Morgunblaðið - 28.09.2012, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
✝ Valgeir Gunn-laugur Vil-
hjálmsson fæddist
13. september 1923
í Hátúni í Nesi í
Norðfirði, nú Nes-
kaupstað. Valgeir
lést í Skógarbæ um
hádegisbil fimmtu-
daginn 20. sept-
ember.
Foreldrar hans
voru Vilhjálmur
Stefánsson útvegsbóndi (1877-
1953) og kona hans, Kristín
Árnadóttir (1887-1936), bæði úr
Norðfjarðarsveit. Alsystkin
Valgeirs voru Sveinhildur
(1909-1999), Laufey (1911-
1998), Sigfinnur (1912-1965),
Sigurður Björgvin (1914-1981),
Bjarni (1915-1987), óskírður
drengur (1916-1916), Þorbjörg
Guðríður (1917-2007), Helga
(1918-1918), Árni (1919-2005),
Friðrik (1921-1999), Guðni
(1922-1974) og Steingrímur
(1924). Hálfsystkin Valgeirs,
börn Vilhjálms og fyrri konu
hans Sveinhildar Hildibrands-
Erla Rannveig (1949), maki
Pálmar Guðmundsson, Gunn-
laugur Kristján (1951), maki
Guðríður Ágústsdóttir. Barna-
börn og barnabarnabörn Önnu
eru 56 að tölu.
Valgeir fór tíu ára gamall að
Stóra-Sandfelli í Skriðdal, fyrst
til sumardvalar en síðar til árs-
dvalar. Hann var við nám í Al-
þýðuskólanum á Eiðum 1939-
1941 en kennaraprófi frá Kenn-
araskólanum lauk hann 1946.
Hann var farkennari í Helgu-
staðahreppi við Reyðarfjörð
1941-1943 en að kennaraprófi
loknu fluttist hann á Djúpavog.
Þar var hann kennari, og á
fyrri árum stundum skólastjóri,
allt til ársins 1983 er þau Anna
fluttust til Reykjavíkur. Þar hóf
Valgeir störf við Hjallaskóla og
lauk starfsferli sínum sjötugur
að aldri.
Valgeir sinnti fjölmörgum
störfum í heimabyggð sinni
eystra, var í hreppsnefnd, odd-
viti og hreppsstjóri; lengi sýslu-
nefndarmaður. Hann stýrði
ungmennafélagi staðarins um
skeið, einnig slysavarnadeild-
inni. Hann var lengi fréttaritari
Ríkisútvarpsins.
Valgeir verður kvaddur frá
Seljakirkju í dag, 28. sept-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
dóttur (1876-1907)
voru Brandur
Ágúst (1900-1988),
Sigurlín (1901-
1947), Þórunn
(1902-1990), Stefán
Valgeir (1904-
1905), Stefán Val-
geir (1906-1923) og
óskírður drengur
(1907-1907). Dóttir
Sveinhildar og
stjúpdóttir Vil-
hjálms, Guðrún Sigríður
Brandsdóttir (1898-1972), ólst
upp í Hátúni.
Valgeir kvæntist 28. desem-
ber 1974 Önnu Dagrúnu Magn-
úsdóttur f. 21. ágúst 1919. For-
eldrar hennar voru Magnús
Jónsson (1881-1963) og Er-
lendsína Helgadóttir (1889-
1994) Þegar þau giftust átti
Anna fjögur uppkomin börn;
faðir þeirra og eiginmaður
Önnu, Gunnlaugur Krist-
jánsson, lést árið 1962. Börn
Önnu eru Magnús Sævar (1937-
1984), ekkja hans er Sigríður
Jónsdóttir, Kolbrún (1939),
Elsku Valgeir. Í huga okkar
barnabarnanna varstu alltaf „al-
vöru“ afi okkar, þótt þú værir
stjúpafi okkar. Það var mikil
gæfa fyrir ömmu og okkur fjöl-
skylduna þegar þið amma kynnt-
ust. Betri afa hefðum við ekki
getað fengið og þú og amma vor-
uð alltaf ákaflega samrýnd hjón.
