Morgunblaðið - 10.11.2012, Page 51
elskuðum hann rosalega mikið.
Hann gat sett tennurnar út úr sér,
það fannst okkur gaman, þá ýtt-
um við á nefið á afa og tennurnar
skutust út. Við eigum eftir að
sakna hans og skemmtilegra
stunda með honum.
Þín barnabörn,
Andrea Þórey
og Sindri Aron.
Óskar var alinn upp á Háeyri í
Vestmannaeyjum ásamt systkin-
um sínum og var einn af hinum
svokölluðu Lautarpeyjum. Strax
á ungum aldri varð hann vina-
margur og vel látinn, enda stóð
heimilið vinum og félögum alltaf
opið þótt þröngt væri búið. Lautin
var leiksvæðið þar sem leikinn var
fótbolti á sumrin, brunað á vetr-
um og ekki skorti prakkarastrik-
in. Á sumrum var hann eins og títt
var sendur í sveit undir Fjöllin
þar sem hann dvaldi á Miðbælis-
bökkum og bast ábúendum þeim
vináttuböndum sem entust ævina
út.
Strax á æskuárum kynntist
Óskar djazztónlistinni hjá Sigga
frænda sínum á Háeyri og Týssa
bróður sínum og heillaðist svo að
hann notaði flest tækifæri til að
njóta djazztónlistar.
Ekki var mulið undir Óskar
frekar en marga á þessum árum
og þurfti hann snemma að sjá sér
sjálfur farborða og aðeins fjórtán
ára að aldri var hann orðinn háseti
á síld á því kunna aflaskipi Gull-
borginni með Binna í Gröf. Upp
frá því varð sjómannslífið hans
hlutskipti, stundaði hann sjóinn
með mörgum landskunnum afla-
og sjómönnum á ýmsum bátum.
Sautján ára gamall var hann á
Hersteini með Ása í Bæ og varð
þá sá lánsmaður að bjarga skáld-
inu, sem hafði fallið fyrir borð í
öllum sjóklæðum, frá drukknun.
Óskar hikaði hvergi þó ungur
væri og stakk sér til sunds og kaf-
aði eftir Bæjaranum.
Um tvítugt dreif Óskar sig í
Stýrimannaskólann í Vestmanna-
eyjum og varð strax stýrimaður
og síðan skipstjóri. Óskar var
stýrimaður á vélbátnum Erlingi
IV sem fórst á leiðinni vestur á
Selvogsbanka á vetrarvertíðinni
1963 og varð það honum sár
reynsla, ekki síst þar sem annar
þeirra sem fórust var tilvonandi
mágur hans, sem hann hafði ráðið
til afleysinga í þennan róður. Þá
tók Óskar það mjög nærri sér
þegar besti vinur hans, Óli Tótu,
fórst í róðri suður af Eyjum og
þegar Bjössi kokkur og Eisi, vinir
hans til margra ára, drukknuðu í
höfninni í Vestmannaeyjum.
Mörg ár var Óskar skipstjóri á
bátum Fiskiðjunnar eða þar til
hann keypti vélbátinn Frá og hóf
eigin útgerð. Hann var alla tíð far-
sæll og fengsæll skipstjóri og naut
einstakra vinsælda og vináttu
skipverja sinna, enda voru þeir
margir um borð hjá honum um
áratugi. Óskar var félagslyndur
og mikill húmoristi, gæddur
fleygri frásagnargáfu og naut sín
vel á góðum stundum.
Stærsta gæfuspor í lífi sínu
steig hann, þegar hann gekk að
eiga eiginkonu sína Ingu Ander-
sen, sem bjó honum og börnunum
fagurt og gott heimili við Há-
steinsveg í Eyjum. Var Inga hans
kjölfesta í tilverunni og síðan stoð
og stytta þegar boðaföll sjúkdóma
riðu yfir á seinni árum.
Á miðjum aldri fékk Óskar
hjartaáfall og á seinni árum varð
hann oft mikið veikur og vart hug-
að líf. En aldrei heyrðist hann
mæla æðruorð af vörum, en hélt
heldur uppi glettni og gamanmál-
um.
