Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 ✝ Inge Jens-dóttir Laursen fæddist í Förslev við Haslev í Dan- mörku 25. desem- ber 1921. Hún lést á Landspítalanum 6. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Jens Peter Rafael Laursen járnsmíðameistari, f. 1898, d. 1969 og kona hans Karen Sofie Laur- sen, f. 1901, d. 1979. Inge flutt- ist á fyrsta ári með foreldrum sínum til Nörre Tvede þar sem faðir hennar tók við járnsmiðj- unni í héraðinu. Hún ólst þar upp og þar fæddust yngri systkini hennar: Tove, f. 1923, d. 2011, Alf, f. 1926, d. 1995, Vagn, f. 1928 og Jytte, f. 1929 d. 2009. Inge giftist 28. júlí 1956 Geir Þorsteinssyni, verkfræðingi og forstjóra Ræsis hf., f. 1916, d. 2005. Foreldrar hans voru Þor- veisluhöld og sá um veislur meðal annars í Ráðherrabú- staðnum, danska og franska sendiráðinu. Vegna fjölskyldu Inge í Dan- mörku dvöldust þau Geir oft í Nörre Tvede og vegna starfs Geirs urðu ferðirnar til Þýska- lands margar, einkum til Stutt- gart þar sem eru höfuðstöðvar Mercedes Benz-bifreiðaverk- smiðjanna. Þau ferðuðust einn- ig töluvert til fjarlægra landa. Af þessum ferðalögum höfðu þau mikla ánægju. Inge og Geir voru gestrisin og höfð- ingjar heim að sækja. Vinahóp- urinn var stór og það var oft glatt á hjalla í Skeiðarvoginum. Þeim hjónum var umhugað um að halda góðum og traustum tengslum við systkini Geirs, ættingja og vini. Það gerðu þau með alúð og í hlutverki gestgjafans naut Inge sín vel og þá komu oftar en ekki vel í ljós hæfileikar hennar og kunn- átta við matargerð. Útför Inge fer fram frá Langholtskirkju í dag, 16. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. steinn Þorsteinsson hagstofustjóri, f. 1880, d. 1979 og kona hans Guðrún Geirsdóttir Zoëga, f. 1887, d. 1955. Fyrstu árin bjuggu þau Geir á Lauf- ásvegi 57 en fluttu árið 1960 í Skeið- arvog 37 þar sem þau bjuggu síðan. Inge fór snemma að vinna fyrir sér og starfaði við barnagæslu og matseld á prestsetrum í Toksværd og Fensmark við góðan orðstír. Seinna starfaði hún í Kaup- mannahöfn en árið 1948 sigldi hún til Íslands þar sem hún réð sig á heimili Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Það var ekki ráðgert hjá Inge að ílengjast á Íslandi en örlögin höguðu því þannig að hér á landi átti hún heima æ síðan. Inge var natin við börn og orðlagður kokkur. Hún var eftirsótt til að sjá um Mig langar að minnast Inge með örfáum orðum. Ég er búin að þekkja hana frá unglingsárum mínum. Einn vina föður míns kom með danska stúlku í heimsókn og hún varð síðan eiginkona Geirs Þorsteinssonar. Hún var strax tekin inn í vinahóp foreldra minna. Þau komu oft í heimsókn og á öllum hátíðarstundum í fjöl- skyldu minni voru þau þátttak- endur. Nú átti Inge að læra ís- lensku og tók tengdafaðir hennar að sér að kenna henni, en það gekk ekki vel þannig að hún talaði sambland af íslensku og dönsku alla tíð. Sennilega má kenna því um að flestir sem hún var sam- skiptum við skildu dönsku þannig að það var ekki nein sérstök þörf á að hún lærði íslensku. Inge var ákaflega glaðsinna kona. Hún var meistarakokkur og gat reitt fram kræsingar með litlum fyrirvara. Þeir eru orðnir margir sem sátu við veisluborð hennar. Mér er minnisstætt þegar ég spurði hana skömmu eftir andlát Geirs hvort hún væri ekki ein- mana. Nei hún var ekki einmana, hún var sátt við sitt hlutskipti, þau höfðu átt langt og gott líf saman og hún var þakklát fyrir það. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau áttu samt mörg börn og er ég eitt þeirra. Þau voru sérlega barngóð bæði tvö og nutu systkinabörn Geirs góðs af og börnin í hverfinu þar sem þau bjuggu. Eitt af þeim börnum er Hafþór, sem á nú um sárt að binda. Hann kom oft til hennar og hjálpaði henni með ým- islegt sem hún gat ekki gert sjálf. Hún hafði þann eiginleika að krefjast einskis fyrir sig, en var alltaf glöð og þakklát fyrir hvert smáviðvik sem var gert fyrir hana. Hún var vön að segja þegar ég fór frá henni: Komdu fljótt aft- ur og takk fyrir komuna. Þau hjón voru dugleg að ferðast og fóru margar ferðir til Danmerkur á æskuslóðir Inge og dvöldu þar oft langdvölum í faðmi fjölskyldu hennar og var það henni mikils virði. Einnig ferðuð- ust þau oft til Þýskalands og víð- ar. Nú er næstum allur vinahópur foreldra minna horfinn yfir móð- una miklu. Þetta fólk kunni að lifa lífinu lifandi. Það var með spila- klúbb fyrir karlana, saumaklúbb fyrir konurnar og matarklúbb þegar aldurinn færðist yfir menn og var hann einu sinni viku og alltaf var vináttan innan hópsins jafn einlæg og góð. Inge gleymdi ekki dönskum vinkonum sínum hér á landi og var vikulega með samveru fyrir þær á heimili sínu og veit ég að þær nutu þess. Það má segja að það hafi hallað undan fæti hjá Inge fyrir u.þ.b. ári þegar hún lærbrotnaði og var fram á sumar á sjúkrastofnunum, en hún ætlaði heim aftur og henni tókst það. Ég sá hana síðast fyrir nokkru og var hún þá lasin og ég mátti alls ekki koma nálægt henni því ég gat smitast og það vildi hún ekki. Góð og hjartahlý kona er gengin. Við synir mínir sendum fjöl- skyldu hennar og aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Bjarnadóttir. „Mikið lán var það fyrir okkur að Geir skyldi giftast henni Inge“ var oft haft að orði í stórfjölskyld- unni. Undir það getum við tekið, því „tante Inge“ var einstök kona og þau hjón í sérstöku uppáhaldi hjá okkur systkinabörnum Geirs. Heimilið þeirra að Skeiðarvogi stóð öllum opið og þangað var gott að koma. Það var eitthvað svo sparilegt og spennandi við Skeiðarvoginn, svo danskt og notalegt. Jólaboðin þegar við vor- um börn eru minnisstæð; logandi kerti á tré, danskur jólamatur og allir svo glaðir. Ef við vorum heppin, setti Geir upp járnbraut- arlestina sína og hún brunaði um efri hæðina flautandi og reykspú- andi. Slíkar minningar er gott að eiga. Inge var glæsileg kona. Hún var óvenju hávaxin, nokkuð stór- skorin í andliti og augun skærblá eins og Kattegat á sumardegi. Hún var mikill karakter, föst fyr- ir og stóð ávallt með sjálfri sér. Hún var einstaklega jákvæð og hafði skemmtilegt viðhorf til lífs- ins; vonda veðrið var t.d. kær- komið því þá gat hún lesið bókina sem hún hafði geymt sér. Inge hafði leiftrandi húmor og gerði óspart grín að sjálfri sér. Það var oft mikið hlegið í Skeiðarvogin- um. Hún var mikil matkona og listakokkur og fengu margir að njóta þess. Á okkar æskuheimili var hún sjálfkjörinn yfirverk- stjóri í eldhúsinu þegar eitthvað stóð til. Þá var eldað af lífi og sál. Öllum var ljóst að fráfall Geirs fyrir sjö árum var Inge þungbært þó hún bæri sig vel og kvartaði aldrei. Hún hélt sínu striki meðan heilsan leyfði; leysti krossgátur, las glæpasögur, fylgdist spennt með íþróttum og tók á móti gest- um í Skeiðarvoginum. Hennar verður nú sárt saknað. Að leiðarlokum þökkum við Inge og Geir allt það sem þau voru okkur. Ragnheiður, Guðrún og Þorsteinn Narfabörn. Inge Jensdóttir, ekkja Geirs Þorsteinssonar föðurbróður míns, er látin. Þau Geir voru sam- rýmd hjón og ég hygg að mörgum hafi fundist að þau hafi alltaf ver- ið saman. En samt voru þau ekki alveg kornung þegar þau giftu sig. Geir var orðinn fertugur og það vissu fáir í fjölskyldunni að hann ætti kærustu þegar sím- skeyti kom frá Danmörku um að hann væri búinn að gifta sig. Ég fékk bréf í sveitina með þessari frétt og ég man hvað ég hló og fannst það fyndið. Svo kom hann heim með brúðina og það er mér enn í fersku minni þegar við syst- urnar stóðum forvitnar fyrir neð- an forstofutröppurnar á Laufás- veginum og sáum Inge