Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 11

Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 11
Ljósmynd/Kristján S. Kristjánsson Vinsæl íþrótt á Íslandi Hægt er að æfa karate í nokk- uð mörgum félögum hérlendis og eru þrjár mismunandi tegundir af karate æfðar hér. Algengt er sho- tokan-karate sem Heiðar stundar og það er æft hjá Breiðabliki og Þórshamri en fjöldi annarra íþrótta- félaga býður einnig karatekennslu. Heiðar segir að svo virðist sem ka- rate sé að verða sífellt vinsælla. Þjálfari Heiðars er Helgi Jó- hannesson sem hann segir vera eina af sína helstu fyrirmyndum í ka- rate, en Helgi er með hæsta stig Evrópskra- dómararéttinda og hef- ur oft verið yfirdómari á þeim mót- um sem Heiðar hefur keppt á bæði hérlendis og erlendis. Hann segir það skapa ákveðið aðhald að hafa ætíð sama þjálfara um leið sé hent- ugt að safna að sér tækni frá öðrum þjálfurum. Aðal atriðið sé þó að finna þá tækni sem henti hverjum og einum. Hingað koma reglulega erlendir þjálfarar og halda æf- ingabúðir og það veitir aukna víð- sýni. Stærstu mótin í karate eru haldin í Svíþjóð en framundan er þriðja Norðurlandameistaramótið hjá Heiðari í Noregi á næsta ári og opið mót í Malmö næsta vor. Hann stefnir einnig að því að komast á Evrópumeistaramót árið 2015. Bíla- og tækniáhugamaður Nóg er að gera hjá Heiðari fyr- ir utan karateiðkun en hann vinnur í þríþrautarversluninni TRI við Suðurlandsbraut við að setja saman reiðhjól. Hann er áhugamaður um tækni og stefnir á að fara í véla- verkfræði í framtíðinni. Íþróttaáhugann á Heiðar ekki langt að sækja en móðir hans Ásdís Kristjánsdóttir lauk nýverið Járn- karlinum á Havaí. Segist Heiðar hafa fengið metnaðinn og þraut- seigjuna frá móður sinni og líti mjög upp til hennar. Aðrir fjöl- skyldumeðlimir eru einnig íþrótta- lega sinnaðir og hjólar og hleypur pabbi hans t.d. mikið. Heiðar er einnig í Kvenna- skólakórnum en til að hafa daginn vel skipulagðan heldur hann utan um allt sem hann þarf að gera í tölvunni sinni og segir það reynast vel. Heiðar Er með svarta beltið og er metnaðarfullur í karateiðkun sinni, markmið hans í keppni er að ná fyrsta sæti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar jólagjafir fyrir þá sem þú þekkir. Undanfarna daga hef ég átt í bar- áttu við myrkraöflin. Nei, ég hef ekki gengið hinu illa á vald og framkvæmt særingar á stofugólf- inu, heldur hef ég barist gegn myrkrinu sem nú umlykur okkur. Ég hef gert nokkrar óvísindalegar prufur á því sem best er að gera og ætla mér að deila því hér með þér, lesandi góður. Það er síðan á eigin ábyrgð hvernig þér mun tak- ast upp. Hið fyrsta er fremur ein- falt en þó flókið sé maður fremur morgunfúll (eins og ég verð á vet- urna). Hið fyrsta er bara að vera hress sama hvað og brosa. „Fake it till you make it“ eins og þeir segja í Ameríkunni. Næsta skref er að auka ljósmagn smám saman á meðan þú vaknar. Fyrst er að kveikja á lampanum en hafa augun enn þá lokuð. Svo er að koma sér fram úr og kveikja smám saman á ljósum hér og þar. Hér koma dimmerar mjög sterkir inn sé fólk svo heppið að hafa slíkan ljósabúnað. Í þriðja lagi skal byrja á því þegar risið er úr rekkju að fálma sig áfram inn í eldhús og hefja þar te- eða kaffiundirbúning. Koffín skal í blóðið og það sem allra fyrst. Það er ekkert víst að þú hafir þetta af ef þú nærð ekki fyrsta koffínskammtinum fyrir klukkan 9. Næst skaltu fara inn í stofu og kveikja á nokkrum kertum en fara varlega þar sem þú ert jú enn hálfsofandi. Svo er bara að koma sér í leppana. Fríska sig með sturtu fyrir þá sem hafa sig í það og taka sér svo góðan tíma í morgunmat- inn. Það skiptir máli að setjast niður þó ekki sé nema smástund, sturta í sig koffíni og borða. Á meðan er æskilegt að hlusta á ljúfa tón- list en eitthvað mjög hressandi rétt áður en maður fer út. Í þetta þarf maður góðan klukku- tíma og getur þá haldist nokk- urn veginn vakandi og mun minna pirraður af stað í vinn- una. PS: Fólk með börn: ég tek ofan hatt minn. Fálm í myrkri Ógn og skelfing Morgunþján- ing fyrir fyrsta kaffisopann. Koffín skal í blóðið og það sem allra fyrst. Mæja masar maria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.