Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Geymt en ekki gleymt Sumarið 1962 hélt dr. Kristján Eldjárn dagbók um „Vínlandsför“ sína. Hér birtist einstök ferðasaga hans í fyrsta sinn, ásamt fjölda skemmtilegra ljósmynda úr leiðangrinum. K R I S TJ Á N E L DJ Á R N / V Í N L A N D S DAG B Ó K Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Miðrými Óskar Thorarensen Forsalur Björk Bjarkadóttir Glimpses Borgarsýn Opnun kl. 15 Allir velkomnir Tvær sýningar í Gallerí Fold · 10. – 25. nóvember brjóta reglur um peningaþvætti. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að eftirlit HSBC með pen- ingaþvætti hefði verið ábótavant í Mexíkó. Auk þess hefur bankinn ver- ið sakaður um að fela viðskipti tengd Íran. Talið er að þessi leki um þá sem eiga innstæður í Jersey sé sá stærsti sinnar tegundir í Bretlandi. Á listan- um eru 4.388 manns sem eiga samtals 699 milljónir punda eða 144 milljarða króna. Talið er að fólkið eigi enn meira í allskyns fjárfestingum. Árið 2008 seldi innanbúðarmaður bankans í Sviss lista yfir viðskiptavini í Genf til skattayfirvalda. Á þeim lista voru tvö þúsund Bretar. Aftur á móti er talið að skattayfirvöld hafi ekki greitt fyrir Jersey-listann. Dóp- og vopnasalar í viðskiptum við HSBC  Skattayfirvöld í Bretlandi rannsaka stærsta banka landsins eftir uppljóstrun AFP Handtekinn Grískur blaðamaður var handtekinn og kærður í síðasta mán- uði fyrir að birta nöfn Grikkja sem eiga bankareikninga hjá HSBC í Sviss. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Skattayfirvöld í Bretlandi rannsaka stærsta banka landsins, HSBC, fyrir að hafa stofnað reikninga í skatta- skjólinu Jersey fyrir glæpamenn. Uppljóstrari lét skattinn fá upplýs- ingar um alla bresku viðskiptavini bankans í Jersey. Í gögnunum kemur fram hver innstæðan er, nafn og bankanúmer. Yfir fjögur þúsund manns, búsettir í Bretland, eru á listanum. Talið er að þetta leiði til þess að komið verði auga á hundruð manna sem hafa ekki gefið allt upp til skatts þar í landi. Á listan- um eru um fjögur þúsund manns sem eru búsettir annars staðar en í Bretlandi. Þetta kemur fram í frétt Tele- graph. Meðal þeirra sem eru á listan- um er dæmdur dópsali, dæmdur vopnasali, þrír bankamenn sem grun- aðir eru um fjársvik og maður sem kallaður hefur verið „annar versti tölvuglæpamaðurinn“. Ýmsir banka- reikningar með háum fjárhæðum eru í eigu fólks sem býr í frekar fátækum hluta landsins. Eftirtektarvert er hve margir á listanum starfa á breskum fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt ber bankanum að tilkynna yfirvöldum ef grunur leik- ur á að verið sé að sýsla með illa feng- ið fé. Þetta vekur upp spurningar um starfshætti HSBC, segir í fréttinni, því bankinn þarf að greiða 1,5 millj- arða dollara í Bandaríkjunum fyrir að Skatturinn með listann » Bresk skattayfirvöld hafa komist yfir lista yfir viðskipta- vini HSBC bankans sem eiga innstæður í skattaskjólinu Jersey. » Dæmdir glæpamenn og ýmsir sem búa í frekar fátæk- um hluta Bretlands eiga mikla peninga í skattaskjólinu. » Á listanum eru um fjögur þúsund manns sem búsettir eru annars staðar en í Bretlandi. Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samfélags- ábyrgðar hjá Landsvirkjun. Inn- leiðing stefnu fyrirtækisins á því sviði verður sérstakt forgangs- verkefni hjá fyrirtækinu á næsta ári. Hún hefur frá 2010 gegnt stöðu yfirmanns samskiptasviðs Landsvirkjunar. Magnús Þór Gylfason tekur við því starfi af Rögnu Söru. Þetta kemur fram í tilkynningum. Ragna Sara er MSc í alþjóða- viðskiptum frá Viðskiptaháskól- anum í Kaupmannahöfn og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. Magnús Þór er menntaður við- skiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir langri reynslu á sviði samskipta. Hann hefur starfað hjá Landsvirkjun á samskiptasviði sem staðgengill yf- irmanns frá byrjun þessa árs. Magnús Þór var aðstoðarmaður borgarstjórans í Reykjavík á ár- unum 2008-2010. Manna- breytingar Magnús Þór Gylfason Ragna Sara Jónsdóttir þýddur yfir á japönsku og norsku vegna mikillar eftirspurnar á þessum mörkuðum. Félagið hefur í hyggju að ráða 10- 15 hugbúnaðarsérfræðinga á næstu mánuðum til að mæta vaxandi eftirspurn eftir vörum og þjónustu þess. „TM Software er í mikilli sókn með eigin hugbúnaðarlausnir og góð eftirspurn er eftir sérfræðingum fyr- irtækisins vegna umfangsmikilla verkefna fyrir innlenda og erlenda aðila. Gert er ráð fyrir áframhald- andi vexti og eru horfur jákvæðar, segir Ágúst Einarsson, fram- kvæmdastjóri TM Software, í til- kynningunni. Tekjur TM Software, sem leggur áherslu á þróun vef- og hugbúnaðar- lausna, jukust um 28% á þriðja árs- fjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. TM Software er dótturfyrir- tæki Nýherja. Erlendar tekjur fyrir- tækisins af Tempo-hugbúnaði og sérverkefnum hafa vaxið umtalsvert og er hlutfall erlendra tekna nú 31% af heildartekjum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Vörur TM Software eru seldar til yfir 2.000 fyrirtækja í 73 löndum og þýddar yfir á 12 tungumál, þar af var Tempo-hugbúnaðurinn, sem er tíma- skráningar- og áætlunargerðarvið- bót fyrir Atlassian JIRA, nýlega Hyggst fjölga starfsmönnum Mun færri þinglýstir leigusamn- ingar voru gerðir í haust en í fyrrahaust. Miðað við síðustu 12 mánuði hefur húsaleigusamn- ingum fækkað um 10% í sam- anburði við 12 mánuðina þar á undan. Þjóðskrá heldur utan um fjölda leigusamninga. Á síðustu 12 mán- uðum hefur 9.106 húsaleigusamn- ingum verið þinglýst, en þeir voru 10.124 12 mánuðina þar á undan. Flestir húsaleigusamningar eru gerðir í ágúst og september en þá eru námsmenn að tryggja sér húsnæði fyrir veturinn. Í ágúst og september voru 2.278 leigusamn- ingar gerðir en í sömu mánuðum árið á undan var 2.271 samningur gerður og 2.792 haustið 2010. Leigusamn- ingum fækkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.