Boðuð hefur verið út-
gáfa á peningaseðli að
nafnvirði 10 þúsund
krónur. Engu er líkara
en að stjórnvöld telji að
ráðstöfunartekjur heim-
ila hafi almennt aukist
og þörf sé á verðmeiri
seðlum til þæginda.
Stjórnvöldum til um-
hugsunar leyfi ég mér
að halda því fram að
hinn almenni maður
hafi nægt pláss í veski sínu þótt
hann þurfi að geyma afganginn um
hver mánaðamót í smærri einingum
en 10 þúsund króna seðlum.
Með hækkun virðisaukaskatts,
tekjuskatts einstaklinga og trygg-
ingagjalds undanfarin misseri hefur
norræna velferðarstjórnin ekki að-
eins hækkað skatta sem voru háir
fyrir heldur einnig aukið mjög við
þau jaðaráhrif sem voru í skatta- og
bótakerfinu. Með jaðaráhrifum er
átt við þau áhrif sem skatta- og
bótakerfið hefur á síðustu krón-
urnar sem maður aflar sér í hverj-
um mánuði. Þá hafa menn þegar
nýtt útskatt sinn til frádráttar í
virðisaukaskattskerfinu og fullnýtt
persónuafslátt sinn en verða engu
að síður fyrir fullri skerðingu barna-
og vaxtabóta. Líkt og myndin sem
fylgir þessari grein ber með sér
geta menn lent í því að auka ráð-
stöfunartekjur sínar aðeins um
2.549 krónur við það að selja út
vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur.
Þetta á við fyrirvinnu á stóru og
nokkuð skuldugu heimili þar sem
maki er tekjulaus.
Börnin eru fjögur og
húsnæðisskuldir um
20 milljónir. Fyr-
irvinna heimilisins
vinnur mikið en bætir
á sig vinnu til dæmis
um helgar. Myndin
sýnir niðurstöðuna.
Aðeins rúm 25%
standa eftir af hinni
útseldu vinnu.
Dæmi má einnig
taka af foreldrum
sem báðir eru með
meðaltekjur. Þau lenda ekki í hæsta
skattþrepi tekjuskatts og greiða því
„aðeins“ 40,24% skatt af hverri við-
bótarkrónu sem þau afla. Engu að
síður hefur hækkun skatta og
tryggingargjalds leitt til þess að að-
eins standa eftir rúm 29% hinnar
seldu vinnu. Forsendur þessara út-
reikninga minna má finna á heima-
síðu minni, www.sigridur.is. Það
kann þó að vera að ég hafi misskilið
tilganginn með þessari nýju seðlaút-
gáfu. Hún er líklega hugsuð til þess
að það gangi sem greiðlegast að
taka skattana af fólki.
Eftir Sigríði Ásthildi
Andersen
»Menn geta lent í því
að auka ráðstöfunar-
tekjur sínar aðeins um
2.549 krónur við það að
selja út vinnu sína fyrir
10 þúsund krónur.
Sigríður Á.
Andersen
Höfundur er héraðsdómslögmaður og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Örlög 10
þúsund kallsins
Ísland hefur lengi
verið mikils metinn
samstarfsaðili Evrópu-
sambandsins. Jafnvel
áður en Ísland sótti um
aðild að ESB tók landið
þátt í lykilstefnumálum
ESB – í sumum til-
vikum af meiri áhuga
en ákveðin aðildarríki.
Ákvörðunin um hvort
ganga eigi til liðs við
ESB er stór og mikilvæg og alfarið í
höndum Íslendinga. Aðildarvið-
ræðum miðar vel áfram og nú þegar
er viðræðum lokið í 10 af þeim 35
köflum regluverks ESB sem þarf að
semja um áður en kemur að ákvörð-
un um aðild.
Sem framkvæmdastjóri ESB fyrir
byggðastefnu veit ég að það er mikið
rætt um hvernig Ísland getur best
nýtt þá fjárfestingarmöguleika sem
ESB hefur að bjóða aðildarríkjunum
og svæðum þeirra. Einhverjir gætu
spurt sig hvaða hag land eins og Ís-
land, sem býr við hlutfallslega mikla
velmegun en þarf þó að takast á við
ýmsar landfræðilegar
áskoranir, geti haft af
þátttöku í byggðastefnu
ESB. Ég get fullyrt að
með réttum áherslum
og skipulagningu mun
byggðastefnan sann-
arlega gagnast Íslandi.
Byggðastefnan er nú
í breytingaferli. Aðild-
arríkin sem og Evrópu-
þingmenn eru í Brussel
að semja um tillögur að
nýjum reglum um fjár-
mögnun til byggðamála
og fjárhagsáætlun fyrir næstu sjö ár.
