Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gaf dóttur í bætur fyrir nauðgun 2. Tom Hanks í leiðindamáli 3. „Virðingarleysið er algjört“ 4. Hófst allt eftir Playboy  Fítónblaðið er komið út, fram- úrstefnulegt tímarit sem auglýs- ingastofan Fítón gefur út árlega. Svo framúrstefnulegt er blaðið, að þar eru auglýsingaplaköt fyrir forseta- kosningarnar 2016. Á meðal fram- bjóðenda eru Vigdís Finnbogadóttir með slagorðið „Þá var allt svo gott …“ og Ben Stiller með slagorðið: „Íslandsvinur í raun“. Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Stiller og Vigdís í framboði til forseta  Hljómsveitin Gus Gus vinnur að nýrri plötu þessa dagana. En það er ekki það eina sem President Bongo eða Stephan Stephensen fæst við, því hann rek- ur eigin plötu- útgáfu til hliðar, Radio Bongo. Hún hefur vefslóðina radiobongo.fm og er lénið skráð í Mikrónesíu. Fyrir jólin gefur Radio Bongo út tónlist Högna í Hjaltalín við Ofviðri Shakespeares sem fært var upp í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Plata með Gus Gus og tónlist úr Ofviðrinu  Garðar Thór Cortes tenór heldur tónleika í Grafarvogskirkju 30. des. og í Hofi 5. jan. Sérstakir gestir verða faðir Garðars, Garðar Cortes, Valgerður Guðnadóttir og söng- flokkurinn Mr. Norr- ington. Garðar er að hefja vinnu við hljómplötu sem kemur út næsta haust. Nýárstónleikar og plata hjá Garðari FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 15-25 víða um land fram eftir degi með snjókomu, en þurrt syðra. Lægir smám saman, fyrst V-til. Norðan 5-13 í kvöld. Hiti yfirleitt um frostmark. Á sunnudag Minnkandi N-átt og él N- og A-lands, annars bjartviðri. Frost 0 til 10 gráð- ur. Vaxandi suðaustanátt á S- og V-landi seinnipartinn, 10-18 m/s þar um kvöldið og slydda eða snjókoma, en rigning við ströndina. Hlýnandi veður. Á mánudag Austan 15-23 með rigningu eða slyddu, en sums staðar snjókoma. Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna eru í góðri stöðu til að slá út Zalau frá Rúmeníu í 3. umferð EHF- keppninnar en um er að ræða silfurlið keppninnar í fyrra. Val- ur vann fyrri leikinn í gærkvöld 24:23 en síðari leikurinn fer einnig fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 16 í dag. Í sögu- legu samhengi er um mjög merkileg úrslit að ræða fyrir ís- lenskar handboltakonur. »2 Sögulegur sigur Valskvenna Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Við Linnetsstíg 3 í Hafnarfirði stendur ein elsta verslun bæjarins, blómabúðin Burkni. Það voru hjónin Sigrún Þorleifsdóttir og eiginmaður hennar Gísli Jón Egilsson sem stofn- uðu búðina á þessum degi fyrir fimmtíu árum í gamla pósthúsinu við Strandgötu 35 í Hafnarfirði. Sigríður, sem er betur þekkt sem Dúna meðal Hafnfirðinga, segir reksturinn hafa verið erfiðan í upp- hafi. „Við vorum með tvær hendur tómar og þrjú lítil börn. Ofan á það bættist svo versnandi heilsa eig- inmanns míns.“ Þrátt fyrir erfiðar aðstæður voru þau hjónin staðráðin í að standa á eigin fótum. „Við vildum ekki biðja um hjálp og áttum ekkert nema viljann. Fyrstu árin voru því erfið en bæjarbúar tóku okkur vel og við eigum þeim mikið að þakka enda traustir og góðir viðskiptavin- ir.