Morgunblaðið - 28.09.2012, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.09.2012, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Leitin að Nemó í þrívídd Teiknimyndin um trúðfiskinn sem verður viðskila við föður sinn og lendir í ýmsum hrakningum og æv- intýrum er hér komin í þrívídd. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin 2004 sem besta teiknimynd ársins og er úr smiðju fyrirtækisins Pixar sem heyrir nú undir Disney. Leikstjórar myndarinnar eru Andrew Stanton og Lee Unkrich. Metacritic: 89/100 Rotten Tomatoes: 99% Looper Spennumynd sem gerist árið 2072 og segir af Joe nokkrum sem gegnir starfi „loopers“, þ.e. manns sem hef- ur þann starfa að myrða fórnarlömb mafíunnar í fortíðinni. Fórn- arlömbin eru send 30 ár aftur í tím- ann og þar bíður þeirra leigumorð- ingi mafíunnar sem kemur þeim fyrir kattarnef. Einn slíkur morð- ingi er Joe og fær hann það erfiða verkefni að drepa sjálfan sig, þ.e. Joe ársins 2072 er sendur aftur í tímann þar sem Joe yngri bíður eftir honum. Hefst þá barátta upp á líf og dauða þar sem líf sama mannsins er í hættu. Leikstjóri er Rian Johnson og í aðalhlutverki eru Bruce Willis, Joseph Gordon-Levitt og Emily Blunt. Metacritic: 85/100 Rotten Tomatoes: 92% Savages Vinirnir Ben og Chon eru athafna- menn í Laguna Beach og græða vel á að selja eitt besta maríjúana sem ræktað hefur verið. Þeir eiga báðir í ástarsambandi við Opheliu. Dag einn flytur mexíkóskur eiturlyfja- hringur starfsemi sína til bæjarins og heimtar að þríeykið starfi með hringnum. Þegar þau neita ákveður Elena, forsprakki eiturlyfjahrings- ins, að ræna Opheliu til að neyða Ben og Chon til samstarfs. Í kjölfar- ið segja þeir eiturlyfjahringnum stríð á hendur. Leikstjóri er Oliver Stone og í aðal- hlutverkum eru Aaron Taylor- Johnson, Taylor Kitsch og Blake Li- vely. Metacritic: 59/100 Rotten Tomatoes: 49% Þess má að lokum geta að Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hófst í gær og verður mikill fjöldi kvikmynda sýndur á henni um helgina. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á riff.is. Sjálfsvíg Joe yngri (Gordon- Lewitt) og eldri (Willis) takast á. Fiskar í þrívídd, tímaflakk og eiturlyfjastríð Bíófrumsýningar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Architecture of Loss nefnist nýút- komin breiðskífa Valgeirs Sigurðs- sonar og er hún jafnframt þriðja sólóplatan hans. Á plötunni má finna tónlist sem Valgeir samdi við samnefnt dansverk danshöfund- arins Stephens Petronios sem dans- flokkur hans í New York flutti sl. vor. Dansararnir fluttu verkið við lifandi undirleik Valgeirs, Nadiu Sorata víóluleikara og Shahzads Is- mailys sem lék á bassa, slagverk og hljóðgervla. Þau flytja verkin á plötunni ásamt þeim Nico Muhly og Helga Jónssyni. Kraftmikið Valgeir segir tónlistina að hluta sprottna út frá titli verksins og vangaveltum þeirra Petronios um það hvernig hlutir formist og sundrist. „Við erum að leika okkur með það og hvað það þýðir í tónlist og hljóðum og hann er að vinna með það í hreyfingum,“ segir Val- geir. Agnir raðist saman og springi svo aftur í sundur. „Það er mikil dínamík,“ segir Valgeir um verkið. Hann hafi samið verkið með það í huga að þrír tónlistarmenn gætu flutt það og píanó og víóla leiði það. „Ég er í rauninni að vinna með frekar þröngan hóp miðað við plöt- una sem ég gaf út síðast, Drauma- landið, þar sem var stór kamm- ersveit og eiginlega allir möguleikar.“ Valgeir segist hafa þurft að sam- hæfa með Petronio lengdir á köfl- um í verkinu, uppbyggingu og framvindu og heildarflæðið. „Það tók á sig mjög skýra mynd um leið og hann fór að setja einhverjar hreyfingar við. Það er magnað hvað maður sér þá hvað virkar. Það var augljóst að sumt virkaði ekki fyrir sólódansara, annað virkaði ekki fyr- ir hóp, þetta voru allt upp í ellefu dansarar.