Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 44

Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Múmínsnáðinn og tunglskinsævintýrið bbbbn Byggt á sögu og myndum Tove Jansson Íslensk þýðing: Sigþrúður Gunnarsdóttir Mál og menning 2012 Múmínsnáðinn og tunglskinsævintýrið er sjálfstætt framhald á hinni yndislegu bók Múm- ínsnáðinn á afmæli sem út kom í fyrra. Hér eru á ferðinni bækur byggðar á myndum og sögu hinnar ástsælu skáldkonu Tove Jansson. Múm- ínsnáðinn er í aðalhlutverki í báðum bókum þótt flestum persónum múmínheimsins bregði fyrir. Í nýjustu bókinni ákveður múmínfjölskyldan að sigla til Einmanaeyjar enda kjörið að borða þar nesti, renna fyrir fisk og leita að fjársjóðum. Áður en hægt er að leggja í hann er hins vegar að ýmsu að huga, s.s. hvers konar nesti taka eigi með, hvaða veiðistengur og hvernig best sé að klæða sig. Þegar allir loks eru tilbúnir er sólin sest, en það stoppar ekki ferðalangana því þau ákveða að leggja í staðinn upp í tunglskins- ævintýri. Þessi saga er hugljúf og skemmtileg með ein- staklega fallegum og litríkum myndum sem fanga vel athygli ungra lesenda. Vonandi koma fleiri bækur í þessari nýju bókaröð, því þær henta sérlega vel til þess að kynna undraverur Múmíndals fyrir nýjum lesendum. Reyndar væri óskandi að Múmínbækurnar yrðu í heild sinni endurprentaðar og þannig gerðar aðgengi- legar nýrri kynslóð. Rúm fjörutíu ár eru síðan bækurnar komu fyrst út í íslenskri þýðingu og hefur Halastjarnan ein verið endurútgefin á allra síðustu árum. Maxímús Músíkús bjargar ballettinum bbbbn Texti eftir Hallfríði Ólafsdóttur og myndir eftir Þór- arin Má Baldursson Mál og menning 2012 Í þessari þriðju bók um Maxímús Músíkús heimsæk- ir músin tónelska listdans- skóla og fær innsýn í undra- heim ballettsins. Eftir að hafa í fyrri bókum ratað inn í tónlistarhúsið og kynnst sin- fóníuhljómsveitinni og síðan trítlað í tónlistarskólann er mjög vel til fundið að láta Maxímús kynnast ballett- inum, enda dansinn tengdur tónlistinni órjúf- anlegum böndum. Maxímús er sérlega forvitinn um umhverfi sitt og þannig tekst höfundum bókarinnar að miðla alls kyns skemmtilegum og áhugaverðum fróðleik á mjög áreynslulausan hátt. Í fyrri bók- unum tveimur var Maxímús fyrst og fremst í hlutverki könnuðar eða áhorfanda, en í þessari þriðju bók stígur hann fram sem úrræðagóður bjargvættur sem með hugvitssemi sinni tekst að bjarga ballettsýningu barnanna. Ekki spillir síð- an fyrir að hann eignast góða vinkonu í leiðinni og verður gaman að sjá hvort músinni Petítlu Pírúettu bregði fyrir í næsta ævintýri Max- ímúsar. Teikningar bókarinnar leika stórt hlutverk. Þær eru sérlega fallegar og fanga vel athygli ungra lesenda. Þótt vissulega sé hægt að lesa bókina eina og sér eykur það óneitanlega heild- arupplifunina að hlusta á geisladiskinn sem fylgir bókinni. Þar er sagan lesin af Val Frey Einarssyni leikara á sérlega skemmtilegan og lifandi hátt auk þess sem heyra má viðeigandi áhrifshljóð og tónlistina sem leikur stórt hlut- verk í bókinni og flutt er af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Óhætt er að segja að bókin og disk- urinn séu miklir gæðagripir sem gleðja munu bæði lesendur og áheyrendur. Sá hlær best …! sagði pabbi bnnnn Gunilla Bergström samdi bæði texta og myndir Íslensk þýðing: Sigrún Árnadóttir Mál og menning 2012 Á 40 ára afmæli Einars Áskels sendir Gunilla Bergs- tröm frá sér Sá hlær best …! sagði pabbi, en hér er um 26. bókina að ræða um þennan litla snáða sem löngum hefur heillað les- endur. Sagan hefst á því að Einar Áskell og vinkona hans, Milla, eru í óðaönn að undirbúa heimsókn tveggja frænda Einars Áskels með því að byggja heilan ævintýraheim í barnaherberginu. Þegar frænd- urnir mæta á svæðið láta þeir það verða sitt fyrsta verk að leggja barnaherbergið í rúst með þeim afleiðingum að Einar Áskell og Milla ráð- ast á strákana. Þá skerst pabbi Einars Áskels í leikinn og tekur Einar Áskel og Millu afsíðis til þess að refsa þeim meðan frændurnir liggja á hleri. Þótt tekið sé fram í bókinni að það megi ekki berja börn lætur pabbi Einars Áskels frænd- urna tvo halda að hann hafi rassskellt Einar Ás- kel og Millu og í framhaldinu hótar hann frænd- unum samskonar refsingu. Áður en yfir lýkur komast frændurnir að því að þeir hafi verið blekktir og engu líkamlegu ofbeldi hafi í raun verið beitt. Þetta klækjabragð pabbans vekur hins vegar mikla aðdáun frændanna sem líta upp til hans fyrir vikið. Boðskapur bókarinnar þess efnis að í lagi sé að hóta börnum líkamlegu ofbeldi (sem er auð- vitað ofbeldi í sjálfu sér) og blekkja þau með lygum er að mínu mati ekki ásættanlegur og al- gjörlega úr takt við tímann. Sökum þessa get ég aðeins gefið bókinni eina stjörnu, sem hún fær fyrir vel útfærðar myndir. Nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Barnabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Forvörður, jarðfræðingur og lista- menn leiða saman hesta sína á mál- þingi sem helgað er sýningunni Hreyfing augnabliksins, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsi, nk. sunnudag milli kl. 14 og 16. „Í erindum og um- ræðum verður gengið út frá hug- myndinni um tímann sem grunnein- ingu í listrænu ferli myndlistarverka,“ segir m.a. í til- kynningu frá safninu. Þátttakendur eru Ólafur Ingi Jónsson forvörður, Lovísa Ás- björnsdóttir jarðfræðingur og lista- mennirnir Guðrún Einarsdóttir, Harpa Árnadóttir, Ragna Róberts- dóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þór Elís Pálsson sem eiga verk á sýningunni. Margrét Elísabet Ólafsdóttir leiðir umræðurnar. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason safnstjóri. Málþing um Hreyfingu augnabliksins Sýningin Málþing á sunnudag. HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV SAVAGES Sýnd kl. 8 - 10:40 DJÚPIÐ Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 4 - 6 ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI SÍÐUSTU SÝNINGAR -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSL TAL 10 7 12 12 L 16 HÖRKU SPENNUMYND TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5% 27. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2012 GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SAVAGES KL. 5.15 - 8 - 10.45 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DJÚPIÐ LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16 RESIDENT EVIL KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 THE WATCH KL. 5.40 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L SAVAGES KL. 8 - 10.15 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 - 10 10 DREDD 3D KL. 6 16 - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ - H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.