Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 61

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti í gær sextíu og þremur grunnskólanemum Ís- lenskuverðlaun unga fólksins í Bók- menntaborginni Reykjavík. Afhend- ingin fór fram í Norðurljósasal Hörpu. Eins og undanfarin ár af- henti Vigdís, sem er verndari verð- launanna, þau á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2007. Gunnskólar borgarinnar tilnefna hver þrjá nemendur eða nemendahópa, fyrir að hafa tekið sérstökum framförum eða hafa náð góðum árangri í íslensku, hvort sem þeir eiga hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál, og hljóta þeir allir viðurkenningu. „Verðlaun eru alltaf hvatning,“ sagði Vigdís í samtali þegar verð- launin voru fyrst afhent, og bætti við: „Það er stórmerkilegt að við skulum hafa haldið þessu tungumáli og við eigum að gera allt sem við getum og hvetja til viðhalds þess og uppbyggingar.“ Við athöfnina lék kvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar og nemendur úr Dalskóla lásu og sungu fyrir gesti. Hlutu íslenskuverðlaun Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvatning Vigdís Finnbogadóttir afhenti í gær 63 gunnskólanemendum Íslenskuverðlaun unga fólksins. Bókin Dagur í lífi Ívans Denisovich þar sem Alexander Solsjenitsín lýs- ir hryllingi fangabúða Stalíns olli straumhvörfum. Á morgun, 18. nóvember, verða 50 ár liðin frá því að sovésk stjórnvöld leyfðu birt- ingu bókarinnar í mánaðarritinu Noví Mír. Tildrög ákvörðunarinnar voru þau að Nikíta Krústsjov vildi þurrka út áhrif Stalíns, sem þá hafði verið látinn í tæpan áratug, á sovéskt samfélag. Árið áður hafði hann opinberlega fordæmt glæpi Stalíns og fyrirskipað að lík hans yrði fjarlægt úr grafhýsi Leníns á Rauða torginu í Moskvu. Eins og loftsteinn „Fyrir okkur var Solsjenitsín eins og loftsteinn, sem féll af himnum,“ sagði bókmenntagagnrýnandinn Benedikt Sarnov við AFP. „Sagan var mikill viðburður.“ Almenningur barðist um eintök af menningartímaritinu. Þúsundir lesenda skrifuðu höfundinum og ritstjóranum og vildu deila reynslu sinni, þ. á m. fyrrverandi fangar og ættingjar fólks, sem hafði verið sett í fangabúðir eða tekið af lífi. Solsje- nitsín átti eftir að nota bréfin í höf- uðverk sitt, Gúlag-eyjaklasann. Solsjenitsín skrifaði bókina árið 1959 og byggði á eigin reynslu af átta ára vist í þrælkunarbúðum. Hann var dæmdur eftir að lögregla gerði upptækt bréf í pósti þar sem hann gagnrýndi Stalín. „Faðir minn dó í fangelsi þegar ég var fimm ára,“ sagði Arseni Roginskí, fyrrverandi and- ófsmaður, sem nú leiðir mannrétt- indasamtökin Memorial. „Það sem sló mig við Ívan Denisovich var að þar var talað um hluti, sem jafnvel vinir föður míns töluðu um, þar á meðal þeir, sem voru í búðunum.“ 50 ár frá útgáfu Dags í lífi Straumhvörf Alexander Solsjenits- ín skoðar plakat fyrir myndina Dag- ur í lífi … í Ósló 1974.  Tímamótaverk Alexanders Solsjenitsíns olli straumhvörfum Sýning til minn- ingar um Sigríði Gyðu Sigurðar- dóttur myndlist- arkonu, sem lést árið 2002, verður opnuð í Bóka- safni Seltjarnar- ness á mánudag- inn, 19. nóvem- ber, kl. 17. Sigríður Gyða var mörgum Seltirningum að góðu kunn. Hún bjó á Nesinu frá 1956 til dauðadags, ásamt eiginmanni sínum Sigurgeiri Sigurðssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, að því er fram kemur í tilkynningu. Hún var einn af stofn- endum Myndlistarklúbbs Seltjarnar- ness, tók þátt í fjölda samsýninga og hélt einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1988, Bókasafni Seltjarnarness árið 1999 og var auk þess með árleg- ar sumarsýningar í Þrastalundi um nokkurra ára bil. Sigríður teiknaði jólakort Svalanna og Thorvaldsens- félagsins í nokkur ár, hannaði fjölda félagsmerkja og bókarkápur. Sýn- ingin stendur til 28. nóvember og op- in á afgreiðslutíma bókasafnsins. Til minningar um Sigríði Gyðu Sigríður Gyða Sigurðardóttir Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 19:00 9.k Fös 23/11 kl. 20:00 aukas Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Lau 17/11 kl. 22:00 aukas Lau 24/11 kl. 19:00 10.k Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Fim 22/11 kl. 20:00 aukas Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Sun 30/12 kl. 20:00 Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Gulleyjan (Stóra sviðið) Sun 18/11 kl. 14:00 15.k Sun 2/12 kl. 14:00 Mið 26/12 kl. 14:00 Lau 24/11 kl. 14:00 16.k Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 lokas Sun 25/11 kl. 14:00 17.k Sun 16/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Sýningum lýkur í desember Rautt (Litla sviðið) Sun 18/11 kl. 20:00 22.k Fim 22/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Þri 20/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Þri 27/11 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 Margverðlaunað meistaraverk. Aukasýningar í nóvember og desember Gullregn (Nýja sviðið) Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Fim 27/12 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Fös 28/12 kl. 20:00 Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Lau 29/12 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 12.k Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Sun 30/12 kl. 20:00 Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Fim 3/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Fös 4/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré Saga Þjóðar (Litla sviðið) Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 14/12 kl. 20:00 16.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 15/12 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 18/11 kl. 13:00 lokas Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri. Allra síðasta sýning Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Sun 18/11 kl. 20:00 5.k Sun 25/11 kl. 20:00 6.k It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey. Íslenski Dansflokkurinn: Á nýju sviði (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 frums Sun 2/12 kl. 20:00 4.k Fim 13/12 kl. 20:00 Fös 23/11 kl. 20:00 2.k Fim 6/12 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 3.k Sun 9/12 kl. 20:00 Fjögur spennandi og ólík dansverk eftir dansara Íslenska dansflokksins Gói og Baunagrasið – lokasýning á morgun! Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Lau 8/12 kl. 17:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 27.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 23.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 28.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 24.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 Sun 2/12 kl. 14:00 25.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 26.sýn Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 17.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 20.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 15.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 16.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Jónsmessunótt (Kassinn) Lau 17/11 kl. 19:30 16.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 22.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 17.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 6/12 kl. 19:30 23.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 8/12 kl. 19:30 24.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 17/11 kl. 17:00 Sun 18/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins örfáar sýningar í nóvember! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 24/11 kl. 11:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Lau 8/12 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 13:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 14:30 Sun 9/12 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Sun 9/12 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30 Miðasala hafin á vinsæla aðventuleikrit Þjóðleikhússins - og miðarnir rjúka út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi! Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2012 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrés- dóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 3.8 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir. Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 27. desember næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2012. Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600. Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.