Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 18

Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 18
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ekki var talin þörf á því að halda útboð í tengslum við fyrirhugaða sölu Orkuveitunnar á stórum eign- arhlut í Gagnaveitu Reykjavíkur, en stjórn OR hefur nú þegar gengið frá samningi og söluþóknun við fjár- málafyrirtækið HF Verðbréf um að hafa umsjón með sölunni. Tillaga um að selja 49% hlut í Gagnaveit- unni var samþykkt í eigendanefnd OR í síðustu viku, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, en vonir standa til að hægt verði að fá um 2,5 milljarða króna fyrir eignarhlutinn. Viðmælendur Morgunblaðsins, sem þekkja vel til á fjármálamark- aði, lýsa furðu sinni á því að Orku- veitan hafi ekki leitað tilboða frá öðrum fjármálafyrirtækjum, á grundvelli útboðs, til að hafa umjón með söluferlinu. Sé miðað við að 2,5 milljarðar muni fást fyrir 49% hlut í Gagnaveitunni þá telja þeir hinir sömu að söluþóknun HF Verðbréfa, sem hefur verið ráðgjafi Orkuveit- unnar í þeirri fjárhagslegu endur- skipulagningu fyrirtækisins sem hófst í ársbyrjun 2011, gæti numið á bilinu 40-50 milljónum króna. Einn viðmælandi blaðsins tekur þó fram að það sem skipti Orkuveituna mestu máli í þessu samhengi sé ekki endilega sú upphæð sem fyr- irtækið greiðir fyrir ráðgjafavinnu og söluþóknun, heldur miklu fremur að umsjónaraðila söluferlisins takist að fá sem hæst verð fyrir hlutinn sem til stendur að selja í Gagnaveit- unni. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í lok ágústmánaðar óskaði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, eftir því að bókuð yrði athugasemd um þá ákvörðun OR að ganga til samninga við HF Verðbréf, en hann telur „furðulegt að þannig sé staðið að málum, ekki síst vegna þess að formleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um um- rædda sölu. Æskilegt er að slíkur umsjónaraðili sé valinn úr hópi við- urkenndra fjármálafyrirtækja, sem reynslu hafa af slíkri sölu, á grund- velli útboðs eða að minnsta kosti með verðkönnun.“ Forstjórinn hafði heimild Í samtali við Morgunblaðið við- urkennir Haraldur Flosi Tryggva- son, stjórnarformaður Orkuveitunn- ar, að það væri almennt heppilegra að standa þannig að málum að bjóða út slík stærri verk. Hins vegar bendir hann á að það séu heimildir í innkaupareglum Orkuveitunnar sem heimili forstjóra fyrirtækisins að ganga til samninga um ráðgjafa- kaup án útboðs, eins og gert hafi verið í þessu tilfelli, auk þess sem forstjóri Orkuveitunnar hafi brugð- ist við athugasemd Kjartans með því að framkvæma verðkönnun. Ekki náðist í Bjarna Bjarnason, for- stjóra OR, við vinnslu fréttarinnar. Einhver áhöld virðast hins vegar vera um hversu ítarleg sú verð- könnun hafi verið. Þegar Morgun- blaðið leitaði eftir svörum frá öðrum fjármálafyrirtækjum – MP Banka, Straumi, Virðingu, Auði Capital og Arctica Finance – þá kannaðist ekk- ert þeirra við að Orkuveitan hefði óskað eftir tilboðum frá þeim til að hafa umsjón með fyrirhugaðri sölu á eignarhlut í Gagnaveitu Reykjavík- ur. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var aðeins leitað til stóru viðskiptabankanna eftir verð- tilboðum. Kjartan Magnússon segir í sam- tali við Morgunblaðið að sala á op- inberum eignum sé ætíð viðkvæm og þess vegna sé hann þeirrar skoð- unar að það hefði verið „heppilegra“ ef Orkuveitan hefði óskað eftir til- boðum, á grundvelli útboðs, til að hafa umsjón með söluferlinu. „Þarna er um að ræða sölu á op- inberu fyrirtæki og ljóst að upp- hæðirnar eru verulegar,“ segir Kjartan. Aðspurður hvort ekki hafi verið réttlætanlegt að standa að málum með þessum hætti, í ljósi þess að sumir telji mikilvægt að hraða sölu- ferlinu vegna stórra afborgana OR sem falla í gjalddaga í byrjun næsta árs, bendir Kjartan á að stjórn Orkuveitunnar hafi haft nægan tíma til að fara í útboð með þetta verk- efni. „Ég lagði fram tillögu um sölu fyrirtækisins í mars á síðasta ári,“ segir Kjartan, en skömmu síðar samþykkti stjórn OR að vísa tillög- unni til eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Samið um umsjón á sölu Gagnaveitunnar án útboðs  HF Verðbréf sér um söluna  Aðeins stóru bankarnir beðnir um verðtilboð Morgunblaðið/Ómar Sala Fyrirhuguð sala á GR mun líklega fara brátt fyrir stjórn OR. Sala Gagnaveitunnar » OR búið að ganga frá samn- ingi og söluþóknun við HF Verðbréf til að hafa umsjón með fyrirhugaðri sölu. Ekki tal- in þörf á útboði. » Stjórnarformaður OR segir að gerð hafi verið verðkönnun eftir athugasemd borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. » Ekkert af smærri fjármála- fyrirtækjunum kannast við að OR hafi óskað eftir tilboði til að hafa umsjón með sölunni. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Norska verslanakeðjan Europris hefur ákveðið að hætta smásölu- verslun á Íslandi og verður þremur verslunum fyrirtækisins hér á landi, á Dalvegi í Kópavogi, Fiski- slóð í Reykjavík og á Selfossi, lok- að. Vaxandi samkeppni og erfiðleikar í rekstri Fyrsta Europris-verslunin á Ís- landi var opnuð í júlí 2002 og voru verslanirnar sex talsins hér á landi þegar mest var. Vaxandi samkeppni og erfiðleikar í rekstri eru helstu ástæður þess að ákvörðun hefur verið tekin um að hætta starfsemi verslana Europris á Íslandi, samkvæmt því sem Pet- ter Wilskow, lögfræðingur hjá Eu- ropris í Noregi, sagði í samtali við mbl.is í gær. Spurður hversu margir mundu missa vinnuna á Íslandi vegna lok- urnar þeirra þriggja verslana sem Europris hefur rekið að undanförnu hér á landi, sagði Petter Wilskow að 46 manns misstu vinnuna. Europris hættir starfsemi á Íslandi  46 manns munu missa atvinnu sína Morgunblaðið/Sverrir Hættir Verslun Europris við Fiskislóð og tvær aðrar hætta nú starfsemi. ● Atvinnuleysi jókst um 1,7% á Spáni í september og eru nú 4,7 milljónir Spán- verja án atvinnu, samkvæmt upplýs- ingum frá vinnumálaráðuneyti Spánar. Spánverjum í atvinnuleit fjölgaði um 11,3% í september í ár frá sama mán- uði í fyrra. Atvinnuleysi jókst mest í þjónustu en dróst saman í landbúnaði, byggingariðnaði og iðnaði. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Spánar, sem notar önnur viðmið við út- reikninga á atvinnuleysi en vinnu- málaráðuneytið, var atvinnuleysið 24,63% í lok júní og er atvinnuleysi hvergi jafnmikið á Vesturlöndum. Sam- kvæmt opinberum spám er talið að at- vinnuleysi verði 24,6% í lok þessa árs en í lok ársins 2013 verði það komið niður í 23,3%. 4,7 milljónir án atvinnu ● Hugbúnaðarfyrirtækið Google er nú næstverðmætasta tæknifyrirtæki heims og veltir þar með Microsoft úr sessi niður í þriðja sætið. Þetta kom fram á vef Bloomberg-fréttaveitunnar í gær. Þessi þróun er rakin til þess að fólk sinnir tölvuvinnslu í auknum mæli á netinu. Fram kemur að markaðsvirði Google sé tæpir 250 milljarðar dollara, en Microsoft sé metið á liðlega 247 millj- arða dollara. Google í annað sæti Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.- +//.,0 +,1.0/ ,+.-2+ ,+.123 +3.210 +-+.2- +.1441 +3/.34 +1/.,2 +,-.1/ +//.4, +,1.32 ,+.0,- ,+.2-, +3.45/ +-, +.13,+ +/5.00 +1/.4+ ,,5.40/3 +,-.33 ,55., +,2.,- ,+.031 ,+.2/2 +3.420 +-,.-4 +.1324 +/+.5+ +25.+2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.