Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
✝ Helga Páls-dóttir fæddist
í Hnífsdal 19.
september 1917.
Hún andaðist á
sjúkrahúsinu á
Ísafirði 29. októ-
ber 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Páls-
son útvegsbóndi, f.
10. júlí 1883, d.
26. mars 1975, og
Guðrún Guðríður Guðleifs-
dóttir húsmóðir, f. 4. júlí 1895,
d. 3. mars 1923. Systkini
Helgu eru: Páll, skipstjóri, f.
1. apríl 1914, d. 19. desember
1994, Jóakim, framkvæmda-
stjóri, f. 20. maí 1915, d. 8.
september 1996, Halldór, f. 4.
ágúst 1916, d. 6. júní 1917,
Leifur Guðmundur, skipstjóri,
f. 28. nóvember 1918, d. 22.
júlí, 1999, Kristján, f. 25. maí
1920, d. 1. desember 1941, og
Halldór Gunnar, verkstjóri, f.
5. nóvember 1921.
Helga giftist 28. október
mundsson. Þau eiga þrjá syni.
5) Helga Guðbjörg Skúladóttir,
f. 31. mars 1955, maki Hilmar
Rúnar Sigursteinsson. Þau
eiga eina dóttur. Fyrri maki
er Hjörtur Ágúst Helgason.
Þau eiga þrjá syni. Helga var
fædd og uppalin í Hnífsdal og
bjó þar mestan hluta ævi sinn-
ar. Hún nam við Húsmæðra-
skólann Ósk á Ísafirði árið
1936. Hún varð ráðskona á
heimili föður síns þegar Krist-
ín Jónsdóttir (f. 17. mars 1883,
d. 20. nóvember 1935) seinni
kona hans fellur frá. Skúli og
Helga bjuggu á Brekkunni hjá
Páli föður hennar þegar Skúli
ferst og hélt Helga heimili þar
meðan hann var á lífi. Utan
heimilisins starfaði Helga á
símstöðinni, í kaupfélaginu og
hraðfrystihúsinu í Hnífsdal.
Hún var einnig ötull þátttak-
andi í starfi Kvenfélagsins
Hvatar og heiðursfélagi í
Slysavarnadeildinni í Hnífsdal.
Síðustu árin bjó hún á Hlíf,
íbúðum aldraðra á Ísafirði.
Helga verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 10. nóv-
ember 2012 og hefst athöfnin
klukkan 13.
1939 Skúla Her-
mannssyni, sjó-
manni frá Ög-
urnesi við
Ísafjarðardjúp, f.
5. maí 1918. Skúli
lést af slysförum
við veiðar á Ný-
fundnalandsmiðum
1. janúar 1959.
Foreldrar Skúla
voru Hermann
Björnsson, útvegs-
bóndi, og Guðfinna Andr-
ésdóttir, húsfreyja, í Ögurnesi.
Börn Helgu og Skúla eru 1)
Guðrún Kristín Skúladóttir, f.
3. apríl 1940, maki Carl Andr-
eas Bergmann (d. 2. apríl
2011). Þau eiga fimm börn. 2)
Hermann Kristinn, f. 24. mars
1943, d. 18. júní 2001, maki
Sólveig Sigurjóna Gísladóttir.
Þau eiga fimm börn. 3) Páll
Skúlason, f. 8. desember 1945,
maki Jóhanna Einarsdóttir.
Þau eiga þrjú börn. 4) Guð-
finna Skúladóttir, f. 7. október
1952, maki Kristján Guð-
6 ára snáði er keyrður út á
Reykjavíkurflugvöll. Flugfreyjan
beðin um að hafa auga með snáða,
ferðinni er heitið til Ísafjarðar. Ég
held á rauðum 5 króna seðli sem
er til að borga fargjaldið með Kel-
arútunni, spenningurinn er svo
mikill að hitta ömmu að ég gleymi
að borga Kela, hleyp upp rampinn
og amma kemur hlaupandi út úr
Pálshúsi á móti mér með opinn
faðminn, amma! amma!, þessu
augnabliki í lífi mínu mun ég aldr-
ei gleyma.