“ Ný kynslóð tekur við Verslunin endurspeglar áræði og dugnað hjónanna sem lögðu allt und- ir til að standa á eigin fótum og byggja grunn og framtíð fyrir fjöl- skyldu sína. Í dag er búðin bók- staflega í blómlegum rekstri í hjarta Hafnarfjarðar og við hæfi að dóttir Sigrúnar, Gyða Gísladóttir, skuli eiga og reka verslunina en hún tók við henni árið 1996. „Blómabúðin verður alltaf hluti af mér og hún heldur mér gangandi þótt ég sjái ekki lengur um rekstur hennar,“ segir Sigrún sem þykir vænt um að sjá búðina enn í rekstri og í eigu fjölskyld- unnar. Við hlið móður sinnar og ömmu stendur Brynhildur Helgadóttir, þriðja kynslóðin sem vinnur í búðinni og tekur þátt í rekstri hennar. Brynhildur segir það forréttindi að fá að vinna á jafn- skemmtilegum og góðum vinnu- stað. Brosa og hlæja í vinnunni Sigrún segir andrúmsloftið alltaf hafa verið gott í búðinni og vinnuna skemmtilega. Það hafi verið mikið fjör og mikið hlegið. Undir þetta tekur Brynhildur en hún segir for- réttindi að fá að vinna á jafngóðum vinnustað. „Það er alltaf gaman að mæta í vinnuna og þægilegt og gott að vinna með mömmu og ömmu þegar hún kemur,“ segir Brynhild- ur, en hún er alin upp í kringum verslunarreksturinn. Fræið sem Sigrún og Gísli sáðu fyrir fimmtíu árum heldur því enn áfram að vaxa og dafna með hverri nýrri kynslóð. Rósirnar hennar Dúnu í 50 ár  Blómabúðin Burkni fagnar 50 ára afmæli sínu Blómastúlkurnar Brynhildur Helgadóttir, Sigrún Þorleifsdóttir og Gyða Gísladóttir saman í versluninni. Eftir fimmtíu ára rekstur er margs að minnast, segir Sigrún Þorleifsdóttir. Hún segir þó jólaversl- unina alltaf standa upp úr. „Jólaverslunin fyrstu árin var þannig að það klár- aðist úr öllum hill- um og skreytingar voru uppseldar. Við þurftum því að fylla á búðina á hverju kvöldi og ég, ásamt Margréti Pét- ursdóttur og Jóhönnu Kristjáns- dóttur, sat fram eftir að búa til skreytingar til að eiga eitthvað daginn eftir til sölu.“ Sigrún segir þetta ekki gerast í búðinni í dag. „Þetta er ógleymanlegt og meiri- háttar upplifun. Það voru allir svo glaðir og kátir. Við hlógum og skemmtum okkur og lifum enn á því í dag hvenær sem við hitt- umst,“ segir Sigrún en senn líður að jólaversluninni í búðinni. Jólaverslunin einstakur tími EFTIRMINNILEGIR ATBURÐIR Í BLÓMABÚÐINNI Auðunn Jónsson segir að það hafi verið afar sætt að sigra Evrópumeist- arann í réttstöðulyftu á heimsmeist- aramótinu í kraftlyftingum í Púertó Ríkó á dögunum. „Ég náði aðeins að hefna mín á honum eftir að hafa tap- að fyrir honum á Evrópumótinu,“ sagði Auðunn sem vann heimsmeist- aratitilinn í greininni. »4 Náði að hefna mín á Evrópumeistaranum KR-ingar eru að taka við sér eftir erf- iða byrjun á Íslandsmótinu í körfu- bolta og þeir unnu Njarðvík örugg- lega í gærkvöld. „Ef við byggjum á þessu verðum við flottir og öll lið verða í erfiðleikum á móti okkur,“ segir Brynjar Þór Björnsson KR-ingur. Stjarnan komst að hlið Snæfells á toppnum með öruggum sigri á ÍR í Garðabænum. »3 Verðum flottir ef við byggjum á þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.