Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 22

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Listmunauppboð Keramikuppboð Lýkur 19. nóvember Síðustu forvöð til að koma verkum á uppboð fyrir jól er mánudagurinn 19. nóvember Fyrir viðskiptavini leitum við að verkum eftir Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum einnig að taka á móti gull- og silfurmunum á uppboð. Bókauppboð 17. nóvember – 2. desember Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 36 dagar til jóla Opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum verður í dag klukk- an 13-15. Munu jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur. Ferðaþjónustan í Mývatnssveit kemur sameiginlega að jólasveina- verkefninu. Fram kemur í tilkynn- ingu, að tekið verði gjald fyrir að heimsækja jólasveinanna í Dimmu- borgir, börn þurfa ekki að greiða aðgangseyri en fullorðnir (eldri en 18 ára) greiða 1000 krónur. Jóla- sveinarnir verða með bauk með sér á Hallarflötinni sem gestir geta greitt í. Jólasveinarnir verða tíðir gestir í Dimmuborgum fram að jólum. Þann 8. desember fara sveinarnir síðan í sitt árlega jólabað í Jarðböð- unum kl. 17. Jólasveinarnir koma í Dimmuborgir í dag Morgunblaðið/Birkir Fanndal Jólasveinar Sveinarnir birtast í Dimmu- borgum í dag og verður mikið um dýrðir. Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2012 er komið út. Á kortinu er vatnslitamynd eftir Sigurþór Jakobsson og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2012. Sérstök hvatning er á kortinu, þar sem kemur fram að fyrir hvert selt kort gróðursetur félagið eitt tré. Fram kemur í tilkynningu, að ekkert sé prentað inn í kortin þannig að þau nýtist áfram eftir jól sem afmæl- iskort, boðsmiðar eða hvað sem fólki detti í hug. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi á 1.000 krónur. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur 25% afsláttur. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Þór- unnartúni (Skúlatúni) 6, 2. hæð. Einnig eru enn til nokkrar gerðir af eldri kortum. Þá er hægt að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend en þá bætist við 250 króna afgreiðslu- gjald. Skógræktarfélag Íslands selur jólakort Jólahefti Rauða krossins á Íslandi eru borin í hús til allra heimila í landinu þessa dagana. Býður Rauði krossinn landsmönnum að styrkja innanlandsverkefni félagsins með því að kaupa heftið. Það inniheldur að venju merkimiða á pakka, jóla- merki á umslög og jólakort. Myrra Leifsdóttir teiknaði mynd- ina að þessu sinni. Myrra er fædd í Gautaborg og ólst upp í Svíþjóð og á Íslandi. Hún hefur myndskreytt og hannað bækur og fengist við ým- is önnur verkefni undanfarin sjö ár, samhliða búninga- og leik- myndahönnun fyrir kvikmyndir og leikhús. Um 3500 sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi bera starfsemi fé- lagsins uppi, að því er kemur fram í tilkynningu. Árlega veitir Rauði krossinn einstaklingum og fjöl- skyldum um allt land aðstoð fyrir jólin. Jólahefti Byrjað er að dreifa jólahefti Rauða kross Íslands í hús hér á landi. Jólahefti Rauða krossins borin í hús Waldorfleikskólinn Ylur og Wal- dorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar í dag frá kl. 12-17 í Lækjarbotnum fyrir ofan Lögbergsbrekkuna. Í tilkynningu segir, að boðið verði m.a. upp á brúðuleikhús, barnakaffihús, veiðitjörn, eldbak- aðar pizzur, jurtaapótek, tónlist á vegum nemenda, tívolí auk muna sem börn í skólunum hafa búið til. Uppeldisfræði Waldorfskólanna var þróuð af Rudolf Steiner og á sér grundvöll í heimspeki hans og mannspeki. Jólabasar í Lækjar- botnum í dag Líf styrktarfélag gefur í ár út jóladagatal til styrktar Kvennadeild Landspítalans. Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við margar þekktar persónur úr íslenskum barna- ævintýrum, er ætlað að vekja börnin til marg- víslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla en með því að fletta hverjum degi á jóladagatalinu, opnast allskyns ævintýri, leikir og þrautir. Krakk- arnir fá nýja mynd til að lita hvern dag þar sem við sögu koma kunnar persónur út Latabæ og Ávaxta- körfunni en einnig má finna þar Skessuna í fjallinu og Lilla apa úr Brúðubílnum. Einnig gefst börnum tækifæri til að taka þátt í eldhús- störfum. Jóladagatal Lífs kostar 1.990 krónur og fæst í öllum verslunum Hag- kaups og Samkaups. Sala hefst 20. nóvember. Jóladagatal til styrktar kvennadeild Eldri bæjarbúar á Seltjarnarnesi halda flóamarkað og jólabasar í dag klukkan 13-17 í félagsheimili sínu við Skólabraut 3-5. Á jólabasarnum verður til sölu handverk, fatnaður og ýmislegt fleira. Einnig er boðið upp á vöfflu- kaffi. Jólabasar á Seltjarnarnesi ÚR BÆJARLÍFINU Djúpivogur Andrés Skúlason Um nokkra ára skeið hefur ver- ið haldin sérstök hátíð til heiðurs myrkrinu á Austurlandi. Hefur við- burður þessi, sem stendur yfir í heila viku í nóvember, gengið undir heitinu Dagar myrkurs. Samfélagið á Djúpavogi sem og burtfluttir ein- staklingar hafa síðustu ár gert há- tíð þessari sérstaklega hátt undir höfði og varð sannarlega engin breyting á að þessu sinni. Hápunktur dagskrárinnar er að venju svokölluð Sviðamessa sem haldin er á Hótel Framtíð en þar fer jafnan fram gráglettin skemmt- un og dansleikur á eftir. Skemmtun þessi verður vinsælli með hverju árinu og til vitnis um það hefur verið uppselt síðustu tvö árin.    Óvenjumikil umferð línubáta hefur verið í Djúpavogshöfn það sem af er þessu hausti og hefur því verið mjög líflegt við hafnarkant- inn. Þjónusta við fiskibáta sem koma til Djúpavogshafnar þykir að mati margra útgerðar- og sjómanna framúrskarandi góð. Jöfn og stöðug vinnsla hefur verið í starfsstöð Vísis hf. á Djúpavogi sem er sem áður kjölfestan í at- vinnulífinu á Djúpavogi. Vænta má að dragi úr umferð stærri línubáta eftir áramót en síðan mun lífið dafna aftur við höfnina undir vorið þegar smábátar fara aftur á flot.    Áform um viðamikla upp- byggingu í fiskeldi eru nú í burð- arliðnum í Berufirði og á þessu ári hefur þegar verið sleppt 50 þúsund laxaseiðum í sjókvíar og þá hefur einnig verið sleppt umtalsverðu magni af regnbogasilungi. Fiskeldið í Berufirði, sem er stofnað til af fyrirtækinu Fiskeldi Austfjarða ehf., stefnir á að vinna afurðir í vistvænum anda og mark- aðssetja þær á dýrari markaði en hið hefðbundna eldi er á.    Á Djúpavogi er kraftmikið tón- listarlíf og í þeim efnum má nefna að Tónskóli Djúpavogs er full- setinn en við hann starfa hæfi- leikarík ungversk hjón, þau József Béla Kiss og Andrea Kissné Refvalvi sem hafa nóg að starfa þessa dagana við að kenna ungum og efnilegum börnum og ungling- um við Tónskóla Djúpavogs. Þá stjórnar Jozef einnig kirkjukór Djúpavogs sem og karlakórnum Trausta sem var stofnaður á síð- asta ári. Dagar myrkurs á Djúpavogi Morgunblaðið/Andrés Skúlason Skemmtun Dagar myrkurs hafa unnið sér fastan sess hjá íbúum Djúpavogs og atriðin eru oft mjög lífleg. Disneyklúbburinn heldur um helgina kökukeppni í Smáralind í samvinnu við Morgunblaðið. Kökurnar verða til sýnis fyrir framan verslun Hag- kaups bæði laugardag og sunnudag. Þemað í kökukeppninni eru teikni- myndir Disney sem allir þekkja. Fólk er hvatt til þess að nota ímynd- unaraflið, útbúa glæsilegar kökur með einhverjum af sínum uppáhalds Disney-persónum og koma með þær í keppnina. Keppt er í tveimur flokk- um, fullorðinna og barna. Til mikils er að vinna því 1. vinningur í fullorð- insflokki er Kitchen Aid hrærivél, eins árs Disney-áskrift, stóru Disn- ey-matreiðslubækurnar og þriggja mánaða áskrift að Morgunblaðinu. Í flokki barna eru 1. verðlaun eins árs Disney-áskrift, stóru matreiðslu- bækurnar og þriggja mánaða áskrift að Morgunblaðinu. Verðlaun eru einnig veitt fyrir 2.-3. sæti í báðum flokkum. Kökukeppni Disney í Smáralindinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.