Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 26

Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kína er aðbreyta umforystu í sínu mikla ríki um þessar mundir. Það er gert með aðferð sem virð- ist vera að festast í sessi þar. Leiðtoga- hópur heldur um valdataumana í ára- tug eða svo, en víkur svo fyrir nýj- um hópi sem fráfarandi leiðtogar hafa mestu ráðið um val á. Gömlu leiðtogarnir halda virðingu sinni og aðbúnaði sínum að mestu, þótt völdum sé sleppt. Það verður til þess að þeir streða ekki við í valdastólum á meðan þeir fá dregið andann. Það eru allmörg afbrigði valda- skipta í núverandi alræðisríkjum. Castro, forseti Kúbu, sté til hliðar þegar veikindi sóttu á hann eftir áratuga einræðisstjórn. Litli bróðir á áttræðisaldri tók við. Í Norður-Kóreu eru þeir svo lánsamir að hver afburðamaður- inn af öðrum fæðist inn í fjöl- skyldu Kim Il Sungs, hins „frá- bæra og unaðslega“ fyrsta leiðtoga landsins. Hefur þetta kommúnistaríki komið sér upp konungserfðum í alræðinu, þótt ekki sé því haldið fram að himna- faðirinn sjálfur hafi veitt til þess umboð eins og var í slíkum ein- ræðisríkjum Evrópu forðum tíð. Í gamla sovétinu í Rússlandi voru leiðtogarnir við völd á meðan þeir drógu andann, ef Nikita Khruschev er talinn frá, sem sett- ur var á eftirlaun uppi í sumar- bústað af Leonid Brezhnev og samsærisbræðrum hans. Franco hafði alræðisvald á Spáni eftir að hafa orðið ofan á í blóðugri borgarastyrjöld. Sein- ustu vikurnar var hann raunar í valdarúmi en ekki stóli eftir heila- blóðfall og án meðvitundar, en enginn þorði að hreyfa legg eða lið í landinu fyrr en dánarvottorðið lá fyrir. En þá var komið á lýðræði í samræmi við erfðaskrá líksins. Konungsríki var endurreist á ný, undir sömu ætt og áður hafði ver- ið, en hlaupið yfir þá sem næstir voru og krónprins, sem Franco hafði alið upp, var krýndur, en með takmörkuð völd. Gekk þetta allt furðu friðsamlega fyrir sig. Þótt Spánn sé smáríki í saman- burði við Kína, eins og flest önnur ríki, og vísast öll verða innan tíð- ar, þá er hægt að hafa nokkurn gagnlegan samanburð þegar horft er til stjórnskipunar landanna. Í Kína eru kommúnistar með al- ræðisvald en á Spáni hét það að fasistar hefðu alræðisvald. Mun- urinn er þó minni en virðist. Í báð- um löndum enda valdataumarnir í einni hendi, þótt í Kína eins og í gömlu sovét heiti það að alþýðan ráði þar úrslitum. Á síðustu árum hefur Kína á hinn bóginn verið að þróast í átt til þess sem var á Spáni Francos. Viðskiptalífið hefur sífellt fengið frjálsari hendur þótt alræðis- reglan haldi í stjórnskipuninni og málfrelsi sé takmörk sett. Auð- söfnun einstaklinga er mikil í Kína og þeir sem hafa góð tengsl við alræðisvaldið hafa mikið forskot við söfnunina. Svip- uð þróun var á Spáni. Munurinn er þó sá, að frjáls viðskipti stönguðust ekki beinlínis á við þau grunnsjónarmið sem sagt var að stjórn- skipunin byggði á. Kína er á hinn bóginn enn þá alþýðulýðveldi. Myndir af Maó, Marx og Lenín eru í forgrunni í opinberum hátíð- arhöldum. Og pólitískum frösum runnum frá þeim er enn hampað. Fyrr eða síðar er hætt við að verði meiriháttar árekstur af þeim sök- um. Auðsöfnun sem beint og óbeint tengist völdum sem fengin eru í orði kveðnu frá „öreigunum“ er meira og minna öll í eðli sínu spilling. Ný kynslóð kínverskra leiðtoga með Xi Jinping í fararbroddi virð- ist meðvituð um þetta. Enda þeg- ar farið að muldra um að hinn nýi æðsti umboðsmaður alþýðunnar lepji ekki persónulega dauðann úr skel. Þegar Xi Jinping kynnti sig og aðra 6 félaga í fastanefnd stjórn- málaráðsins nú í vikunni vék hann að þessu. Hann viðurkenndi þar að kommúnistaflokkurinn stæði frammi fyrir ásökunum um spill- ingu og skrifræði og fyrir að vera úr tengslum við almenning í land- inu. Við slíkri gagnrýni yrði að bregðast. Þegar horft var á dökk- klæddu forystumennina sjö á blaðamannafundinum virtust þeir vera táknmynd um óbreytanleika og kyrrstöðu um sína daga, ef ekki til eilífðarnóns. En þrátt fyrir að í áratugi hafi aðrir slíkir setið við völd í Kína hafa þar orðið stórbrotnar breyt- ingar. Engir tveir menn höfðu meiri áhrif