Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ofsafenginviðbrögðýmissa
þingmanna vegna
tafa Ríkisend-
urskoðunar á að
ljúka einni skýrslu eru aug-
ljóslega langt umfram tilefni.
Umrædd skýrsla var ekki
mikilvægari en svo að þingið
sjálft, sem pantaði hana,
hafði ekki séð ástæðu til að
reka á eftir henni í átta ár.
Enginn þingmaður saknaði
skýrslunnar.
Meira að segja Björn Valur
Gíslason, sem lengst hefur
gengið í árásunum á Rík-
isendurskoðun vegna
skýrslumálsins, vissi vel að
skýrslan var ekki tilbúin og
hafði vitað það frá því hann
spurðist fyrir um hana fyrir
þremur árum. Skýringarnar
sem hann gefur á því að hafa
ekkert aðhafst er að hann
hafi haft svo mikið að gera.
Skýrslan vék þess vegna fyr-
ir öðrum brýnni málum hjá
Birni Vali. Ætli hið sama
kunni ef til vill að eiga við um
Ríkisendurskoðun fyrst þing-
ið hafði engan áhuga á
skýrslunni?
Björn Valur og stjórn-
arliðar í fjárlaganefnd hafa
nú gengið svo langt að neita
að senda frumvarp til fjár-
aukalaga til umsagnar Rík-
isendurskoðunar. Röksemdin
er sú að trúnaðarbrestur ríki
á milli þingsins og stofnunar-
innar sem nái langt út fyrir
þá einu skýrslu sem tafist
hefur. Hvernig má það vera
að í öllum þeim hafsjó af
skýrslum sem Ríkisend-
urskoðun vinnur fyrir þingið
vegi þessi skýrsla, sem þing-
menn hafa fram að þessu
engan áhuga haft á, svo
þungt að almennur og alger
trúnaðarbrestur ríki?
Hversu trúlegt er að þessi
skýring sé hin rétta en ekki
aðeins átylla sem notuð sé til
að klekkja á Ríkisend-
urskoðun og koma í veg fyrir
að hún geti unnið áfram að
því að fylgjast með fram-
kvæmdavaldinu fyrir þingið?
Augljóst er að skýring
Björns Vals er fullkomlega
ótrúverðug og þar með er
einnig augljóst að annað býr
að baki atlögunni að Rík-
isendurskoðun. En eins og
með fleira í hinni gagnsæju
stjórnsýslu núverandi rík-
isstjórnar þá þarf að grafast
fyrir um hver skýringin
kunni að vera. Hvað veldur
ofsafengnum viðbrögðum
Björns Vals Gíslasonar,
helsta handlangara Stein-
gríms J. Sigfússonar, for-
manns Vinstri grænna?
Birgir Ármannsson alþing-
ismaður hefur
fundið að fram-
göngu Björns
Vals og bent á að
Ríkisendurskoðun
hafi verið afar
gagnrýnin á ýmsa liði í reikn-
ingum ríkisins. „Þar af leið-
andi finnst meirihlutanum
kannski þægilegast að geta
með þessum hætti komist hjá
því að fá umsögn Ríkisend-
urskoðunar um þau frumvörp
sem nú eru til meðferðar á
Alþingi,“ segir Birgir.
Líklegt er að þetta sé að
minnsta kosti hluti skýring-
arinnar á framgöngu stjórn-
arliðanna því að framundan
er kosningavetur og þá telja
þeir sennilega að hags-
munum þeirra sé best borgið
með því að draga tennurnar
úr Ríkisendurskoðun nú svo
að hún verði stjórnvöldum
leiðitamari fram á vorið.
Við þetta bætist að Rík-
isendurskoðun hefur nokkr-
um sinnum á kjörtímabilinu
gert alvarlegar athugasemd-
ir við framgöngu ráðherra
vinstri grænna. Þeirra á
meðal er Steingrímur J. sem
hefur ítrekað fengið ákúrur
frá stofnuninni fyrir embætt-
isfærslur og þá er ekki ónýtt
að geta sent handlangarann í
leiðangur gegn gagnrýnand-
anum.
Álfheiður Ingadóttir, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra,
fékk einnig á sig gagnrýni
frá Ríkisendurskoðun sem
sagði framgöngu hennar
gagnvart forstjóra einnar
undirstofnunar ráðuneytisins
„ólíðandi“. Og ólíðandi er
einmitt orðið sem Björn Val-
ur notar nú um tafir þessarar
einu skýrslu Ríkisendurskoð-
unar og fer um leið fram á að
ríkisendurskoðandi víki úr
embætti.
