Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 52
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Nær dauða en lífi vegna sýkinga
2. Stúlkurnar í áfalli
3. Ók inn í Hekluhúsið
4. Gefinn kostur á að endurgreiða
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Útvarpsleikritið Í gömlu húsi, eftir
Hávar Sigurjónsson, verður frumflutt
í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnu-
daginn kl. 13. Í því segir af aldraðri
konu sem kemur að 15 ára, heimilis-
lausum vímuefnafíkli sofandi í stofu
sinni. Hún dregst inn í atburðarás
sem hún hefur fram að því aðeins séð
og heyrt um í gegnum fjölmiðla. Leik-
stjóri er Marta Nordal.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýtt útvarpsleikrit
eftir Hávar frumflutt
Nemendur í
menningarmiðlun
við Háskóla Ís-
lands standa fyrir
Menningarbræð-
ingi í Þjóðminja-
safninu í dag,
örfyrirlestra-
maraþoni kl. 9.15-
16. Verður m.a.
fjallað um sögu salernisins og hús-
næðisvanda jólasveinsins. Hver fyrir-
lestur er 5 mínútna langur og lýkur
með umræðum.
Örfyrirlestrar um
sögu salernis o.fl.
Ragnheiður Skúladóttir hefur verið
ráðin leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar til tveggja ára.
Hún hefur gegnt starfi
listræns stjórnanda
leikhússins og var
stjórn LA einhuga um
ráðninguna. Ragn-
heiður er með MFA-
gráðu í leiklist og
var deildarforseti
leiklistar- og
dansdeildar LHÍ
í 11 ár.
Ragnheiður ráðin
leikhússtjóri LA
Á laugardag Norðan 13-18 m/s, en mun hægari SA-lands fram
eftir degi. Snjókoma eða skafrenningur um norðanvert landið.
Á sunnudag Norðan- og norðvestan 10-18 m/s og snjókoma á N-
og A-landi, en annars hægari og bjartviðri. Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan og norðan 13-20 og snjókoma
N-til, en 5-13 og úrkomulítið syðra. Frost 0 til 6 stig.
VEÐUR
Bikarmeistarar Hauka eru
áfram á sigurbraut í N1-
deildinni í handknattleik
karla. Þeir hafa aðeins tap-
að einu stigi í átta leikjum
tímabilsins. Í gær unnu þeir
Fram, 21:20, á útivelli og
eru langefstir. ÍR-ingar
sneru taflinu við í síðari
hálfleik gegn Aftureld-
ingu og unnu og
Akureyri lagði FH í
Kaplakrika með góð-
um lokaspretti. »2
Haukar áfram á
sigurbraut
„Ég þarf að leita svara hjá nokkrum
leikmönnum áður en endanlegt val
fer fram en ljóst er að það verður erf-
itt fyrir okkur Gústaf Adolf Björnsson
aðstoðarþjálfara að skera hópinn nið-
ur,“ sagði Ágúst Þór
Jóhannsson, lands-
liðsþjálfari í hand-
knattleik kvenna,
þegar hann valdi
22 leikmenn til æf-
inga fyrir Evrópu-
meistaramótið
sem fram fer í
Serbíu í næsta
mánuði. »1
Ágúst segir að erfitt
verði að velja EM-fara
Íslandsmeistarar Grindavíkur báru
sigurorð af Stjörnumönnum, 90:86, í
Dominos-deild karla í körfuknattleik í
gær. Njarðvík skellti KFÍ, 102:73,
Snæfell hafði betur gegn botnliði
Tindastóls, 86:76, og Keflavík bar
sigurorð af Skallagrími á heimavelli,
82:71. Snæfell er með tveggja stiga
forskot í toppsætinu en liðið vann í
gær sinn fimmta sigur í röð. »4
Íslandsmeistararnir
unnu í hörkuleik
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er fyrst og fremst áhugamál
hjá mér og ég er ekki í þessu til að
græða peninga,“ segir Sigurður
Pálmason myntsafnari, betur þekkt-
ur sem Siggi Pálma, en hann hefur
safnað mynt og seðlum alveg síðan
hann var 13 ára og á orðið dágott
safn. Hann sér þó ekki fyrir sér að
verða safnari að atvinnu. „Maður
skal þó aldrei segja aldrei.“
Siggi er með til sölu ýmislegt úr
safni sínu á bandaríska uppboðs-
vefnum eBay.com, m.a. ónotaðan
100 krónu seðil frá árinu 1927, útgef-
inn af Landsbanka Íslands. Ásett
verð á þann seðil er 12 þúsund doll-
arar, jafnvirði um 1,5 milljónir
króna. Einnig er Siggi með 500
krónu seðil frá árinu 1928, prýddan
mynd af Jóni Sigurðssyni, þar sem
uppsett verð er tæplega 4 þúsund
dollarar, eða um hálf milljón kr.