í fyrsta skipti, háa og myndarlega konu koma gangandi niður tröppurnar, brosandi til okkar í morgunslopp. Hún náði til okkar eins og hún náði til annarra barna. Fyrstu bú- skaparár sín, meðan þau Inge og Geir voru að byggja húsið sitt við Skeiðarvog, bjuggu þau á Lauf- ásveginum. Stórfjölskyldan deildi eldhúsi og borðstofu og við syst- urnar og frændsystkini kynnt- umst danskri menningu og mat- reiðslu. Við fórum í sendiferðir til Kleins kaupmanns til að kaupa „leverpostej og spejepølse“. Við vissum ekki hvað það þýddi en það skipti ekki máli vegna þess að Klein var líka danskur og skildi við hvað var átt og var ekki lengi að skera niður og taka til vöruna. Þegar ég var átta ára gömul var mér boðið með Inge til Dan- merkur að heimsækja fjölskyldu hennar í Nørre Tvede. Við sigld- um til Kaupmannahafnar með Dronning Alexandrina og það er mér minnisstætt þegar við Inge, nýkomnar á danska grund, sátum með ferðatöskur á tröppunum við heimili Tove systur hennar við Gamle Kongevej og biðum eftir að hún kæmi heim úr vinnunni á hjólinu sínu. Ég fékk síðan að kynnast bernskuheimili þeirra systra í Nørre Tvede og danskri sveit með ökrum, epla- og plómu- trjám, og smiðju föður þeirra þangað sem nágrannarnir komu með stóru hestana sína til að láta járna þá. Fimm áratugum seinna, eftir að Geir var fallinn frá, fórum við Inge ásamt foreldrum mínum og eiginmanni í tvær ferðir til Dan- merkur en Inge bað mig um að aðstoða sig við að komast í heim- sókn til fjölskyldu sinnar í Nørre Tvede. Það eru eftirminnilegar ferðir. Þau Inge og Geir voru með af- brigðum gestrisin og voru vinsæl af bæði ungum og öldnum. Börn- um fannst gaman að heimsækja þau. Geir var svo skemmtilegur og Inge gat töfrað fram kræsing- ar á augabragði. Inge var góð kona. Hún var dugleg að hugsa um gamla fólkið þegar hún sjálf var yngri og margt ungmennið átti afdrep hjá henni. Fuglar og kettir í Vogunum gengu að veislu- borðinu vísu í garðinum við Skeiðarvog. Inge var ákveðin kona og stolt. Hún var ekki tilbúin til að láta í minni pokann fyrir veikindum. Þegar ég heimsótti hana tæpri viku fyrir andlát hennar sagði hún við mig: „Jeg bliver bedre i næste uge.“ Viku seinna var hún laus við þrautir sínar og ef til vill gengur hún nú létt á fæti um græna skóga með Geir sínum. Guðrún Þorsteinsdóttir. Okkur systkinunum er ljúft að minnast Inge nú þegar komið er að kveðjustund. Í bernskuminningu okkar var Inge, konan hans Geirs frænda, í senn flott og framandi enda talaði hún dönsku og kom frá landi Tí- volís og röndótts brjóstsykurs. Við litum til hennar með aðdáun um leið og við nutum andrúms- loftsins í nánd hennar. Það var eins og við værum komin út fyrir landsteinana. Inge var afar glæsileg kona og góður fulltrúi danskrar menning- ar. Hrein íslenska varð henni aldrei mjög töm og reyndar sagði hún samkrullið hafa komið niður á dönskunni sinni líka. Þannig var hluti af sjarma hennar þetta sér- staka málfar Dana af hennar kyn- slóð á Íslandi. Afi Þorsteinn lagði sig í líma við að kenna henni ís- lensku og samverustundir þeirra hafa örugglega veitt þeim ánægju og gagnkvæma virðingu. Inge var jólabarn, fædd á jóla- dag. Alltaf var opið hús hjá þeim hjónum þennan dag og þangað streymdu vinir og vandamenn. Við fórum þangað fyrst börn með foreldrum okkar og eftir því sem árin liðu bættust makar okkar og börn í hópinn, allir nutu einstakr- ar gestrisni á heimili þeirra. Þessi jólaboð þar sem Inge tók á móti ungum og öldnum gestum með hlýju og höfðingsskap eru ein- staklega skemmtileg og falleg minning í huga okkar. Inge lá aldrei hátt rómur og ekki bar hún tilfinningar sínar á torg. Hún hafði hins vegar sínar skoðanir á mönnum og málefnum og þegar kom að matargerð og stórveislum þá var hún drottning