Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Um 500 árum fyrir Krist sagði sá mikli spekingur Lao Tze okkur söguna um Veginn eilífa og sú saga var þýdd snemma á síðustu öld yfir á íslensku af þeim bræðrum Yngva og Jakobi Jóhann- essonum sem Bókin um veginn. Á okkar tímum og í okkar landi er okkur nú þarft að minnast þessara sígildu og sönnu orða Lao Tze og draga af þeim lærdóm, sem hliðstæðu við okkar tíma og hvaða leið íslensk þjóð skuli velja, Veginn eilífa eða krókóttar gróða- leiðir hnattræðisins, skv. vott- unarferli ESB: 1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara veginn eilífa. 2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær, en mönnum eru krókaleiðirnar kærari. 3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöð- urnar tómar. Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega og hafa fullar hendur fjár – það er ofmetnaður ræningja. (Bókin um veginn, LIII.) Við þekkjum þetta allt. Hér varð hrun haustið 2008 og 4 árum síðar hefur hér ekkert breyst. Enn velja vanhæfir og drambsamir vald- herrar stjórnsýslu ríkisins, samfylktir innan raða alls 4- flokksins, sér króka- leiðirnar fyrir hönd ofmetnaðarfullra ræningja. Nú heitir nýjasta krókaleiðin ESB. Þeir hafa gerst ofsatrúaðir ESB- Vottar til dýrðar sín- um yfirherrum. Ekk- ert hefur verið tekið á ræningjunum, enda voru þeir flestir drjúgir við að kaupa sér þingmenn innan raða samfylkts fjórflokksins og ræn- ingjarnir voru vel tengdir hnattr- áðum auðdrottnum ofurbankanna, þ.m.t. Deutsche Bank, sem gerir út á hnattræðis vísu, þó að heima- höfnin sé skráð í Frankfurt þar sem höfuðstöðvar bankaveldis ESB eru. Allt skal gert til að forðast að taka á ofmetnaðarfullu ræningjunum, sem nú eru leppar ofurbankanna. Á sama tíma og valdherrar stjórnsýslu ríkisins … hvaða rík- is? Ríkis hverra? … hafa ekkert tekið á fjárglæpum hinna ofmetn- aðarfullu ræningja, sem við vitum þó öll hverjir voru og hverjir eru, þá virðist það í staðinn vera sér- stakt líf og yndi ESB-Vottanna að þrælpína nú almenning þessa lands með ofurskattlagningu og okurvöxtum. Já, áfram vilja valdherrar stjórnsýslu ríkisins, hinir ofsa- trúuðu ESB-Vottar, velja sér krókaleiðina ESB og hneppa okk- ar litlu þjóð í staðlað form yf- irþyrmandi reglugerða og laga- bálka og vottunarferla, í stíl kaþólskra kirkjuskipana páfans á myrkustu miðöldum, sem þjónar sem fyrr því gamla meginmark- miði miðevrópskra fursta og greifa og keisarahirða Habsburg- ara, að drepa niður alla millistétt og gera okkur öll að skattlögðum leiguliðum á okkar eigin landi. Já, áfram marsera hinir ofsa- trúuðu ESB-Vottar krókaleiðina eftir gullbrydduðum og blóð- rauðum Brussel-dreglinum, fyrir hönd þjófa og ræningja, en drepa á sama tíma niður alla grósku ein- yrkja, lítilla og meðalstórra fyr- irtækja og heimila landsins með yfirþyrmandi laga- og reglugerða- vottunarferli ESB. Lao Tze þekkti vel til hlið- stæðra verka vondra kínverskra keisara og hirða þeirra, fyrir hönd ofmetnaðarfullra þjófa og ræn- ingja: Því meira verður um þjófa og ræningja sem lög og reglugerðir eru fleiri.