Það eina sem er ólíðandi í
þessu skýrslumáli er hvernig
ríkisstjórnarflokkarnir hafa
blásið það upp úr öllu hófi og
notað sem átyllu til að
klekkja á Ríkisendurskoðun
og að losna við ríkisend-
urskoðanda. Skýringin á að-
förinni virðist vera einhver
ógeðfelld blanda af forvarn-
arstarfsemi á kosningavetri
og hefndaraðgerð gagnvart
stofnun sem ekki hefur í einu
og öllu gert það sem stjórn-
völd ætluðust til.
Eftir stendur svo ein
spurning: Hvað er það sem
stjórnvöld telja að þoli ekki
dagsins ljós? Er það almenn
óreiða og lausung í kosninga-
fjárlögum eða er það eitt-
hvert tiltekið mál sem Rík-
isendurskoðun er að
rannsaka eða gæti fengið til
rannsóknar?
Hvaða dulda skýring
er á atlögunni að
Ríkisendurskoðun?}
Ólíðandi atlaga
E
f hægt er að stela fyrirsögnum hef
ég stolið þessari frá mínum kæra
vini og kennara, Þorsteini heitn-
um Gylfasyni heimspekingi.
Hann hélt eitt sinn siðfræðifyr-
irlestur um það að gera og að vera. Máli sínu
lauk hann með frásögn af veggjakroti á inn-
anverðri klósetthurð við heimspekideildina í
Harvard. Þar stóð:
„To be is to do“ – John Stuart Mill
„To do is to be“ – Jean Paul Satre
„Do be do be do“ – Frank Sinatra
Svo klykkti Þorsteinn út einhvern veginn
svona: „Og þar var það Frank Sinatra sem hafði
rétt fyrir sér því það að gera og að vera er
tvennt. Meira að segja tvennt ólíkt.“
Þetta kom mér í hug um helgina þegar fólk í
fjölmiðlum var að velta vöngum yfir því hver
yrði dómur sögunnar yfir Jóhönnu Sigurðardóttur sem nú
víkur af vettvangi stjórnmálanna. Fylgismenn hennar hafa
verið að tíunda ýmislegt, sem hún er, en láta gjarnan hitt
liggja milli hluta, hvað hún gerir.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sigldi milli skers
og báru í Fréttablaðinu en taldi þó að það yrði „… talið
hennar mesta afrek að lægja öldurnar þá.“ þ.e. „… þegar
allt var að hrynja hér“. Síðan slær hann úr og í eins og
ábyrgum sagnfræðingi sæmir en segir samt: „… en það var
ekki sjálfsagt að henni tækist að stilla til friðar. Eins og
þetta horfir við mér hefði enginn annar stjórnmálamaður
getað tekist þetta verk á hendur.“
Hér hefur Guðni endaskipti á sjálfsögðum
forsendum og álitamálum: Það er engan veginn
sjálfgefið að hér hafi „allt verið að hrynja“ í árs-
byrjun 2009. Við urðum fyrir alvarlegu áfalli
haustið 2008 er bankarnir féllu. Allir vinstrisinn-
uðu fjölmiðlarnir fóru hamförum, og Samfylk-
ingin og Vinstri grænir skipulögðu fjölmenn
mótmæli sinna manna á Austurvelli með dyggri
aðstoð RÚV. Það merkir alls ekki að allt hafi
verið að hrynja. Í Seðlabankanum var tilbúin
áætlun við bankahruni af þessu tagi og rík-
isstjórn Geirs H. Haarde setti neyðarlög sem
síðar hafa verið rómuð víða um Evrópu.
En það sem Guðni telur ekki sjálfsagt eru
nánast sjálfsögð sannindi: Að sjálfsögðu hættu
ólæti vinstrimanna á Austurvelli þegar þeir
komust til valda. Til þess var leikurinn gerður.
Þeir höfðu náð sínu markmiði, gátu rölt heim og
ríkisútvarpið gat hætt að hræða líftóruna úr landsmönnum
og snúið sér að hefðbundnari fréttum. Það þurfti enga sér-
staka Jóhönnu til þess.
Hina fullyrðinguna um að enginn nema Jóhanna hefði
getað stillt til friðar, byggir Guðni á því hver hún er, ekki
hinu, hvað hún gerir.
Jóhanna var réttur maður á réttum stað, ekki fyrir það
sem hún gerir heldur hitt, hver hún er: Samfylkingarmaður,
fyrrv. félagsmálaráðherra oftar en nokkur annar, frábitin
fjármálastússi, kona og samkynhneigð. Þetta er allt gott og
blessað en gerir engan að þjóðarleiðtoga. Því það er tvennt
ólíkt að gera og að vera. kjartangunnar@mbl.is
Kjartan G.