Þetta var upphafið að fyrstu
sumardvöl minni af mörgum hjá
ömmu og afa Páli í Hnífsdal. Þessi
ár áttu eftir að móta líf mitt til
framtíðar. Þegar ég hugsa til baka
þá finnst mér það hafa verið mikil
forréttindi að fá að hafa alist upp
hjá þér og lært lífsreglurnar hjá
þér. Fá að snúast í kringum afa
Pál, fara á sjó með afa á Stundvísi,
slá með orfi og ljá, rifja og raka, já
minningarnar eru endalausar.
Eitt sumar var ég hjá þér eftir
að afi dó og þá byrjaði ég í minni
fyrstu launuðu alvöru vinnu í salt-
fiski. Seinna kom ég svo aftur
vestur til að vinna, þá við smíðar
og dvaldi þá ýmist hjá þér eða
Helgu og Hirti. Alltaf gat ég haft
öruggt athvarf hjá þér, umvafinn
ást þinni og hlýju.
Fljótlega fórstu að kalla mig
hjartakónginn þinn og var ég mik-
ið upp með mér við það. Fyrir
nokkrum árum fórstu að tala um
aðra ömmustráka sem hjarta-
kónga. Ég tók þá upp á því að
senda þér bréf og smápakka, ekk-
ert nafn skrifaði ég undir, en
laumaði einum hjartakóngi úr
spilastokk með. Ekki leið á löngu
þangað til þú hringdir skellihlæj-
andi og sagðir að þetta hefði eng-
um dottið í hug nema mér, þá vissi
ég að ég væri hjartakóngurinn
þinn!
Elsku besta amma mín, það var
nú ekki gaman að horfa upp á þig
rúmliggjandi síðustu mánuðina
það var nú ekki þinn stíll. 50 ára
afmælisdeginum mínum varði ég
að mestum hluta hjá þér og þegar
við kvöddumst vissum við bæði að
það væri líklegast í síðasta sinn,
lífsneistinn búinn og þú sagðist
tilbúin að fara.
Að leiðarlokum vil ég minnast
þín sem glæsilegustu og falleg-
ustu manneskju sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Hvíldu í friði í
dalnum þínum, Hnífsdal. Ég mun
aldrei gleyma þér.
Hjartakóngurinn þinn,
Guðmundur Karl Bergmann.
Elsku fallega og góða amma
mín og nafna, Helga Pálsdóttir,
amma Helga eins og hún var jafn-
an kölluð, verður borin til grafar í
dag, 10. nóvember. Mig langar til
að minnast hennar með fáeinum
orðum. Amma mín var yndisleg og
glæsileg kona sem bar höfuðið
hátt alla tíð, teinrétt og spengileg
svo að eftir því var tekið. Ég fór
ung að árum í Hnífsdal í Pálshús
með pabba mínum og mömmu og
litla bróður mínum þar sem
mamma og pabbi komu vestur
með okkur krakkana og fóru á
vertíð. Pabbi fór á sjóinn og
mamma fór að vinna í frystihúsinu
svo að þau gætu haldið áfram að
klára að byggja húsið sitt. Þar átt-
um við yndislegar stundir. Síðan
var ég mörg sumur ein hjá ömmu
Helgu þegar hún var flutt á
Garðaveginn. Amma hugsaði allt-
af vel um að maður borðaði vel, ég
var í íþróttagöllum sem mamma
mín sendi mig með, var með
þrenna til skiptanna. Amma þvoði
þá til skiptis. Síðan þegar ég kom
heim á haustin eftir dvölina hjá
ömmu
Helgu þá fékk mamma alltaf
sjokk því þá var stelpan búin að
bæta nokkrum kílóum á sig í góða
yfirlætinu hjá ömmu. Síðar meir
strax eftir fermingu þá kom ég
vestur á vertíð ásamt Bryndísi
Bergmann, frænku minni og vin-
konu, þar sem við vorum allt sum-
arið í góðu yfirlæti hjá ömmu, hún
eldaði fyrir okkur bæði í hádeginu
og á kvöldin . Hún var okkur svo
yndislega góð, það hefðu ekki allar
konur á hennar aldri nennt eða
haft burði til að standa í að vera
með tvær unglingsstelpur. Og síð-
an mun ég aldrei gleyma þegar að
við frænkur fórum að kíkja á böll-
in og þegar við læddumst inn á
nóttunni, þar sem amma svaf laust
spurði hún: „Voruð þið nokkuð að
kyssa stráka?“ Já, þetta voru ynd-
islegir tímar sem ég mun alltaf
geyma í minningunni.
