Morgunblaðið - 03.10.2012, Qupperneq 44
Hljómsveitin
Mannakorn,
þ.e. Magnús Ei-
ríksson og
Pálmi Gunn-
arsson, heldur
tónleika í Há-
skólabíói 20. október næstkomandi.
Auk Magnúsar og Eiríks koma fram á
tónleikunum þau Ellen Kristjáns-
dóttir, Stefán Már Magnússon, Bene-
dikt Brynleifsson, Þór Úlfarsson og
Kjartan Valdimarsson.
Mannakorn halda
tónleika í Háskólabíói
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Hundsaði einkenni hjartaáfalls
2. Europris hættir á Íslandi
3. Leitarmaður féll ofan í holu hjá …
4. Ætla ekki að eignast barn núna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónleikar til heiðurs hljómsveitinni
Fleetwood Mac verða haldnir í Aust-
urbæ fimmtudaginn 11. október kl.
21. Fjöldi tónlistarmanna mun gera
tónlist hljómsveitarinnar skil, m.a.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónleikar til heiðurs
Fleetwood Mac
A Force in Nature nefnist banda-
rísk heimildarmynd um myndlist-
armanninn Jóhann Eyfells sem hefur
verið í vinnslu í sex ár. Höfundur
hennar er kvikmyndagerðarmaðurinn
Hayden de Maisoneuve Yat-
es og var myndin tekin
að hluta til á Íslandi,
skv. vefsíðu hans,
vitruviuscrea-
tions.com.
Heimildarmynd um
Jóhann Eyfells
Á fimmtudag Norðan 5-13 m/s, hvassast A-til en mun hægari á
Vestfjörðum síðdegis. Bjartviðri S-til á landinu, skýjað V-til en rign-
ing eða súld N- og A-til. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast S-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hlýnar lítið eitt með rigningu um landið
norðanvert og bætir í úrkomu um tíma seinnipartinn. Hiti 0 til 8
stig norðanlands en 4 til 11 stig S-til.
VEÐUR
Manchester United vann
rúmenska liðið CFR Cluj,
2:1, í Meistaradeild Evrópu í
gærkvöldi. Wayne Rooney
og Robin van Persie voru
báðir í byrjunarliðinu í
fyrsta skipti á tímabilinu en
Van Persie skoraði bæði
mörk Man. United eftir
sendingar frá Rooney.
Chelsea vann auðveldan
sigur á dönsku meist-
urunum í Nordsjælland og
FC Bayern fékk skell.
Rooney og Van
Persie byrja vel
„Njarðvíkingar hafa fengið tröllvax-
inn Friðrik Stefánsson aftur og mun
hann hækka reynsluvísitölu liðsins
töluvert. Ungir leikmenn liðsins áttu
góða vertíð í fyrra og þurfa að stíga
skrefið áfram í vetur og viðhalda
þeirri framför sem hjálpaði liðinu inn
í úrslitakeppnina í fyrra. Ég held að
þessi vetur gæti orðið erfiðari,“
segir Kristinn Geir
Friðriksson í
fyrstu grein sinni af
þremur þar sem
hann fer yfir liðin
tólf sem leika í úr-
valsdeild
karla í körfu-
knattleik,
Dominos-
deildinni, á
komandi
leiktíð. »2
Friðrik hækkar reynslu-
vísitöluna hjá Njarðvík
Íslandsmót kvenna í körfuknattleik,
Dominos-deildin, hefst í kvöld með
heilli umferð. Spá leikmanna og for-
ráðamanna liðanna var kynnt í gær
og þar var Keflavík spáð Íslands-
meistaratitlinum. Íslands- og bik-
armeistarar Njarðvíkur hafa misst
sterka leikmenn til Grindavíkur og er
spáð 5.-6. sæti í deildinni að þessu
sinni. »4
Konunum í Keflavík
spáð velgengni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar seljendur og kaupendur
ferðaþjónustu koma saman er iðu-
lega svolítið sérstakt andrúmsloft,
sem einkennist af eftirvæntingu og
gleði. Þannig var ástandið í Hörpu í
gær þegar Vestnorræna ferða-
kaupstefnan hófst en henni lýkur í
dag.
