Morgunblaðið - 03.10.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra undirritaði í gær Nordic
Built-sáttmálann ásamt Óskari
Valdimarssyni, einum af sendiherr-
um Nordic Built á Íslandi og for-
stjóra Framkvæmdasýslu ríkisins.
Auk þess voru viðstaddir undir-
skriftina Einar Ragnarsson, Þor-
varður Björgvinsson og Eiríkur K.
Þorbjörnsson, sem eru fulltrúar
hönnunarteymisins sem vinnur að
hönnun nýja fangelsisins á Hólms-
heiði í Reykjavík.
Í tilkynningu frá innanríkisráðu-
neytinu segir að Nordic Built sé
samvinnuverkefni sem hvetur til
þróunar samkeppnishæfra lausna í
vistvænni mannvirkjagerð en verk-
efnið miðar að því að Norðurlöndin
nái markmiðum sínum um að vera
leiðandi í grænum hagvexti, velferð
og nýsköpun. Með hugmyndafræði
sáttmálans er við sköpun á mann-
gerðu umhverfi leitast við að nýta
sjálfbærni, staðbundnar auðlindir,
auka lífsgæði og byggja á norrænni
hönnunarhefð eins og hún gerist
best. Í tilkynningunni segir einnig að
nýja fangelsið á Hólmsheiði falli sér-
staklega vel að tíu meginreglum
sáttmálans enda verði það vottað
samkvæmt alþjóðlega umhverfis-
vottunarkerfinu BEEAM.
Falla að áherslum stjórnvalda
Þá er jafnframt bent á það í til-
kynningunni að meginreglur sátt-
málans falli vel að áherslum stjórn-
valda hér á landi um heildstæða
atvinnustefnu fyrir landið sem meðal
annars byggist á grænni atvinnu-
uppbyggingu í samræmi við hug-
myndafræði sjálfbærrar þróunar.
Nýtt fangelsi verður vistvænt
„Norræn hönnun eins og hún gerist
best,“ segir innanríkisráðuneytið
Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið
Undirritun Nordic Built Innanríkisráðherra og fulltrúar hönnunarteymis
fangelsisins á Hólmsheiði undirrituðu Nordic Built-sáttmálann í gær.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins um aukið aðgengi íbúa
að fjármálum borgarinnar var
samþykkt af borgarstjórn Reykja-
víkur á fundi hennar í gær.
„Hið opinbera veltir miklu
skattfé. Það er alltaf umdeilt í
hvað það fer. Oft hefur verið
kvartað undan því að almenningur
viti ekki hvert peningarnir fara.
Víða um heim hefur verið notast
við svokallaðar gagnsæisgáttir þar
sem skattgreiðendur sjá hvernig
farið er með fé þeirra. Með þessu
fer eyðsla hins opinbera undir
smásjá almennings,“ sagði Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, spurður um tillöguna.
Samkvæmt tillögunni verða upp-
lýsingar um allar kostnaðar-
greiðslur borgarinnar gerðar al-
menningi tiltækar með rafrænum
hætti á netinu. Skipaður verður
starfshópur sem skoðar hvernig
skuli staðið að slíkum málum.
Hann skilar af sér 15. mars næst-
komandi.
„Þetta er í fínum samhljómi við
samstarfsyfirlýsingu Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar. Þar er
tekið fram að við viljum gera fjár-
mál borgarinnar aðgengilegri fyrir
borgara. Þetta var sameiginlegur
vilji allra flokka og samþykkt sam-
hljóða,“ sagði Sigurður Björn
Blöndal, aðstoðarmaður borg-
arstjóra.
Morgunblaðið/Heiddi
Við Tjörnina Ráðhús Reykjavíkur.
Fjármál
borgarinnar
aðgengileg
Tillaga sjálfstæð-
ismanna samþykkt
Ferðalangur heldur í hönd Pómónu, rómverskr-
ar gyðju ávaxta, trjáa og garða, í Einarsgarði,
sunnan við Hallskot á horni Hringbrautar og
Laufásvegar í Reykjavík, í gær.