Það var mikið ævintýri að fá að
heimsækja ykkur hjónin á Djúpa-
vogi, í stóra fallega húsið ykkar
„Véberg“. Þú fórst með okkur í
göngutúra um bæinn og að heim-
sækja fólk, því þú varst mikil fé-
lagsvera og hafðir yndi af því að
vera í góðum félagsskap. Þegar
þið amma fluttuð svo til Reykja-
víkur fengum við að kynnast þér
enn betur. Fræðimaður, kennari,
dugnaðarforkur, ósérhlífinn, öð-
lingur og félagsvera, þetta eru
nokkur fátækleg orð sem lýsa
þér. Það var gaman og fróðlegt að
spjalla við þig, enda varstu með
stálminni og ekki í rónni fyrr en
réttar upplýsingar voru komnar
fram.
Þú varst oft kallaður Valgeir
fyrsti. Sú nafngift er tilkomin
vegna þess að árið 1986 þegar
Valgeir var 62 ára gamall þá var
hann sá fyrsti sem gekkst undir
hjartaaðgerð hér á landi. Í viðtali
sem birtist við hann fjórtán árum
seinna er sagt að hann sé við góða
heilsu. Hann gangi daglega um
hálftíma leið í Breiðholtslaugina,
þar sem hann syndi nokkur
hundruð metra áður en hann
gangi heim aftur. Auk þess spili
hann brids tvisvar í viku með fé-
lögum sínum. Valgeir segir sjálf-
ur í viðtalinu að eftir aðgerðina
„geti hann skammast yfir vond-
um spilum án þess að fá fyrir
hjartað“. Hann segir einnig í
sama viðtali „að hann hafi aldrei
verið smeykur við að vera sá
fyrsti, enda hafi hann treyst
læknum sínum mjög vel“. Og
fljótlega eftir aðgerðina var hann
aftur farinn að stunda sund og
ganga á fjöll.
Þegar heilsan fór svo að bila á
efri árum kom dugnaður Valgeirs
og staðfesta vel í ljós, uppgjöf var
ekki til í hans huga, alltaf tókst
honum að komast aftur á fætur,
sama hvað á bjátaði. Stundum
hafði maður á tilfinningunni að
hugurinn drægi hann Valgeir
meira en hálfa leið. Við erum ein-
staklega lánsöm að hafa fengið að
njóta svo lengi samvista við þig,
Valgeir. Við kveðjum þig með
söknuði og yljum okkur við góðar
minningar.
Ólafía, Anna Dag-
rún og Guðmundur.
Valgeir kom inn í fjölskylduna
1974 þegar hann kynnist móður
minni en þau höfðu verið sér til
heilsubótar í Hveragerði. Þau
giftust 28. des. 1974 og mamma
flutti til Djúpavogs þar sem Val-
geir starfaði sem kennari ásamt
því að gegna ýmsum trúnaðar-
störfum. Ég hef oft sagt að þó að
ég hefði fengið að velja mann
handa mömmu hefði ég ekki get-
að valið betur. Við fjölskyldan
nutum þess að heimsækja þau en
Valgeir þekkti hverja þúfu á sínu
heimasvæði og var fróður um
menn og málefni. Á tímabili voru
Valgeir og félagar með veiðirétt-
indi í Vesturdalsá og buðu okkur
að koma, þar komst maðurinn
minn á bragðið að veiða lax, en
þeir áttu eftir að eiga margar
góðar stundir saman við veiðar.
Valgeir og móðir mín fluttu svo
suður til Reykjavíkur árið 1983
og Valgeir fór að vinna ýmis störf
við Hjallaskóla og var þar til sjö-
tugs. Hann fór í hjartaaðgerð 14.
júní 1983, en það var fyrsta að-
gerðin sem var gerð á Íslandi og
var hann kallaður Valgeir fyrsti
af læknunum sem framkvæmdu
aðgerðina. Ég hef oft dáðst að því
hvað hann var ákveðinn í að ná
heilsu og var alla tíð duglegur að
hreyfa sig. Móðir mín og Valgeir
áttu saman góð ár, þau nutu þess
að ferðast innanlands sem og ut-
an. Síðastliðið ár hefur Valgeir
dvalist á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ þar sem hann hefur
notið góðrar aðhlynningar, en úr
Skógarbæ er innangengt í Ár-
skóga þar sem heimili þeirra er
og var það ómetanlegt fyrir þau
bæði að geta flakkað á milli. Lát-
inn er ljúfur drengur, þetta sagði
Valgeir þegar vinur okkar lést og
þetta á einnig við um hann. Bless-
uð sé minning hans.