Kaupstefnan er nú haldin í 27.
sinn, en Ísland, Grænland og Fær-
eyjar skiptast á að halda hana ár-
lega. Að þessu sinni sækja hana um
160 erlendir kaupendur ferðaþjón-
ustu og um 500 seljendur ferðaþjón-
ustu í þessum þremur fyrrnefndu
löndum.
Rússar minna á sig
„Markmiðið með kaupstefnunni
er að kynna ferðaþjónustu og selj-
endur hennar frá Íslandi, Græn-
landi og Færeyjum fyrir erlendum
ferðaheildsölum,“ segir Margrét
Helga Jóhannsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Íslandsstofu og formað-
ur undirbúningsnefndar kaupstefn-
unnar. Hún segir að svæðið veki
víða athygli og kaupendur komi
víða frá en einkum frá Norðurlönd-
unum, annars staðar frá Vestur-
Evrópu, Bandaríkjunum og Kan-
ada. „Við erum með allnokkra frá
Rússlandi, sem er frekar nýtt,“ seg-
ir hún.
Andi vináttu svífur yfir vötnunum
enda segir Margrét Helga að kaup-
stefnan hafi skilað því að ferðaþjón-
usta landanna starfi nánar saman
en áður og ferðamönnum til þeirra
hafi fjölgað. Flugfélög, ferðaskrif-
stofur, hótel, veitingastaðir,
jeppafyrirtæki og
fleiri komi saman
og eigi saman við-
skipti. Kaupstefnan
styrki þannig
tengslin. Hún segir
að þessi tími sé mjög
annasamur hjá kaupendum ferða-
þjónustu sem séu að skipuleggja
næsta ár og því sé gott að fá yfir
160 kaupendur á kaupstefnuna.
Margrét Helga segir að á kaup-
stefnunni sé vakin meiri athygli en
áður á ferðamöguleikum utan há-
annatímans. „Reynt er að leggja
áherslu á það vegna þess að sum-
artíminn er mettaður,“ segir hún og
áréttar að samvinna að þessu leyti
komi öllum þremur löndunum til
góða.
Flest ferðaþjónustufyrirtæki
landsins eru félagar í markaðs-
stofum viðkomandi landshluta og
því má segja að kaupstefnan nái til
alls landsins. Markaðsstofurnar
gegna því mikilvægu hlutverki, að
sögn Margrétar Helgu.
Ferðafrömuðir á ferðinni
Markaðssetning
Færeyja, Græn-
lands og Íslands
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vestnorræna kaupstefnan Margrét Helga Jóhannsdóttir í Hörpu í gær, en um 160 erlendir kaupendur
ferðaþjónustu og um 500 seljendur ferðaþjónustu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum taka þátt í kaupstefnunni.
Ferðamálasamtök Norður-
Atlantshafsins (NATA), sem er
samstarfsvettvangur Íslands, Fær-
eyja og Grænlands á sviði ferða-
þjónustu, halda kaupstefnuna.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferða-
málastjóri er stjórn-
arformaður NATA til ára-
móta, en þá tekur fulltrúi
Grænlands við enda verð-
ur kaupstefnan á Græn-
landi 2013.
Um helgina var Ísland valið land
ársins í Evrópu 2012 í árlegu vali
lesenda breska dagblaðsins The
Guardian. Fram kom að lág glæpa-
tíðni og vinsamlegt viðmót lands-
manna gerði landið að ákjósan-
legum áfangastað. „Það er
skemmtileg tímasetning að halda
þessa kaupstefnu núna í ljósi
þessa árangurs,“ segir Margrét
Helga, en verðlaunin voru afhent
við hátíðlega athöfn í London.
Ísland land ársins 2012
VAL LESENDA BRESKA DAGBLAÐSINS THE GUARDIAN