Elsku bróðir, ég verð ævinlega
þakklát fyrir hvað við vorum góðir
vinir á lífsleiðinni og fyrir að hafa
fengið tækifæri til að umfaðma
þig og kveðja á þínum síðustu ævi-
dögum. Hugur minn dvelur hjá
Ingu, börnunum og fjölskyldum
þeirra og votta ég þeim alla mína
samúð og hluttekningu.
Þín systir,
Ásta (Bubba).
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Óskars Þórarinssonar
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni
í Vestmannaeyjum 2. nóvember
sl.
Ég kynntist Óskari lítillega
þegar ég var í yngri hópi Laut-
arpeyjanna en hann í þeim eldri.
Og sem yngri Lautarpeyi vissi ég
vel að hann sem einn af þeim
eldri hafði ákveðna stöðu í Laut-
inni, stöðu sem við þeir yngri
virtum skilyrðislaust. Við litum
svo sannarlega upp til þeirra
eldri og þeir voru á vissan hátt
okkar fyrirmyndir. Við hlökkuð-
um reyndar óendanlega til þeirr-
ar stundar er við yrðum í flokki
hinna eldri og nýr hópur yngri
peyja færi að líta upp til okkar
með takmarkalausri virðingu.
Þannig gekk þetta fyrir sig í
Lautinni í þann tíð.
Ég kynntist Óskari aftur löngu
síðar. Þá var ég uppkominn og
Lautarstundirnar lifðu misskýr-
ar í minningunni. Óskar var þá
kvæntur Ingibjörgu frænku
hennar Jóhönnu minnar og þar
sem fjölskyldur þeirra voru bæði
frændræknar og nánar á margan
hátt, fór ekki hjá því að leiðir
okkar Óskars lægju saman aftur.
Enn fannst mér Óskar búa yfir
sama aðdráttaraflinu og fyrr.
Hann kunni frá mörgu að segja,
var skemmtilegur á mannamót-
um og hafði sérstakt lag á að
hrífa fólk með sér í frásögninni.
Oftar en ekki sagði hann
skemmtilegar sögur úr Eyjum,
stundum af sjálfum sér og sínum
en einnig af skemmtilegum og
stundum sérstæðum samferða-
mönnum sem lent höfðu í ótal æv-
intýrum, trúlegum og ótrúlegum.
Nánara spjall í kringum sögur
Óskars kallaði síðan á enn fleiri
vangaveltur og nýjar nálganir á
mannlífinu. Þar sem Óskar var
sjómaður tengdust sögur hans
gjarnan sjómannslífinu og fjöl-
breytileika þess.
Nú á seinni árum áttum við Jó-
hanna stundum ómetanlegar og
skemmtilegar samverustundir
með Ingu, Óskari, Marý og Kolla.
Borðaður var góður matur og síð-
an tók spjallið við. Um nóg var að
tala því mannlífið var enn sem
fyrr ótæmandi uppspretta og
alltaf voru umræðuefnin fleiri en
tími gafst til að ræða um til fulls.
Mér fannst oft einna skemmtileg-
ast þegar Óskar komst á skrið,
sagði frá og við Kolli hlustuðum
og skutum kannski inn einni og
einni athugasemd. Sami léttleik-
inn og húmorinn var enn sem fyrr
í fyrirrúmi og hláturinn sjaldnast
fjarri. Stundum ræddum við
reyndar alvarlegri málefni líð-
andi stundar og brutum þau til
mergjar.
Allar þessar stundir eru
ógleymanlegar, þær gáfu svo
margt og bættu svo sannarlega
upp hversdagsleikann. Alls þessa
mun ég alltaf minnast með eft-
irsjá í huga.
Nú er Óskar látinn, reyndar
allt of fljótt og eftir erfið veikindi.
Við sem kynntumst honum minn-
umst hans sem góðs drengs sem
við vorum sannarlega heppin að
fá að kynnast. Í minningu okkar
lifir myndin af glöðum og
skemmtilegum samferðamanni.
Ég votta Ingu, afkomendum
þeirra Óskars og öllum ættingj-
um dýpstu samúð okkar hjóna.
Minningin um Óskar Þórarinsson
mun lifa og blessuð sé sú minn-
ing.