(Bókin um veginn, LVII, 2.) En nú er svo komið að ESB- Vottarnir eru endanlega orðnir sturlaðir. Nú vilja þeir setja bað- laugar á hálendi Íslands í sam- ræmt og staðlað vottunarferli og að staðla skuli náttúrulegar ís- lenskar uppsprettur, s.s. Land- mannalaugar og á Hveravöllum. Nú skal valtað yfir íslenska nátt- úru og hún stöðluð samkvæmt Brussel forskrift í nafni „sjálf- bærni“. Þið fyrirgefið mér aum- um, en mig grunar að þessi „sjálf- bærni“ þjóni einungis hagsmunum ESB-Vottanna sjálfra í öllu þeirra vinstra-hægra moði í þeirra eigin hirðlegu svínastíum til þjónkunar fyrir hnattráða auðhringadrottna og hrægamma. Nei, hingað og ekki lengra. Það er nú kominn tími til að vanhæft Alþingi hífi nú gungu og druslu- legan sóma sinn eilítið upp og að vísi ESB-aðlöguninni til þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem fram fari í síðasta lagi í desember 2012. Við báðum aldrei um þessa krókaleið hinna marserandi ESB-Votta í gljáspeglandi og stálslegnum leð- urstígvélum. Við höfum þraukað hér ein norður í Dumbshafi í nær- fellt 1.150 ár og skiljum ekki þennan undarlega áhuga sem hin- ir hnattráðu auðræðis hringa- drottnar sýna okkur nú í gegnum sína ágengu ESB-Votta. Myndum samstöðu um það að hafna krókóttum gróðavegum hnattræðisins og óhugnanlegri ásælni auðdrottna ofurbankanna og þeim yfirgangi sem þeir beita hér í gegnum leppa sína, ESB- Vottana. Veljum svo þann eina hreina og greiðfæra veg sem við þekkjum og höfum í gegnum sögu okkar lært að rata svo vel, veginn að heiman, sem er vegurinn okkar heim, til uppruna okkar, til ætt- lands okkar, móa og mela og smá- blóma og hvítfyssandi lækja, hjal- andi og flissandi af kátínu niður hlíðarnar og streymandi fram um láglendið og nærandi grasrót engja og túna, með tignarlegan fjallasalinn í bakgrunni með nátt- úrulegum fossaföllum og baðlaug- um sínum og jarðhita. Og makríl- inn og fjölbreytta fiskistofnana í 200 mílna landhelgi okkar, sem við háðum okkar einu stórstríð um, til lífsbjargar okkar, næringar og vaxtar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar vill slíta ESB-aðlöguninni. Alla okkar íslensku náttúru og all- ar okkar íslensku náttúrulegu auð- lindir viljum við, sem höfum þraukað hér í nærfellt 1.150 ár, eiga sjálf sem fullvalda þjóð og skila því þannig til barna okkar og barnabarna og til heilla til allrar ókominnar framtíðar íslenskrar þjóðar. Vegurinn eilífi eða vottunarferli ESB Eftir Pétur Örn Björnsson »Nú skal valtað yfir íslenska náttúru og hún stöðluð samkvæmt Brussel forskrift í nafni „sjálfbærni“. Pétur Örn Björnsson Höfundur er arkitekt og er félagi í Samstöðu, flokkilýðræðis og velferðar. Bankar í Banda- ríkjum Norður- Ameríku (BNA) hafa tekið þá við- skiptaákörðun að það sé hagkvæmara að greiða lántakendum fyrir árangursríka skortsölu en að þvinga þá í nauðung- arsölu. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hjálpa fólki til þess að halda heimilinu sínu og mun ég fjalla um tvær vinsælustu leiðirnar til þess og síðan aðeins um skort- sölur. En áður en ég geri það langar mig til þess að nefna hvernig markaðurinn í mið- Flórída hefur breyst við þessa ákvörðun. Í júlí 2009 voru 8% af sölum skortsölur en 34% af sölum nauðungarsölur, svo í júlí á þessu ári voru 28% af sölum skortsölur en 24% af sölum nauðungarsölur. Vinsælasta leiðin hér í BNA til að hjálpa heimilunum er HAMP (Home Affordable Modification Pro- gram) eða „Að hafa efni á, lánabreyt- ingar“. Það sem lán- takinn þarf að gera er að fylla út eyðublöð sem sýna fjárhags- stöðu heimilisins, skila inn skattskýrslu fyrir síðustu tvö ár ásamt launaseðlum síðustu tveggja mán- aða og yfirliti banka- reikninga síðustu tveggja mánaða. Einnig þarf lántakinn að skila inn bréfi sem útskýrir hvað veldur vandræðunum, við köllum þetta bréf „Hardship letter“, harðræð- isbréfið. Þú þarft ekki að vera kominn í vanskil við bankann en þarft að sýna fram á að vanskil eru væntanleg. Þegar lántakinn hefur skilað inn öllum gögnum fer bankinn yfir þau og skoðar hvort lánabreyting er vænleg fyrir lán- takann, ef ekki þá er lántakanum yfirleitt boðið að selja húsið í skortsölu eða endurfjármögnun á heimilinu. Sem dæmi um mögu- lega lánabreytingu, þá geta þeir lækkað vexti í 2% í allt að 5 ár, hengt vanskil aftur fyrir lán og klippt af láni. 110.114 heimili hafa fengið lánabreytingu í gegnum HAMP-kerfið frá fyrsta janúar og út júní á þessu ári. Endurfjármögnun á lánum HARP (Home Affordable Ref- inancing Program), „Að hafa efni á endurfjármögnun“, er kerfi fyrir fólk sem skuldar meira en 80% af verði eignarinnar og hefur alltaf verið í skilum við bankann. Þessu fólki er boðið að breyta gömlu lán- unum í ný lán á lægri vöxtum. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til þess að finna 7,5% vexti eða þaðan af hærri, nú eru boðnir vextir allt niður í 3,5% á nýju lán- in með föstum afborgunum til 30 ára, þetta er mikill léttir fyrir heimili sem skuldar mögulega 130% af verði fasteignarinnar. Um 66.002 heimili í BNA fengu lána- breytingu í júlí á þessu ári. Því miður er alltaf einhver hóp- ur sem er það illa staddur að lána- breyting eða endurfjármögnum hjálpar honum ekki, þessum hópi er boðið að nýta sér HAFA (Home Affordable Forclosure Alternati- ves), „Að hafa efni á að koma í veg fyrir nauðungarsölu“. HAFA- kerfið býður fólki upp á að selja eignina á markaðsvirði og síðan gefa því eftirstöðvarnar eftir. Fyr- ir gott samstarf við skortsöluna er lántakandanum umbunað að lág- marki 372.000 kr. Margir bankar greiða uppbætur og sem dæmi fékk einn kúnninn minn 1.612.000 kr. fyrir árangursríka skortsölu. Það góða við HAFA-kerfið er að það eru sett markmið í því, hve- nær lántakandinn á að gera sína hluti, hvenær fasteignasalinn á að vinna sín verkefni og hversu lang- an tíma bankinn hefur til þess að svara bréfum og samþykkja söl- una. Þetta kerfi hefur stytt sölu- og markaðsferlið og gert skortsöl- ur meira aðlaðandi fyrir kaup- endur. Í júlí á þessu ári voru seld- ar 36.260 fasteignir í skortsölu í BNA. Það góða við þessi kerfi er að þeim er að takast að fækka lánum í vanskilum, sem dæmi fækkaði lánum sem voru í vanskilum í meira en 60 daga úr 2,52 millj- ónum í júní niður í 2,47 milljónir í júlí á þessu ári. Þessar tölur og aðrar tölur sem ég nota í þessari grein koma af heimasíðunni DSnews.com. Tölur frá Flórída eru annaðhvort mínar tölur eða frá Félagi fasteignasala í Orlandó, ORRA. Við útreikninga miða ég við að 1 USD sé 124 kr. Skortsala er betri en nauðungarsala Eftir Pétur Má Sigurðsson » Bankar í Banda- ríkjum Norður- Ameríku telja að það sé hagkvæmara að leyfa skortsölu fast- eigna en að þvinga lántakendur í nauð- ungarsölu. Pétur Már Sigurðsson Höfundur er fasteignamiðlari í mið-Flórída og eigandi The Viking Team, Realty. Íslensk heimasíða www.Floridahus.is. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.