Morgunblaðið - 03.10.2012, Page 30

Morgunblaðið - 03.10.2012, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 ✝ Svanhvít Sig-urðardóttir fæddist á Reyð- arfirði 19. október 1923. Hún lést á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaup- stað 24. september 2012. Foreldrar henn- ar voru Anna Stein- unn Árnadóttir, f. 1892, d. 1989, og Sigurður Sig- urðsson, f. 1874, d. 1939. Systir Svanhvítar er Guðbjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 16. júní 1935, maki Þengill Jónsson, þau eru búsett á Akureyri. Einnig átti Svanhvít tvær systur sammæðra, Laufeyju og Líneyk Gísladætur. Hálfsystkyni Svanhvítar, sam- feðra, voru: Sigrún, Ásmundur, eiga þau þrjú börn. María, f. 18. júní 1946, maki Ari Daníel Árna- son, og eiga þau þrjú börn. Karl Hjálmar, f. 3.11. 1949, maki Hulda Bjarkadóttir, og eiga þau eitt barn. Björk, f. 23.1. 1952, sambýlismaður Guðjón Hauks- son. Björk á þrjú börn. Hafdís, f. 27. júní 1957, maki Daníel Be- hrend og eiga þau þrjú börn. Jónas Pétur, f. 11.2. 1961, maki Brigitte Bjarnason og eiga þau þrjú börn. Svanhvít ólst upp á Reyð- arfirði til 16 ára aldurs er hún réði sig sem vinnukonu að Miðbæ í Norðfirði. Þar kynntist hún manni sínum, Bjarna Halldóri. Þau bjuggu lengst af í Neskaup- stað fyrir utan fjögur ár er þau bjuggu á Búlandi í Arnarnes- hreppi. Fyrir utan húsmóð- urstarfið, sem hún rækti af dugnaði og alúð, þá starfaði Svanhvít við heimaþjónustu og einnig í þvottahúsi Fjórðungs- sjúkrahúss Neskaupstaðar. Svanhvít verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag, 3. október 2012, kl. 14. Guðný Helga, Þórð- ur og Ragnar Sig- urður. Hinn 13. júní 1943 giftist Svan- hvít Bjarna Hall- dóri Bjarnasyni frá Gerðistekk í Norð- firði. Foreldar hans voru: Halldóra Jónsdóttir, f. 1891, d. 1970, og Bjarni Sigfússon, f. 1886, d. 1941, útvegsbóndi Gerðistekk, Norðfirði. Börn Svanhvítar og Bjarna Halldórs eru: Bjarney Halldóra, f. 14. desember 1941, maki Kristján Gissurarson, og eiga þau fjögur börn. Anna Sig- ríður, f. 10.1. 1943, d. 30.4 1990, maki Alfreð Árnason og áttu þau þrjú börn. Jón Sigfús, f. 2.11. 1944, maki Elín Ólafsdóttir, og Yndislega amma mín og nafna er látin. Hún lést að morgni 24. september eftir mikil veikindi. Ég, mamma mín og Hafdís frænka sátum við hliðina á henni og sáum frið og ró færast yfir fallega and- litið hennar er hún fór frá okkur til hans Halla, afa míns. Þau hafa ef- laust dansað út úr herberginu við nikkunnar óm. Amma mín var ótrúlega sterk kona. Hún átti átta börn, ól þau upp með afa af mikilli kostgæfni og alúð. Hún hélt fallegt heimili þar sem hún bjó, var myndarleg í öllum sínum verkum og sinnti þeim af vandvirkni og nákvæmni. Mér telst til að hún eigi 23 barna- börn, 32 langömmubörn og eitt langalangömmubarn. Á öllum þessum fjölda hafði hún skil og fylgdist með héðan frá Neskaup- stað. Hún nefndi það oft hvað hún væri rík af góðu fólki. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá Vinaminni í Nes- kaupstað. Þar bjuggu þau afi og amma á meðan ég óx úr grasi. Ég skottaðist mikið hjá ömmu og eyddi mörgum stundum við hlið- ina á henni þar. Hún kenndi mér t.d. að hekla og fylgdist ég með henni prjóna. Einu sinni sendi amma mig upp á pallsnöfina til að sækja garn … ég vissi alls ekki hvað pallsnöf var og fór því út á hlað og stóð þar eins og kjáni þegar amma kom og hló að skilningsleysi mínu. Amma prjónaði mikið og var allt prjónað frá hjartanu. Mér fannst líka alveg ótrúlegt hvað amma vissi alltaf hvenær þurfti að bjóða mér í mat. Þá var eitthvað ekki gott í matinn heima hjá mér, amma hringdi og Svönu litlu var boðið í svið til ömmu og afa. Fresca var drykkurinn hennar ömmu. Ég smakkaði slíkan drykk fyrst hjá henni og fannst henni þetta besti gosdrykkurinn sem hún fékk. Reyndar var nú vatnið alltaf í mesta uppáhaldi hjá ömmu og sagði hún oft „Vatn er lífsins lind.“ Amma og afi buðu mér oft í bíl- túr með sér. Þá var keyrt á 20 km hraða í sveitina og ef afi fór eitt- hvað hraðar þá ýtti amma bara á rauða takkann í gírstönginni og þá leið henni betur (en rauði takkinn var bara til að setja bílinn í fjór- hjóladrif). Jólagjafir frá ömmu voru ekk- ert slor. Ég og bræður mínir tók- um alltaf jólagjöfina frá ömmu og afa upp fyrst og maður ætlaði aldrei að hætta tína upp úr pakk- anum. Aldrei munu líða mér úr minni veislurnar sem voru haldn- ar ár hvert á nýársdag hjá ömmu og afa í Vinaminni. Öll börnin þeirra komu með barnabörnin og barnabörnin komu kannski með gest og allir fengu nóg af kökum og kakói. Allir voru velkomnir. Svo var sungið og afi spilaði með. Ef eitthvað bjátaði á gat maður leitað til ömmu og fengið góð ráð. Þegar ég átti eldri dóttur mína reyndust ráðin hennar ömmu og mömmu oftast langbest. Þegar afi dó tók hún utan um mig og hlýjan og styrkurinn sem streymdi frá henni var alveg magnaður, ég var þarna að faðma ömmu mína og reyna veita henni styrk en hún tók af mér öll völd og veitti mér styrk. Amma var yndislega glysgjörn kona og var gaman að gefa henni fallega skartgripi, slæður eða gullskó. Þetta notaði hún allt sam- an og bar vel. Eldri dóttir mín kom einu sinni sem oftar í heim- sókn til langömmu sinnar og fann gullskóna hennar og eftir það þurfti ég að útvega henni slíka skó, hrifningin var svo mikil. Elsku amma mín, þú verður alltaf stjarna í mínum augum. Svanhvít Aradóttir. Svanhvít Sigurðardóttir Elsku Villi Rabbi. Það nísti mig og fyrst runnu tárin sem breyttust í ofsafenginn grát og reiði út í net- heima. Að sjá á samskiptasíðu á tölvuskjá að þú værir dáinn, elsku Villi Rabbi minn, er svo sárt að ég á engin orð til. Get ekki sagt neitt til að hugga ömmu þína og afa, sorg þeirra hlýtur að vera óbærileg. Þú hefur verið í lífi mínu frá því að þú fæddist, við umgengumst ekki eins og við hefðum átt að gera, ég sé það nú þegar ég lít til baka. En alltaf þegar ég hitti þig faðmaðir þú mig og mér leið eins og ég væri í hlýjum bjarnarfaðmi og þú komst við hjartað í mér. Jólakortin þín voru í uppáhaldi hjá mér, þau gáfu til kynna að litli drengurinn væri orðinn fullorðinn. Mig skort- ir orð en langar að kveðja þig með ljóði Bubba Morthens og hugsa þá til elskulegrar móður þinnar, vinkonu minnar, sem var hrifsuð frá þér þegar þú varst barn, viltu bera henni kveðju mína. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Karen og Rabbi, ég votta ykkur og fjölskyldu ykkar mína innilegustu samúð og bið al- mættið að gefa ykkur styrk á þrautagöngu. Sigrún Gísladóttir. Það er með sorg í hjarta sem við skrifum þessi orð. Þú komst eins fram við alla, sama á hvað aldri fólk var og náðir vel til krakkanna, hvað þú gast verið þolinmóður við Finnboga og farið ótal ferðir til að sækja playmo- kassana og hjálpað honum að setja allt dótið saman, og hvað þú varst góður við ömmu þína og afa. Þú varst snilldarkokkur og það bragðaðist allt vel sem þú eldaðir, enda elskaðir þú að búa til góðan mat og gleðja fjölskylduna með því. Það vantar mikið nú þegar þú ert farinn og erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast aftur, en við vitum að þú ert kominn til mömmu þinnar og Jóa, og að þau hafa tekið vel á móti þér. Þú varst einn af þeim bestu eða eins og Ari sagði: Villi Rabbi – bara snillingur. Takk fyr- ir allt. Guðni, Kristjana (Sjana), Ari og Finnbogi. Elsku besti bróðir, ég held að orð fái ekki lýst hvað ég á eftir að sakna þín og geri nú þegar. Þú veittir mér svo mikla hamingju þegar þú brostir og mikla hlýju þegar þú faðmaðir mig. Allar stundirnar sem við áttum saman að spjalla hjá þér á Blönduósi, pöntuðum pítsu og ég skilaði mér aldrei heim fyrr en Rafn Ölduson ✝ Rafn Öldusonfæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1981. Hann lést 5. september 2012. Útför Rafns fór fram í kyrrþey. seint og um síðir. Ef ég hefði vitað sein- ast þegar ég kom suður að það hefði verið í seinasta sinn hefði ég faðmað þig í marga klukkutíma, það var svo gott að sjá brosið þitt eftir svona langan tíma. Það er svo erfitt að rifja tímann okkar upp, ég er svo glöð hvað við áttum bara góða tíma saman en samt svo sorgmædd að þeir verða ekki fleiri, allavega ekki í bili. Þú veist að ég elska þig, Villi minn, og ég veit að þú elskaðir mig, ég hefði ekki getað beðið um betri stóran bróður en þig. Ég hef líka alltaf sagt að þegar gott fólk fer fari það á betri stað og ég veit að þú ert þar í fangi mömmu þinnar. Ég mun halda fast í minn- ingarnar sem við áttum saman, þær verða alltaf í hjarta mínu. Hvíldu í friði fallegastur, litla systir elskar þig svo mikið. Þín Marta Karen Vilbergsdóttir. Þegar hringt var í mig og mér sagt að þú værir farinn brast ég í grát, svo þegar ég var hætt að gráta áttaði ég mig á því að núna liði þér loksins vel og værir hjá þeim sem þú hefðir saknað svo lengi. Held að ég muni aldrei gleyma þeim degi þegar ég hitti þig fyrst, mætti með Hildi í Stað- arskála til að vinna og við vissum ekkert hvað við vorum að koma okkur í og varst þú einn sá fyrsti sem við hittum, tókst á móti okk- ur með þínu fallega brosi og bauðst okkur velkomnar í hópinn. Svo um kvöldið varstu hjá okkur meðan við vorum að koma okkur fyrir og vissi ég þá að við yrðum vinir til enda. Ég stoppaði reyndar stutt hjá ykkur en tíminn var vel nýttur, mikið var hlegið og alltaf stutt í brosið. Þú varst svo æðislegur, tókst okkur öll undir þinn vernd- arvæng og fengum við öll nöfn og vorum við prinsessur og prinsar því auðvitað varst þú drottningin okkar. Þær vaktir sem við unnum saman voru svo stuttar því það var alltaf svo gaman hjá okkur og kvöldin sem við áttum oft saman sem oftast enduðu í hláturs- krampa og gleðitárum voru mörg á stuttum tíma. Ég vildi að ég hefði verið dug- legri að hitta þig núna síðari ár, síðast þegar við hittumst var nú ekki gleðifundur, við kvöddum góða vinkonu sem fór of snemma, gott var að knúsa þig þann dag. Kveð þig með bros á vor en tár í auga og hugsa um allar góðu minningarnar sem við eigum saman og veit ég að þú munt allt- af vaka yfir mér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Barbara Hjartardóttir (Barbs prinsessa.) ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR, Brúnavegi 9, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. október og hefst kl. 13.00. Árni Gunnarsson, Sjöfn Óskarsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Þorgrímur Páll Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, AÐALHEIÐAR R. VIÐAR, Dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Viðar, Guðrún Viðar og Ásta Helga Viðar. ✝ Bróðir minn og frændi okkar, RAGNAR ÁGÚSTSSON útgerðarmaður og vélstjóri, Halakoti, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd, föstudaginn 5. október kl. 15.00. Magnús Ágústsson, Guðfinna Guðmundsdóttir, Kjartan Egilsson, Ragnar Már Kjartansson, Hlynur Örn Kjartansson, Tara Pétursdóttir, Natalía Marín Hlynsdóttir, Pétur Ragnar Hlynsson. ✝ Elskuð eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÁRMANNSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 25. september á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir till starfsfólks göngudeildar parkinson á Fossvogssjúkrahúsi, heimahjúkrunar og starfsfólks hjúkrunarheimilinu Sóltúni, deild 3d. Guð blessi ykkur öll og ómetanleg störf ykkar. Þórarinn Hrólfsson, Tryggvi Þórarinsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Hrólfur Þórarinsson, Katrín Guðmunda Einarsdóttir, Sigþór Þórarinsson, Matthildur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Aratúni 2, Garðabæ, lést á blóðmeinadeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudags 30. september. Útförin fer fram frá Landakotskirkju föstudaginn 5. október kl. 15.00. María Gísladóttir, Margrét Gísladóttir, Pétur Grétarsson, Guðjón Gíslason, Gísli Jón Gíslason, Kristín Helgadóttir, Kristín Gísladóttir, Valdimar Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÚNAR GEIR STEINDÓRSSON, Lambastekk 8, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 13.00. Jakobína Valdís Jakobsdóttir, Jakob Rúnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Elvar Guðjónsson, Vignir Guðbjörn Rúnarsson, Gunnar Rúnarsson, Benedikt Hans Rúnarsson, Rebekka Helga Sveinsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Álfalandi 4, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásmundur Stefánsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Þór Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Ása Stefánsdóttir, Jens Kvist Christensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.