Rannveig og Pálmar.
Á kveðjustund langar okkur að
rifja upp nokkrar minningar sem
við eigum um Valgeir. Hann kom
inn í líf okkar þegar þau amma
giftu sig 28. desember 1974.
Næstu árin bjuggu þau saman á
Djúpavogi, þangað var alltaf
gaman að koma og ekki síðra að
fá að dvelja hjá þeim nokkrar vik-
ur á sumrin. Valgeir var alltaf
tilbúinn að snúast með okkur
systur, fara í bíltúr og skoða kett-
ina hennar Anotníu, heimaln-
ingana á nálægum bæ eða taka
okkur með í kaupfélagið eða í aðr-
ar útréttingar.
Í minningunni er það efst í
huga okkar hvað hann var ein-
staklega góður okkur barnabörn-
unum og hvað við áttum gott að
eignast þennan frábæra afa. Eftir
að þau fluttu suður urðu stund-
irnar fleiri með þeim. Ofarlega í
huga okkar er bíltúr sem við fór-
um með Valgeiri og ömmu þegar
við systur vorum um tvítugt, ekið
var um Vatnsleysuströnd og við
fræddar um æskuslóðir ömmu.
Það var aldrei komið að tómum
kofunum hjá Valgeiri, hann var
hafsjór af fróðleik og hafði ein-
stakt lag á að miðla þekkingu
sinni. Við flytjum kveðju frá
Siggu móður okkar sem minnist
Valgeirs með virðingu og þökk.
Við biðjum góðan guð að gæta
ömmu.
Anna Beta og Harpa.
Föðurbróðir minn, Valgeir G.
Vilhjálmsson, lést að morgni hins
20. september eftir langa og við-
burðaríka ævi, áttatíu og níu ára
að aldri. Nítján árum fyrr, 20.
september 1993, bauð ég vinum,
vandamönnum og samstarfsfólki
á ýmsum vettvangi til afmælis-
fagnaðar. Gestir mínir í kennara-
stétt samglöddust mér mjög er
þeir áttuðu sig á að Valgeir væri
náfrændi minn. Hann væri svo
skemmtilegur vinnufélagi. Ég
hafði þá ekki kynnst Valgeiri að
ráði. Þó hafði ég hitt hann á
Djúpavogi er ég dvaldi þar barn
tvö sumur. Valgeir hafði verið
skólastjóri þar um skeið en var
orðinn almennur kennari. Hann
undi því vel en ekki var laust við
að hann þætti setja ofan. Síðar
fóru sögur af umsvifum hans,
hann var hreppstjóri, oddviti og
altmuligmann í Djúpavogshreppi
og engum ráðum var þar ráðið
um skeið nema hann kæmi að.
Fjóra einhleypa föðurbræður
og aðra fjóra fjölskyldumenn átti
ég á þessum bernskuárum. Sú
skipan var hluti af óbreytanlegri
heimsmynd barnsins. Síðar fór
svo að þrír hinna einhleypu festu
ráð sitt, þeirra á meðal Valgeir.
Þeir eignuðust konur og stjúp-
börn; fjölskyldur sem hlúðu að
þeim á efri árum. Þeim urðu þó
ekki öllum löng efri árin. Flesta
mæddi þá hjarta- og æðasjúk-
dómar sem drógu suma þeirra til
dauða fyrir aldur fram. En ekki
Valgeir. Hann varð fyrir valinu
fyrstur manna til að gangast und-
ir kransæðaaðgerð á Íslandi og
var síðan stundum nefndur Val-
geir fyrsti. Læknar hans sögðu
hann valinn mannkostanna
vegna.
Valgeir kvæntist Önnu Magn-
úsdóttur þegar liðið var á ævi
hans, og fór snemma á eftirlaun.