Þessar ákvarðanir eru á mikilvægu
stigi og munu ekki einungis hafa
áhrif á aðildarríki ESB heldur einnig
samstarfsríki þeirra og þau lönd sem
hafa hug á að ganga í sambandið. Ég
er fullviss um að hlutirnir stefna í
rétta átt og að umbæturnar sem við
erum að vinna að muni skila sér í
betri og markvissari byggðastefnu.
Tilhneigingin hefur gjarnan verið
sú að horfa á byggðasjóði ESB (en.
EU Regional Funds) einungis sem
tæki til að styðja við bakið á fátækari
svæðum Evrópu. Efnahags- og fjár-
málakreppan hefur hinsvegar skerpt
á áherslum okkar og knúið okkur til
að hugsa betur um hvernig fé skatt-
borgara er varið. Það hefur sýnt sig
að engin svæði eru ónæm fyrir áhrif-
um kreppunnar. Að sjálfsögðu er enn
þörf á að styðja við svæði sem ekki
eru eins vel stæð og önnur, en við
leggjum einnig áherslu á að stefna
okkar er stefna fjárfestinga. Við
þurfum að tryggja að í gegnum fjár-
festingar ESB nái svæði sem njóta
hagsældar að viðhalda samkeppn-
ishæfni sinni og komast í gegnum hið
alþjóðlega efnahagsumrót.
Önnur lönd í Evrópu, sem njóta
álíka hagsældar og Ísland, nýta sér
sjóði ESB til að fjárfesta í styrk-
leikum sínum og hefur það haft mikil
áhrif á efnahagslíf þeirra. Það nægir
að horfa til norðurhluta Finnlands og
Svíþjóðar. Verkefni eins og Innfallið
netkerfi (en. Embedded Internet
System) í Övre Norrland í Svíþjóð
nýtti 3.75 milljónir evra frá Byggða-
þróunarsjóði Evrópu til að leiða sam-
an fræði- og viðskiptamenn á svæð-
inu í ótrúlega árangursríkt samstarf.
Með því að nota snjalltækni tókst 250
fyrirtækjum í samstarfi við Háskól-
ann í Luleå að koma yfir 40 frum-
gerðum á markað. Mörg smærri
sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafa
breyst í afar ábatasöm fyrirtæki með
þróun á nýjungum á borð við ódýra
GPS-tækni og háþróað viðvör-
unarkerfi fyrir báta. Öll þessi verk-
efni, rétt eins og Mobient stafræna
þjónustuverkefnið (en. Mobient digi-
tal content services) í Oulu í Finn-
landi, hafa búið til og verndað þús-
undir starfa.
Svæði Evrópu búa hver við sínar
eigin þarfir og áskoranir. Strjálbýl
svæði eru sérstaklega viðurkennd í
stefnu okkar. En það mikilvægasta í
yfirstandandi umbótum er sú grund-
vallarregla að með stuðningi ESB sé
lögð áhersla á að nýta styrkleika
fremur en veikleika svæða Evrópu.
Helstu forgangsatriði hljóma kunn-
uglega í eyrum Íslendinga: rann-
sóknir, nýsköpun og endurnýjanleg
orka eru allt svið þar sem Íslend-
ingar hafa náð miklum árangri.
Hvort sem um er að ræða að koma á
breiðbandi í samfélögum sem eru
landfræðilega afskekkt í gegnum
Byggðaþróunarsjóð Evrópu, eða að
fjölga tækifærum til starfsþjálfunar
og atvinnu meðal ungs fólks á Íslandi
í gegnum Félagsmálasjóð Evrópu,
þá liggur velgengni þessara fram-
taka í samvinnu milli aðila. Ef verk-
efnum er stýrt af fagfólki á viðkom-
andi svæðum og markmiðin eru skýr
og áþreifanleg, eins og stefna okkar
gerir ráð fyrir, getur ágóðinn fyrir
samfélög og svæðin verið umtals-
verður.
Reynslan hefur kennt okkur að
fjárfesting í uppbyggingasjóðum
ESB á svæðum sem búa við velmeg-
un hefur raunverulegt gildi, bæði
fyrir svæðin sjálf og fyrir alla Evr-
ópu. Samkeppnishæfni eykst og nýir
markaðir og tækifæri opnast fyrir
fyrirtæki og vinnuafl. Þannig sjáum
við fyrir okkur að byggðastefnan geti
nýst Íslendingum sem skapandi far-
vegur fyrir fjárfestingar og vöxt.
Eftir Johannes
Hahn »Ég get fullyrt að
með réttum
áherslum og skipulagn-
ingu mun byggðastefn-
an sannarlega gagnast
Íslandi.
Johannes Hahn
Höfundur er framkvæmdastjóri
byggðastefnu ESB.
Hvernig Ísland getur haft hag af byggðastefnu ESB