Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 36
BAKSVIÐ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Tólf einstaklingar létust ítólf umferðarslysum á Ís-landi á síðasta ári sam-kvæmt nýútkominni árs-
skýrslu Rannsóknarnefndar
umferðarslysa. M.a. vakti það sér-
staka athygli nefndarinnar að fjögur
af slysunum tólf komu til með þeim
hætti að ekið var á gangandi vegfar-
anda. Fjögur banaslys urðu vegna
útafaksturs bifreiða og þrjú vegna
áreksturs bifreiða.
Eins og sést á myndinni hér til
hliðar hefur banaslysum í umferðinni
farið fækkandi undanfarin ár. Í
skýrslunni segir að ýmsar skýringar
séu þar á. Unnið hafi verið eftir um-
ferðaröryggisáætlun og fé veitt til
rannsókna. Þá eru þættir eins og
fræðsla, löggæsla og vegabætur einn-
ig nefndir til sögunnar. Einnig segir
að umferð hafi dregist saman. Sér-
staklega er tekið fram að á Vestur-
landsvegi, Suðurlandsvegi og
Reykjanesbraut hafi engin banaslys
orðið á árunum 2009-2011 vegna
framanákeyrsla.
Einar Magnús Magnússon,
verkefnastjóri umferðaráróðurs og
upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, er
sammála því að fækkun banaslysa
komi til af mörgum samverkandi
þáttum. „Á undanförnum árum hefur
einnig átt sér stað ör þróun er varðar
öryggisbúnað í bílum. En hinsvegar
má ekki gleyma að mannlegu mistök-
in vega hvað þyngst þegar kemur að
orsökum umferðarslysa,“ segir Ein-
ar. Hann tekur fram að starfsmenn
Umferðarstofu hafi þá trú að umferð-
armenning hér á landi hafi batnað á
undanförnum árum. Það stafi m.a. af
aukinni fræðslu, svonefndu aksturs-
banni nýliða og bættu ökunámi. Þá
sýni mælingar Vegagerðarinnar jafn-
framt að dregið hafi úr hraða á veg-
um landsins. Þetta séu aðeins nokkur
atriði af mörgum sem nefna má sem
áhrifavalda hvað aukið umferðar-
öryggi varðar.
„Svo kom það fyrir mig“
Þegar aldursdreifing bæði
þeirra sem látast í banaslysum í um-
ferðinni og þeirra sem valda bana-
slysum frá 1998-2011 er skoðuð kem-
ur í ljós að hlutur ungra ökumanna er
stór. Ökumenn 15-24 ára ollu 30%
banaslysa frá 1998-2011. Umferðar-
stofa beinir forvarna- og fræðslu-
starfi sínu fyrst og fremst að yngri
ökumönnum en Einar vill einnig
leggja áherslu á hlutverk foreldra í
því sambandi. „Fyrir nokkrum árum
fórum við af stað með verkefni sem
heitir „Svo kom það fyrir mig“ sem
hefur staðið framhaldsskólunum til
boða. Verkefnið byggir á því að nem-
endum er sýnd umfjöllun og viðtöl við
ungt fólk sem hefur ollið banaslysum
í umferðinni. Þarna er um að ræða
fólk sem hefur tekið rangar ákvarð-
anir á ögurstundu. Þar getur verið
um að ræða ölvunar- eða hraðakstur
sem eru aðstæður og freistingar sem
margir krakkanna geta samsvarað
sig við,“ segir Einar og tekur fram að
það sé mat Umferðarstofu að verk-
efnið hafi þegar borið árangur þó
ávallt sé erfitt að leggja hönd á slíkt.
Hjá Umferðarstofu er ásamt
mörgu öðru á döfinni að efna til her-
ferðar gegn símanotkun ökumanna
sem hefur verið ört vaxandi vanda-
mál. Einar segir jafnframt nauðsyn-
legt að efna til fræðslu er varðar
óvarða vegfarendur þ.e. þá sem eru
gangandi, skokkandi eða hjólandi.
Hlutur þeirra fari sem betur fer sí-
vaxandi í umferðinni. En þótt þetta
séu öruggustu ferðamátar sem hugs-
ast getur þá séu aðstæður hér á landi
víða mjög erfiðar hvað þetta varðar
og huga þurfi að ákveðnum for-
vörnum og fræðslu í því sambandi.
Samverkandi þættir
fækka banaslysum
Fjöldi banaslysa og látinna
í umferðarslysum 1998-2012
35
30
25
20
15
10
5
0
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
Heimild: Rannsóknarnefnd umferðarslysa*Skv. upplýsingum 9. nóvember
Látnir Fjöldi slysa
27 27
21 21
32
23
24
19
29
22
23
20
23
20
19
16
31
28
15 15
12 12
17
15
8
7
12 12
7*
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sérstök um-ræða um af-leiðingar
veiðigjaldsins sem
fram fór á Alþingi í
vikunni stóð fylli-
lega undir nafni.
Hún var mjög sérstök. Einar K.