Mörgum árum síðar flutti ég
vestur í Bolungarvík og bjó þar í
átta ár og þá hitti ég hana ömmu
mína nokkrum sinnum í viku. Ég
vann alltaf tvo morgna á Hlíf dval-
arheimili þar sem amma var íbúi.
Þar var ég að klippa, lita og leggja
hár og setja í permanett. Þá var
amma mín komin yfir áttrætt, en
þegar að mikið var að gera þá
hjálpaði amma mér að skola
permanett og taka spólur úr. Já,
hún amma var engum lík. Og enn
hugsaði hún um að stelpan fengi
nóg að borða, því 1997 þegar var
ég ófrísk af mínu fyrsta barni og
var alveg hrikalega flökurt og
síælandi allan sólarhringinn þá
kom amma sterk inn að passa upp
á að Helga sín fengi að borða mjög
reglulega. Já, amma mín, þú ert
flottasta konan i öllum heiminum
og ég elska þig óendanlega mikið
og á eftir að sakna þín sárt. Einnig
langar mig að skila innilegu þakk-
læti fyrir alla sokkana og vett-
lingana sem þú ert búin að gefa
börnunum mínum í gegnum tíð-
ina. Þau eiga eftir að ylja sér í
þeim um ókomna framtíð. Ég veit
að afi Skúli og Hemmi frændi eiga
eftir að taka vel á móti þér á nýj-
um stað. Elsku amma mín, við
sjáumst síðar þegar minn tími
kemur.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
...
( P.Ó.T .)
Þín að eilífu
Helga Pálsdóttir.
Elsku besta amma mín í Hnífs-
dal.
Nú ertu farin í ferðalagið langa.
Þú varst farin að bíða eftir því
núna undir það síðasta, og ég
reyni að hugga mig við það að nú
líður þér vel, þó ég syrgi þig mikið.
Þú barst aldurinn ótrúlega vel
og varst heppin með það. Höfuðið
algjörlega í lagi til síðasta dags og
alltaf svo líkamlega vel á þig kom-
in. Það var ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum sem líkaminn fór
að gefa sig og þú þurftir að fá
göngugrind. Þú grínaðist nú með
það að loksins eignaðist þú farar-
tæki, en þú áttir aldrei bíl og tókst
ekki einu sinni bílpróf. Það fannst
og finnst mér svo magnað, enda
varst þú mögnuð kona.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa um þig
er hvað þú varst rosalega góð fyr-
irmynd, og einnig mörg lýsingar-
orð eins og falleg, góð, gáfuð, glöð,
tignarleg, ákveðin, dugleg, orku-
mikil og svona mætti lengi telja.
Það hefur ekki verið auðvelt að
missa manninn sinn svona ung frá
5 börnum, en þú stóðst þig eins og
hetja og getur svo sannarlega ver-
ið stolt af börnunum þínum öllum
sem eru hvert öðru yndislegra.
Það var alltaf svo gaman að fá
ömmu í heimsókn á Skagann, ekki
skemmdi það fyrir að maður vissi
að þú gaukaðir að manni smá pen-
ingum. Ég upplifði það eins og ég
væri sú eina sem fengi svona extra
gjafir frá þér, þú lést mig alltaf
finnast ég vera sérstök.
Ég er svo fegin að hafa getað
sagt þér í allra síðasta sinn hvað
ég elskaði þig mikið, aðeins nokkr-
um mínútum áður en þú kvaddir
þennan heim. Og hvað ég er líka
glöð að hafa heimsótt þig í sumar,
og þú gast séð Tinnu Maríu mína í
fyrsta skipti. Ég á eftir að segja
henni margar góðar sögur af
ömmu Helgu, það eitt er víst.
Takk, elsku amma mín, fyrir
allt og allt. Ég óska þér góðrar
ferðar en ég veit að afi og Her-
mann þinn hafa tekið vel á móti
þér, ásamt fullt af fleirum ástvin-
um sem hafa kvatt þennan heim.
Guð geymi þig, ég elska þig
ávallt, elsku amma mín.
Kær kveðja, þín
Elísabet.
Elsku besta amma mín, amma í
Hnífsdal, er fallin frá. Hún var
ótrúleg kona, ég á henni svo
margt að þakka og minning henn-
ar mun ávallt lifa í hjarta mínu.