“ Pláss fyrir tónlistina Valgeir hafði ekki samið tónlist fyrir dansverk áður en Petronio hafði samband við hann. Hann seg- ist lítið hafa spáð í hvað Petronio myndi gera við tónlistina, hafi ein- beitt sér fyrst og fremst að þemanu og þeim hugmyndum sem þeir Petronio köstuðu sín á milli. „Þetta er mjög skemmtilegt ferli og í raun alveg frábært form fyrir tónlist því það er svo mikið pláss fyrir hana. Í kvikmyndum, leikhúsi eða sjónvarpi á tónlistin alltaf í basli með að vera ekki fyrir,“ segir Valgeir. Tónlistin megi ekki yfirgnæfa tal leikara og hin ýmsu hljóð en í dansverki fái hún að njóta sín til fulls. En hvernig fékk hann þetta verk- efni, að semja fyrir Petronio? „Hann sendi mér bara tölvupóst. Hann þekkti fyrri plöturnar mínar og sagði að sig hefði lengi langað til að fá mig til að semja fyrir sig,“ segir Valgeir. Þá hafi hann þekkt til verka sem Valgeir hefur unnið með öðrum tónlistarmönnum og tón- skáldum, m.a. Íslandsvininum Nico Muhly. Það er plötuútgáfa Valgeirs, Bedroom Community, sem gefur plötuna út en hún var tekin upp í hljóðveri hans, Gróðurhúsinu. Frek- ari upplýsingar má finna á bed- roomcommunity.net og valgeir.net. Hlutir sem formast og sundrast  Þriðja sólóplata Valgeirs Sigurðssonar, Architecture of Loss, geymir tónlist sem hann samdi fyrir dansverk Stevens Petronios  Samið með það fyrir augum að þrír tónlistarmenn gætu flutt það Ljósmynd/Samantha West Form „Þetta er mjög skemmtilegt ferli,“ segir Valgeir Sigurðsson. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Johan Glans þekkja líklega fáir Íslendingar en hann er löndum sínum Svíum vel kunnur. Glans hefur hlotið titilinn „Sveriges roligaste man“, þ.e. fyndn- asti maður Svíþjóðar, en eini maðurinn sem hefur einnig hlotið þann titil er Robert nokkur Gustafsson. Glans er margreyndur uppistandari og annað kvöld kl. 20 mun hann bjóða upp á eitt slíkt í Þjóðleik- húskjallaranum og ber það yfirskriftina Johan Glans’s World Tour of Scandinavia, eða Heimsreisa Johans Glans um Norðurlönd. Um upphitun sér grínarinn Ari Eldjárn. Uppistandið fer fram á ensku þannig að gestir þurfa ekki að kunna sænsku. Leikarinn og grínistinn Gunnar Hansson þekkir vel til Glans því Glans lék í einum þátta hans, Mér er gamanmál. Í þáttunum heimsótti heimsborgarinn Frímann Gunnarsson mikilsmetna grínista á Norð- urlöndum í þeim tilgangi að rannsaka húmor. Glans fræddi Frímann um sænskan húmor með eft- irminnilegum hætti (þáttinn má sjá á vefnum Vi- meo, slóðin er http://vimeo.com/19867555). Fyndinn og sniðugur „Hann er algjörlega brilljant þessi gaur, hann er svo fyndinn og sniðugur,“ segir Gunnar um Glans. Bróðir Gunnars, Ragnar, leikstýrði þáttunum og segir Gunnar að Ragnar hafi ekki þorað að stöðva tökur því Glans hafi farið á mikið flug. „Það fyndna var að þegar við kynntumst honum fyrst, hittum hann á fundum og höfðum heyrt að hann væri rosa stórt nafn, þá fannst okkur hann vera svolítið til baka og rólegur og við vorum ekki alveg vissir með hann. En strax og við byrjuðum að fara eitthvað inn í efnið lifnaði yfir honum, eins og hann hefði ýtt á einhvern „on“-takka,“ segir Gunnar. Frekari upplýsingar um Glans má finna á vefsíðu hans, johanglans.se, og á YouTube má sjá fjölda myndskeiða þar sem hann fer með gamanmál. Miðasala á uppistandið annað kvöld fer fram á midi- .is. Grín með Glans  Sænski grínistinn Johan Glans verður með uppi- stand í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld kl. 20 Grínbræður Frímann faðmar Johan Glans í Sví- þjóð þegar tökur fóru fram á Mér er gamanmál. Kjölfesta nefnist sýning Heiðrúnar Kristjánsdóttur sem opnuð verður í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 á morgun kl. 16. Heiðrún lauk námi í myndlist/grafík frá San Francisco Art Institute og hefur starfað sem myndlistarkennari ásamt því að vinna að eigin mynd- list. „Á sýningunni fá bækur liðins tíma tækifæri til að láta ljós sitt skína í nýju samhengi og tala sínu máli sem myndir á vegg,“ segir m.a. í tilkynningu frá galleríinu Sýningin stendur til 21. október, en opið er virka daga kl. 10-18 og kl. 13-17 um helgar. Bækur Gamlar skruddur fá nýtt hlutverk. Kjölfesta í Reykja- vík Art Gallery 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.