Morgunblaðið - 03.10.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.10.2012, Qupperneq 10
Rannsóknir og greining stendur fyrir ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 4. október kl. 8:45 – 15:30 í stofu V101. Fjallað verður um mikilvægi rannsókna á högum og líðan barna og ungmenna, samspil rannsókna, stefnumótunar og þróunarstarfs og mikilvægi þess að tryggja að niðurstöður komist til fagfólks á vettvangi, almennings og stjórnvalda. Á ráðstefnunni fjallar hópur alþjóðlegra vísindamanna um hagnýtt og vísindalegt gildi æskulýðs- rannsóknanna Ungt fólk 1992 til 2012 á Íslandi og skrif sín úr þeim gögnum hjá Rannsóknum og greiningu. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Skráning er með tölvupósti á netfangið rannsoknir@rannsoknir.is UNGT FÓLK 1992 – 2012 HVAÐ VITUM VIÐ NÚ? Æskulýðsrannsóknir í 20 ár 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Að öðlast vald yfir eigin sjálfi Genalíffræðingurinn John Wong lagði í þrjú ár sitt af mörkum til að ná bata en árið 2005 missti hann mátt í líkamanum og sjónin hafði skerst verulega. Hann segir það hafa tekið langan tíma að sleppa hendinni af því sem hann hafi lært í heimi vísindanna til að geta leitað bata innra með sér og í trú sína. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Genalíffræðingurinn John Wong, sem ætt-aður er frá Singapúr, heldur næstu helgifyrirlestur hérlendis sem er hluti afheilsuhelginni Healing the Healers. Þar segir hann frá því hvernig hann tók málin í eigin hendur fyrir sjö árum og lagði sitt af mörkum til að ná bata. Wong hafði misst máttinn í líkamanum og sjónin skerst verulega. Læknar stóðu ráðþrota og vissu ekki hvernig þeir ættu að sjúkdómsgreina þennan unga mann. Svo virðist helst sem ótal vírus- ar hafi á sama tíma ráðist á líkama Wongs. Líffærin hættu að starfa eðlilega og hann missti mátt. Kippt út úr daglegu lífi Læknar gátu ekki greint Wong nákvæmlega en rót veikindanna segist hann sjálfur telja að megi rekja til of mikils vinnuálags. Wong hrakaði mikið á skömmum tíma og var lengi í rann- sóknum á spítala. Sem genalíffræðingi hafði Wong vegnað vel í starfi. Hann var við það að ljúka doktorsgráðu í frumspeki en hafði áður lokið háskólagráðu í genafræði í Bandaríkjunum. Segir hann auðveldast að lýsa starfi sínu með því að vísa til þess sem teymi sérfræðinga í banda- ríska sjónvarpsþættinum CSI taki sér fyrir hendur. Við veikindin var honum kippt úr úr daglegu lífi og töldu læknar að hann myndi aldrei geta gengið framar. Raunin varð þó önnur en með mikilli trú og festu hefur Wong tekist að ná fullri heilsu á ný. Leitaði í trúna „Ég starfa í rökrænum heimi vísindanna þar sem við trúum á þá þekkingu sem fyrir hendi er og það sem við getum sjálf gert. Það tók mig langan tíma að sleppa hend- inni af eigin hroka og því sem ég hafði lært, en það varð ég að gera því ég vildi öðlast kraftaverk á borð við þau sem maður hefur heyrt af. Alls staðar um heiminn eru til sögur af skrýtnum hlutum sem gerast en eng- inn getur útskýrt. Ég er búddisti og Genafræðingur John Wong segir auðveldast að líkja starfi sínu við CSI. sögu. Fundist hefur spjaldvefnaður í Egyptalandi sem er frá ca. 945 f.Kr. og vitað er að handverkið þekktist í Kína fyrir u.þ.b. 5000 árum. Í kvöld verður stiklað á sögulegum þáttum spjaldvefnaðar og kynntar nokkrar aðferðir. Gestum gefst einn- ig tækifæri á að prófa að vefa. Ólöf Einarsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1985. Hún hefur Handverkskaffi í Gerðubergi er haldið fyrsta miðvikudagskvöld hvers mán- aðar og er þetta fjórði veturinn sem það er haldið. Það hefur mælst einkar vel fyrir enda markmiðið með slíkum kvöldum að bjóða upp á notalega kvöldstund þar sem gestir geta feng- ið sér kaffi og með því, spjallað og kynnst spennandi handverki. Boðið er upp á stuttar, skemmtilegar kynn- ingar og stundum sýnikennslu, allt eftir viðfangsefni kvöldsins. Ofið með fjórum spjöldum Handverkskaffi októbermánaðar verður í kvöld, miðvikudag, og mun Ólöf Einarsdóttir myndlistarkona kynna hið forna handverk spjaldvefn- að. Spjaldvefnaðurinn er vefnaðar- aðferð sem tíðkaðist víðsvegar um landið fyrr á öldum. Eins og nafnið gefur til kynna eru spjöld notuð til verksins, ferhyrnd, og eru þau um 10 cm á hvern veg og fjögur göt á hverju spjaldi. Bönd eru ofin með spjald- vefnaði og ákvarðast breidd band- anna af fjölda spjaldanna. Gestir fá að prófa að vefa í kvöld á handverkskaffinu Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri unnið að listsköpun síðan og einkum notað spjaldvefnað í verk sín, bæði veggmyndir og rýmisverk. Ólöf hefur haldið nokkrar einka- sýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og er- lendis. Nánari upplýsingar á heima- síðu hennar www.internet.is/ ollaeinars. Handverkskaffið hefst kl. 20 og stendur til kl. 22 og er ókeypis aðgangur. Handverkskaffi í Gerðubergi Hið forna handverk spjaldvefnaður kynntur Nú stendur alþjóðlega kvikmynda- hátíðin RIFF (Reykjavík International Film Festival) sem hæst og engin ætti að láta hana fram hjá sér fara. Hátíð þessi vex og dafnar með hverju árinu og hefur skapað sér gott orð, bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Fyrir vikið hefur vönduðum myndum sífellt fjölgað og virtir kvik- myndaleikstjórar verið gestir hér á hátíðinni til að kynna myndir sínar. Á RIFF er nú sem fyrr boðið upp á ara- grúa kvikmynda í hinum ólíkustu flokkum og frá fjölmörgum löndum heims. Þar sem íslenskir kvikmynda- áhugamenn sem og aðrir sem njóta þess að horfa á afrakstur góðrar kvikmyndagerðar fá allt of sjaldan hingað á skerið í bíóhúsin annað en „mainstream“-kvikmyndir, og flestar frá Ameríkunni, taka margir hátíðinni fagnandi og sækja jafnvel nokkrar myndir á dag þá daga sem hátíðin stendur. Aðrir velja sér nokkrar myndir sem þeir vilja alls ekki missa af og fylgjast líka með hvaða myndir verða áfram sýndar eftir að hátíðinni lýkur. Full ástæða er til að vekja at- hygli á flokki sem kallast 25 mínus og er ætlaður þeim sem eru undir þeim aldri. Þar er meðal annars afar áhugaverð og skemmtileg dönsk mynd sem segir frá honum Max sem er 14 ára og hans skondna lífi. Hægt er að skoða sýnishorn úr myndunum á vefsíðunni riff.is og lesa stutta lýs- ingu með hverri þeirra. Þannig getur fólk auðveldlega myndað sér skoðun og valið sér mynd. Hátíðin stendur fram á næsta sunnudag. Vefsíðan www.riff.is RIFF vex og dafnar Skannaðu kóðann til að skoða síðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.