Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 27

Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 RAX Á heimleið Hvað ætli hann hafi verið að hugsa drengurinn með töskuna á bakinu í Mosfellsbænum þar sem hann staldraði við meðal trjánna á leið sinni heim úr skólanum? Á þeim átta mánuðum, sem liðnir eru frá því ég tók við emb- ætti varaut- anríkisráðherra Kína með mál- efni Evrópu að sérsviði hef ég sótt Evrópuríki heim nær tíu sinnum. Í hverri heimsókn hef ég orðið vitni að hinni miklu viðleitni til að ráð- ast gegn skuldavandanum og mér þykir ánægjulegt að sjá að sumar ráðstafanir virðast ætla að bera árangur, smám saman. Kína hefur lagt mikið af mörkum til stuðnings Evrópuríkjum frá því skulda- vandinn skall á. Við lögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til 43 milljarða bandaríkjadollara og lögðum auk þess fram fjár- magn til Evrópuríkja með því að kaupa ríkisskuldabréf og með því að auka innflutning á varningi frá Evrópu. Þetta er að mínu mati sjálfsagt framlag okkar sem náið og alhliða samstarfsríki ESB. Á næsta ári verður því fagn- að að 10 ár verða liðin frá und- irritun yfirlýsingarinnar um víðtækt samstarf Kína og ESB. Þrátt fyrir síbreytileika heimsmálanna síðasta áratug hafa samskipti Kína og Evr- ópu aukist stöðugt og skilað vaxandi og mikilvægum ár- angri. Leiðtogar ríkjanna hafa átt fjölmarga fundi og skiln- ingur þeirra vaxið og traust þeirra í milli. Árleg viðskipti Kína og Evrópuríkja hafa náð 560 milljörðum dollara, sem er fjórföldun að umfangi frá því fyrir áratug. Kína og Evrópa hafa auk þess unnið náið sam- an og samræmt aðgerðir í bar- áttunni gegn loftslagsbreyt- ingum og að öðrum alþjóðlegum málefnum. Stjórnvöld í Kína styðja náið samstarf Evr- ópuríkja. Það er mat okkar að samhent, stöðug og efnahagslega sterk Evrópa gagnist heim- inum öllum; þar með talið Kína. Þegar evrópska skuldakreppan var hvað dýpst heyrðust raddir, meðal annars frá Evrópu, um aðsteðjandi hrun evrunnar og upplausn Evrópusambands- ins. Þrátt fyrir það hafa kín- versk stjórnvöld ekki hvikað frá trú sinni á framtíð nánara samstarfs Evrópuríkja. Wen Jiabao, forsætisráðherra, hef- ur sagt: „Kína er traustur vin- ur ESB og samherji.“ Framtíð kínversk- evrópskra tengsla mun halda áfram að verða bjartari. Því meiri sem þróun kínversks samfélags verður þeim mun víðtækari verða samskiptin við Evrópu. Það verður vax- andi markaður í Kína fyrir evrópskar afurðir, tækni og fjárfestingar. Við þurfum að huga að aukinni samvinnu í viðskiptum, fjárfestingum, fjármálaviðskiptum, byggða- þróun og sjálfbærri þróun og kanna möguleika á fríverslun milli Kína og ESB. Samtímis þurfum við að vinna að lausn- um á álita- og ágreinings- málum ríkjanna, byggðum á grundvelli gagnkvæmrar virð- ingar, jafnréttis og gagn- kvæms ávinnings og leitast við að gera hina miklu möguleika samstarfsins að veruleika öll- um til ávinnings. Sýn okkar um framtíð bættra samskipta Kína og Evrópu krefst sameiginlegrar viðleitni til að viðhalda frið- samlegu og öruggu alþjóðlegu umhverfi. Jafnt Kína sem Evrópuríki stóðu af sér ógnir japönsk stjórnvöld hverfi frá ólögmætum aðgerðum sínum og snúi aftur að samninga- borðinu. Að lokinni síðari heims- styrjöldinni voru glæpir fas- ista í Evrópu leiddir að fullu í ljós. Það leiddi til samstarfs- ferlis Evrópuríkja, sem hefur á rúmum sex áratugum breytt Evrópu úr stríðshrjáðri álfu í heimsálfu friðar og samstarfs. Illu heilli halda ýmsir jap- anskir stjórnmálamenn áfram að votta svonefndum Yasuk- uni-helgidómi virðingu sína, en þar er viðhaldið minningu stríðsglæpamanna síðari heimsstyrjaldar. Þeir afneita þeim glæpum, sem Japanir frömdu í stríðinu og reyna að endurskrá söguna, hafna þeirri skipan heimsmála, sem samið var um eftir stríð og grafa undan friði og stöðug- leika í heimshluta sínum. Slíkt framferði hlýtur að vekja ugg og athygli allra friðelskandi þjóða. Það er eitt af brýnustu viðfangsefnum Asíuríkja að standa vörð um þann sigur sem vannst í síðari heims- styrjöldinni og þá skipan heimsmála, sem sátt náðist um að henni lokinni. Það ætti að vera sameiginleg ábyrgð allra ríkja heims. Friðsæld og stöðugleiki Asíu- og