Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fólk er spennt fyrir því að heimsmeistaramót sé haldið í stórborg eins og Berlín. Margir eru að gera borgarferð úr þessu, ásamt því að sækja við- burðinn,“ segir Rúnar Guðbrandsson sem er tengiliður skipuleggjenda Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í höfuðborg Þýska- lands í byrjun ágúst á næsta ári. Fjöldi Íslendinga er þegar búinn að kaupa sér ferð eða panta far og hótel í Berlín. Mótið verður haldið á hestaíþróttasvæði í Karlshorst í austurhluta Berlínar dagana 4. til 11. ágúst 2013. Skipuleggjendur mótsins hafa boðið til hópreiðar frá Brandenborgarhliðinu í miðborg Berlínar að keppnissvæðinu á setningardaginn, 4. ágúst. Unnið hefur verið að undirbúningi svæðisins fyrir mótið. Þar hefur verið lögð keppnisbraut, innan í gömlu brokkbrautinni. Fyrir mótið verða settar upp áhorfendastúkur við brautina og að- staða til að þjóna gestum og kynningarsvæði fyrir fyrirtæki. Stórt mót, unglingamót þýskra Íslands- hestaeigenda, sem haldið var á keppnissvæðinu í lok júlí í sumar, var eins konar reynslumót og gekk það vel. Mótssvæðið getur tekið við 19 þúsund áhorf- endum. Búist er við fjölda eigenda íslenskra hesta frá Evrópulöndum en í Þýskalandi einu eru 24 þúsund félagar. Þá kemur alltaf stór hópur frá Ís- landi. Skipuleggjendur mótsins munu auglýsa það vel upp í Þýskalandi og höfða sérstaklega til fjöl- skyldufólks í Berlín að sækja einstaka viðburði. Íslandsstofa er að undirbúa kynningu á ís- lenskum fyrirtækjum á mótssvæðinu. Þá verða menningarviðburðir á vegum sendiráðsins um sumarið. Fjöldi Íslendinga stefnir til Berlínar  Búist við margmenni á Heimsleikum íslenska hestsins sem haldnir verða í höfuðborg Þýska- lands í byrjun ágúst  Ný keppnisbraut lögð á hestaíþróttasvæðinu og unnið að undirbúningi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Karlshorst Æfing á hestaíþróttasvæðinu í Karlshorst. Reistar verða stúkur við nýja keppnisbraut. Íslendingar fjölmenna » Um þúsund Íslendingar hafa þegar keypt sér sæti í hópferðum eða pantað hótel- herbergi í Berlín vegna heims- leikanna. » Úrval-Útsýn hefur fyllt eina flugvél í heimsmeistara- mótsferð sína og biðlisti er þegar í næstum aðra vél. » Stjórnendur fyrirtækj- anna Hrímnis og Top Reiter hafa bókað 320 herbergi fyrir ferð sem þeir skipuleggja fyrir vini sína í samvinnu við þýska ferðaskrifstofu. » Þá fara margir á eigin vegum. Wow air og fleiri flug- félög bjóða ferðir frá Íslandi. » Búist er við mörgum Ís- lendingum að sækja sitt fyrsta heimsmeistaramót. Málþingið Land- heilsa – loftgæði – lýðheilsa verð- ur haldið í dag kl. 13.30-16.30 í Öskju í HÍ. Þing- ið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Á mál- þinginu verður fjallað um jarð- vegstengda svifryksmengun, hverjar orsakir hennar eru og hvaða áhrif hún hefur á fólk. Einnig verður fjallað um það hvað hægt er að gera til að draga úr menguninni. Málþingið er þverfaglegt og er ætlað sem vettvangur milli nátt- úruvísinda, lýðheilsuvísinda, hag- fræði, stjórnsýslu, landnotenda og framkvæmdaaðila. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra setur málþingið og síð- an verða flutt tíu erindi. Dag- skrána má finna á www.ust.is. Landgræðsla ríkisins og Um- hverfisstofnun í samstarfi við emb- ætti landlæknis standa fyrir mál- þinginu. Málþing um mengun af svifryki  Tíu vísindamenn halda erindi um efnið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hefur ákveðið að auglýsa ekki að svo stöddu breytingar á að- alskipulagi sem heimila myndu byggingu vindrafstöðva á bænum Vorsabæ á Skeiðum. Í bókun sinni vísar sveitarstjórn til álits Umhverf- isstofnunar sem hvetur til þess að áhrif vindrafstöðva verði metin, þótt það sé ekki skylt að lögum. Steingrímur Erlingsson, eigandi hluta jarðarinnar Vorsabæjar 1, ósk- aði eftir breytingum á aðalskipulagi til að gera honum kleift að reisa þar vindmyllur til raforkuframleiðslu. Hann hefur áform um að reisa tvær myllur til að byrja með en einnig menningarhús og íbúðarhús. Vind- myllurnar geta náð upp í 74 metra hæð. Sjást langt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hef- ur heimilað Landsvirkjun að reisa tvær vindmyllur í tilraunaskyni í ná- grenni Búrfellsstöðvar. Þar hafa far- ið fram mælingar á vindi. Lands- virkjun vinnur nú að undirbúningi stöðvanna. Í afgreiðslu sveitarstjórnar á er- indi eiganda Vorsabæjar kemur fram það álit að svo stórar vindmyll- ur falli illa að landslagi á svæðinu. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir öðru máli gegna um vindmyllur ofan við Búrfellsstöð. Þar sé engin byggð. Á Skeiðum sé hins vegar flatlent og vindmyllur sjáist langt að. Telur Gunnar rétt að sjá hvernig vindmyll- ur Landsvirkjunar komi út í lands- lagi áður en lengra er haldið. Ekki hafa verið gerðar athuga- semdir við áform um uppbyggingu annarra mannvirkja á landinu. Tillaga jarðareigandans var kynnt fyrir íbúum og ýmsum stofnunum. Athugasemd kom frá Umhverfis- stofnun og landslagsarkitekt. Um- hverfisstofnun vekur athygli á því að raflínur fari um land Vorsabæjar. Telur stofnunin mikilvægt að skoða hvernig sameiginleg sjónræn um- hverfisáhrif frá raflínum og vindraf- stöð verði. Einnig er vakin athygli á fjölda frístundabyggða á þessu svæði og skoða þurfi hvaða áhrif vindrafstöðvar hafi á umhverfið og á útsýni frá frístundabyggðum til fjalla. Móta þarf stefnu Ekki er skylt að láta meta um- hverfisáhrif rafstöðva af þessari stærð. Sveitarstjórnin telur eigi að síður nauðsynlegt að meta áhrif framkvæmdarinnar. Umhverfis- stofnun hvetur sveitarfélagið til að móta sér stefnu um það hvar í sveit- arfélaginu helst væri að koma vind- rafstöðvum fyrir án þess að það hefði neikvæð sjónræn umhverfisáhrif. Vakin er athygli á því að ef slíkar stöðvar verði byggðar á einni bújörð án þess að umhverfisáhrif séu rann- sökuð og metin geti eigendur ann- arra bújarða sótt um það sama og þá gæti orðið óreglulegur skógur vind- mylla innan sveitarfélagsins. Heimila ekki vindmyllur  Umhverfisstofnun og sveitarstjórn vilja að umhverfisáhrif vindmylla á Skeiðum verði metin þótt þess sé ekki krafist í lögum um umhverfismat Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Orka Vindmyllur sem áhugi er á að reisa á Skeiðum ná upp í rúmlega 70 metra hæð, meira en tvöfalt hærra en háspennumöstur í nágrenninu. Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.