Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Dansgleði kallast dansbóksem Guðbjörg Arnar-dóttir danskennari hefursett saman. Þar er farið
yfir helstu tegundir dansa og þeir út-
skýrðir en bókin er einnig tengd vef-
síðunni dansgledi.is þar sem nálgast
má kennslu á sjónrænan hátt.
Guðbjörg segir bókina vera
hugsaða bæði fyrir kennara og eins
fyrir fjölskylduna til að brydda upp á
nýjungum í samveru sinni. Það geti
t.d. verið skemmtileg tilbreyting frá
því að spila borðspil þegar fjöl-
skyldan kemur saman að dansa í
staðinn.
Leikurinn er sjálfsprottinn
„Dansinn er gleðigjafi og það má
nú alveg lyfta aðeins upp geðheilsu
landans. Maður finnur um leið og
maður fer að gera eitthvað skemmti-
legt hvað það eflir huga manns alveg
sama hvað það er. Í einstaka tilfelli
getur verið erfitt að fá fólk út á gólf
en oftast er auðvelt að fá fólk til að
hristast og brosa. En um leið og fólk
fer að hlæja losnar líka um ákveðnar
hömlur. Leikurinn í eðli okkar mann-
fólksins er sjálfsprottinn en við leyf-
um honum dálítið að dala með ár-
unum. Rétt eins og við skömmumst
okkur fyrir að vera börn í okkur en
það er mikilvægt að halda því ljósi
inni í okkur og sleppa taumunum. Ég
einbeiti mér að því að kenna fólki
auðvelda tækni við að dansa til að
sporin flækist nú ekki fyrir og það er
líka allt í lagi að gera smá mistök,“
segir Guðbjörg.
Hlátur losar um hömlur
Eitt af lykilorðum bókarinnar er
Prófaðu, framkvæmdu og njóttu og
hvetur Guðbjörg t.d. hjón til að
Hópefli í dansinum
Dans kallar fram gleði og auð-
veldar fólki að létta af ákveðnum
hömlum. Í dansbók sinni, Dans-
gleði, sem væntanleg er á mark-
aðinn skýrir Guðbjörg Arnar-
dóttir danskennari frá ólíkum
dansstílum en tengt bókinni er
vefsíða þar sem horfa má á dans-
kennslu. Guðbjörg segir salsa og
diskó alltaf vera vinsælt og þar
hafi tónlistin sitt að segja. Danskennari Guðbjörg lét gamlan draum rætast með því að gefa út bók.
Sameining Guð-
björg segir það
vera hópefli að
dansa í hring.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Það er ágætt að geta æft sig dálít-
ið í Norðurlandamálunum og lesið
áhugaverðar greinar um leið. Vef-
ræna útgáfu af norska blaðinu Tara
má finna á vefsíðunni tara.no og
þar má nálgast greinar og fréttir
úr ýmsum efnisflokkum. Á vefsíð-
unni má meðal annars lesa athygl-
isverða grein um norska rannsókn
sem sýnir að konur sem gangist
undir lýtaaðgerðir séu líklegri til
að finna fyrir þunglyndi. Í greininni
kemur fram að í kringum sjö pró-
sent norskra kvenna á aldrinum 18
til 65 ára hafi undirgengist lýtaað-
gerðir í fegrunarskyni og að þeim
fjölgi stöðugt. Í heilsuflokki vefsíð-
unnar má finna grein um rannsókn
sem gerð var við Imperial College í
London en hún sýnir að sleppi fólk
að borða morgunmat verði það
sólgnara í kaloríuríkan mat í há-
deginu. Þá er einnig að finna á vef-
síðunni margt skemmtilegt er
tengist afþreyingu, tísku og feg-
urð. Það er afbragð að æfa sig dá-
lítið í norskunni og sjá um leið
hvað helst er í deiglunni í ná-
grannalöndum okkar.
Vefsíðan www.tara.no
Tara Í norska vefritinu er að finna greinar um heilsu, tísku, menningu og fleira.
Hin norska Tara á netinu
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í dag kl. 15 verður opnuð ljós-
myndasýning Davids Bar-
reiro í Listhúsi Ófeigs, Skóla-
vörðustíg 5. Ljósmyndarinn
David Barreiro er ungur
spænskur ljósmyndari,
fæddur árið 1982 og kemur
hann frá Santiago de Compo-
stela. Á sýningunni eru ljós-
myndir frá ferð Davids um
Kambódíu árið 2010. Mynd-
irnar sýna tvo áhrifamikla og
átakanlega staði, Bokor og
Tuol Sleng, sem lýsa hvað
best þeim hörmungum sem
íbúar landsins hafa mátt
þola. Kambódía er land mik-
illa náttúruauðæfa, með ár-
þúsunda menningarsögu.
Frakkar lögðu landið undir
sig árið 1863. Árið 1953 öðl-
aðist landið sjálfstæði.
Rauðu Kmerarnir komust til
valda árið 1975 og stóð
ógnarstjórn þeirra til 1979 er
Víetnamar réðust inn í landið
og komu stjórn Rauðu Kmer-
anna frá völdum. Sjá má
myndir frá David á slóðinni:
www.davidbarreiro.com.
Endilega…
Ljósmyndari David Barreiro er frá Santiago de
Compostela.
…sjáið myndir frá Kambódíu
Crossfit þjálfunarkerfið er orðið tals-
vert vinsælt á Íslandi en í dag verður
opnuð ný æfingastöð sem leggur
áherslu á slíka þjálfun. Stöðin kallast
CrossFit XY og er í Garðabæ. Innan
dyra eru tveir rúmgóðir salir og einn
minni en einnig er greiður aðgangur
úr stöðinni að hlaupastígum í hraun-
inu í kring og stutt í Heiðmörkina.
Opið hús er í dag á milli 11 og 16 en
allar nánari upplýsingar má finna á
www.crossfitxy.is eða www.facebo-
ok.com/crossfitxy.
Opið hús hjá CrossFit XY
Crossfit Púl og sviti.
Inni og úti
þjálfun