Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 43

Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Freddie Mercury, forsprakkihljómsveitarinnar Queen,lést árið 1991 af völdum al-næmis. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því engar fréttir höfðu borist af því að hann væri dauðvona. Aðdáendur voru harmi lostnir. Mercury var elskaður og dáð- ur um víða veröld, magnaður söngvari sem gaf sig allan í flutninginn, hvort heldur var á tónleikum eða í hljóðveri. Á tónleikum spígsporaði hann um al- varlegur á svip með brjóstkassann þaninn en í viðtölum birtist mönnum allt annar maður, viðkvæmur og ein- mana fagurkeri. Í heimildarmynd Rhys Thomas um Mercury er dregið upp portrett af brothættum ljúflingi, miklum húm- orista og frábærum listamanni, manni sem var blátt áfram og lifði lífinu lif- andi, óhræddur við fordóma annarra. Þeir sem lítið þekkja til söngvarans verða margs fróðari og aðdáendur fá heilmikið fyrir sinn snúð. Má þar m.a. nefna upptökur af Mercury í hljóðveri með Michael Jackson (hann gafst upp á Jackson því Jackson vildi alltaf hafa lamadýrið sitt í hljóðverinu) og Rod Stewart, að dansa með Konunglega breska ballettinum, í upptökum með sópransöngkonunni sem hann taldi þá bestu í heimi, Montserrat Caballé, og við tökur á tónlistarmyndböndum. Í myndinni kynnumst við hlýjum manni, góðri sál sem þótti einna vænst um kettina sína og hringdi í þá þegar hann var á tónleikaferðum (!). Portrettið af Mercury er ekki síst mótað með áhugaverðum viðtölum við vini hans og samstarfsmenn, m.a. fé- laga hans í Queen, Brian May og Ro- ger Taylor, og óperusöngkonuna Ca- ballé. Mercury var ekki gallalaus, samstarf þeirra Queen-manna gekk ekki átakalaust fyrir sig, eins og fram kemur í myndinni, og hann var mis- tækur sem sólólistamaður. Metnaður- inn var hins vegar alltaf mikill og margan ódauðlegan smellinn söng hann um ævina, þótt alltof stutt væri. Freddie Mercury: The Great Pret- ender er skylduáhorf fyrir aðdáendur Mercurys. Hinn magnaði Mercury RIFF: Bíó Paradís og Norræna húsið Freddie Mercury: The Great Pre- tender bbbbn Höfundur: Rhys Thomas. Bretland, 2012. 107 mín. Flokkur: Heimild- armyndir. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Kraftmikill Freddie Mercury var öfl- ugur söngvari og heillandi á sviði. Netið er kyndug skepna, gnægð- arhorn upplýsinga, flór hinna verstu kennda, tæki til eftirlits og gróðrarstía andófs. Heim- ildamyndin Vér erum hersing fjallar í raun um alla þessa þætti, en andófið er rauði þráðurinn. Liðinn vetur vöktu mótmæla- aðgerðir hinnar svokölluðu yf- irtökuhreyfingar athygli. Hópar fólks komu sér upp búðum í borgum víða um heim til að mót- mæla ítökum fjármagns á Wall Street og víðar í heiminum. Í hópnum mátti iðulega sjá menn bera svartar og hvítar grímur með háðsglotti. Gríma þessi er orðin eins konar einkennismerki hreyf- ingar, sem er á bak við þessi mót- mæli og ýmis fleiri og dylst á bak við heitið Anonymous eða án nafns. Þessi hreyfing kom við sögu þeg- ar alda mótmæla fór af stað í Mið- Austurlöndum og sá meðal annars til þess að halda andófsmönnum í Egyptalandi í netsambandi og miðla myndefni frá mótmælum og árásum lögreglu á mótmælendur til um- heimsins þegar egypsk yfirvöld lok- uðu netinu þar í landi. Knappenberger rekur með við- tölum við þátttakendur og fræði- menn hvernig þessi hreyfing spratt upp úr óknyttum og leit að skjóli á netinu og hvernig hún brást við þegar hún taldi að sér vegið. Ein fyrsta hreyfingin, sem hún bauð birginn, var Vísindakirkjan, en einnig má nefna greiðslumiðlanir á borð við PayPal, dreifendur barna- kláms og mexíkanska eiturlyfja- hringi. Við þetta uppgötvaði hún mátt sinn, en komst einnig að því að mik- ið yrði lagt í sölurnar til að stöðva hana, jafnvel með því að koma fé- lögum hennar í fangelsi. Vér erum hersing er merkileg mynd um það hvernig nördarnir uppgötvuðu mátt sinn. Þegar nördarnir uppgötvuðu mátt sinn RIFF: Bíó Paradís Vér erum hersing: Sagan af hakkt- ívistunum bbbmn Leikstjórn og handrit: Brian Knappen- berger. Bandaríkin 2012. 93 mín. Flokk- ur: Heimildarmyndir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Hljómsveitin Tilbury fagnar haust- inu með tónleikum á Rósenberg í kvöld. „Tilefni tónleikanna er jafn- framt nýjar lagasmíðar sem hafa verið að taka á sig mynd á æfingum allt frá því að frumburður sveit- arinnar, Exorcise, leit dagsins ljós síðasta vor. Ætlunin er að prufu- keyra þessi nýju lög inn á milli eldri laga, sjá og heyra hvort þau séu nokkurs verðug eða ekki. Þar af leiðandi mun hljómsveitin leika sína lengstu tónleika fram að þessu,“ segir m.a. í tilkynningu frá sveitinni. Haustfagnaður Tilbury á Rósenberg Morgunblaðið/Eggert Forsprakki Þormóður Dagsson. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári – frumsýnt í kvöld Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 22:00 aukas Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Fim 1/11 kl. 20:00 Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Fös 2/11 kl. 20:00 Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 10/11 kl. 19:00 Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Nóvembersýningar í Hofi Rautt (Litla sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Fös 12/10 kl. 20:00 15.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Sýningum lýkur 11/10 Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Fös 5/10 kl. 20:00 frums Sun 14/10 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00 Fim 11/10 kl. 20:00 Sun 21/10 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 táknm Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Sun 14/10 kl. 20:30 15.sýn Lau 29/9 kl. 20:30 aukas Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Lau 20/10 kl. 20:30 16.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember. Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr. Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Akureyringur Nautakjöt, ostur, tómatar, agúrkur, jöklasalat, franskar og hamborgarasósa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.