Bronsgyðjan hefur eflaust haldið í ófáar hend-
urnar frá því Johannes C. Bjerg reisti hana árið
1952.
Haustið í allri sinni litadýrð hefur skartað sínu
fegursta undanfarið. Sólin dró fram skemmti-
legt samspil bjartra og dökkra lita sölnaðra
laufa. Allra sterkustu blöðin reyna í lengstu lög
að hanga á trjánum, mannfólkinu til ánægju og
yndisauka. Að endingu munu „kaldir vindar
haustsins blása“, eins og Bubbi Morthens söng í
Rómeó og Júlíu. Þá standa trén ein eftir, nakin.
Morgunblaðið/Ómar
Heilsað upp á ávaxtagyðjuna í heillandi haustbirtu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Samkomulagið sem var gert milli Samtaka at-
vinnulífsins, stóriðjufyrirtækjanna og fjármála-
ráðuneytisins árið 2009 var skýrt. Ráðuneytið hef-
ur margoft staðfest að skattarnir yrðu settir á
tímabundið en yrðu síðan felldir niður. Allt bendir
til að það loforð verði svikið,“ segir Vilhjálmur Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Um er að ræða svonefndan orkuskatt en eins og
sýnt er hér til hliðar áætla SA að hann skili ríkis-
sjóði 6,6 milljörðum 2011 til 2013.
Til samanburðar er kolefnisgjaldið tekið með hér
til hliðar en SA áætla að skattflokkarnir tveir skili
ríkinu 17,6 milljörðum á árun-
um 2010-13.
Vilhjálmur segir stjórnvöld
hafa svikið loforð um viðræður
um framhaldið. Orkuskatturinn
auki rekstrarkostnað stóriðj-
unnar og fæli frá erlenda fjár-
festingu, þvert á loforð stjórn-
valda í því efni. Fjárfesting í
álverinu í Straumsvík hafi verið
gerð í trausti þess að skatturinn
yrði afnuminn.
„Stóriðjan er langstærsti
orkukaupandinn. Þetta mun koma niður á öllum at-
vinnugreinum.“
Tímabundinn orkuskattur
verður ekki felldur niður
SA óttast að milljarðaálögur verði varanlegar Áttu að renna út um áramótin
Milljarðar á ári hverju
» Orkuskattar (sérstakur skattur af seldri
raforku og sérstakur skattur af sölu á heitu
vatni) námu 2,1 milljarði árið 2011.
» Á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir skili
2,2 milljörðum og 2,3 milljörðum á næsta ári.
» Þá skilaði kolefnisgjald 1,9 milljörðum
2010, 2,1 milljarði í fyrra og er gert ráð fyrir
að það skili 3,4 milljörðum í ár og 3,6 millj-
örðum á næsta ári, að því er SA áætla.
Vilhjálmur
Egilsson
Fylgi ríkisstjórn-
arflokkanna
minnkar en Sjálf-
stæðisflokkurinn
bætir hins vegar
við sig fylgi sam-
kvæmt nýjum
Þjóðarpúlsi Gall-
ups. Greint var
frá niðurstöðum
hans á RÚV í gær.
Samkvæmt þjóðarpúlsinum
mælist Sjálfstæðisflokkurinn með
mest fylgi, 37,1%, og bætir við sig
frá síðustu könnun. Ríkisstjórnar-
flokkarnir tapa hins vegar tveimur
prósentustigum; Samfylkingin
mælist með 19,4% og Vinstri-grænir
12,4%. Þá mælist Framsóknarflokk-
urinn með svipað fylgi og í síðustu
könnun, 14,2%. Nýju framboðin
mælast öll undir 5% fylgi en það er
sá þröskuldur sem framboð þarf að
ná til að fá mann inn á þing.
skulih@mbl.is
Samfylking
og VG tapa