í þá átt en komm- únistahatarinn Nixon bandaríkja- forseti annars vegar og hins vegar Deng Xiaoping sem réði mestu um skeið í Kína, meira að segja eftir að hann bar ekki lengur neinn titil annan en að hann væri forseti kínverska bridds- sambandsins! Ekki er líklegt að aftur verði snúið inn í myrkviði menningar- byltingar Maós, fjöldamorða hans, pyntinga og nauðungar. Kínverjar eru komnir á bragðið og veraldarvefurinn gerir sífellt flóknara að halda uppi fullkominni skoðanakúgun. Kínverjar hafa öldum saman verið í hópi snjöll- ustu viðskiptamanna heimsins. Eftir fáeina áratugi verður Kína ekki bara efnahagslegt veldi held- ur einnig mesta herveldi í heimi. Því mun miklu skipta fyrir al- menna velferð veraldar að þau ár sem eftir eru þar til þau tvö mark- mið nást verði nýtt til að fá alþýðu Kína loks raunveruleg völd í hendur. Xi Jingping, verðandi forseti Kína, og kona hans eiga eina dótt- ur, Xi Mingze, 20 ára. Og er það ekki talandi dæmi um breytta tíma að dóttirin sú skuli vera há- skólanemi í Harvard í Bandaríkj- unum? Alræðisstjórn í mesta efnahags- og herveldi heims er óhugnanleg, þótt nokkur ár eða ára- tugir séu enn í það} Kína á tímamótum - heimurinn líka S em betur fer er sú sem hér heldur á penna (eða réttara sagt: situr við tölvu) að öllu jöfnu við fyrirtaks heilsu og þarf því ekki oft að leita á náðir heilbrigðiskerfisins. En það gerist þó endrum og eins, nú síðast fyrir skömmu síðan. Það verður að segjast eins og er að það var ekki með gleði og tilhlökkun í hjarta, því hver hefur ekki heyrt eða lesið sögur um saman- límdan tækjabúnað, þröngan húsakost, undir- mannaðar deildir og starfsfólk á mörkum þess að missa vitið eftir að hafa staðið vaktina sólar- hringum saman? Ýmsir aðrir heimshlutar en sá vestræni koma upp í hugann við að hlýða á slík- ar frásagnir og það er eiginlega á mörkunum að maður eigi að þora þessu. En stundum er bara ekkert annað í stöðunni en að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Í ljósi alls þessa kom það vægast sagt gríðarlega á óvart þegar inn á heilbrigðisstofnunina var stigið, hversu rólegt og afslappað andrúmsloft þar ríkti. Þetta var eiginlega eins og að koma inn á jógastöð á dýrari enda Manhattan. (Ekki eins og undirrituð hafi stigið fæti sínum inn á slíka stöð, en hefur séð nokkra þætti af Sex and the City). Hlýlegt, brosandi, alúðlegt og umfram allt faglegt starfsfólk lætur manni finnast eins og maður sé miðdepill alheimsins og að það sé ekkert meira aðkallandi en að manni líði sem best. Og það er ekkert sérlega leiðinlegt. Sá grunur læðist að manni sem snöggvast að kannski sé allur þessi neikvæði fréttaflutningur bara plat. Að yfirdrifið nóg sé af starfsfólki og lím- bandi vafin lækningatæki séu uppspuni ræt- inna kjaftaska. Að sögur af yfirgengilegu álagi á heilbrigðisstarfsfólk séu hrein og klár lygi. En, nei. Þessar sögur eru allar sannar, því miður. Svo hafa sumir gerst svo djarfir að halda því fram að við séum að reka sambærilegt kerfi fyrir þrjá fjórðu af því fjármagni sem það kostaði áður. Hvernig sú niðurstaða fæst er mörgum hul- in ráðgáta og erfitt að átta sig á því að 20-25% niðurskurður í heilbrigðiskerfinu undanfarin fimm ár hafi ekki haft nokkur einustu áhrif. Þetta er nefnilega enginn smá niðurskurður, en væri kannski í lagi ef heilsufar þjóðarinnar hefði batnað sem þessum prósentum nemur. En því er ekki að heilsa. Í þessu sambandi má ekki gleyma því að fólkið sem vinnur á sjúkrahúsunum er fagfólk. Eitt best menntaða heilbrigðisstarfsfólk heims. Og fagfólk reynir í lengstu lög að láta aðstæður á vinnustað ekki bitna á störfum sínum. En það hlýtur að koma að því, því að það eru takmörk fyrir því hvað fólk getur haldið lengi áfram við svona að- stæður. Og þegar hærri laun og betri vinnuaðstæður bjóð- ast annars staðar, er þá nokkur furða að það sé farið að grisjast allverulega úr hópnum? Við megum ekki láta þetta gerast. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Við megum ekki láta þetta gerast Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Ískilabréfi sínu til stjórn-skipunar- og eftirlitsnefndarmælti lögfræðihópur, sem fóryfir tillögur stjórnlagaráðs, með því að við frekari meðferð máls- ins yrði leitað álits hjá erlendum sér- fræðingum, þ.