Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 24
Ný fastanefnd stjórnmálaráðsins
Nefndin tekur allar mikilvægustu ákvarðanirnar í kínverskum stjórnmálum.
Xi Jinping
Skipaður aðalritari kommúnistaflokksins, verður
að öllum líkindum forseti Kína í mars. Fékk sæti
í fastanefnd stjórnmálaráðsins, æðstu valda-
stofnunar flokksins, árið 2007. Hefur verið
varaforseti frá 2008 og notið stuðnings
Jiangs Zemin, fyrrverandi forseta.
Á að taka við embætti forsætisráðherra í mars
á næsta ári. Hefur átt sæti í fastanefnd
stjórnmálaráðsins frá 2007 og verið
aðstoðarforsætisráðherra frá 2008.
Lauk lögfræðinámi við Peking-háskóla og tók
síðan doktorspróf í hagfræði. Talar ensku.
Li Keqiang
Hefur verið aðstoðarforsætisráðherra og
farið með efnahagsmál í ríkisstjórninni. Hefur
verið æðsti fulltrúi Kína í viðræðum um
efnahagsmál við Bandaríkin og Evrópusambandið.
Wang Qishan
Brautskráðist frá verkfræðiskóla
kínverska hersins í Harbin
eftir nám í eldflaugaverkfræði.
Einn af „ smáprinsunum” svonefndu,
sonum byltingarhetja.
Yu Zhengsheng
Var fréttaritari í Innri-Mongólíu
og seinna einn af leiðtogum
flokksins þar. Yfirmaður
áróðursdeildar flokksins
frá árinu 2002
Liu Yunshan
Hagfræðingur að mennt. Var á meðal leiðtoga
Shenzhen á árunum 1997-2002. Skjólstæðingur
Jiangs Zemin og í nánum tengslum
við auðkýfinginn Li Ka-shing í Hong Kong
Zhang Gaoli
Var gerður að leiðtoga flokksins
í stórborginni Chongqing eftir að
Bo Xilai, sem spáð var sæti í fastanefndinni,
féll í ónáð í febrúar sl. Lauk hagfræðinámi
við Kim Il-Sung-háskóla í Norður-Kóreu.
Zhang Dejiang
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ekki er búist við miklum breytingum á stefnu
stjórnvalda í Kína eftir að ný fastanefnd
stjórnmálaráðs Kommúnistaflokksins tekur
við völdunum undir forystu Xi Jinping, nýs
leiðtoga flokksins. Flestir nefndarmannanna
eru taldir fastheldnir á rótgrónar venjur og
hefðir valdaflokksins og nýja forystusveitin er
án tveggja manna sem taldir voru líklegastir
til að beita sér fyrir pólitískum umbótum.
Eins og spáð hafði verið var nefndar-
mönnunum fækkað úr níu í sjö til að auðvelda
nefndinni að ná samstöðu um ákvarðanir í erf-
iðum úrlausnarefnum á næstu árum. Það kom
hins vegar meira á óvart að Xi Jinping var ekki
aðeins gerður að aðalritara kommúnista-
flokksins heldur einnig að formanni hermála-
nefndar miðstjórnarinnar og þar með yfir-
manni hersins. Þegar fráfarandi forseti, Hu
Jintao, varð aðalritari flokksins fyrir tíu árum
hélt forveri hans í forsetaembættinu, Jiang
Zemin, formennskunni í hermálanefndinni í
tvö ár til viðbótar.
Þetta ætti að styrkja stöðu nýja leiðtogans
en þykir ekki auka líkurnar á því að stefnunni
verði breytt. Litið er á Xi Jinping sem mála-
miðlunarlausn, mann sem tvær helstu fylking-
arnar í flokknum gátu sætt sig við, þ.e. banda-
menn Hu Jintao annars vegar og skjól-
stæðingar Jiangs Zemin hins vegar. Þessir
tveir menn eru taldir hafa ráðið mestu þegar
nýja forystusveitin var valin á bak við tjöldin
með hrossakaupum fráfarandi og fyrrverandi
leiðtoga flokksins. Svo virðist sem Hu Jintao
og bandamenn hans hafi látið í minni pokann
fyrir skjólstæðingum Jiangs þótt bandamenn
Hu séu enn áhrifamiklir í miðstjórninni, að
sögn fréttaskýranda The Wall Street Journal.
Skjólstæðingar Jiangs
öflugir
Fyrir valdaskiptin voru
tveir af forystumönnum
kommúnistaflokksins,
Wang Yang og Li Yu-
anchao, taldir líkleg-
astir til að beita sér
fyrir pólitískum um-
bótum, meðal annars
auknu lýðræði innan
flokksins. Þeir fengu
ekki sæti í nýju fasta-
nefndinni.