í ríki sínu. Hlutverk hróksins í fagnaðinum eftirlét hún Geir sín- um en húmor hennar og létt lund leyndi sér ekki. Hún var mjög vel að sér og fylgdist vel með enda lestrarhest- ur mikill og áhugasöm um málefni líðandi stundar. Eftir að Geir lést var ljúft að hlusta á Inge minnast hans af mikilli hlýju og rifja upp ánægjulegar ferðir þeirra innan- lands og utan. Nú þegar hún hefur lagt upp í síðustu langferðina þökkum við það æviskeið sem við áttum með henni. Una, Guðrún og Hjörtur. Nú er Inge konan hans Geirs frænda fallin frá. Geir og Inge voru einn af föstu punktunum í tilverunni hjá okkur krökkunum í fjölskyldunni. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara til Inge og Geirs. Inge kom alltaf brosandi á móti okkur og tók okkur opnum örmum. Þeg- ar við systkinin vorum börn gist- um við oft hjá þeim en þau höfðu sérstakt lag á börnum, löðuðu þau að sér og veittu vel af öllu því sem börn kunna vel að meta, nammi og kökum. Á menntaskólaárunum borðaði ég stundum í hádeginu hjá Inge og Geir. Alltaf var tekið vel á móti mér og Inge reiddi fram ljúffenga rétti en hún var annáluð fyrir góða matargerð. Það var alltaf stutt í glettnina hjá henni og hafði hún t.d. gaman af að lauma á mat- arborðið hlutum sem líktust mat, eins og t.d. gervieggjum, og vakti það mikla kátínu. Þegar við hjónin bjuggum í Danmörku heimsóttum við Inge og Geir þar sem þau dvöldu á æskuheimili hennar í Nørre Tvede en þar bjuggu systur Inge, þær Jytte og Tove. Þar dvöldu þau hjónin alltaf góðan tíma á ári hverju. Þar voru haldnar veislur fyrir okkur sem seint gleymast og minntu einna helst á Babettes gæstebud. Eftir að við fluttum heim frá Danmörku höfðum við fjölskyld- an gaman af að kíkja í heimsókn til þeirra hjóna og var þá oft spjallað á dönsku, móðurmáli Inge. Þá oft farið um víðan völl og tekinn púlsinn á því sem efst var á baugi í Danmörku. Inge fylgdist mjög vel með og var mikill lestr- arhestur og ekki spillti fyrir að alltaf lágu nýjustu dönsku blöðin frammi. Ég þakka Inge fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Þorsteinn Helgason. Maður eignast marga góða vini á lífsleiðinni. Í dag kveð ég konu sem skipaði stóran sess í lífi mínu. Það var Inge Jensdóttir sem bjó ásamt eiginmanni sínum Geir Þorsteinssyni í Skeiðarvoginum. Ég man eftir því þegar ég var þriggja ára gamall og Geir var úti að snyrta runnana. Ég kom til hans og bauð honum aðstoð mína. Ég hjálpaði honum í garðinum og hóf að ræða við hann um daginn og veginn. Hann sýndi mér hvernig maður ætti að raka laufin saman ásamt fleiri góðum garð- yrkjuráðum. Inge og Geir voru mér eins og amma og afi. Ég kom þangað á hverjum degi eftir skóla, stalst reglulega úr frímín- útum í skólanum og Inge bjó til eitthvað gott fyrir mig að borða. Þegar Geir dó var Inge ein eftir í húsinu og hélt ég áfram að koma þangað. Það er ein minning sem stendur upp úr og mun alltaf lifa með mér en við Inge borðuðum saman hamborgara og franskar einu sinni í viku. Það var svo ótrú- lega margt sem ég og Inge gerð- um saman. Við borðuðum ham- borgara, lásum danskar bækur, pússuðum silfur, horfðum á sjón- varpið og spjölluðum um allt mögulegt. Alltaf þegar ég kom til Inge sat hún í stólnum og leysti krossgátur eða las spennandi glæpasögu á dönsku eða íslensku. Ég man eftir því þegar ég vaknaði klukkan sjö á aðfangadagsmorg- un og hljóp yfir til Inge því ég vissi að hún var alltaf vöknuð snemma. Ég fór út í bílskúr og náði í nokkra poka af jólaskrauti og skreytti alla stofuna hjá henni og alltaf var Inge jafn ánægð, sama hvernig skrautið var sett upp. Inge hafði alltaf ótrúlega góðan tíma til að hlusta á mig og sátum við oft klukkutímunum saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Það sem ein- kenndi Inge