Hún var stórglæsileg og ávallt vel
til höfð. Aldurinn bar hún lipurtá
ávallt vel, enda var það þannig, að
þegar ég sýndi vinum mínum
myndir af henni trúði mér enginn
þegar ég sagði hversu gömul hún
væri. Ég kallaði hana ömmu pæju
á seinni árum og hló hún mikið að
því en fussaði samt pínulítið um
leið, hún kunni ekki við svona
hrós.
Ávallt var dásamlegt að koma í
heimsókn til ömmu og aldrei mun
ég gleyma ilminum af gómsætu
pönnukökunum hennar, sem voru
svo vinsælar að um leið og hún
sagði okkur að hún væri að koma
suður, stökk pabbi út í búð og
keypti hráefni í pönsur, hann var
pönnukökuaðdáandi nr. 1. Amma
passaði afar vel upp á mig þegar
ég var hjá henni, og ávallt var mik-
ið brallað og gaman að vera í Páls-
húsi, þó mér hafi þótt minna
spennandi að þurfa alltaf að pissa í
kopp á næturnar, sem geymdur
var undir rúmi, þar sem amma var
hrædd um að ég myndi slasa mig í
bratta stiganum, enda laumaðist
ég oftar en ekki niður, en fékk svo
smá skammir daginn eftir. Því
auðvitað vaknaði hún við brakið í
stiganum.
Sumar eftir sumar tók hún á
móti okkur með bros á vör þegar
við Helga frænka, sumargæsirnar
tvær, komum og bjuggum hjá
henni á meðan við vorum að vinna
í frystihúsinu í Hnífsdal. Þrátt fyr-
ir að vera komin á sjötugsaldur
fannst henni það nú ekki mikið
mál að vera með tvo unglinga í
fjóra mánuði mörg, mörg sumur í
röð. Á hverjum einasta degi beið
hún eftir okkur með heitan mat í
hádeginu. Henni leiddist afar mik-
ið að hafa afganga, borðuðum við
þess vegna vel og mikið og komum
pattaralegar heim eftir sumar-
dvölina. „Sláturkeppssagan“ er
fræg og mikið höfum við hlegið að
henni síðan, þó svo að amma hafi
ávallt sagt að sagan sé helber lygi!
Ekki vorum við skammaðar þó við
lægjum í slorgallanum í stofusóf-
anum angandi af grálúðufnyk.
Við unglingarnir fórum auðvit-
að stundum á böll um helgar, en
ávallt vaknaði hún við heimkomu
okkar, sama hversu mikið við
læddumst og hvísluðumst á. Og ef
við komum seinna heim en hún
hafði átt von á sagði hún morg-
uninn eftir: Þið komuð seint heim í
gær, voruð þið að kyssa stráka?
Við skellihlógum allar og svo var
það ekkert rætt meira, þetta
útstáelsi á okkur frænkunum. Ég
á mér svo óhemju margar fallegar
og skemmtilegar minningar um
frábærar stundir með ömmu
minni, sem og mikið af ótrúlega
fallegum hlutum og fatnaði sem
hún bjó til. Litla „hjartarósin“ á
einnig eftir að sakna ömmu Helgu
afar mikið og vilja skreppa í heim-
sókn til hennar eftir leikskólann.
Núna síðustu árin áttum við
amma ótrúlega mörg skemmtileg
og hressandi símtöl, sem ég á eftir
að sakna ótrúlega, en við grínuð-
umst endalaust og hlógum svo
mikið að hláturstárin láku niður
kinnarnar á okkur báðum. Í dag
renna annars konar tár niður
kinnar mínar, með sorg og sökn-
uði en jafnframt miklu þakklæti,
virðingu,væntumþykju og ást
kveð ég yndislegu ömmu í Hnífs-
dal.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín elskandi,
Bryndís Bergmann.
Þegar ég kvaddi ömmu í sept-
ember var ég viss um að við mynd-
um taka upp þráðinn aftur og eiga
gott samtal við fyrsta hentugleika.
E.t.v. er það óraunsæi að ætla enn
frekara langlífi manneskju á 96.
aldursári sem hafði glímt við
versnandi heilsu. En hún var alltaf
svo kröftug, hnarreist og seig í
mótlæti, að burtferðardagurinn
virtist enn í óræðri framtíð. Eftir á
að hyggja, þegar ég fer yfir samtal
okkar í huganum, ætlaði hún lík-
lega að útskýra að þetta gæti orð-
ið okkar hinsta kveðja. En ég
eyddi öllu feigðartali snarlega.