Gert er ráð fyrir því að einn
nefndarmannanna, Li Keqiang,
taki við embætti forsætisráð-
herra, en hann hefur notið stuðn-
ings Hu Jintao. Aðeins tveir af
nefndarmönnunum sjö eru taldir
vera bandamenn Hu Jintao og
annar þeirra, Liu Yunshan, hefur
reyndar einnig verið í nánum
tengslum við Jiang Zemin, að
sögn Chengs Li, sérfræðings í kín-
verskum stjórnmálum við Brook-
ings-stofnunina. „Þessi skortur á
jafnvægi [milli valdafylkinganna] verður
hugsanlega alvarlegt vandamál næstu mánuði
eða árin,“ hefur fréttavefur CNN eftir Cheng
Li. Hann spáir því að kínverskur almenningur,
sem vilji pólitískar umbætur, verði lítt hrifinn
af nýju forystusveitinni. „Þetta flokksþing hef-
ur sent mjög skýr skilaboð um að nýja for-
ystan verði íhaldssöm í stjórnmálunum,“ segir
hann.
Joseph Cheng, stjórnmálaskýrandi við
Borgarháskóla Hong Kong, tekur í sama
streng. „Uppstillingin á forystunni er verulega
íhaldssöm,“ hefur fréttaveitan AFP eftir hon-
um. „Flokkurinn virðist vita mjög lítið um
hvernig næsti umbótakafli eigi að vera og hef-
ur nú sýnt að samstaða er um að fara mjög
varlega.“
Bo Zhiyue, sérfræðingur í kínverskum
stjórnmálum í Singapúr, telur að litlar breyt-
ingar verði í Kína eftir valdaskiptin. „Ég tel
ekki að við getum flokkað ráðamennina í Kína
sem annaðhvort umbótasinna eða íhaldsmenn;
ef andrúmsloftið einkennist af íhaldssemi eru
þeir allir íhaldssamir, ef andrúmsloftið gefur
umbótum byr undir báða vængi eru allir
umbótasinnar,“ hefur AFP eftir honum.
Jean-Pierre Cabestan, stjórnmálaskýrandi
við Baptistaháskólann í Hong Kong, telur að
bandamenn Jiangs Zemin séu mjög öflugir í
nýju fastanefndinni og áhrif Hu Jintao hafi
minnkað. Hann segir að framvindan ráðist af
því hvort nýi leiðtoginn sýni forystuhæfileika
og beiti sér fyrir umbótum. „Getur hann komið
á umbótum? Ég er mjög efins um það.“
Tekur ekki áhættu
Í ræðu sem nýi leiðtoginn flutti í gær þegar
nýja fastanefndin var kynnt hét hann því að
skera upp herör gegn spillingu í stjórnkerfinu
og bæta lífskjör Kínverja. Xi Jinping hefur
gefið mjög litlar vísbendingar um hvernig
hann ætli að stjórna landinu. Hann var mjög
varfærinn fyrir flokksþingið, studdi mál sem
allir styðja og forðaðist hvers konar yfir-
lýsingar sem gátu mögulega veikt stöðu hans
sem þess leiðtogaefnis sem mest samstaða
var um.
„Hann er maður sem spilar fyrir liðið sitt.
Hann fer eftir leikreglum flokksins síns,“
hefur AFP eftir kínverska stjórnmálaskýr-
andanum Willy Lam. „Hann vill ekki
taka áhættu sem gæti stefnt frama
hans sem stjórnmálamanns í
hættu.“
Xi Jinping er 59 ára og einn af
„smáprinsunum“ svonefndu, son-
um frammámanna kínverskra
kommúnista í byltingunni árið
1949. Hann er sonur Xi Zhongxun,
sem barðist með Maó Zedong í
byltingunni og var aðstoðarfor-
sætisráðherra þar til hann féll í
ónáð í menningarbyltingunni og
var settur í fangelsi. Xi Jinping
byrjaði að klifra upp metorðastig-
ann á þrítugsaldri. Hann varð leið-
togi flokksins í Sjanghaí og fékk
sæti í fastanefnd stjórnmálaráðs-
ins 2007. Árið eftir varð hann
varaforseti.
Ekki líklegur til umbóta
Nýr leiðtogi Kína tregur til að taka áhættu Nýja forystusveitin fastheldin á venjur og stefnu
flokksins Samstaða um að fara mjög varlega Menn Jiangs Zemin öflugir í forystusveitinni
Varfærinn Xi
Jinping, nýr leið-
togi kínverskra
kommúnista.
AFP
Umbótasinni? Kona fylgist með ræðu nýs leiðtoga Kína í eldhúsi matvælamarkaðar í Sjanghaí.
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012