Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Hádegistilboð fram að jólum
Súpa, nýbakað brauð og
gratineraður Plokkfiskur - 1890 kr
www.volkswagen.is
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Alltrack
Allir vegir færir
á nýjum Passat Alltrack
Passat Alltrack 4Motion, sjálfskiptur kostar:
6.590.000 kr.
Öryggi og ánægja fara vel saman
Nýr Volkswagen Passat Alltrack er með fullkomnu fjórhjóladrifi, aukinni
veghæð og ESP stöðugleikastýringu sem gera aksturinn öruggann við
krefjandi aðstæður. Sjö gíra DSG sjálfskiptingin og 170 hestafla TDI
dísilvélin sjá um að aksturinn verði einstök upplifun.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú gagnrýni sem Geir Sigurðsson,
forstöðumaður Konfúsíusarstofnun-
ar, og Sverrir Jakobsson, aðjunkt í
sagnfræði við Háskóla Íslands, settu
fram á bókina Maó eftir Jung Chang
og Jon Halliday er veigalítil og
breytir engu um þá heildarniður-
stöðu hennar að Maó hafi verið ein-
hver mesti fjöldamorðingi sögunnar.
Þetta er eindregin skoðun Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar, pró-
fessors í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, sem kom bókinni til
varnar í fyrirlestri á dögunum á veg-
um Rannsóknarseturs um nýsköpun
og hagvöxt, RNH.
Hannes segir aðspurður að þeir
Geir og Sverrir einblíni á minni hátt-
ar atriði í þessu 800 síðna verki.
„Þeir gagnrýndu ýmis smáatriði í
bók þeirra Jung Chang og Jon Halli-
day eins og til dæmis deilur um orr-
ustu á Luding-brúnni, og hvaða ár
kínverski kommúnistaflokkurinn
var stofnaður. Allt eru þetta álitamál
en skiptir engu máli um tvær meg-
instaðreyndir. Önnur er sú að bók
Chang og Halliday er feikilegt afrek.
Þau töluðu við á milli 350 og 400
manns og grófu upp skjöl í skjala-
söfnum í Kína, Rússlandi og víðar
sem brugðu nýju ljósi á ævi og störf
Maós. Seinna atriðið er að þetta
skiptir engu máli um þá staðreynd
að Maó var einhver afkastamesti
fjöldamorðingi sögunnar,“ segir
Hannes og rifjar upp söguna.
Milljónir manna týndu lífi
„Við valdatöku kommúnista féllu
milljónir manna í valinn, voru drepn-
ar af kommúnistum. Síðan voru lík-
lega fleiri sem sultu í hel í stóra
stökkinu fram á við 1958-1962 en
þau jafnvel töldu, Chang og Hal-
liday.
Þá veita nýrri rannsóknir vís-
bendingu um að jafnvel 45 milljónir
manna hafi soltið í hel. Svo féllu
nokkrar milljónir manna í
menningarbyltingunni. Þannig að
jafnvel þótt það tækist að finna smá-
atriði sem leiðrétta ætti gæfi það
ekkert tilefni til þess harða dóms
sem þeir Geir Sigurðsson og Sverrir
Jakobsson felldu yfir bókinni. Ég
satt að segja velti því fyrir mér
hvers vegna sumir í fræðaheiminum
tóku þessari bók illa. Ég held að það
séu ýmsar skýringar á því.
Fyrsta skýringin er auðvitað sú að
þeir sem eru kallaðir sérfræðingar
um kínversk málefni kunna því ef til
vill illa þegar einhver kemur á þeirra
vettvang og talar hispurslaust og
semur metsölubók. Þannig að sum-
part er um að ræða fræðilega af-
brýðisemi manna sem eru kannski
að skrifa um einhver smáatriði í kín-
verskri sögu og fylla allt með neðan-
málsgreinum. Þeir taka því illa. Það
er ein skýring,“ segir Hannes og
heldur áfram.
Háðir Kínastjórn um styrki
„Önnur skýring er sú að sumir
hafa auðvitað mikil tengsl við kín-
versk stjórnvöld og eru háðir kín-
verskum stjórnvöldum um styrki
eða stöður. Það er alkunna að bók
Chang og Hallidays er bönnuð í
Kína. Kínversk stjórnvöld vilja ekki
uppgjör við Maó. Ég held að þetta
tvennt skýri ef til vill best hvers
vegna bókinni var misjafnlega tekið
í fræðaheiminum en var afar vel tek-
ið af almennum lesendum og virtum
ritdómurum.“
Forstöðumaður eftir ritdóm
– Leitast menn hér heima við að
styggja ekki Kínastjórn?
„Ég átta mig ekki alveg á því en
auðvitað var Geir Sigurðsson – án
þess að ég vilji gera honum upp
skoðanir – ráðinn forstöðumaður
Konfúsíusarstofnunar í Háskóla Ís-
lands skömmu eftir að hann skrifaði
sinn ritdóm en hún er kostuð af kín-
verskum stjórnvöldum.
Ég tek það þó fram að stofnunin
bauð mér að halda þennan fyrirlest-
ur þannig að hún fylgir ekki algjör-
lega línu kínverskra stjórnvalda –
hún á að vera óháð – þannig að ég
hef ekkert nema gott eitt um það að
segja. En ég held að margir vilji
ekki styggja þetta stórveldi.
Það er athyglisvert að bók Chang
og Hallidays er bönnuð í Kína. Þau
ljúka bókinni á að tala um að myndin
af Maó hangir enn þá uppi á Torgi
hins himneska friðar og myndir af
honum eru líka á peningaseðlum í
Kína. Hvað myndum við segja ef
Þýskaland væri með myndir af Hit-
ler uppi á torgum og hefði myndir af
Hitler á peningaseðlum?“ spyr
Hannes. Fyrirlesturinn verður sett-
ur á Youtube innan tíðar.
Prófessor svarar gagn-
rýni á bók um Maó
Morgunblaðið/Kristinn
Prófessor Hannes Hólmsteinn flytur erindi um Maó á dögunum.
Hannes Hólm-
steinn telur að-
finnslur léttvægar
Tugmilljónir fórust
» Fræðimaðurinn Frank Diköt-
ter bendir á það í nýlegri bók,
Mao’s Great Famine, að 45
milljónir Kínverja hafi soltið í
hel í stökkinu mikla fram á við.
» Bókin sem Hannes vísar til
heitir Maó – sagan sem aldrei
var sögð.