var að hún var alltaf hress og létt í lund. Henni fannst allt „meget dejligt“. Ég á ótrúleg- an fjölda góðra minninga sem ég mun alltaf geta rifjað upp. Það að hafa kynnst Inge hefur sýnt mér hversu mikilvægt það er að meta allt það góða sem maður hefur í lífinu og hversu mikilvægt það er að eiga góða vini. Farvel Inge. Hafþór Sólberg Gunnarsson. Það er dýrmætt að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Í dag kveðjum við góðan nágranna og vinkonu, Inge Jensdóttur. Við höfðum ekki verið marga daga í Skeiðarvoginum þegar Hafþór, yngsti sonurinn, hjólaði yfir til þeirra hjóna, Inge og Geirs á þrí- hjólinu sínu. Ferðunum yfir til þeirra fjölgaði og Hafþór bauð bræðrum sínum með í heimsókn þangað. Ég fékk reglulega símtöl frá skólagæslunni að strákarnir væru horfnir en þá voru þeir í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum. Inge og Geir voru yndisleg hjón og höfðu alltaf tíma fyrir strák- ana. Hvort sem það var hjálp í stærðfræði, dönsku eða að borða eitthvað gott sem Inge setti á borð. Geir lést árið 2005 og Inge bjó áfram í húsinu í Skeiðarvogi. Vináttusamband Hafþórs og Inge þróaðist með árunum og þegar hún hætti að geta sinnt öllu gat hann hjálpað henni með garðinn og verslað. Inge ætlaðist aldrei til neins og var þakklát fyrir allt og var gaman að geta glatt hana með mat og kökum. Hún laðaði að sér fólk með hlýju og skemmtileg- heitum og var gaman að ræða við hana um bækur og matargerð. Við Gunnar og strákarnir þökk- um samfylgdina og huggum okk- ur við góðu minningarnar. Bergþóra K. Jóhannsdóttir. Fallin eru síðustu blóm sum- arins, og bráðum hverfa þau öll undir fyrstu snjóa. Þannig hugsaði ég þegar ég kvaddi mína góðu vinkonu á hennar dánardegi. Þegar ég kynntist Inge fyrir nokkrum árum í gegnum frænd- fólk mitt í Danmörku, urðu með okkur miklir kærleikar, fyrst í heimsókn til þeirra hjóna og síðan eftir að Geir dó fór ég að gista hjá henni í borgarferðum mínum. Við áttum margar góðar stund- ir saman, t.d. fórum við saman í leikhús og á tónleika og einnig var nauðsynlegt að fara á „Jómfrúna“ og eiga huggulega stund saman. Einnig er okkur hjónunum ógleymanlegur sunnudagsbíltúr- inn sem endaði með miðdegiskaffi í Valhöll á Þingvöllum helgina áð- ur en húsið brann. Við sátum oft á kvöldin og töl- uðum saman á dönsku og hún sagði mér frá uppvexti sínum í Næstved og hvernig þau systk- inin og foreldrar hennar komust af í stríðinu. Og frá því þegar hún kom til Íslands og kynntist Geir og hans stóru góðu fjölskyldu. Við nutum þess að fara yfir dönsku blöðin og fínkemba „de konge- lige“, því þetta var hennar fólk. Það var mikill missir hjá henni þegar Geir lést og saknaði hún hans mikið og var oft einmana, en hún átti hans góðu fjölskyldu að og gömlu góðu vinina og ná- granna, og gaman var að koma í Skeiðarvoginn seinnipart föstu- dags og hitta „fredagsklúbbinn“, þarna voru gömlu félagarnir mættir og áttu stund saman. Inge var glæsileg kona og þægileg í alla staði og jákvæð og var gott að tala við hana og gott þótti okkur að sitja saman á kvöldin og ræða málin, en hún var eins og amma, það mátti ekki trufla hana ef boltaleikir voru í sjónvarpinu. Elsku Inge, hafðu þökk fyrir alltof stutt kynni, við áttum eftir að ræða svo mikið saman, en fjöl- skyldan Magnússon í Danmörku sendir sínar samúðarkveðjur og þakkar fyrir ógleymanlegar sam- verustundir. Þinn tími var kom- inn og það verður tekið vel á móti þér, minning þín lifir með okkur. Bestu kveðjur frá Gunnlaugi. Blessuð sé minning þín. Kristjana Sigurðardóttir. Inge Jensdóttir HINSTA KVEÐJA Minningarnar margar vakna er mætri konu gerð eru skil. Inge mín þín sárt ég sakna og stundir góðar geyma vil. Nanna Jónsdóttir. Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.