Kjartansson
Pistill
Að gera og að vera
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hvergi á Norðurlönd-unum byrjar eins hátthlutfall mæðra að gefabörnum sínum brjóst
og á Íslandi eða allt að 98 prósent
íslenskra mæðra. Þetta segir Ingi-
björg Baldursdóttir, brjóstagjaf-
arráðgjafi og meðlimur í Íslensku
brjóstagjafasamtökunum.
Á mánudag hófst alþjóðleg
brjóstagjafarvika en þetta er í
fimmta skipti sem vikan er haldin
hátíðleg hér á landi. Hún stendur
yfir fram á sunnudag og eru ýmsir
viðburðir tengdir brjóstagjöf á
dagskránni þangað til.
Umburðarlyndi hérlendis
Ingibjörg segir að á Íslandi gefi
tæp tíu prósent mæðra börnum
sínum eingöngu brjóst fyrsta hálfa
árið í lífi þeirra eins og Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin (WHO)
ráðleggur. Mun fleiri gefi þó
brjóst á þeim tíma með annarri
fæðu, eða um 75 prósent. Þetta er
aðeins lægra hlutfall en í Noregi
og Svíþjóð.
Íslendingar standa þó mun bet-
ur en Bretar og Bandaríkjamenn
að sögn Ingibjargar. Til sam-
anburðar hefji aðeins 70 prósent
bandarískra mæðra brjóstagjöf.
Sums staðar erlendis er það
ekki vel séð að mæður gefi börn-
um sínum brjóst á almannafæri.
Hér á landi hafa einnig komið upp
tilfelli þar sem mæðrum hefur
verið vísað á dyr fyrir það.
Ingibjörg segir að alltaf séu ein-
staka dæmi um að konur hér séu
beðnar að fara afsíðis eða inn á
salerni að gefa börnunum. Þau
dæmi séu hins vegar tiltölulega fá.
„Ég held að við stöndum vel hér
og það þykir nokkuð sjálfsagt að
gefa brjóst á kaffihúsum og á al-
mannafæri. Það er umburðarlyndi
og skilningur á því hér á landi
miðað við til dæmis í Bandaríkj-
unum þar sem annað er upp á ten-
ingnum.“
Mörk við eins árs aldur
Nokkuð er um að börn séu höfð
á brjósti eitthvað fram eftir aldri
hér á landi. Að sögn Ingibjargar
fær um fjórðungur barna enn
brjóst við eins árs aldur.
„Þróunin er í þá átt að tölu-
verður hluti mæðra gefur börnum
sínum brjóst til tveggja þriggja
ára aldurs. Hlutfallið er ekki hátt
en það eru mæður sem gera það
og jafnvel lengur,“ segir Ingi-
björg.
Aðalheiður Atladóttir er stuðn-
ingskona hjá Íslensku brjósta-
gjafasamtökunum en þau veita
mæðrum persónulega ráðgjöf og
stuðning í því sem viðkemur
brjóstagjöfum.
Hún segir þróunina í brjósta-
gjöf á Íslandi almennt hafa verið
góða þótt alltaf megi gera betur.
Brjóstagjöf eldri barna mætti til
að mynda vera sýnilegri hér á
landi. Hún segist vita um margar
mæður sem hafi börn sín á brjósti
lengur auk þess sem hún hafi sjálf
reynslu af því með sín börn.
„Maður skynjar fordóma. Það
er eins og það séu mörk á Íslandi
við eins árs aldurinn. Mér finnst
nú samt að það sé allt að þróast í
rétta átt,“ segir hún.
Niðurskurður í heilbrigðiskerf-
inu hefur leitt til lægri fjárveit-
inga til brjóstagjafarráðgjafar og
segir Aðalheiður það vera
áhyggjuefni.
„Við stuðningskonurnar hjá
samtökunum vitum til dæmis oft
ekki hvert á að beina konum,“
segir hún.
Betri skilningur á
brjóstagjöf á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Móðir og barn Fastur liður í brjóstagjafarvikunni er að bjóða mæðrum upp
á myndatöku á brjóstagjöf. Fullbókað var í myndatökurnar að þessu sinni.
„Þetta er besta næring sem
barnið getur fengið. Brjósta-
mjólkin er forvörn fyrir mörgum
sjúkdómum. Til dæmis eru minni
líkur á eynabólgu, loftvegssýk-
ingu og meltingarsjúkdómum,“
segir Ingibjörg Baldursdóttir,
brjóstagjafarráðgjafi, um kosti
brjóstamjólkur.
Fyrir móðurina minnki líkur á
sjúkdómum eins og brjósta-
krabbameini auk þess sem ná-
lægðin og samveran í brjósta-
gjöfinni sé góð fyrir
tengslamyndun á milli móður og
barns.
Forvörn fyrir
sjúkdómum
BRJÓSTAMJÓLKIN
Brjóstagjöf Ingibjörg segir börnin
fá ónæmi móður í gegnum mjólkina.