á m. Feneyjanefnd Evrópuráðsins. Tveir fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúar, Eiríkur Bergmann og Pawel Bartozek, hafa tekið undir þessa tillögu hópsins. Þá sagði Valgerður Bjarnadóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, í samtali við Morg- unblaðið í fyrradag að til greina kæmi að afla álita erlendra sérfræð- inga á tillögum stjórnlagaráðs ef slík álitsöflun rúmast innan tímaramma málsins. Feneyjanefndin heitir raunar Evrópunefndin um lýðræði með lög- um en er kennd við Feneyjar í ljósi þess að nefndin var stofnuð í borg- inni og fundar þar fjórum sinnum á ári. Nefndin er skipuð fulltrúum frá öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þá eiga Kirgistan, Síle, Suður- Kórea, Marokkó og Alsír einnig full- trúa í nefndinni. Fulltrúar nefndar- innar eiga, samkvæmt stofnskrá hennar, að vera óháðir sérfræðingar sem eru kunnir á alþjóðasviði af störfum sínum við lýðræðislegar stofnanir eða af verkum sínum til framdráttar stjórnvísindum og lög- um. Fulltrúi Íslands í nefndinni er Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður. Þríþætt starfsemi Störf Feneyjanefndarinnar skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi veitir nefndin ráðgjöf varðandi stjórn- skipan, stjórnsýslu og réttarfar ríkja. Verkefni af þessu tagi geta borist ráðinu bæði af frumkvæði ríkjanna sjálfra eða þann veg að Evrópuráðsþingið og ráðherra- nefndin beini því til nefndarinnar að skoða tiltekið málefni viðkomandi ríkis. Í öðru lagi sinnir nefndin ýmiss konar samanburðarverkefnum og athugunum tengdum þróun mann- réttinda og lýðræðislegra stjórnar- hátta á tilteknum sviðum en þessi verkefni geta bæði varðað einstaka hluta álfunnar sem og aðildarríkin í heild. Loks vinnur nefndin að eflingu upplýsingaskipta um starfsemi bæði stjórnlagadómstóla og annarra dóm- stóla, í þeim ríkjum sem hún hefur samskipti við, sem fara með stjórn- skipulegt endurskoðunarvald. Einungis ráðgefandi álit „Það sem nefndin getur skoðað eru reglur um réttarríkið, skiptingu ríkisvaldsins og hvort þessi stjórnar- skrá fylgi bestu stöðlum varðandi mannréttindi og svo framvegis,“ segir Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands. Að sögn Elviru er þó sumt sem nefndin getur ekki gert at- hugasemdir við. Nefnir hún þar sem dæmi að nefndin geti ekki gert at- hugasemdir við það hvort sé betra, lýðveldi eða konungsveldi, nú eða hvort vernda eigi dýr, svo eitthvað sé nefnt. Aðspurð segir Elvira að Feneyjanefndin sé einungis ráðgef- andi. „Þau hafa engin lagalega bind- andi áhrif, því þetta eru innanríkis- mál og fullveldissjónarmið gilda í þjóðarétti,“ segir Elvira um álit nefnd- arinnar. Þá bendir hún á að um sé að ræða mjög góða ráðgjöf og að hún hafi velt því fyr- ir sér hvers vegna ís- lensk stjórnvöld hafi ekki leitað álits nefndarinnar á til- lögum stjórnlag- aráðs fyrr. Óháð sérfræðinefnd um lýðræði með lögum AFP Evrópuráðið Frá fundi ráðsins í höfuðstöðvum þess í Strassborg. Til greina kemur að vísa tillögum stjórnlagaráðs til Feneyjanefndar ráðsins. Þegar óskað er eftir áliti Fen- eyjanefndarinnar á stjórnarskrá notast hún við þá vinnuaðferð að skipa vinnuhóp, en slíkir hópar eru einkum myndaðir af fulltrúum nefndarinnar, til þess að semja drög að áliti þess efn- is hvort hinn lagalegi texti standist lýðræðiskröfur og hvernig hægt sé að bæta hann, samkvæmt upplýsingum á vef nefndarinnar. Því næst eru drögin rædd og loks samþykkt af ráðinu á allsherjarfundi en yfirleitt eru fulltrúar viðkom- andi ríkis viðstaddir hann. Þá segir einnig á vefsíðu nefndarinnar að álit hennar séu einungis ráðgefandi. Af þeim sökum sé það meginreglan að vinnuhópurinn heimsæki viðkomandi ríki og fundi þar með mismunandi stjórnmálaþátttakendum sem málinu tengjast í þeim tilgangi að tryggja að sýn vinnuhópsins á málið sé sem hlutlægust. Vinnuhópur gerir álit RÁÐGEFANDI ÁLITSGJÖF María Elvira Méndez Pinedo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.