Þau fluttust suður, og Valgeir
gerðist gangavörður í Hjallaskóla
í Kópavogi og sá skemmtilegi
vinnufélagi sem ég frétti svo
óvænt af. Valgeir var ekki bang-
inn við að lækka enn í tign, en nú
vorum við bæði orðin skólafólk og
ræddum saman sem kollegar.
Hann sagðist sakna þess í nýja
skólanum að fólk settist niður í
hádegishléi og spjallaði. Þá voru
skólar tvísettir, sum börn komu í
skólann að morgni og fóru heim
um hádegi en önnur komu eftir
hádegið. Kennararnir voru mæð-
ur sem fengu aðeins leikskólavist
fyrir börn sín hálfan daginn ef
þær voru í sambúð. Þær sóttu því
börnin í hádegishléinu. Þetta
virðist leiftur úr fjarlægri fortíð
en þó er aðeins um hálfur annar
áratugur síðan þessi skipan mála
var aflögð.
Valgeir sannaði skemmtileg-
heit sín árið 1996 er Kristín Ei-
ríksdóttir móðir mín varð áttræð.
Veislan var haldin í stofunni hjá
mér og slegið upp í dans á ull-
arteppinu. Valgeir hélt þá uppi
fjörinu og dansaði við allar stelp-
ur, allt frá sex ára að áttræðu
ekkjunum, mágkonum sínum.
Margir sem dönsuðu í þeirri
veislu eru horfnir yfir móðuna
miklu en minningin lifir um gleði-
stundina sem fólk færði hvert
öðru þetta marskvöld og Valgeir
átti svo stóran þátt í.
Önnu skal þakkað hve efri ár
Valgeirs urðu honum góð. Hvíli
hann í friði.
Kristín Bjarnadóttir.
Haustlauf féllu hljóðlega af
trjánum í túninu heima austan-
lands og svanirnir kvökuðu trega-
fullt á dánardegi aldraðs frænda
míns, hinn 20. september. Í ald-
argamalli afmælisdagabók heim-
ilisins átti erindi Steingríms
Thorsteinssonar við daginn:
Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum.
Bleikra laufa láttu beð
að legstað verða mínum.
Já, Valgeir var mikill afmæl-
ismaður og lét aldrei hjá líða –
heldur ekki í heilsuhremmingum
efri ára – að minnast merkisdaga
ættingja sinna. Aðrir munu að
líkindum gera grein fyrir æviat-
riðum hans, en ég vil með örfáum
fátæklegum orðum þakka sam-
fylgd hans og frændsamleg
tengsl.
Valgeir var heimilismaður,
ungur barnakennari, á fyrstu ár-
um ævi minnar, þegar minnið er
rétt að byrja að vakna. Upptendr-
uð áhuga kenndi örfáum árum
eldri systir þeirri litlu að lesa og
hafði það metnaðarfulla takmark
að hún fengi 5 við fimm ára af-
mæli um vor. Fyrirætlunin olli þó
sárum vonbrigðum, þar sem ein-
kunnin, eftir gamla, gráa þétt
prentaða lestrarprófið, reyndist
4,9! Þó nokkur tími leið, þar til
uppgötvaðist að hér var að líkind-
um um hvatningu að ræða. Alltaf
mátti gera ögn betur.
Valgeir var kennari af gamla
skólanum, vildi vera trúr vörður
góðs málfars. Flámæli, rangar
beygingar, latmæli og aðrar mis-
þyrmingar málsins þoldi hann
illa. – Nær að halda að enginn hafi
flámæltur farið úr barnaskóla hjá
Valgeiri þar austanlands um
miðja síðustu öld. Hafi hann þökk
fyrir það, hvað sem líður fagnað-
arboðskap um eðlilega þróun
tungumála, þar sem allt telst rétt
vera, ef nógu oft og af mörgum
endurtekið. Ef ekki er borin virð-
ing fyrir málreglum fara aðrar
siðareglur að líkindum sömu leið.
Valgeir var tryggur vinur átt-
haga sinna, en undi annars hag
sínum vel, hvar sem hann var
heimilisfastur og ávann sér hvar-
vetna vinsældir og góða virðingu.