Ragnar Óskarsson.
Það þarf ekki að lýsa hér ljúfmenni því
sem lét svo margt gott af sér leiða.
Nærvera hans var svo heillandi hlý
eŕann hjálpaði mönnum um greiða.
(Lýður Ægisson)
Mér þykir vænt um þig Tóti.
Þetta voru kveðjuorðin þín þegar
við kvöddumst eftir síðustu heim-
sóknina mína til þín á sjúkrahús-
ið, þar sem þú beiðst eftir að
maðurinn með ljáinn kæmi og þið
færuð saman út í eilífðina.
Í þessari heimsókn fengum við
í síðasta sinn tækifæri til að slá á
létta strengi og tala saman um
liðnar stundir, en þau minninga-
brot verða ekki rædd hér.
Ég kynntist Óskari á Frá fyrir
rúmlega hálfri öld en mæður okk-
ar voru vinkonur og svo ólumst
við báðir upp í „Lautinni“. Síðar í
lífsdansinum tókst með okkur
mikil vinátta sem, hann, sjómað-
urinn, skipstjórinn og útgerðar-
maðurinn, og ég rafvirkinn höf-
um haldið síðan.
Þær voru margar stundirnar
sem við áttum saman um borð í
bátunum hans við leik og störf.
Að koma um borð, fara í lúk-
arinn og fá kaffi í könnu var eins
og að lenda á frumsýningu á góðu
leikriti, þvílík var frásagnarlist
Óskars, þar sem hann var leik-
stjórinn, leikarinn og ljósamað-
urinn. Hann hafði þá náðargáfu
að öllum leið vel í návist hans og
allir sem áttu um sárt að binda
áttu örugga heimahöfn hjá hon-
um. Hann einfaldlega mátti
ekkert aumt sjá.
Það var stutt í húmorinn hjá
Óskari og tilsvörin voru ávallt á
léttu nótunum.
Ein er sú saga af Óskari sem
sýnir það. Það tíðkaðist hér áður,
að í alla dýptarmæla var notaður
sérstakur pappír, sem mælirinn
ritaði á botn og lóðningar. Þetta
var oftar en ekki pappír sem var
blautur og margir höfðu það fyrir
sið, að þegar rúllan var búin var
hún bleytt og notuð aftur. Ég
spurði Óskar eitt sinn hvort hann
bleytti pappírinn og notaði rúll-
una aftur. Óskar svaraði: „jú, ég
bleyti pappírinn alltaf þegar ég
hendi rúllunni í sjóinn“.
Nú er Óskar farinn og siglir á
ókunnum miðum eilífðarinnar.
En minningin um góðan dreng
lifir og góðar stundir í tonnatali.
Það eru menn eins og Óskar sem
skilja slíkt eftir. Mér þykir vænt
um þig Óskar.
Fjölskyldan kveður sinn kærasta vin
í kærleik og fráfall hans harmar
en sálina Óskars við himneskan hlyn
nú hlúa að frelsarans armar.
(Lýður Ægisson)
Við Gunna vottum fjölskyldu
Óskars okkar dýpstu samúð.
Þórarinn Sigurðsson
(Tóti í Geisla).
Látinn er góður vinur okkar,
Óskar Þórarinsson, skipstjóri og
útgerðarmaður í Vestmannaeyj-
um.
Hann var Eyja-peyi og ávallt
nefndur Óskar frá Háeyri, en
Háeyri í hjarta bæjarins var
ættaróðalið.
Þar bjó Guðmundur afi hans
skipasmiður ásamt konu sinni
Jónínu og börnum þeirra. Ein-
hvern veginn var þar alltaf opið
hús fyrir gesti og gangandi og
þá sem þurftu skjól.
Guðmundur var mætur mað-
ur og fyrirmynd ungum dreng.
Oft vitnaði Óskar í afa sinn og
ljómaði í fallegu brosi, svo römm
var sú taug.
Óskar var farsæll skipstjóri
og rak myndarlega útgerð m/b
Frá með fjölskyldu sinni. Hann
var víðlesinn og fróður, minnug-
ur og sagði skemmtilega frá.
Hann var mikill djassáhuga-
maður og naut tónlistar í botn.