Guðfinnsson, sem hóf um-
ræðuna, vakti athygli á því
hverjar afleiðingar ofurskatt-
lagningarinnar á sjávarútveginn
væru. Hann benti á að sú aukna
samþjöppun í greininni sem var-
að hefði verið við væri þegar að
koma fram. Og hann vísaði í því
sambandi til orða bankastjóra
Landsbankans, sem er með
langflest sjávarútvegsfyrirtæki
í viðskiptum, sem hafi á aðal-
fundi Samtaka fiskvinnslu-
stöðva sagt orðrétt: „Vegna
veiðigjalds er samþjöppun orðið
þvingað úrræði fyrirtækja í erf-
iðri stöðu.“
Viðbrögð atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðherra, sem sinnir
sjávarútvegsmálum ef tími gefst
til frá öðrum verkefnum, voru
sem fyrr að þróa þyrfti nýsett
lög áfram. Þessi lög voru að vísu
þvinguð með látum í gegnum
þingið og þá þoldi enga bið að
beygja sjávarútveginn, en nú
sem fyrr en gagnrýninni svarað
með því að agnúar verði skoð-
aðir og gefið í skyn að ef til vill
verði eitthvað lagað síðar. Þó er
ekki viðurkennt að neitt sé að í
grundvallaratriðum, síður en
svo, þannig að ekki er við mikl-
um bótum að búast.
En þó að sá sem sinnir sjávar-
útveginum innan stjórnarráðs-
ins í strjálum lausum stundum
frá nýsköpunarvinnu hafi sýnt
þeim vanda sem hann hefur
komið sjávarútveginum í lítinn
skilning var ekki síður sér-
kennilegt að hlusta á aðra
stjórnarliða.
Helgi Hjörvar sneri öllu á
haus og taldi að nú fyrst, eftir að
búið væri að leggja ofurskatt á
greinina, væri hægt að gæta að
arðsemi hennar. Nú má að hans
mati ná arðsemi út úr sjávar-
útveginum. Með
hliðsjón af því að
sjávarútvegurinn á
Íslandi er einstakur
hvað hagkvæmni
snertir er málflutn-
ingur af þessu tagi
auðvitað með ólíkindum, ekki
síst þegar allir sem til þekkja
vita að þær breytingar sem rík-
isstjórnin hefur staðið fyrir
draga úr arðseminni en auka
hana ekki.
Helsti talsmaður Steingríms
J. Sigfússonar og flóttamaður úr
Norðausturkjördæmi vegna
fylgishruns VG, Björn Valur
Gíslason, var ekki síður öf-
ugsnúinn en Helgi. Björn Valur
kaus að túlka það sem svo að
þeir sem lýstu áhyggjum af
stöðu sjávarútvegsins væru að
„tala illa um sjávarútveginn“.
Annað í ræðu hans var á sömu
lund.
Því miður var niðurstaða
þessarar sérstöku umræðu á Al-
þingi fyrirsjáanleg. Ábyrgir
þingmenn á borð við Einar
Kristin, Gunnar Braga Sveins-
son og Sigurð Inga Jóhannsson
vöruðu við afleiðingum stjórn-
arstefnunnar og reyndu að
halda uppi vitrænni umræðu.
Svör stjórnarliða fólust í að snúa
út úr, berja höfðinu við steininn
og neita að viðurkenna vandann.
Því miður er ekki útlit fyrir að
stjórnarliðar sjái að sér og vindi
ofan af mistökunum sem þeir
hafa gert. Meiri líkur eru á að
þeir knýi í gegn enn frekari
skemmdarverk. Í umræðunum
beindi Sigurður Ingi orðum sín-
um til þeirra útgerða sem berj-
ast nú í bökkum vegna laga-
breytinga stjórnarflokkanna:
„Reynið að þrauka veturinn.
Þessu verður breytt.“ Þetta eru
hárrétt skilaboð hjá þingmann-
inum og eiga ekki aðeins við um
sjávarútveginn. Eftir næstu
kosningar bíður nýs meirihluta
á þingi mikil vinna við að vinda
ofan af skaðlegri lagasetningu
þessarar ríkisstjórnar á flestum
sviðum þjóðlífsins.
Fjandskapur stjórn-
arliða í garð sjáv-
arútvegsins á sér
lítil takmörk}
„Þessu verður breytt“
Óbindandi at-kvæða-
greiðslan sem
haldin var um dag-
inn um tillögur um
drög að stjórn-
arskrá og nokkrar
spurningar að auki
fékk ekki háa ein-
kunn á fundi í Háskóla Íslands
í gær. Prófessor í lögum sagði
að hún hefði verið „gífurlega
opin“ og að margþættar spurn-
ingar sem lagðar hefðu verið
fyrir kjósendur gerðu það „úti-
lokað að alþingismenn væru
bundnir af einhvers konar
óskilgreindum vilja um breyt-
ingar á stjórnarskránni“. Þjóð-
aratkvæðagreiðslan hefði verið
„algjörlega ótímabær og
ómarkviss“.
Prófessor í
stjórnmálafræði
sagði að farið hefði
verið í dýrar að-
gerðir á borð við
þjóðfund og þjóð-
aratkvæðagreiðslu
en að „vönduð
skoðanakönnun hefði veitt
miklu fyllri og gagnlegri upp-
lýsingar fyrir miklu minni fjár-
muni“.