Hún var hins vegar æðrulaus og
óhrædd við dauðann. Hipsurslaus
og ófeimin að ræða endalokin, eins
og hvað annað. „Enginn veit sína
ævina fyrr en öll er“, kom oft fyrir
meðal þeirra fjölmörgu spakmæla
sem hún hafði á hraðbergi.
Eftir standa minningarnar og
þakklæti fyrir að hafa átt hana að.
Ómögulegt er að henda reiður á
þeirri skuld, hvorki í stóru né
smáu. Allar pönnukökurnar og
spilamennskan. Öll þolinmæðin og
umhyggjusemin. Þannig sáust t.d.
aldrei nein merki óþreyju þó ég
fengi hana til að lesa eftirlætis-
bækurnar aftur og aftur. Henni
tókst þó aldrei að kenna mér að
prjóna svo vel væri og brá loks á
það ráð að leysa prjónaverkefnin
sjálf. Vona ég að skólayfirvöld láti
það óátalið úr þessu. Þá voru þetta
bernskustundir einlægrar gleði.
En í reynd ómetanlegt veganesti.
Amma mín var áhugasöm um
flesta hluti og náttúrlega gagn-
rýnin. Hún hafði góða hæfileika til
að miðla fróðleik og segja frá
áreynslulaust. Minnið óþrjótandi
að því er virtist. Þá var hún lagin
við að spyrja og draga fram það
áhugaverðasta sem aðrir voru að
fást við. Hún var framfarasinni
hvort sem var í félagsmálum eða
tækni. Átti t.d. auðvelt með að til-
einka sér farsímatæknina og þótti
smáskilaboð hentug.
Hún var heima í flestum mál-
um. Í sumar ræddum við t.d.
rannsóknir á lífgasframleiðslu í
dreifbýli í Skotlandi sem ég hafði
nýverið kynnst. Hún var fljót að
benda mér á að þetta væri auðvit-
að náskylt hauggassöfnuninni hjá
Sorpu í Reykjavík. Þá birti yfir
henni. Hugurinn hreif hana með
og líkamlegir krankleikar
gleymdust andartak.
Amma naut þess að gera að
gamni sínu í góðum félagsskap,
ræða þjóðmálin, rifja upp liðna tíð,
rekja ættir og fara með verk þjóð-
skáldanna. Þannig hefur verið fitj-
að upp á ýmsu meðal nágrann-
anna á Hlíf. Sérstaklega hafa þær
Björney Björnsdóttir verið sam-
rýndar vinkonur og reyndist það
mikill styrkur. Amma átti net
stuðningsmanna sem hún reiddi
sig á með ýmsa hluti. Þannig tókst
henni að varðveita sjálfstæði sitt
og höfðingjabrag fram á síðustu
vikur. Þegar á reyndi mætti hún
velvilja og hlýju heilbrigðisstarfs-
fólks sem hún var afar þakklát
fyrir. Fyrir hönd aðstandenda vil
ég ítreka þær þakkir.
Ég kveð fyrirmynd, stuðnings-
mann og vin.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
sendi ég afkomendum Helgu, að-
standendum og vinum innilegar
samúðarkveðjur.
Kristinn Hermannsson.
Tilveran er nú tómlegri og með
söknuði kveð ég einstaka mann-
eskju sem hefur alltaf gegnt mik-
ilvægu hlutverki í mínu lífi. Þegar
ég var yngri var hún amman sem
sýndi ómælda ást og umhyggju,
prjónaði bestu lopasokkana og
bakaði gómsætustu pönnukök-
urnar. Eftir því sem ég komst til
vits og ára kynntist ég betur stór-
kostlegu manneskjunni á bakvið
ömmuna góðu. Sambandið á milli
okkar varð sífellt dýpra og hún
var mér dýrmæt tenging við
minningu pabba eftir fráfall hans.
Sannkallaður fjársjóður og for-
réttindi að hafa átt hana ömmu í
heimahögunum og fengið að eiga
ótalmargar gleðistundir með
henni. Landfræðileg fjarlægð
seinni árin var miður, en fagnað-
arfundir voru miklir og innilegir
þegar við hittumst, það var und-
ursamlegt að taka þráðinn upp að
nýju.