Kyrrahafsríkja er hagsmunamál allra ríkja heims, þar á meðal Evrópu. Kína mun áfram fylgja af staðfestu stefnu friðsamlegrar þróunar og samvinnu við öll Asíuríki. Kína og Evrópuríki gegna veigamiklu hlutverki í málefnum heimsins og halda áfram að vera samstarfsríki um frekari þróun. Kínversk- um stjórnvöldum er annt um samstarf við Evrópu um enn frekari árangur í að tryggja frið, stöðugleika og þróun í heiminum. Eftir Song Tao » Á næsta ári verður því fagn- að að 10 ár verða liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar um víðtækt sam- starf Kína og ESB. Song Tao Bætt framtíð kínversk- evrópskra samskipta Höfundur er vara- utanríkisráðherra Kína. síðari heimsstyrjaldarinnar og þjóðir okkar urðu fórnarlömb stríðshremminga. Engir skilja betur en þjóðir okkar mikil- vægi friðar né meta meira nú- verandi friðsæld. Ég veit að ýmsir evrópskir vinir okkar hafa áhyggjur af nýlegum deilum um Diaoyu Dao-eyjaklasann, sem hefur um aldir verið órjúfanlegur hluti kínversks landsvæðis og Kína hefur haft óvéfengjan- legt forræði yfir. Japanir her- tóku eyjaklasann og innlim- uðu með ólögmætum hætti í fyrra kínversk-japanska stríð- inu í lok 19. aldar. Að lokinni síðari heimsstyrjöld var Jap- önum gert, samkvæmt Kaíró- yfirlýsingunni, Potsdam- yfirlýsingunni og öðrum bind- andi alþjóðsamningum að skila Kínverjum hinum her- teknu landsvæðum, þar með töldum Diaoyu Dao-eyja- klasanum. Sú spenna, sem nú ríkir vegna Diaoyu Dao er aðeins til komin vegna ögrunar jap- anskra stjórnvalda, sem í septembermánuði síðast- liðnum hurfu frá fyrra sam- komulagi sínu við Kínastjórn um að leggja ágreiningsmál til hliðar og gripu til svokallaðra þjóðnýtingaraðgerða varðandi Diaoyu Dao, sem fela í sér að breyta lagalegri stöðu Diaoyu Dao. Kínverskum stjórnvöld- um var nauðugur sá einn kost- ur að grípa til ráðstafana vegna þess. Kínverjar hafa verið staðráðnir í því að leysa deiluna með viðræðum og samningum. Það er brýnt að Einhvern næstu daga mun umfjöllun nefnda þingsins um áætl- un um vernd og orkunýtingu landsvæða, svo- kallaða ramma- áætlun, ljúka. Út- lit er fyrir að meirihluti um- hverfis- og sam- göngunefndar muni leggja til að áætlunin verði af- greidd óbreytt, í þeirri út- gáfu sem hún kom frá ráð- herrum ríkisstjórnarinnar, þeim Svandísi Svavarsdóttur og Oddnýju Harðardóttur, fyrr á þessu ári. Í því felst tillaga um að málið verði af- greitt í sama ágreiningi og það kom inn til þingsins, án þess að nein alvöru tilraun hafi verið gerð til að ná breiðari samstöðu. Það er miður, því hug- myndin á bak við alla vinn- una við rammaáætlun hefur verið sú, að gera langtíma- áætlun, sem bærilegur sam- hljómur væri um, þannig að unnt yrði að sjá fyrir þróun í orkunýtingu og vernd land- svæða til lengri tíma og gera áætlanir í samræmi við það. Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar og faghópar skiluðu af sér á sínum tíma bundu margir vonir við að svo gæti orðið, enda hafði góð samstaða myndast á þeim vettvangi og ákveðið jafnvægi virtist vera milli ólíkra viðhorfa. Eftir að ráðherrarnir tveir, ríkisstjórnin í heild og þingflokkar VG og Samfylk- ingar höfðu farið höndum um málið og gert á því ýms- ar breytingar, dvínuðu þær vonir mjög. Verði niður- staða þingsins sú að sam- þykkja tillögu ráðherranna án nokkurra breytinga, er hætt við að eðli málsins breytist; að í stað lang- tímaáætlunar, sem haldið gæti gildi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti og kosningar, komi plagg, sem aðeins er rammaáætlun þeirrar ríkis- stjórnar sem nú situr. Þannig gæti niðurstaða þessa þings orðið áframhald- andi djúpstæður ágrein- ingur um öll þessi mál, í stað þeirrar víðtæku samstöðu sem að var stefnt í upphafi. Það væri mjög miður. Auð- vitað er ekki öll von úti enn, meðan málið er enn til um- fjöllunar á Alþingi, en um- mæli talsmanna ríkisstjórnarflokkanna síð- ustu daga eru ekki beinlínis til þess fallin að auka mönn- um bjartsýni í þeim efnum. Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson » Í stað lang- tímaáætlunar, sem staðist gæti stjórnarskipti og kosningar, kemur plagg, sem aðeins er rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.