Talsmenn atlögu stjórnvalda
að stjórnarskránni kveinkuðu
sér undan því að atkvæða-
greiðslan væri kölluð skoð-
anakönnun, en samkvæmt
þessu var það orð ofrausn um
þann óskapnað sem þarna var
á ferðinni.
Aðför stjórnvalda að
stjórnarskránni fékk
ekki glæsilega um-
sögn á fundi í Há-
skóla Íslands í gær}
Verri en skoðanakönnun H
eimsbyggðin veit að vinnan göfg-
ar, og þarf svo sem ekki að fara
mikið nánar út í þá sálma. Vinn-
an nær meira að segja stundum
út yfir gröf og dauða. Eða svona
næstum því.
Þannig var að ég þurfti að kveðja gamlan vin
minn á dögunum. Mann sem vann alltaf mikið
og var að nánast alveg fram í andlátið. Og hafði
gaman af. Eins og ég hef hugsað mér að gera,
þótt ég nenni kannski ekki alltaf að stunda
yfirvinnu eða vinna á kvöldin og um helgar.
Útförin var á föstudegi, lokaspretturinn í
vinnslu sunnudagsblaðsins hafinn og ég hafði
því varla tíma til að mæta. Höfðingjann varð ég
samt að heiðra með nærveru minni og því varð
ekki hjá því komist að laumast til þess að sinna
vinnunni aðeins meðan á kveðjustundinni stóð.
Fátt var aftast í kirkjunni og síminn stilltur þannig að
ekki heyrðist í honum. Guð blessi tæknina.
Forspilið, Intermezzo, var leikið það hátt að ég hefði
eflaust getað hringt í vinnufélagann en kunni ekki við það.
Hófst því handa við að skrifa sms.
Á meðan kórinn kveikti á kertum sínum og lét hið milda
ljós lýsa dönsuðu fingur mínir eftir snertiskjánum og þar
var ekki bullað.
Einsöngvarinn lýsti því yfir að hann væri kominn heim
og svo komst þú í hlaðið á hvítum hesti og enn var ég að
sinna útgáfufélaginu.
Verst að þegar ekki var sungið hátt tók ég eftir að hljóð
heyrðist þegar ég ýtti á stafina. Hvíldi mig því
andartak en tók upp þráðinn næst þegar kór-
inn hóf upp raust sína.
Prestinum lá sem betur fer heldur hátt róm-
ur og minningarorðin voru býsna löng þannig
að hægt var að sinna vinnunni af töluverðum
móð á meðan hann flutti þau. Skipti ekki öllu
þótt ég væri ekki með hugann algjörlega við
það sem sá hempuklæddi mælti; þekkti gamla
manninn svo vel. Einbeitti mér að vísu að
hluta til í átt til altaris þótt síminn nyti mestr-
ar athygli. Mér heyrðist ekkert koma fram
sem ég ekki vissi. Og minningarorðin voru
góð.
Farið var með bljúga bæn, kórinn sagðist
nú leggja augun aftur og faldi í forsjá þína …
Ég er ekki frá því að maður á næsta bekk
fyrir framan mig hafi tekið eftir því hvað ég
var að brasa, þótt ég teldi mig hafa leynt því afar vel.
Fannst eins og ég fengi illt augnaráð.
Þótt illa geti staðið á er engin ástæða til að sleppa jarð-
arför fólks sem hefur skipt mann máli. Og hinum látna er
ekki sýnd nein óvirðing þótt ómögulegt sé að sitja graf-
kyrr og hlusta alla athöfnina.
En ég verð að játa að ég þakkaði guði hve tækninni hef-
ur fleygt fram síðan ég byrjaði í blaðamennsku. Og sá al-
máttugi er án efa ánægður með þá þróun sjálfur.
Þótt ég sæti aftast í kirkjunni hefði líklega ekki verið
við hæfi að sitja með ritvél í fanginu. Þau verkfæri voru
ekki hljóðlaus. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Guð veit að vinnan göfgar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um breytingar á umferðarlögum
sem m.a. felur í sér að skipaður
verði sérstakur trúnaðarlæknir
Umferðarstofu. Að sögn Einars
Magnúsar mun slíkur trún-
aðarlæknir geta skorist í leikinn
ef vafi leikur á ökuhæfni ein-
staklings. Í frumvarpinu kemur
fram að ef lögregla eða læknir
telji ökumann vanhahæfan af
heilsufarslegum ástæðum skal
gera trúnaðarlækni viðvart.
„Trúnaðarlæknir lætur í slíku
tilfelli framkvæma rannsókn til
staðfestingar á hæfni eða van-
hæfni ökumanns,“ segir Einar.
Samkvæmt frumvarp-
inu getur trún-
aðarlæknir ákveðið
að láta handhafa
ökuréttinda und-
irgangast verklegt
hæfnispróf að
lokinni lækn-
isrannsókn.
Læknir meti
ökuhæfni
NÝTT FRUMVARP
Einar Magnús
Magnússon