Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 11

Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 11
ákvað að leita í trúna til að biðja um kraftaverk. Um leið gerði ég mér grein fyrir því að krafta- verk hafa engin rök og því ákvað ég að láta af rökrænum hugsunarhætti mínum til að krafta- verk gæti átt greiðari leið inn í líf mitt. Þegar fólk spyr hvernig ég hafi farið að þessu vill það heyra um aðferðir en þær eru ekki til. Þetta snýst um að leita aftur í sinn innsta kjarna og þangað komumst við með því að trúa stað- fastlega. Ég ákvað að trúa engu sem stóð í bók- um eða læknar sögðu mér heldur bara því að ég næði bata. Fólk í kringum mig biður líka fyrir mér og ég hef fundið fyrir því,“ segir Wong. Kjarni sjálfs sín Hluti búddismans snýr að því að lifa í núinu, sem Wong tileinkaði sér og reyndi hvern dag að tengja sig við það hver hann væri. Hann segir þá tengingu hafa tekið marga mánuði að nást og á þeim tíma hafi hann sveiflast frá því að vilja halda áfram yfir í það að gefast upp. „Þessi tilfinning kom yfir mig í stutta stund, hver ég væri og hvers vegna ég væri hér á jörð. Ég hefði vald yfir eigin sjálfi og gæti nýtt það til að virkja kraft í líkama mínum. Þá varð ég í fyrsta sinn í lengri tíma ánægður,“ segir Wong. Eftir þetta tók það Wong rúm þrjú ár að ná sér að fullu. Honum tókst smám saman að þjálfa upp styrk í líkamanum á ný og öðlast sjón. Hann þjálfaði sig sjálfur með aðstoð vina, fjölskyldu og sjúkraþjálfara. Hann segir lækna lítið hafa komið að málum þar sem þeir hafi ótt- ast útkomuna en þeir hafi vissulega glaðst yfir bata hans. Uppgjöf nauðsynleg „Jákvæð hugsun er ekki nóg í svona til- fellum heldur verður þú að sýna uppgjöf og hafa staðfasta trú. Ég er alls ekkert einstakur hvað þetta varðar og fleiri slíkar sögur eru til í heiminum. Það að vera þátttakandi í eigin bata snýst um að breyta hugarfari sínu til lífsins og þannig breytist líkaminn. Ég trúði því að taugar mínar myndu styrkjast á ný jafnvel þó að læknisfræðilega ætti það ekki að geta orðið. Hefðbundnar lækningar eru mikilvægar og hjálpa mörgum, ég vil leggja áherslu á það. En mannlegur hugur er þannig að við viljum hafa eins konar guðdómlegan hugsunarhátt og ráða við allt. Í rauninni þurfum við stundum að sleppa tökunum,“ segir Wong. Hann skrifaði bók um reynslu sína og miðlar nú af henni á fyrirlestrum víða um heim. Hann starfar í dag sem heilsuþjálfari og -ráðgjafi og er stofnandi Transcendental Connection®. Nánar má lesa um starf hans á vefsíðu samtakanna, www.transcendentalconnection.com. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Kia Ceed 1,6 TDi Árgerð 2011, dísel Ekinn 16.000 km, sjálfsk. VW Touran Árgerð 2006, bensín Ekinn 125.000 km, beinsk. Ásett verð: 3.550.000,- Toyota Yaris 1000 Terra. Árgerð 2011, bensín Ekinn 36.000 km, beinsk. Toyota Land Cruiser 120 VX. Árgerð 2007, bensín Ekinn 57.800 km, sjálfsk. Ásett verð 2.100.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 VW Golf Trendl. 1,4TSi AT Árgerð 2011, bensín Ekinn 39.500 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.890.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐABÍLUM Ásett verð: 1.250.000,- Ásett verð 5.690.000 Tilboðsverð 4.990.000,- Te & kaffi hafa kynnt nýja hönnun á umbúðum á sérvöldum kaffitegundum fyrirtækisins sem seldar eru í verslunum og á kaffihúsum þess. Um er að ræða nýjar, endurlokanlegar umbúðir sem auðvelda að halda kaffinu fersku. ,,Þetta eru nýjar umbúðir sem innihalda bestu kaffitegundirnar sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða hverju sinni. Kaffisérfræðingar okkar smakka allar prufur sem koma inn og mikill metnaður er lagður í að kaupa einungis bestu baunir sem fáanlegar eru hverju sinni. Það ræðst því af framboði mark- aðarins hverju sinni hvað við bjóðum upp á í verslunum okkar,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri fyrirtækisins. Kaffið í þessum nýju umbúðum er ristað í nýjum 5 kg kaffi- brennara sem staðsettur er í nýju kaffihúsi Tes & kaffis í Aðalstræti. ,,Framleiðsla sem er smærri í sniðum gefur meiri möguleika á sjaldgæfari kaffitegundum í minna magni og kaffið er því alltaf nýbrennt og ferskt,“ segir Kristín María. Miðinn utan á nýju pökkunum er með ít- arlegri upplýsingum en áður þar sem hægt er að lesa um ræktunarhæð, vinnsluaðferð og af- brigði baunanna ásamt bragðeiginleikum svo neytandinn ætti að vera nokkuð vel upplýstur um kaffið sem hann velur sér hverju sinni. Ný hönnun Nýjung Kristín María með nýjan poka sem auðveldar að halda kaffinu fersku. Enn ferskara kaffi Eitt af því sem gerir haustið svo skemmtilegt eru allir þeir viðburðir sem boðið er upp á með lækkandi sól Nú berast þau ánægjulegu tíðindi að óperuprakkarinn Jón Svavar Jósefsson og djasshundarnir úr kvartettinum Ferlíki ætli að halda hádegistónleika í Há- teigskirkju næstkomandi föstudag 5. október. Ætla þeir félagar að leika lágstemmdan djass eins og hæfir umgjörðinni í kirkjunni og verð- ur Chet Baker fyrirmynd þeirra. Ferlíki skipa þeir Ásgrímur Angantýsson á píanó, Jón Ómar Árnason á gítar, Þórður Högnason á bassa og Óskar Kjartansson á trommur. Hádegistónleikar Háteigskirkju eru haldnir annan hvern föstudag á milli 12:30 og 13:00 og þar mæta nýir tón- listarmenn hverju sinni. Hádegistónar í Háteigskirkju Óperuprakkarinn Jón Svavar með djasshundunum úr Ferlíki Vinalegt Þetta ku vera Ferlíkið. Árleg, alþjóðleg heilsuhelgi verður haldin í sjöunda sinn á Íslandi dagana 5.-7. október næstkomandi. Þar gefst fólki kostur á að hlusta á er- indi íslenskra og erlendra fagaðila sem feta ótroðnar slóðir og miðla af þekkingu sinni. Verður fjallað um margvíslegar meðferð- arnýjungar s.s. lífljóseindameðferð, lækn- ingar með mataræði og vakningu heil- unarkrafta svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru m.a. sjúkra- þjálfarar, læknar og meðferðarþerapistar. Að leiðarljósi næstu helgi verða heilsa, glens og gaman, gleði og friður en ráð- stefnan fer fram á Hótel Kríunesi við El- liðavatn. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá má nálgast á vefsíðunni www.heilsuhelgi.com en þar fer skráning einnig fram. Heilsa, gleði og friður að leiðarljósi ALÞJÓÐLEG HEILSUHELGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.