Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  270. tölublað  100. árgangur  BORGARBÖRN SÝNA JÓLA- ÆVINTÝRI ÚTSVARS- SYSTKINI OG HRÚTAR HANNES PÉTURSSON BRÚARSMIÐUR Í LJÓÐAGERÐ SUNNUDAGUR VERÐLAUNASKÁLD 62JÓLASÖNGLEIKUR 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir heimila sem hlutfall af ráð- stöfunartekjum hafa tólffaldast síð- an árið 1980 og eru nú ríflega 240% af tekjunum. Skuldahlutfallið hefur aukist nær samfellt ár frá ári nema hvað það lækkaði töluvert í fyrra. Þetta má lesa út úr nýjustu Pen- ingamálum Seðlabanka Íslands. Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Gamma, tel- ur heimilin taka áhættu með því að skuldsetja sig svona mikið. „Líkt og hjá fyrirtækjum leiðir of mikil skuldsetning heimila til þess að geta þeirra til að takast á við áföll minnkar. Það segir sig sjálft.“ Notkun kreditkorta og bílalán hafa ýtt undir skuldasöfnunina og er notkun kortanna að aukast á ný. Setja snjallsíma á raðgreiðslur Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, segir kortaveltuna að aukast. „Sumarið 2010 sáum við að fólk var aftur farið að taka svonefnd þægindalán á sölustað og greiða fyrir sjónvörp, húsgögn og snjall- síma með afborgunum. Það eru jafn- framt vísbendingar um að nokkur hluti þess hóps sem fékk niðurfærslu skulda vegna gengisdóma hafi skuld- sett sig aftur,“ segir Haukur. Mikil skuldsetning heimila þýðir að vaxtahækkanir hafa mikil áhrif á greiðslubyrði óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og mun sá áhættuþáttur fara vaxandi eftir því sem vægi slíkra lána eykst. Þorri fasteignalána er verðtryggð- ur og kann áframhaldandi verðbólga og tilheyrandi hækkun höfuðstóls að vega á móti aðgerðum í þágu skuldara. Veikingin ýti undir verðbólgu Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, telur veikingu krónunnar í haust kunna að ýta undir verðbólgu. „Þrátt fyrir nokkuð jákvæðar verðbólgutölur að undanförnu, og betri en við þorðum að vona, teljum við að veikingin frá því í haust eigi eftir að koma fram,“ segir Ásdís og nefnir óvissu vegna kjarasamninga. Skuldirnar margfaldast  Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa tólffaldast síðan 1980  Vísbendingar um að andvirði niðurfærslna gengislána fari beint út í neyslu aftur MHeimilin taka vaxandi áhættu »14 Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1980-2011 (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1980 1996 2010 2011 300 250 200 150 100 50 0 20,6% 150% 273,4% 242,4% Fjör er í byggingaframkvæmdum í Kópavogi þessa dagana og ástandið gjörbreytt frá tímabili kyrrstöðu eftir efnahagskollsteypuna haustið 2008. Víða er verið að slá upp, steypa og gera lóðir tilbúnar í bænum. Það sem af er þessu ári, þ.e. til 15. nóvember, var búið að úthluta 78 lóðum í Kópavogi fyrir einbýli, parhús, raðhús og fjölbýli með samtals 386 íbúðum og þremur hesthúsalóðum að auki. Í fyrra var úthlutað 48 íbúðarhúsalóðum í Kópavogi fyrir samtals 118 íbúðir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir fólk kunna að meta góða staðsetningu Kópavogs. Þá sé þjónustustigið hátt og nýjar lóðir í góðum tengslum við innviði bæjarins og þjónustu. Eins hafi uppbyggingin tekið kipp þegar nýr meiri- hluti tók við. Bærinn breytti greiðsluskilmálum og liðkaði á annan hátt fyrir lóðakaupum. „Skilmálum var breytt þannig að fólk gæti verið með lægra byggingarmagn á lóðunum. Við það lækkuðu bæði gjöld og byggingarkostnaður. Lán bæjarins vegna lóðasölu bera ekki vexti í sex mánuði eftir lóðakaup til að gefa kaupendum svigrúm til að ganga frá teikningum og öðrum undirbúningi. Fyrsta afborgun af lóðakaupunum getur verið eftir þrjú ár þannig að fólk geti kom- ið húsnæðinu upp og fjármagnað allan fram- kvæmdakostnað í einu,“ segir Ármann. „Við höf- um úthlutað mörgum lóðum á undanförnum mánuðum. Það lætur nærri að við höfum selt lóðir fyrir um tvo milljarða á þessu ári.“ Nýbyggingar eru nú að rísa í grónum hverfum á Kópavogstúni og í Lundi. Einnig í nýrri hverf- um eins og í Þorrasölum, í Austurkór á Rjúpna- hæð, í Vallakór og Vindakór og Engjaþingi austast í bænum. »28 Morgunblaðið/Golli Á uppleið Byggingarkranarnir hafa risið einn af öðrum í Kópavogi að undanförnu. Verið var að setja upp þennan krana á Rjúpnahæðinni þar sem nýlega hófust framkvæmdir við húsbyggingar. Aukin eftirspurn er eftir lóðum, fjör í byggingaframkvæmdum og bjart yfir mönnum í Kópavogi. Byggingaframkvæmdir í Kópavogi hafa tekið mikinn kipp á þessu ári  Búið er að úthluta lóðum fyrir meira en þrefalt fleiri íbúðir nú en í fyrra Vísur sem Hall- dór Laxness skrifaði 12 ára gamall í póesíbók eða minningabók Þórdísar Dag- bjartar Davíðs- dóttur, skólasyst- ur sinnar, haustið 1914 og taldar eru eftir hann eru það ekki. Jónas Ragnarsson bendir á í grein í tíma- ritinu Stuðlabergi, sem kom út í gær, að vísurnar hafi birst fyrst í jólablaði Frækorna 1908, þegar Nóbelsskáldið var sex ára. Ekki er vitað hver höfundurinn er en þrír koma helst til greina » 4 Halldór ekki höfundurinn Halldór Laxness rithöfundur. „Stjórnarskránni er ekki síst ætlað að vera vernd minnihlutans gegn meirihlutanum. Það er óásættanlegt að okkar mati að kveða á um, ólíkt Norðurlöndunum öllum, að hér sé hægt að breyta stjórnarskránni, þar á meðal mannréttindakaflanum, með mjög skömmum tíma, náist stemn- ing um það meðal meirihlutans í landinu,“ sagði Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Há- skóla Íslands í erindi sínu á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þar voru ræddar niðurstöður sérfræð- inganefndar sem fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs. »12 Morgunblaðið/Styrmir Kári Fundur Fjölmenni var á fundinum í Háskólanum í Reykjavík í gær. Vernd gegn meirihluta Kirkjuþing frestaði á fimmtudag frekari um- ræðum um fjár- mál kirkjunnar en framundan eru viðræður við ríkisvaldið um þau mál. Fjárhagsvandinn vegna niður- skurðar er víða mikill í sóknunum. Gísli Gunnarsson, sem situr í kirkjuráði, segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir. Meðal annars hafi prestaköll verið sameinuð og frestað að ráða í lausar stöður í Grafarvogi og Hafnarfirði. »16 Kirkjan í fjársvelti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.