Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stafnesið KE fékk 16 túnfiska í
októbermánuði djúpt suður af
Reykjanesi, en tilraunum til frek-
ari veiða hefur nú verið hætt. Odd-
ur Sæmundsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður, segir að þeir hafi
einfaldlega fallið á tíma. „ Síðustu
vikur hafa verið stöðugar brælur
og stórviðri. Hitaskilin, þar sem
helst er von um að veiða túnfisk,
straujuðu langt, langt suður í höf,“
segir Oddur.
Hann segir að talsvert tap hafi
orðið á þessari tilraun, en hefur þó
áhuga á að reyna aftur næsta
haust fái hann til þess leyfi. „Við
erum reynslunni ríkari og mynd-
um byrja fyrr en við gerðum í
haust. Við höfum aflað okkur
reynslu í veiðum og meðferð fisks-
ins og komið okkur upp búnaði.“
Japönsk túnfiskveiðiskip hrað-
frysta fiskinn yfirleitt í um 60
gráður. Um borð í Stafnesinu var
hann kældur niður í núll gráður
um leið og hann kom um borð og
hitanum haldið stöðugum. Aldrei
var dregið oftar en þrisvar sinnum
í veiðiferð til að tryggja gæði svo
að fiskurinn kæmist sem fersk-
astur á markað eftir langt flug til
Japans.
Gæði í fyrstu sendingunni voru
mjög mikil við komuna til Japans,
en misjafnari í þeim tólf fiskum
sem voru í seinni sendingunni, að
sögn Odds. Hann segir að flutn-
ingskostnaðurinn hafi verið mikill,
en það hafi verið vitað fyrirfram.
„Verðið sem við fengum á mark-
aði í Japan var ekkert nálægt þeim
sprengiháu upphæðum sem við
vorum búnir að heyra um. Það er
greinilegt að slíkar tölur sjást ekki
á hverjum degi á þessum mörk-
uðum,“ segir Oddur.
Góð byrjun Skipverji á Stafnesinu
KE við einn af fyrstu túnfiskunum
sem fengust á flotlínuna í haust.
Féllu á tíma á
túnfiskveiðum
Sextán fiskar en stórviðri torvelduðu
Hitaskilin straujuðu langt suður í höf
Gjafir sem gleðja
Verð 17.000 kr.
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
hvað þarf til?
Markaðsfyrirtæki ársins 2012
Málstofa MBA námsins í Háskóla Íslands og ÍMARK.
Hátíðasalur Háskóla Íslands í Aðalbyggingu,
fimmtudagur 22. nóvember kl. 12-13.
Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Marel, fjallar
um markaðsstefnu fyrirtækisins og lykilinn að góðum árangri.
Fundarstjóri:
Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ókeypis aðgangur, allir velkomnir.