Óskar var drengur góður, „vinur
litla mannsins“, mátti ekkert
aumt sjá. Margt góðverkið gerði
hann sem aldrei var talað um,
bara brosað með hlýju í augun-
um.
Hann giftist æskuvinkonu
minni Ingu Andersen. Þau eign-
uðust Rakel og Sindra, fyrir átti
Óskar Sigmar Þröst. Með Ingu
tók hann að sér tvö stjúpbörn
Knút og Kristínu. Þetta er
mannvænlegur hópur sem stóð
þétt saman í veikindum síðustu
ára.
Gott var að eiga þau Ingu og
Óskar að vinum, sú vinátta er
þökkuð af alhug. Ferðalög,
spjall, bros og ekki síst allar
veiðiferðirnar í Grenlækinn. Það
eru okkur dýrmætar minningar
sem aldrei gleymast. Við hugs-
um til hans með flugustöngina
sína að kasta í lækinn.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Inga og fjölskylda, við
biðjum góðan Guð að blessa
ykkur öll og varðveita.
Blessuð sé minning Óskars
frá Háeyri.
Hrönn og Þórður.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Vonandi líður þér betur
uppi hjá Guði. Ég sakna
þín, þú ert svo skemmtileg-
ur og góður.
Ég skal passa ömmu á
meðan þú ert hjá Guði.
Ég elska þig.
Bestu kveðjur frá litla
stráknum þínum,
Teit.
Fleiri minningargreinar
um Óskar Þórarinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 - 691 0919
athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
✝
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför okkar ástkæru
MARGRÉTAR TINNU G. PETERSSON,
Birkilundi 2,
Akureyri.
Selma Aradóttir, Jóhann Freyr Jónsson,
Martin Petersson,
Saga Marie Petersson,
Guðmann Ólfjörð Guðmannsson,
Helga Magnúsdóttir, Þorleifur Stefánsson,
Stefán Grétar Þorleifsson,
Ari B. Hilmarsson,
Margrét Kristinsdóttir, Gunnar Sólnes
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÓHANN EINVARÐSSON,
Heiðargarði 29,
Keflavík,
lést laugardaginn 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00.
Ef þörf krefur verður mögulegt að fylgjast með útförinni í Stapa
í Njarðvík.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast Jóhanns er bent á Líknarsjóð Oddfellow-
stúkunnar nr. 13, Njarðar, 0121-15-201303, kt. 680380-0239,
eða aðrar líknarstofnanir.
Guðný Gunnarsdóttir,
Gunnar Jóhannsson, Fríða Kristjánsdóttir,
Einvarður Jóhannsson, Alice Harpa Björgvinsdóttir,
Vigdís Jóhannsdóttir, Birgir Örn Tryggvason
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minn-
ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur
og systur,
JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTUR,
Melás 11,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E á Landspítalanum
ásamt heimahjúkrun Karítas fyrir góða umönnun og einstaklega
hlýtt viðmót.
Hafþór Árnason,
Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Magnús Már Magnússon,
Hanna Björk Hafþórsdóttir, Sveinbjörn Hólmgeirsson,
Ólafur Árni Hafþórsson, Hanna S. Steinarsdóttir,
Helga María Hafþórsdóttir,
Sigríður Benediktsdóttir,
Sigurvin Ólafsson, Svandís Sigurðardóttir,
Ríkey, Ísak, Bergur, Sara,
Hafþór, Freyr og Aníta Máney.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
INGVELDAR EINARSDÓTTUR
Álfabergi 14,
Hafnarfirði.
Trausti Sveinbjörnsson,
Björn Traustason, Helga Halldórsdóttir,
Bjarni Þór Traustason, Sigrún Ögn Sigurðardóttir,
Ólafur Sveinn Traustason, Eydís Eyþórsdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu.
ÁLFHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
áður til heimilis í Hörgatúni 11,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins á
Vífilsstöðum fyrir alúð og einstaka umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eiríkur Hjaltason,
Birna J. Sigmundsdóttir,
Kolbrún S. Sigmundsdóttir, Jón Torfason,
Kristján P. Sigmundsson, María E. Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Víðimel 72.
Garðar Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir,
Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, Torfi Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.