Vildi mjög gjarnan leysa úr
margskonar vanda, var mikill fé-
lagsmálamaður í dreifbýli fyrri
áratuga.
Önnu Magnúsdóttur, ágætri
eiginkonu Valgeirs, og fjölskyldu,
svo og ættmennum, sendum við
systurnar einlægar samúðar-
kveðjur og þökkum samfylgd og
samveru á gleði- og sorgarstund-
um.
Ég læt sem kveðju fylgja ljóða-
túlkun mína um haustlaufið,
haustmyrkrið yfir okkur og hina
eilífu von.
Sjá lauf sem fölnuð falla endalaust
sem fögur hryndi mynd er brothætt
var
í vor sem leið; hún horfin er í haust.
Um himinhvelin stjörnusteinar falla;
um stundarbil er jörð á skuggans
valdi.
Oss sorgin sækir heim og dauðinn
alla,
en sýn að eilíf verndarhönd þá haldi
um hnetti geims og líf, svo hlý og
traust,
og himnagarðar bleikra laufa svar.
(Rainer Maria Rilke.)
Kristín Sigfinnsdóttir.
Nýlega er látinn á sjúkrastofn-
un í Reykjavík gamall vinur minn
og starfsfélagi til margra ára,
Valgeir Gunnlaugur Vilhjálms-
son.
Valgeir fæddist 13. september
1923 í Neskaupstað, þar sem
hann ólst upp í stórum systkina-
hópi. Foreldrar hans voru Kristín
Árnadóttir og Vilhjálmur Stef-
ánsson, bæði úr Norðfirði.
Eftir barnaskólanám í Nes-
kaupstað fór Valgeir í Alþýðu-
skólann á Eiðum og var þar í tvo
vetur, 1939-41. Eftir nám í Eiða-
skóla tók hann að sér kennslu í
litlum skóla í Helgustaðahreppi í
Suður-Múlasýslu í tvo vetur.
Að þeim starfsárum loknum
fór hann í Kennaraskóla Íslands
og lauk kennaraprófi vorið 1946.
Eftir kennarapróf gerðist Valgeir
skólastjóri við Barnaskólann á
Djúpavogi og gegndi því starfi í
þrjá vetur, 1946-48 og aftur 1949-
50. Hætti þá skólastjórn, en starf-
aði áfram sem kennari við skól-
ann til ársins 1983, að undantekn-
um einum vetri sem hann dvaldist
í Noregi og kynnti sér skólamál.
Samstarfsmenn vorum við Val-
geir frá hausti 1955 þar til hann
flutti til Reykjavíkur haustið
1983. Bar aldrei skugga á þetta
samstarf okkar, enda Valgeir
hjálpsamur og alltaf tilbúinn að
taka á sínar sterku herðar þann
baggann, sem þyngri var.
Lengst af tímanum á Djúpa-
vogi bjó Valgeir í leiguhúsnæði á
ýmsum stöðum í þorpinu. Var það
óhagkvæmt fyrir hann, því brátt
hlóðust á hann auk kennslunnar
ýmis trúnaðarstörf, sem vinna
þarf í hverju sveitarfélagi.
Upp úr 1970 réðst Valgeir í að
byggja sér einbýlishús í þorpinu á
fallegum stað undir Bóndavörðu,
þar sem hinn tignarlegi Búlands-
tindur blasir við úr stofugluggan-
um og fiskibátar renna sér
skammt undan að hafnarbryggj-
um.
Um svipað leyti kynntust þau
Valgeir og Anna Magnúsdóttir,
bæði komin á efri ár, hún ekkja
sem átti uppkomin börn. Þau
ákváðu að eyða efri árunum sam-
an, gengu í hjónaband og fluttu
inn í nýja húsið, Véberg. Þar
bjuggu þau í nokkur ár.
Þegar þau fluttu til Reykja-
víkur seldu þau húsið og keyptu
sér íbúð í Seljahverfi. Eftir nokk-
ur góð ár í Flúðaseli fluttu þau á
hjúkrunarheimili í Árskógum í
Reykjavík.