Amma var fjölfróð, skörp og
minnug, fylgdist með menningu,
þjóðmálum og líðandi stund af
miklum áhuga og náttúrulegri
gagnrýni. Þar sem amma hafði lif-
að tímana tvenna var hún merki-
leg heimild í sjálfu sér. Kvæðin
voru hluti af arfleifðinni, og hún
lífgaði iðulega upp á samræður
með heilræðum og vísum, sem
runnu lauflétt upp úr henni. Við
vorum sammála um að það þyrfti
að halda þessu til haga, amma rit-
aði og fór með fyrir mig, en það
var ekkert sem hún amma vildi
ekki fyrir mig gera. Það er því
með miklum heiðri og þökk sem
„Kvæði í boði Helgu Páls“ kemur
út á meðal fjölskyldunnar.
Amma bar sig alltaf vel, sýndi
kjark og kraft, sama hvað á dundi,
og mætti áföllunum á lífsleiðinni
af einstakri sálarró. Hún var ung í
anda og til í að slá hlutunum upp í
grín. Ég gat sagt henni sömu
gamansögur og vinunum og við
hlógum innilega að uppákomum
og frásögnum hvor annarrar. Þeg-
ar fólk varð vitni að símtölunum
og uppgötvaði að á línunni var
öldruð amma mín, en ekki jafn-
aldri, vakti það undrun. Mér er
minnisstætt hvernig lífsgleði
hennar sýndi sig þegar við Krist-
inn leiddum hana á milli okkar út í
hríðarbyl eftir jólahald. Hún tókst
nánast á loft, varð drifhvít á auga-
bragði og náði varla andanum, en
rifjaði atvikið oft upp og hló dátt.
„Mundu nú að hafa gaman líka“
var hún vön að segja við mig þeg-
ar henni fannst námið taka yfir-
höndina.
Amma gerði allt af dugnaði og
samviskusemi, hvort sem var
handavinna, tryggð við fólk eða
rausnarskapur, en var þó einstak-
lega hógvær. Hún svaraði með
blíðu brosi þegar við spjölluðum
um kosningabaráttuna í vor og ég
sagði af miklu áræði að hún hefði
orðið næsti forseti ef aldur hefði
leyft. „Allt er best í hófi“ voru
hennar einkunnarorð, og áttu sinn
þátt í góðu andlegu og líkamlegu
formi.
Amma hélt tign sinni og skerpu
fram á síðasta dag, þótt líkamleg
heilsa væri farin að bresta, og lifði
hvert ár lifandi, hnarreist og
glæsileg. Ég var gæfusöm að fá að
njóta hennar, og fór hvert sinn af
hennar fundi sem betri mann-
eskja, brýnd til dáða, umvafin
hlýju. Ég tek hennar lífsgildi og
hvatningarorð með áfram í lífið og
ylja mér við ljúfar minningarnar,
ævinlega þakklát fyrir allt sem
hún hefur gefið mér.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til frændfólksins og vel-
unnara ömmu.
Hafdís Sunna
Hermannsdóttir.
Okkur bræðurna langar til að
minnast Helgu langömmu okkar
með miklum hlýhug og væntum-
þykju. Frá því við fórum að muna
eftir okkur yljuðu lopavettlingar
og sokkar, sem hún sendi okkur
suður, á köldum vetrardögum og
okkur þótti mjög vænt um að fá
þessar hlýju gjafir frá henni.
Þegar við heimsóttum hana
vestur bauð hún okkur ávallt uppá
pönnukökur og aðrar kræsingar
og á eftir lékum við okkur að öll-
um dýrunum sem hún átti í kassa
og hafði til taks þegar barna- og
langömmubörnin heimsóttu hana.
Langamma náði því að verða 95
ára og vorum við afar stoltir að
eiga svona glæsilega og dugmikla
langömmu sem alltaf var svo
hress og hlý. Hún var há og tign-
arleg og sérlega minnug á alla
skapaða hluti og þegar við hitt-
umst faðmaði hún okkur alltaf svo
innilega að sér. Við eigum margar
góðar minningar um Helgu lang-
ömmu og erum við afar þakklátir
fyrir að hafa notið samveru henn-
ar og gæsku.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hermann Ingi og
Ingvar Páll Skúlasynir.
Við systkinin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
Helgu Páls árið 1989. Faðir okkar
flytur síðan til hennar í Hnífsdal
er þau hófu sambúð. Var hann því
alsæll, kominn á sínar bernsku-
Helga Pálsdóttir