Hægt að selja hvað sem er
Þegar grannt er skoðað á eBay
má sjá margs konar íslenska muni til
sölu, ekki aðeins mynt og seðla held-
ur einnig orður, styttur, skartgripi
og húsgögn. Þá ber nokkuð á mun-
um tengdum skákeinvígi Fischers
og Spasskys á Íslandi 1972. „Þú get-
ur í rauninni selt hvað sem er, þetta
er bara spurning um verð og að hitta
á réttan aðila. Það hafa margir góðir
hlutir farið á eBay og margir Íslend-
ingar sem eiga þar sín viðskipti,“
segir Siggi en nokkuð er um að fólk
leiti til hans með mynt og aðra muni,
til að kanna verðmæti og möguleika
á sölu. Hefur hann þurft að snúa
mörgum vonsviknum til baka, sem
hafa talið að þeir byggju yfir földum
fjársjóði.
„Við Íslendingar bjuggum til okk-
ar fyrstu mynt árið 1922. Ekkert af
þeirri mynt er í raun mikils virði
fyrr en þú finnur hluti sem eru ónot-
aðir, þá breytist allt saman. Þetta á
sérstaklega við um kórónumynt.“
Siggi segist aðallega safna svo-
nefndum vöru- og brauðpeningum,
sem voru notaðir hér þegar Danir
sendu lítið af peningum til landsins.
Þá fóru kaupmenn eins og P.Th.
Thorsteins að slá sína eigin mynt
sem notuð var í bakaríum og ýmsum
verslunum. Voru þá aurar gefnir út í
nokkrum útgáfum.
„Það er mjög erfitt að finna þessa
hluti, ætli séu ekki til þrjú eða fjögur
heildstæð söfn á landinu. Fyrstu
peningarnir af þessu tagi eru mjög
sjaldgæfir. Ég hef ekki slegið á verð-
mæti safnsins míns, enda er ég fyrst
og síðast áhugasafnari og sagan á
bak við myntirnar og seðlana finnst
mér einstaklega áhugaverð. Fyrir
mér er það stórkostlegt að vita af
karli á Bíldudal sem notaði vörupen-
inga til að bjarga sér. Síðan voru
þessir peningar bannaðir og þeir
nánast hurfu um tíma,“ segir Siggi.
Gamlir seðlar settir á milljónir
Siggi Pálma
með mynt og seðla
til sölu á eBay
Morgunblaðið/Golli
Myntsafnari Sigurður Pálmason, Siggi Pálma, með hluta af vöru- og brauð-
peningum í safni sínu. Hann hefur verið safnari allt frá 13 ára aldri og er í
þessu af lífi og sál, ekki til að græða peninga, eins og hann segir sjálfur.
Ekki eru til mörg ónotuð ein-
tök af seðlunum sem Siggi
Pálma er með á eBay, enda
höfðu þeir mikið verðgildi á
sínum tíma.
Hann segist ekki reikna með
að selja seðlana á þessu verði,
hann noti eBay meira til að
sýna söfnurum úti í hinum
stóra heimi að fágæt myntsöfn
séu til á Íslandi. Gríðarlega
mikið sé t.d. til af lýðveldis-
myntinni svonefndu, sem not-
uð var frá 1940 til 1980.
„Við skiluðum ekki 600
tonnum við síðustu myntbreyt-
ingu þannig að mikið er til af
því sama. Með því að setja á
vefinn sjaldgæfa mynt kemst
maður kannski í samband við
áhugasama safnara. Þessir
seðlar eiga það skilið að vera
sýndir,“ segir hann.
Finna má seðlana á eBay
með því t.d. að slá inn „Ice-
landic Bank Notes“.
Eiga það
skilið að
vera sýndir
SJALDGÆFIR SEÐLAR
Seðill 100 krónu peningaseðill frá
1927 er falur fyrir 1,5 milljónir króna.