Það er tilfinning okkar, vina
Valgeirs, að hjá góða hjúkrunar-
fólkinu í Árskógum hafi Valgeir
síðustu stundirnar notið allrar
þeirrar hlýju og aðhlynningar,
sem hægt er að veita þeim, sem
eru að kveðja þennan heim. Fyr-
ir það innilegar þakkir. Við hjón-
in vottum Önnu og ættingjum
samúð og þakkir fyrir liðin ár.
Ingimar og Erla.
Litist maður um á kunnugleg-
um slóðum leita augun strax að
ákveðnum kennileitum. Það er
svolítið eins með mannsævina,
horfi maður til baka standa upp
úr ákveðnar persónur sem verða
sem kennileiti á ævivegi manns.
Þetta á við um kæran vin Valgeir
G. Vilhjálmsson er lést nú 20.
september og mig langar að
minnast nokkrum orðum.
Haustið 1976 réðum við okkur
tveir grallaraspóar nýskriðnir úr
menntaskóla sem kennara aust-
ur á Djúpavog. Segja má að það
hafi verið ærið aukaálag á þá
aldavinina, Valgeir og Ingimar
skólastjóra, að setja okkur inn í
kennsluna. Veturinn varð eftir-
minnilegur og ekki síst vegna
þess að báðir voru þessir snill-
ingar miklir persónuleikar, hvor
með sínum hætti. Ávallt var gott
að leita til þeirra og ætíð gefin
góð ráð og leyst úr hlutunum.
Valgeir var íhugull með afbrigð-
um og ekki alltaf hægt að ná
sambandi strax. Hann stóð þá
gjarnan þungt hugsi og spjallaði
jafnvel við sjálfan sig. En svarið
kom þó alltaf um síðir, kannski í
lok frímínútna eða í þeim næstu:
ha, já það er best að klára það
strax, ef um eitthvað slíkt hafði
verið spurt.
Þegar þessir tímar rifjast upp
finnst manni hreint undarlegt
eða öllu heldur undursamlegt
hversu vel þeir félagar hugsuðu
um okkur nýju karlana. Okkur
var boðið í mat og á spilakvöld
heimavið og farið á kennaraþing
í Breiðdal. Voru hér aðrir tímar
en nú? Var þetta önnur kynslóð
en sú er nú lifir? Spilaður var
lomber, sagðar góðar sögur og
jafnvel þegið himnabrauð frá
Önnu.
Vinátta okkar hélst í gegnum
árin, eftir að við fjölskyldan sett-
umst að hér í Hafnarfirði og þau
Anna í Flúðaseli í Reykjavík. Var
það ávallt ánægjulegt þegar
Anna og Valgeir litu til okkar en
þó of sjaldan. Við komum einnig í
Flúðaselið þar sem þau hjónin
höfðu búið sér fallegt heimili.
Valgeir var margvís og fróður
um sína heimabyggð, bæði Aust-
firðina en einnig sérstaklega
Djúpavog þar sem hann hafði
lagt svo mikið af mörkum á há-
tindi starfsævi sinnar, gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum og oft
mörgum samtímis: kennari,
skólastjóri, gjaldkeri kaup-
félagsins, sveitarstjóri svo eitt-
hvað sé nefnt. Hinn fylgdist með
af áhuga fram til æviloka og
ávallt var hægt að frétta það
helst ef eftir var leitað.
Síðastliðið haust hafði ég sam-
band við Önnu og spurði um Val-
geir. Ætíð var stutt í húmorinn
hjá þeim báðum og svaraði Anna
að bragði: Hann Valgeir minn,
hann er nú genginn í klaustur.
Hún átti þá við að hann hefði ver-
ið lagður inn á Sankti Jósefs hér í
Hafnarfirði en við búum þar við
hliðina. Voru því hæg heimatökin
að kíkja til hans og hitti ég Önnu
þá gjarnan líka. Margt var skraf-
að og skraflað og rifjaðar upp
gamlar sögur, og var Valgeir
ætíð jafn minnugur og tær í
hugsun.
Síðustu árin hafa Anna og Val-
geir búið í Árskógum í Reykja-
Valgeir G.
Vilhjálmsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar