Morgunblaðið - 28.09.2012, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Íslenska krónan er
uppruni sveiflna. Hún
jafnar ekki sveiflur í
hagkerfinu, heldur
magnar þær upp. Í
stað þess að vinna
gegn sveiflum er hún
sveiflumagnari. Þetta
er ein meginnið-
urstaðan í skýrslu
Seðlabankans sem
kom út í síðustu viku.
Fjárfestar fælast
sveiflur og óöryggi og þeir sækja í
stöðugt umhverfi. Skortur á alþjóð-
legum fjárfestingum á Íslandi er
því hluti af gjaldmiðilsvanda Ís-
lendinga. Um leið má segja, að
skort á fjölbreytni í atvinnulífi og
framboði á vel launuðum há-
tæknistörfum fyrir ungt menntað
fólk megi líka rekja til galla krón-
unnar sem gjaldmiðils.
Í skýrslu Seðlabankans kemur
skýrt fram að valkostir Íslands eru
tveir. Annars vegar að halda áfram
með krónuna í betri búning, eða
taka í fyllingu tímans upp evruna í
bættum herklæðum. Báðir kost-
irnir eru raunhæfir. Báðir fela þeir
í sér að það er nauðsynlegt að
skoða allar leiðir til að bæta krón-
una sem gjaldmiðil, því jafnvel
hörðustu evrusinnar verða að sætta
sig við þá staðreynd, að þeir verða
að búa við krónuna a.m.k. þangað
til hægt er að taka
upp evruna. Seðla-
bankinn segir að það
séu „allmörg ár“. Það
er rétt, eins og sá veit,
sem ferlinu stýrir.
Jafnvel þótt allt gangi
eins og í sögu varð-
andi aðildarferlið verð-
ur evran ekki upp tek-
in fyrr en eftir
„allmörg ár“.
Það sem fælir
marga frá tilhugs-
uninni við að taka upp
evruna er sú stað-
reynd, að evrusvæðið er að ganga í
gegnum mikla erfiðleika. Það hefur
að vísu ekki bitið fast í þyngd evr-
unnar sem gjaldmiðils, en hún stóð
í lok ágúst sl. 6,5 % sterkari en sú
trausta mynt, ameríski dollarinn.
Nú eru hins vegar uppi sterkar vís-
bendingar um að evran komist út
úr núverandi vanda. Má þar ekki
síst vísa til ummæla seðlabanka-
stjóra Evrópu, Mario Draghi, um
að bankinn muni gera allt sem þarf
til að tryggja farsæld evrunnar.
Jafnvel hörðustu krónusinnar
geta því ekki útilokað þann mögu-
leika að evran verði orðin að fýsi-
legum kosti fyrir Ísland þegar liðin
verða „allmörg ár“ og Íslendingar
ættu hugsanlega kost á að gera
hana að gjaldmiðli sínum. Við þurf-
um þess vegna að hafa þann mögu-
leika opinn, alveg eins og að velja
krónuna sem gjaldmiðil framtíð-
arinnar ef þjóðin telur það sinn
besta kost í stöðunni. Ábyrg af-
staða er að halda báðum kostum
opnum. Styrkari umgjörð krónu
veitir styrkari stoð fyrir upptöku
evru í fyllingu tímans – eins og
Seðlabankinn bendir á.
Í því ljósi er það andstætt hags-
munum Íslands að vilja stöðva að-
ildarferlið. Það myndi loka sam-
stundis á annan kostanna tveggja.
Það væri ábyrgðarlaust glapræði.
Þess vegna er það í þágu okkar
allra að ferlið haldi áfram og við
eigum beggja kosta völ.
„Beggja kosta völ“
Eftir Össur
Skarphéðinsson » Fjárfestar fælast
sveiflur og óöryggi
og þeir sækja í stöðugt
umhverfi.
Össur
Skarphéðinsson
Höfundur er utanríkisráðherra.
Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ræð-
ir skattbyrði við
Morgunblaðið sl.
miðvikudag. Þar fer
hann með rangt mál
og mikilvægt að
koma leiðréttingum
á framfæri hér og
nú. Á árinu 2007 var
tekjuskattsprósentan 35,72% og
persónuafsláttur 385.800 kr. á árs-
grunni. Mjög einfalt er að reikna
skattbyrði t.d. á 200.000 kr. mán-
aðartekjur (2.400.000 kr. árstekj-
ur) og er útkoman 19,6%. En
Bjarni heldur því samt sem áður
fram að útkoman sé 12,1%! Þá
niðurstöðu verður hann sjálfur að
skýra út fyrir lesendum. Sama á
við um alla aðra tekjuhópa sem
Bjarni vitnar til, skattbyrði þeirra
allra er ranglega reiknuð fyrir ár-
ið 2007.
Þessa röngu niðurstöðu ber
Bjarni svo saman við skattbyrði
eins og hún er á yfirstandandi ári
og fær að vonum út að skattbyrði
allra tekjuhópa hafi aukist í tíð
núverandi ríkisstjórnar, en það er
rangt. Hið rétta er að skattbyrði
hefur minnkað á þá tekjulægri í
tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð-
ardóttur.
Þetta er því miður ekki í fyrsta
skipti sem leiðrétta þarf skatta-
útreikninga talsmanna Sjálfstæð-
isflokksins í efnahagsmálum.
Tryggvi Þór Herberts-
son skrifaði grein í
Fréttablaðið fyrr á
þessu ári þar sem
hann lagði skattpró-
sentu efri þrepa á
heildartekjur viðkom-
andi tekjuhóps.
Taka verður fram að
Tryggvi Þór leiðrétti
þessi mistök sín og er
því maður að meiri.
Þótt forystumenn
Sjálfstæðisflokksins
geri villur í útreikningi
á skattbyrði má þó ekki gera ráð
fyrir að það sé með vilja gert.
Prósentureikning-
ur Bjarna
Benediktssonar
Eftir Oddnýju G.
Harðardóttur
Oddný G. Harðardóttir
» Þetta er því miður
ekki í fyrsta skipti
sem leiðrétta þarf
skattaútreikninga tals-
manna Sjálfstæð-
isflokksins í efnahags-
málum.
Höfundur er fjármála-
og efnahagsráðherra.
Tri ehf.
Suðurlandsbraut 32
104 Reykjavík www.tri.is
Verslunin er opin:
Alla virka daga kl. 09:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
CUBE REACTION GTC PRO
Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu-
tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra.
Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg.
Listaverð: 399.990 kr.
Tilboð:
299.990 kr.
CARBON
Listaverð: 455.990 kr.
Tilboð:
341.990 kr.
CARBON
CUBE REACTION GTC RACE
Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox
Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra.
Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg.
Listaverð: 525.990 kr.
Tilboð:
394.990 kr.
CARBON
CUBE REACTION GTC SL
Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox
SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra.
Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg.
Fjallahjóladagar
-25%
Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði.
Allur ágóði af sölunni
rennur til
Krabbameinsfélags Íslands
www.faerid.com
Sölustaðir:
N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus.
Lýstu upp garðinn.
GARÐLÝSINGAR
Bjóðum upp á einfalda lausn á lýsingum í garðinn.
Kastara sem auðvelt er að koma fyrir hvar sem er á lóðinni.
Hægt er að tengja einn eða fleiri kastara saman.
Möguleikarnir eru endalausir.
TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR
Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það
að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað.
Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem
við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum
nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.