Morgunblaðið - 03.10.2012, Page 40

Morgunblaðið - 03.10.2012, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ljósmyndasýning á verkum þýska myndlistarmannsins og kvikmynda- gerðarmannsins Ulrike Ottinger verður opnuð í dag klukkan 16.30 í Norræna húsinu. Auk ljósmynda- sýningarinnar verður mynd hennar Unter Schnee sýnd í Bíó Paradís fyrr um daginn, eða klukkan 15.15. Myndin gerist í Echigo í Japan þar sem jörð og hús eru snævi þakin langt fram í maí. Inní þetta goð- sagnakennda umhverfi setur Ott- inger tvo leikara sem sérhæfa sig í japönsku kabuki-leikhúsi og notast við sögu af svæðinu frá 19. öld. Hún mun svara spurningum áhorfenda í lok sýningarinnar. Ottinger er margræður listamað- ur sem ólst upp í Konstanz en starf- aði árum saman sem myndlistar- maður og ljósmyndari í París. Frá árinu 1985 hefur hún gert fjölda langra heimildarmynda í Asíu. Verk hennar hafa verið sýnd á mikilvæg- ustu kvikmyndahátíðum heims og þeim gerð skil meðal annars í Ciné- mathéque francaise í París og ný- listasafninu MoMa í New York. Það er virðuleiki yfir Ottinger þegar blaðamaður Morgunblaðsins hittir hana í Norræna húsinu, enda listamaðurinn orðinn sjötugur og á langan og farsælan feril að baki. Um Ottinger var einu sinni sagt í The New Yorker að myndir hennar hefðu verið einnar konu avant-garde andstaða við hinar fýldu, karllægu og melódramatísku myndir Wend- ers, Fassbinders og Herzogs. Þegar hún er spurð út í álit sitt á þeim seg- ir hún að Fassbinder hafi verið ágætur, hann hafi verið vinur henn- ar. Aðspurð hvort það hafi verið rétt sem um hann var sagt að þótt hann hafi verið góður leikstjóri hafi hann verið andstyggileg persóna glottir hún við og segir að það sé kannski matsatriði. „En ég átti ekkert undir honum, þannig að hann var vinaleg- ur við mig.“ Austrið heillar Aðspurð um áhuga sinn á Aust- urlöndum segist hún snemma hafa fengið áhuga á þeim, sérstaklega Mongólíu, Kína og Japan. Það hafi komið til vegna barnabóka og mynda sem hún kynntist í æsku. En hún hafi líka haft áhuga á austrinu hér í Evrópu enda mörg verka henn- ar þaðan og er ein minnisstæð mynd á sýningunni í Norræna húsinu sem tekin er í fátækrahverfi í úkraínskri borg þar sem tvær konur á áttræð- isaldri horfa vonleysislega á ljós- myndarann og heldur önnur þeirra á Coco Chanel poka. Hún segist ung hafa haft áhuga á því hvernig austur-evrópsk menning var ein- hvernveginn skorin út úr hug- arheimi Vesturlanda með járntjaldi og múrvegg. Eftir að veggurinn féll er einsog hann standi enn í hugum fólks og sé haldið uppi með fáfræði. Avant-garde-myndir Það er erfitt að flokka sérkenni- legar en seiðandi myndir Ottinger og blaðamanninum dettur helst í hug avant-garde-myndir af New York svæðinu og svokölluðum San Francisco-skóla. Ottinger gefur lítið út á það og segist hafa reynt að halda sérstöðu sinni. Hún segir að hún hafi orðið fyrir áhrifum af mörg- um og nefnir kvikmyndaleikstjóra einsog hinn franska Lumiere, aust- urríkismanninn Eric von Stroheim og Robert Altman sem áhrifavalda. Morgunblaðið/Styrmir Kári Listamaður Ottinger er ljósmyndari, myndlistarmaður, ætilistamaður, leikskáld og kvikmyndgerðarmaður. Listamaður hinna mörgu miðla mættur  Ottinger sýnir verk í Bíó Paradís og í Norræna húsinu Búti úr aðallagi nýrrar kvik- myndar um njósnarann James Bond, Skyfall, hefur verið lekið á netið, skv. frétt á vef dagblaðsins Wall Street Journal. Breska söng- konan Adele flytur lagið sem verður frumflutt á föstudaginn, 5. október. Í laginu leikur 77 manna sinfón- íuhljómsveit og mun það vera í ætt við gömlu, góðu Bond-lögin. Frumflutningur á laginu verður á vefnum adele.tv og verður lagið til sölu á netinu skömmu eftir hann. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta Bond-myndin, Dr. No, var frumsýnd með Sean Connery í hlutverki njósnarans. Skyfall verð- ur frumsýnd 26. október í Bret- landi sem og á Íslandi. Líkt og í síðustu tveimur Bond-myndum fer Daniel Craig með hlutverk njósn- arans. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes. Bútur úr Bond-lagi kominn á netið 007 Adele syngur aðallag Skyfall. AFP um Tísku og förðun föstudaginn 12.október. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna veturinn 2012 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað TÍSKA & FÖRÐUN Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 8.október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Förðunarvörur.• Förðun - litir, straumar og stefnur í• haust og vetur. Krem fyrir andlit og líkama.• Umhirða húðar.• Hártískan í vetur.• Ilmvötn fyrir dömur og herra.• Brúnkukrem.• Neglur og naglalakk.• Fylgihlutir.• Skartgripir.• Nýjar og spennandi vörur.• Haust- og vetrartíska kvenna.• Haust- og vetrartíska karla.• Íslensk hönnun.• Ásamt fullt af öðru spennandi efni.• MEÐAL EFNIS: TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5% 27. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2012 GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SAVAGES KL. 8 - 10.45 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DJÚPIÐ LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 THE DEEP (DJÚPIÐ) ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16 RESIDENT EVIL KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 THE WATCH KL. 5.40 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L SAVAGES KL. 8 - 10.15 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 - 10 10 DREDD 3D KL. 6 16 - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ - H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10 T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV SAVAGES Sýnd kl. 8 - 10:40 DJÚPIÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10 THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 6 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI SÍÐUSTU SÝNINGAR! “Oliver Stone reisir sig (loksins) aftur upp með skemmtilegri, stílískri og spennandi ræmu sem neitar að fara fínt í hlutina.” -T.V - Kvikmyndir.is/Séð og Heyrt -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSL TAL 10 7 12 12 16 HÖRKU SPENNUMYND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.