Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 AFP Starfsmenn fjarskiptafyrirtækis í Indónesíu sýna batik- litaðan vefnað við athöfn í Jakarta í gær, á degi sem helgaður var batiklitun. Batik er aðferð til að myndlita vefnað með því að þekja með vaxi þann hluta efnisins sem ekki á að lita hverju sinni. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur viðurkennt að- ferðina sem sérstakt framlag Indónesíu til heimsmenn- ingarinnar, að sögn fréttaveitunnar AFP. Batiklitun hafin til vegs og virðingar Helle Thorning-Schmidt, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði í ræðu við setningu danska þingsins í gær að gripið yrði til harðra aðgerða gegn erlendum glæpagengjum eftir að árás var gerð á slysavarðstofu sjúkrahúss í Óðinsvéum. Thorning-Schmidt sagði það hafa fengið mikið á sig að frétta af árás um sextíu vopnaðra manna á slysa- varðstofu háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum í ágúst eftir að árás var gerð á tvo bræður í Vollsmose. „Þetta var glæpsamlegt, verknaður sem ég get ekki fordæmt nógsam- lega. Árás á sjúkrahús … gerð af afbrotamönnum sem lifa í allt öðrum heimi en við hin – og þá á ég við mik- inn meirihluta Dana, óháð því hvað- an þeir eru ættaðir,“ sagði Thorning- Schmidt. „Við munum finna þá sem frömdu glæpinn og refsa þeim,“ sagði for- sætisráðherrann og bætti við að stjórnin myndi m.a. sjá til þess að löggæsla yrði efld á svæðum sem er- lend glæpagengi hafa herjað á. Vill taka hart á glæpagengjum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, viðurkenndi í gær að flokkur sinn hefði beðið ósigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í fyrra- dag. Saakashvili, sem hefur verið við völd frá árinu 2003, sagði að ljóst væri að flokkur auðkýf- ingsins Bidzina Ivanishvili hefði sigrað í þingkosningunum. Ivanishvili krafðist þess að forsetinn segði af sér. „Það er eina rétta ákvörðunin í stöð- unni,“ sagði hann. Kjörtímabili forsetans lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Samkvæmt um- bótum, sem samþykktar hafa verið, á þingið og forsætisráðherra landsins að fá aukin völd á kostnað forsetans eftir næstu forsetakosningar. Gert er nú ráð fyrir því að Ivanis- hvili verði skipaður forsætisráðherra en talið er að erfitt verði fyrir hann og Saakashvili að vinna saman ef forset- inn neitar að segja af sér. Fréttaskýrandi breska ríkis- útvarpsins sagði valdatöku flokks auðkýfingsins marka tímamót vegna þess að þetta væru fyrstu lýðræðis- legu valdaskiptin í Georgíu frá því að landið fékk sjálfstæði eftir að Sovét- ríkin leystust upp árið 1991. Saakashvili komst til valda í rósa- byltingunni svonefndu árið 2003 og hefur lagt kapp á að auka tengsl Georgíu við Vesturlönd og losa landið undan áhrifum Rússlands. Hann hef- ur því verið eitur í beinum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Ivanishvili segir að flokkur sinn vilji að Georgía gangi í Atlantshafs- bandalagið og Evrópusambandið en bæta um leið samskiptin við Rúss- land. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að honum takist hvort tveggja. Ivanishvili er auðugasti kaupsýslu- maður í sögu Georgíu, býr í glæsilegu stórhýsi úr stáli og gleri í höfuðborg- inni Tbilisi. Í einu af sveitasetrum hans er safn villtra dýra á borð við sebrahesta, kengúrur og mörgæsir. Saakashvili viður- kennir ósigur  Flokkur auð- ugasta manns Georgíu sigraði AFP Sigursæll Auðkýfingurinn Bidzina Ivanishvili á blaðamannafundi. Mikheil Saakashvili GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is TEKA INDIC sturtutæki Tilboð kr. 18.600,- TEKA SP995 eldhústæki Tilboð kr. 14.400,- TEKA MT- plus handlaugartæki Tilboð kr. 9.200,- KYNNINGARVERÐ Á TEKA * öllu nema lagnaefni, heitum pottum ogsérverðmerktum vörum TEKA SPIRIT handlaugartæki Tilboð kr. 10.800,- TEKA MF-2 eldhústæki Tilboð kr. 7.800,- TILBOÐSDAGAR TEKA MT-Plus sturtusett og tæki Tilboð kr. 49.500,- LÝKUR 6. OKTÓBER 20% afsláttur af öllum vörum í Tengi*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.