Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
VIÐTAL
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Mazen Maarouf rithöfundur er palestínskur
flóttamaður, sem mestan hluta ævi sinnar hef-
ur búið í Líbanon. Fjölskylda hans hrökklaðist
frá heimkynnum sínum við stofnun Ísraelsríkis
1948. Nú er Mazen flóttamaður í Reykjavík.
Hingað kom hann í nóvember í fyrra í gegnum
ICORN, samtök borga, sem veita ofsóttum rit-
höfundum skjól. Mazen hefur haldið áfram að
skrifa og birta pólitískar greinar eftir að hann
kom til Íslands, hann er að leggja lokahönd á
skáldsögu, var að þýða Skuggabaldur eftir Sjón
á arabísku og í Borgarbókasafninu er sýning á
málverkum hans. Mazen hefur um árabil gagn-
rýnt ítök Sýrlendinga í Líbanon og hefur skap-
að óvild með því að segja að ekki sé við Ísraela
eina að sakast um hvernig komið sé fyrir Pal-
estínumönnum, málstaður þeirra hafi goldið
fyrir sérhagsmunagæslu þeirra arabaríkja,
sem þykist bera hag Palestínumanna fyrir
brjósti. Hann kveðst hafa fengið hótanir í 15 ár,
en þegar hann fór að gagnrýna stjórnvöld í
Sýrlandi eftir að uppreisnin hófst þar færðust
þær í aukana.
„Síðasta hótunin út af skrifum mínum barst
hér á Íslandi á Facebook,“ segir Mazen. „En ég
skrifa áfram í dagblöð í Líbanon. Ég ætla ekki
að hætta. En þegar ég sé nú hvernig fólk mót-
mælir í Sýrlandi án þess að sýna ótta þrátt fyr-
ir að vera í landi dauða og ógnar líður mér
stundum eins og ég ætti að skammast mín fyrir
að tala um hótanir gegn mér. Daglega eru 150
til 200 menn drepnir í Sýrlandi og ég er að tala
um einhver skilaboð eða hótanir. Í Líbanon og
Sýrlandi er fólk, höfundar, sem er hugrakkara
en ég. Þetta fólk berst með því að vera á staðn-
um, á götum úti, fyrir framan skriðdrekann eða
hermennina.“
Vitni að grimmdarverkum Sýrlendinga
Hann segir að til þess að skilja stöðu palest-
ínskra flóttamanna í Líbanon verði að skoða
hinar pólitísku aðstæður þar í landi.
„Vandinn í samskiptum Palestínumanna og
Sýrlendinga varð til á áttunda áratug 20. aldar.
Þar var aðallega um að ræða pólitískan ágrein-
ing milli leiðtoga PLO á þeim tíma og forustu-
manna sýrlensku stjórnarinnar. Málstaður Pal-
estínumanna var svo mikilvægur þá að sá sem
getur eignað sér hann nær sér í vænlega valda-
stöðu, annars vegar í samningum við vestrið og
hins vegar með ítökum í Líbanon, Palestínu og
Sýrlandi. Á þessum tíma var veldi PLO öflugt.
Valdabaráttan stóð einkum á milli Yassers Ara-
fats, leiðtoga PLO, og Hafez Assads, leiðtoga
Sýrlands, um það hver tæki ákvarðanir um
málefni Palestínumanna. Sýrlendingar vildu
ekki að Palestínumenn tækju ákvarðanir í eigin
málefnum. Litið var svo á að málstaður Palest-
ínumanna yrði að vera í höndum Sýrlending-
anna. Eftir að PLO fór frá Líbanon 1982 fór
valdið í hendur Sýrlandsstjórnar og Palest-
ínumenn höfðu engan mátt til að verja sig. Pal-
estínumenn urðu berskjaldaðir. Við megum
ekki gleyma flóttamannabúðastríðunum, sem
sýrlensk stjórnvöld ráku gegn Palest-
ínumönnum í Líbanon frá 1983 til 1988. Í tæp
fimm ár voru búðirnar umkringdar og fólk í
þeim svalt heilu og hálfu hungri.“
Mazen segir að ítök Sýrlendinga í Líbanon
séu ekki jafn mikil og þá, en þau séu vissulega
enn til staðar. Stjórnvöld í Damaskus styðji
Hezbollah, flokk herskárra íslamista í Líbanon,
og hafi margvísleg ítök að auki.
„Sýrlandsstjórn og verjendur hennar halda
því statt og stöðugt fram að þau tali fyrir mál-
stað Palestínu,“ segir hann. „Þetta er sú póli-
tíska regnhlíf, sem þau reyna að telja vestrinu
og jafnvel Palestínumönnum trú um að sé til
staðar. En sagan segir mér hið gagnstæða. Ég
bjó í Beirút og varð vitni að því sem Sýrlend-
ingar gerðu Palestínumönnum. Ég varð vitni
að því að sýrlensk stjórnvöld drógu ættingja
mína fyrir dóm fyrir það eitt að hafa aðrar póli-
tískar skoðanir en þeim voru þóknanlegar, ná-
grannar mínir hurfu skyndilega sporlaust og
var síðan sleppt allt að tíu árum síðar. Þegar
þetta fólk sneri aftur var það varla manneskjur
lengur, því hafði algerlega verið rústað, sál-
rænt, líkamlega og andlega. Fjöldi Palest-
ínumanna og Líbana, sem hafa horfið inn í sýr-
lensk fangelsi í Líbanon er yfirgengilegur.“
Ekki hægt að kenna Ísraelum alltaf um
Mazen segir að Sýrlendingar hafi staðið póli-
tískum fjölbreytileika í Líbanon fyrir þrifum.
„Um leið stjórnuðu þeir flóttamannabúðunum í
Líbanon og sveitum Palestínumanna í landinu,“
segir hann. „Palestínskur flóttamaður í þessu
landi er veikasti hlekkurinn vegna þess að hann
hefur ekkert opinbert eða pólitískt vald til að
styðjast við. Hann á ekki ríkisfang og er flótta-
maður án skilríkja. Ég á aðeins pappíra upp á
að ég sé flóttamaður og megi ekki vinna eða
njóta minnstu þegnréttinda. Þegar kemur að
málstað Palestínumanna er ekki hægt að kenna
Ísraelum um sýknt og heilagt. Ísrael með sitt
pólitíska og hernaðarlega kerfi er augljósasti
óvinur Palestínumanna, en þegar talað er um
64 ára bölvun Palestínumanna – frá 1948 – held
ég að hún stafi ekki bara af tilvist Ísraels eða
grimmd.
Við verðum að horfa til aðstæðna í kringum
málstað Palestínumanna og ríkjanna í Mið-
Austurlöndum, sem njóta góðs af því að tryggja
að barátta Palestínumanna fái enga lokanið-
urstöðu. Aftur snýst allt um vald og her-
kænsku, valdataflið við Ísrael. Sá sem nær að
sölsa undir sig málstað Palestínu getur staðið
andspænis Ísraelum, getur samið við þá, þótt
hann sé ekki í stöðu til að fara í stríð við þá.“
Mazen starfaði á dagblaði í Líbanon sem
yfirleitt er talið andvígt Sýrlendingum.„Blaðið
mitt er talið frekar hægri sinnað og þar sem ég
er Palestínumaður mæltist ekki vel fyrir að ég
skyldi vera hjá blaði, sem talið var andvígt Pal-
estínumönnum, Sýrlendingum og vinstri mönn-
um,“ segir hann. „Þegar byltingin hófst í Sýr-
landi fór ég að taka viðtöl við stjórnar-
andstæðinga í Líbanon og vekja athygli á þeim.
Þetta var til viðbótar við greinar mínar þar sem
framferði Sýrlendinga gegn Palestínumönnum
í Líbanon í áranna rás var dregið fram. Í Líb-
anon er ekkert mál að gagnrýna Sýrlendinga –
ef maður er Líbani. Þá er hægt að sækja stuðn-
ing í ákveðna hópa og ríkisborgararéttinn. Þeg-
ar maður gagnrýnir stöðugt stjórnina, sem seg-
ist vera að berjast fyrir þínum málstað, veldur
það miklum pirringi.“
Mazen fóru að berast skilaboð um að þegja
löngu áður en uppreisnin hófst í Sýrlandi. Hon-
um var fyrst hótað 1997 þegar hann var í há-
skóla og fór ekki á milli mála hverjir voru að
baki. 2005 hætti hann að skrifa um pólitík, en
byrjaði aftur þegar byltingin hófst í Túnis.
„Síðan hef ég skrifað um þessi mál og það
hefur farið í taugarnar á ákveðnum mönnum
vegna þess að ég er Palestínumaður og flótta-
maður,“ segir hann. „En þegar þeir vilja senda
manni tóninn kunna þeir að bera sig að og fá
jafnvel menntamenn til verksins.“
Hann kveðst ekki skilja hvernig mennta-
maður eða skáld geti stungið niður penna og
hvatt til að þúsundum manna verði ráðinn bani.
„Ef ég vildi tala um réttindi Palestínumanna
get ég ekki einblínt aðeins á þá og virt annað
fólk að vettugi,“ segir hann. „Það er mann-
úðarhlið málsins. En þegar kemur að pólitísku
hliðinni tel ég að málstaður Palestínumanna
hafi strandað á hagsmunum og samskiptum
Egypta, Sýrlendinga, Íraka, Írana og ríkjanna
í næsta lagi kjarnans. En ríkin umhverfis Pal-
estínu reyndu allan tímann að eignast hlutdeild
í málstað Palestínumanna til að fá meiri völd
gagnvart vestrinu. Það var hvorki í þágu
Palestínumanna né af mannúðarástæðum,
heldur vegna þeirra eigin hagsmuna.“
Uppreisnirnar í arabaheiminum hófust að
því er virtist með því að almenningur reis upp,
þreyttur á ofbeldi og kúgun, en þegar harð-
stjórarnir féllu myndaðist valdatóm, sem allt
önnur öfl reyna nú að fylla.
„Þetta er mjög flókið mál og ég verð að
reyna að einfalda það,“ segir hann. „Einni stað-
reynd í sambandi við upphaf uppreisnarinnar í
Túnis er bannað að segja frá í arabaheiminum.
Upphafið var þegar götusalinn Mohamed Bo-
uazizi kveikti í sér í bænum Sidi Bouzid. Hann
kveikti ekki í sér af því að hann vildi koma fram
pólitískum mótmælum, heldur vegna þess að
kona, lögreglukona, veitti honum kinnhest.
Lögreglukonan var ekki birtingarmynd póli-
tísks valds fyrir honum, heldur var hann svo
bundinn af viðhorfum og hefðum ættbálks síns
Ég vil geta
talað frjálst
þegar ég tala
um frelsi
Mazen Maarouf er palestínskur rithöfundur
sem var hótað vegna skrifa sinna í Líbanon
Hann hefur nú fengið skjól í Reykjavík og
heldur áfram gagnrýnum skrifum sínum
’
Það er ekki hægt að dæma
núna, það er of snemmt. Ein-
ræðisherrarnir sátu að meðaltali í
30 ár. Það er ekki sanngjarnt að
kveða upp dóm eftir eitt ár og
segja að einræðisherrarnir hafi
verið betri.
Ósjálfráð
eðlisfræði
Dagurinn minn er gulur
eins og tennur hassfíkilsins
Mig dreymir meitil
og pípulagningamann
sem heiftúðugur
neglir mig fastan
við malbikið
með tveimur stálnöglum
gegnum fæturna
og fer
Mig dreymir nögl sem vex innávið
Ég nota hana til að klóra mér
í háræðum hjartans
Nú
má hvaða fugl sem er
koma
óboðinn
og fá að láni
beinin í bringu minni
til þess að byggja úr þeim tré
Mig dreymir
slétt heimkynni
lögð gljáandi hellum
þar sem jörðin er tandurhrein
og engin þörf fyrir skó
þar sem á útimarkaði
eru malaðar höfuðskeljar hinna dauðu
í enn eina helluna
sem hvílir á
þúsundum eldspýtna
eins og risavaxinn himinn
sem hrynur án fyrirvara
og kremur undir sér
hverja lifandi veru
Allt vegna þess að kviknar á einni eldspýtu
af hitanum sem myndast við árekstur
hvassra andardrátta
tveggja íbúanna
sem rífast að morgni komandi sólardags.
Mazen Maarouf
Sjón þýddi á íslensku